Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 22
Langar að keppa á Ólympíuleikum
n Ebba Guðný og Hafliði heimsóttu Oscar Pistorius á Ólympíuleikum fatlaðra
H
afliði Hafþórsson er ung
hetja sem fangaði hjörtu
þjóðarinnar. Hafliði
fæddist fótalaus en með
aðstoð stoðtækjaframleiðandans
Össurar getur hann hlaupið og
gefur jafnöldrum sínum lítið eftir.
Móðir Hafliða er Ebba Guð
ný Guðmundsdóttir, sú sem gefur
Íslendingum hollustuuppskrift
ir á mbl.is. Ebba Guðný ferðað
ist með fötluðum syni sínum og
fjölskyldu yfir hálfan hnöttinn
vegna kynna þeirra af suður
afríska spretthlauparanum Oscar
Pistorius sem fæddist, eins og
sonur Ebbu Guðnýjar, fótalaus
fyrir neðan hné. Nú eru mæðgin
in á Ólympíuleikum fatlaðra og
fylgjast með góðvini sínum og
njóta þess vel. Ebba Guðný sagði
frá því á Facebooksíðu sinni að
Hafliða líkaði svo vel að hann gæti
sjálfur hugsað sér að taka þátt
einn daginn: „Í ólympíuþorpinu
í gær, allt frítt, matur og drykk
ur, hreinsun, gym og fleira, næg
ástæða til að reyna að keppa einn
daginn sagði sonur minn.“
Ebba Guðný sagði frá kynnum
sínum af Oscari Pistorius í við
tali við DV. „Hann er spretthlaup
ari, oft kallaður „The fastest man
on no legs!“ Hann er fæddur án
fóta fyrir neðan hné, nákvæm
lega eins og sonur minn, hann
Hafliði. Fötlun þeirra er alveg eins
og ákaflega sjaldgæf og Oscar er
dásamlegur maður svo ekki sé
sterkara að orði kveðið. Við urð
um fljótt forvitin um SuðurAfríku
eftir að hafa heyrt lýsingar Oscars
þaðan. Þar að auki
komu Oscar og um
boðsmaður hans
okkur í samband við
foreldra lítils drengs,
Williams í Jóhannes
arborg, sem er fatl
aður eins og Hafliði.
Ég var í sambandi við
foreldra hans frá því
hann fæddist. Oscar
hefur líka kom
ið hingað til okkar í
heimsókn.“ n
22 Fólk 10. september 2012 Mánudagur
Með stokk-
bólgnar varir
„Borðaði epli í gær með þessum
afleiðingum ...“ skrifaði Björk Eiðs
dóttir, ritstýra Séð og heyrt, á Face
booksíðu sína og birti mynd af sér
með stokkbólgnar varir. Svo virð
ist sem hún hafi fengið einhvers
konar ofnæmisviðbrögð sem urðu
til þess að hún leit út fyrir að hafa
farið í mislukkaða sílikonaðgerð
á vörunum. Hún veltir því einmitt
upp hvort hún hafi ekki bara
dottið í lukkupottinn því fólk borgi
jú fúlgur fjár til að líta svona út.
„Læknirinn gaf mér stera og sagði
mér að skræla eplið næst ... Ég veit
ekki, er ekki fullt af fólki að borga
peninga fyrir svona varir?
Gagnrýnir
Morgunblaðið
„Fyrir nokkrum árum var þekkt
um rasista úthýst af Mogga
blogginu vegna skrifa sinna. Nú
er viðkomandi farinn að skrifa í
sjálft Morgunblaðið, prentútgáf
una,“ sagði Egill Helgason nýverið
á Facebooksíðu sinni. Umrædd
ur er Skúli Skúlason sem hefur
farið mikinn í hatursskrifum gegn
múslimum og til að mynda barist
gegn því að hér á landi verði reist
moska.
Flutt í
Vesturbæinn
„Sakna þess svo að sjá ekki Smára
lindina og turninn í morgunsár
ið. Saknaðarkveðjur í Kóp city.“
Svona var stöðufærsla Sigmars
Guðmundssonar fjölmiðla
manns á Facebook fyrir helgi.
Það var kærasta
hans, Júlíana
Einarsdóttur,
sem setti inn
færsl una fyr
ir Sigm ar að
gamni sínu en
parið er flutt
saman í Vestur
bæ Reykjavíkur.
Mæðgin í London
Ebba Guðný og Hafliði á
Ólympíuleikum í London.
Mynd Ebba Guðný
F
egurðardrottningin Manuela
Ósk Harðardóttir hefur heldur
betur tekið ubeygju í lífinu en
samkvæmt heimildum DV hóf
hún nám í Hússtjórnarskólan
um í Reykjavík nú í haust.
Í maí síðastliðnum kynnti Manu
ela ásamt Önnu Lilju Johansen nýja
fatalínu undir nafninu Malla Johan
sen og átti afrakstur hönnunarsam
starfs þeirra að líta dagsins ljós nú á
haustdögum. Eitthvað babb virðist
hafa komið í bátinn því þær hafa nú
slitið samstarfinu en það var Séð og
heyrt sem greindi frá því í síðustu viku.
Manuela hvarf á braut og mun Anna
Lilja hafa tekið alfarið við fyrirtækinu.
Þær stöllur kynntust þegar þær
kepptu báðar um titilinn ungfrú
Reykjavík árið 2002 og hafa verið vin
konur síðan. Manuela var krýnd ung
frú Reykjavík en Anna Lilja var valin
ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Ekki
er vitað hvort slest hafi upp á vinskap
þeirra, en ljóst er að þær hafa ekki séð
sér fært að vinna saman áfram.
Samkvæmt Séð og heyrt ætl
ar Anna Lilja þó að halda nafninu
óbreyttu þrátt fyrir að Manuelu njóti
ekki lengur við.
Fær þriðjung af launum Grétars
Ýmislegt hefur gengið á hjá Manu
elu síðustu misserin en skilnaður
hennar og knattspyrnumannsins
Grétars Rafns Steinssonar varð að
hatrammri deilu fyrir dómstólum.
Meðal þess sem þau deildu um var
umgengnisréttur um dóttur þeirra
og Manuela gerði ákveðnar kröfur
um framfærslu sem Grétar vildi ekki
fallast á. Um tíma hugðist Manu
ela kæra Grétar fyrir persónunjósn
ir, en enskir lögmenn hans notuð
ust við einkaspæjara til að sanna að
hún væri í sambúð með íslenskum
manni og byggi með honum í húsi
sem Grétar greiddi leiguna af. Hún
hvarf þó frá þeim áformum barna
sinna vegna, eftir því sem kom fram
í yfirlýsingu frá lögmanni henn
ar, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, eftir að
DV greindi frá málinu á síðasta ári.
Dómur féll í skilnaðarmálinu í nóv
ember í fyrra.
Samið var um að Manuela fengi
3 milljónir á mánuði greiddar frá
Grétari í sjö mánuði og svo þriðj
ung launa hans eftir það, eða þang
að til aðstæður breytast. Með því
er til dæmis átt við að ef Manuela
giftist aftur eða fengi hálaunastarf.
Þetta ákvæði á einnig við ef miklar
breytingar verða á tekjum Grétars. Ef
þær lækka verulega gæti hann óskað
eftir því að fá málið tekið upp aftur.
námið mun nýtast vel
Fyrir utan dótturina sem Manuela á
með Grétari á hún son úr fyrra sam
bandi og mun námið í Hússtjórnar
skólanum eflaust nýtast henni vel
þegar kemur að heimilishaldi og
barnauppeldi. Samkvæmt heima
síðu skólans fá nemendur verklega
kennslu í vefnaði, fatasaumi, prjóni
og hekli, matreiðslu, þvotti og
ræstingu. Í bóknáminu er svo farið
í bæði næringarfræði og vörufræði.
Manuela hefur mikinn áhuga
á tísku og hefur orðið eins kon
ar táknmynd tísku hjá íslensk
um konum – hálfgerð Victoria
Beckham Íslands. Hún heldur úti
bloggsíðu þar sem hún fjallar um
tísku og birtir myndir af hinu og
þessu sem á daga hennar drífur í
lífinu. Tískuvitið mun án efa nýt
ast henni vel þegar kemur að verk
legum þáttum námsins líkt og fata
saumi, prjóni og hekli. n
solrun@dv.is
Manuela komin í
Hússtjórnarskólann
n Manuela Ósk er hætt samstarfi við Önnu Lilju og farin í nám
Slitu samstarfi
Manuela og Anna
Lilja kynntu nýja
fatalínu undir nafn-
inu Malla Johansen
í vor. Þær hafa nú
slitið samstarfi.