Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 11
Viðtal 11Mánudagur 10. september 2012 sé ekki vandamál. „Þetta er orðinn svo brútal heimur. Það er erfitt að fá fólk til þátttöku vegna þess.“ Sigmundur segist fyrst og fremst benda fólki á að skítkastið venjist. „Það er alveg vonlaust í stjórnmál- um að ætla sér að leiðrétta allt sem er haldið fram um mann. Það er kannski erfiðara að segja fólki sem hefur áhyggjur af þessu að það sé ástæðulaust. Auðvitað hefur þetta áhrif á fólk og það eina sem maður getur sagt er að þetta venst.“ Óheilbrigður tíðarandi fyrir hrun „Það var mjög ákveðinn tíðarandi fyrir hrun. Hann var mjög valdamik- ill og sterkur. Þeir sem ekki skrifuðu upp á hann áttu sér ekki viðreisnar von. Það var mjög óheilbrigt ástand.“ Sigmundur segir valdahlutföll sam- félagsins hafa breyst á einu andartaki í október árið 2008. „Nýr tíðarandi tók völdin. Völd þessa nýja tíðaranda finnst mér jafnvel engu minni en völd þess fyrri.“ Hann hefur áhyggj- ur af því að valdajafnvægið hafi með hruninu sveiflast of langt frá frjáls- hyggjunni. „Ég er þeirrar skoðun- ar að hrunið sé fall frjálshyggjunnar. Þá segja helstu frjálshyggjusinnar að vandamálið sé bara að þetta hafi ekki verið nógu hrein frjálshyggja. Það sama og kommúnistarnir sögðu um fall Sovétríkjanna. Þá vantaði bara hreinan marxisma.“ Sigmundur seg- ist enn vona að samfélagið leiti í átt að meira jafnvægi í stað þess að leita stöðugt öfganna á milli. Verkafólk gleymt „Mér finnst vanta að menn noti tæki- færið núna eftir fall frjálshyggjunnar til að huga að gömlum og hefðbundn- um baráttumálum sósíalista um stöðu verkafólks,“ segir Sigmundur sem tel- ur núverandi ríkisstjórn hafa einbeitt sér um of að málefnum sem eigi upp- runa sinn hjá háskólafólki. „Mér finnst fólk án langskólamenntunar algjör- lega gleymast í umræðunni. Það er mjög sterk áhersla í vinstriflokkun- um á hugsjónir sem maður þekkir úr háskólanum. Mjög mikilvægar hug- sjónir um réttlætismál og jafnrétti. Ég er ekki að segja að það eigi að gleym- ast en ég er að segja að fólk án langr- ar skólagöngu hefur svolítið gleymst.“ Sigmundur segir áhyggjuefni ef ákveðnir hópar finni sig ekki hluta af forgangsröðun yfirvalda. „Þetta er mikið áhyggjuefni og getur leitt til þess að ákveðinn hóp- ur upplifir sig gleymdan. Að ekkert sé verið að hugsa út í hagsmuni þeirra. Það getur opnað fyrir stjórnmálaflokk sem er að nýta sér þetta án þess að bera hagsmuni þeirra fyrir brjósti.“ Stjórnarandstöðuflokkurinn Sigmundur svarar með hefðbundn- um hætti spurningunni um hvort hann telji að flokkurinn hans hafi staðið undir ábyrgð sinni sem stjórn- arandstöðuflokkur. Hann segir flokk- inn hafa reynt að meta góðar hug- myndir, sama hvaðan þær komi. „Svo maður hætti sér út í eina mest notuðu klisju stjórnmálanna,“ seg- ir Sigmundur. „Ég skal ekkert draga neinar dulur á það að ég og við urð- um fyrir miklum vonbrigðum með minnihlutastjórnina og hvernig það gekk. Við sáum það fyrir okkur sem merki þess að við værum að styðja fyrsta skrefið að breyttum stjórn- málum.“ Sigmundur segist heilt á litið ánægður með störf Fram- sóknar í stjórnarandstöðu. „Vegna þess að áhrif stjórnarandstöðu og raunar óbreyttra þingmanna er al- mennt mjög takmörkuð þá er hlut- verk stjórnarandstöðunnar miklu frekar vörn en sókn. Sóknarfærin úr stjórnarandstöðu eru mjög takmörk- uð. Einfaldlega vegna þess að sama hversu góð hugmyndin er þá fer hún ekki í gegn.“ Skilgreinir sig sem elítu Það vakti á sínum tíma athygli þegar Sigmundur Davíð talaði um elítur í samhengi við Icesave og Evrópu- sambandið. Sigmundur er með auðugustu mönnum, vel mennt- aður og með tengsl inn í vel stæð- ar fjölskyldur. Sigmundur svarar ját- andi spurningunni um hvort hann sé ekki sjálfur hluti af svokallaðri elítu. „Á sínum tíma skilgreindi ég hvað ég átti við. Það fór ekkert á milli mála að ég skilgreindi sjálfan mig sem hluta af elítunni.“ Hann seg- ir að sem þingmaður sé hann sjálf- krafa í betri aðstöðu til að hafa áhrif en aðrir. „Ég var að tala um þann hóp sem stýrir umræðunni í samfé- laginu. Stjórnmálamenn, háskóla- fólk og þá sérstaklega þeir sem eru í hópi álitsgjafa, fjölmiðlamenn og forystu menn í hreyfingum atvinnu- lífs, hvort sem um er að ræða at- vinnurekendur eða verkalýðsfélög.“ Þú ert semsagt meðvitaður um að þú tilheyrir elítunni? „Algjörlega.“ Sigmundur segir að sem þing- maður geti hann komið sjónarmið- um sínum á framfæri. Það geri hann að vissu leyti þótt stjórnmálamenn séu sjaldan sáttir við hversu vel sjón- armið þeirra komist til skila. „Ég er líka í þeirri stöðu að þurfa ekki dags- daglega að hafa áhyggjur af afkom- unni. Bæði er ég með þokkaleg laun sem þingmaður og eins og frægt er þá er konan mín úr mjög vel stæðri fjöl- skyldu. Það hefur ekki áhrif dagsdag- lega, þetta er bara eitthvað sem hún lítur á sem framtíðar arf. Þó verður maður að viðurkenna að það veitir manni ákveðið öryggi. Kosturinn er sá að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt maður segi það sem manni finnst. Ekki að hafa áhyggjur að það geti leitt til tekjumissis.“ Sigmundur segist sjálfur telja að góð fjárhagsleg staða hans hafi hjálpað honum í stjórnmálunum. „Vonandi myndi maður segja allt sem manni finnst jafnvel þótt maður væri í annarri stöðu hvað þetta varðar.“ Sýna stöðu fólks skilning Sigmundur leggur áherslu á að eitt hlutverk þingmanna sé að sýna stöðu fólks skilning sama hvar þeir standi sjálfir. „Bæði þetta með stöðu þingmanna og mína persónulegu stöðu þá verður maður alltaf að hafa hugfast að aðrir geta verið í ólíkri stöðu. Það hlýtur að vera grund- vallaratriði hjá þingmönnum og stjórnmálamönnum að þeir geti litið á hlutina ekki bara frá sínum eigin bæjardyrum heldur einnig sett sig í spor annarra. Það ætti raunar að vera fyrsta krafan til stjórnmálamanna.“ n Er hluti af Elítunni „Það hlýtur að vera grundvallar atriði hjá þingmönnum og stjórnmála- mönnum að þeir geti [...] sett sig í spor annarra Engar peningaáhyggjur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segist meðvitaður um að örugg fjármálastaða hans veiti honum visst öryggi. Óvinsælt Alþingi Sigmundur vonar að traust almennings á Alþingi aukist. Sjálfur segist hann raunar undrandi að einhver segist enn bera mikið traust til þess.„Ég er kjörinn for- maður tveimur vikum eftir að ég gekk í flokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.