Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 17
Sparperur
Í meginatriðum er um
að ræða flúrperu með
margbeygðri pípu, stjórn-
búnaði og sökkli.
Kostir:
n Nota litla orku
n Ódýrar
n Langur líftími
Ókostir:
n Gefa ekki alltaf bestu litendurgjöfina
n Geta verið lengi að ná fullum styrk
n Lofaður líftími stenst ekki alltaf
n Inniheldur kvikasilfur
n Virka sjaldnast með ljósdeyfi
Led-perur
Led stendur fyrir „light
emitting diode“ eða
ljósdíóður.
Kostir:
n Nota litla orku
n Eru fljótar að ná fullum styrk
n Góð litaendurgjöf
n Langur líftími og því góð fjárfesting
Ókostir:
n Dýrar perur
n Gæði mjög misjöfn
Halógenperur
Halógen perur eru í
raun endurbætt útgáfa
af glóperum. Munurinn
felst í því að halógen er bætt í
fyllingargasið og gefur það möguleika
á hærra hitastigi og þar af leiðandi
meira ljósmagni.
Kostir:
n Góð litaendurgjöf
n Ná strax fullum styrk
n Ódýrar
Ókostir:
n Nota næstum jafn mikla orku og venju-
legar glóperur
n Líftími stenst sjaldnast
n Verða mjög heitar
Flúrperur
Með ódýrustu ljósgjöfun-
um þegar kemur að orku
og líftíma
Kostir:
n Ódýrar
n Langur líftími
n Góð litaendurgjöf
Ókostir:
n Passa einungis í sérstaka lampa og ljós
n Innihalda kvikasilfur
Kynnum okkur nýjar perur
Neytendastofa fer með markaðseftirlit með ljósaperum og hefur eftirlit með að þessum
reglum sé framfylgt. Stofnunin hvetur neytendur til að kynna sér merkingar og leiðbein-
ingar á umbúðum, auk þess sem innflytjendur og seljendur eru hvattir til að kynna fyrir
neytendum þessar nýju vörur.
Þetta eru arftakar glóperunnar:
Orkunýtniflokkar
Á heimasíðu Neytendastofu er bent á að samkvæmt nýjum reglum má aðeins nota orðið
orkusparandi (e. energy saver) fyrir perur sem hafa bestu orkunýtingu og eru merktar í
orkunýtniflokki A.
Kelvinskalinn:
2.600-3.000 K
7 ráð áður en þú kaupir perur
1 Verið viss um að ljósstyrkur (Lúmen) sé nægilegur.
2 Veljið peru með góðri litaendurgjöf eða að minnsta kosti 85 RA.
3 Veljið perur frá 2.600 til 3.000 gráð-ur á Kelvin (K) ef þið leitið eftir
mildu ljósi.
4 Spyrjið söluaðila hvort hægt sé að fá peruna lánaða heim til að prófa hana
eða hvort það sé hægt að skipta ef
hún uppfyllir ekki kröfurnar.
5 Skoðið bæði sökkulinn og stærðina til að vera viss um að peran passi.
6 Athugaðu hvort lýsingargeirinn passi þínum þörfum.
7 Athugaðu hvort hægt sé að nota peruna með ljósdeyfi.
Svona velur þú birtuna:
Flestir vilja hafa milda og þægilega birtu í vistarverum. Á meðan glóperur gefa aðeins frá
sér hlýja hvíta birtu er hægt að framleiða sparperur með mismunandi birtuhlýleika (heitt/
kalt) eftir þörfum hvers og eins. Þessar upplýsingar eiga að finnast á umbúðum sparpera.
Kelvinskalinn (K) gefur til kynna litbrigði hvíta ljóssins. Þeim mun hærra sem K er, því
kaldara er ljósið.
Svona breytir þú vöttum í lúmen
Áður fyrr völdum við perur út frá vöttum. Vött gefa til kynna raforkunotkun perunnar en
lúmen birtustigið. Nú þurfum við að leita eftir lúmeni sem gefur til kynna ljósmagnið sem
peran gefur frá sér. Það er gott ráð að velja peru sem gefur meira lúmen en þau vött sem
við völdum áður, þar sem ljósmagnið sem peran gefur frá sér minnkar með tímanum.
Vött 15 25 40 60 75 100
Lúmen 140 250 470 800 1.050 1.520
Reiknaðu
sparnaðinn
Á síðu Orku-
setursins er
reiknivél þar
sem neytendur
geta séð þann
sparnað sem
fæst með
nýjum perum.
Þar segir að
ef öll heimili á
Íslandi skiptu út tíu 60 vatta perum fyrir
tíu 11 vatta sparperur myndi orkan sem
sparast vera um 60 milljón kWh á ári. Það
samsvarar:
Raforkuframleiðslu 18 Elliðaárvirkjana
Heildar raforkunotkun 13.000 íslenskra heimila
Raforkunotkun 40 þúsund Mitsubishi i-MiEV rafbíla
Niðurstöður reiknivélar Orkuset-
ursins um sparnað á ári við það að
skipta út tíu 60 vatta glóperum á
heimilinu:
Notkun heimilis í kWh:
Glóperur 657
Sparperur 120
Raforkukostnaður í krónum:
Glóperur 5.913 krónur
Sparperur 1.084 krónur
Sparnaður 4.829 krónur
n Upplýsingar eru fengnar úr umfjöllun Politi-
ken um þær perur sem taka við af glóperum.
Led-perur
RA 80–95
Halógenperur
RA >90
Sparperur
RA 80–85
Flúrperur
RA 80–85
Dagsljós
RA 100
Hvað er litendurgjöf
Bestu ljósgjafarnir skila réttum litum
eða litum sem eru sem næst dagsljósinu.
Það hefur verið gagnrýnt að sparperur
skili ekki réttum litum á hlutum. Eigin-
leikar ljósgjafa til að sýna náttúrulega liti
hlutanna er mældur með RA-stuðlinum
þar sem dagsljós er 100 RA.
Stefnuvirk lýsing
Ekki stefnuvirk lýsing
Hvaða pera hentar lýsingunni?
Venjuleg
herbergisljós
Náttborðslampi með
lokuðum skermi
Loftljós Standlampi
Hangandi loftljós
með lokuðum skermi
Standlampi með
lokuðum skermi
Hangandi loftljós
með skermi Útiljós
Plafond-ljós Veggljós
Náttborðslampi
Kastarar
Innbyggð
halogenljós
Standlampi með
litlum skermi
Hangandi loftljós
með litlum skermi
Vegglampi með
litlum skermi
Skrifborðslampi/
Leslampi
Borðlampi
KviKasilfur í sparperum
Neytendur 17Mánudagur 10. september 2012
A
++
A
+
A B C D E
LED-pera
Sparar 80%
raforku
Sparpera
Sparar
75 % raforku
Halogenpera
Með straum-
breyti sparar
50% raforku
Halogen
pera Sparar
20% raforku