Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 6
Flögu Boga slitið „Það er ekkert töff við einelti“ n Vinkonur berjast saman gegn einelti É g er ekki fórnalamb ég er „sur- vivor“,“ skrifar Ingibjörg Aðal- heiður Gestsdóttir, á Facebook- síðu sína en hún og Anna Karen Ellertsdóttir segist vera sterkari sem einstaklingar eftir að hafa spyrnt fót- unum við einelti. Þær stöllur segja eineltið ekki hafa gert sig sterk- ari, heldur baráttuna gegn því. Þær deildu báðar sögum sínum á Face- book fyrir helgina og vildu með því sýna fórnarlömbum eineltis stuðn- ing. Á vef DV.is má lesa greinar þeirra beggja í heild sinni, en í báðum skrifa þær á hjartnæman hátt um skelfi- legar afleiðingar þess að vera tek- inn fyrir í grunnskóla, jafnvel í tíma þar sem kennari fylgist með. Ingi- björgu var ítrekað bent á að leita til sálfræðings vegna eineltisins, en hún reyndi að fá skólann til að skilja að hún væri ekki vandamálið heldur gerendurnir. „Af hverju þurfti ég að tala við einhverja manneskju, ég gerði ekki neitt, af hverju þarf þá að refsa mér?“ skrifar Ingibjörg. Anna segist hafa verið ellefu ára þegar vinahópurinn hennar ákvað skyndilega að leyfa henni ekki að vera með þeim lengur. Stelpurnar ákváðu einnig að enginn annar í skólanum mætti leika við hana og höfðu áhrif á önnur börn. Því einangraðist hún mjög. „Eins og flest allir sem hafa upplifað einelti yfir langan tíma þá brotnar sjálfs- myndin og ljótu og niðrandi orð ger- endanna fara að verða sannleikur í huga manns,“ segir Anna Karen. Þær Anna og Ingibjörg eru vin- konur sem báðar leggja stund á félagsráðgjafarnám við Háskóla Íslands. Þar hafa þær einbeitt sér mjög að eineltismálum, enda er þetta þeim hjartans mál. Þær segjast báðar leitað eftir stuðningi og kjarki hvor hjá annarri til að skrifa greinarnar, en vonast til að þær geti orðið fleirum innblástur, enda er „ekkert töff við einelti“, eins og Anna Karen segir. n 6 Fréttir 1. október 2012 Mánudagur Í slenska svefnrannsóknafyrirtæk- inu Flögu hf. hefur verið slitið og hafa eignir félagsins verið greidd- ar út til hluthafa. Flaga Group var í eigu íslenska fjárfestisins Boga Pálssonar, Exista og Kaupþings og var skráð í Kauphöllinni þar til árið 2008. Bogi er sonur Páls Samúelsson- ar, fyrrverandi eiganda Toyota-um- boðsins á Íslandi. Slit félagsins áttu sér stað í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í gögnum sem skilanefnd Flögu Group, starfsmenn endurskoðenda- fyrirtækisins KPMG, sendi til rík- isskattstjóra í lok síðasta árs. Fyrir- tækið hefur síðan verið brotfellt hjá ríkisskattstjóra. Keypti bandarískt félag fyrir 1.400 milljónir Flaga hf. var stofnað árið 1988 af sál- fræðingnum Helga Kristbjarnar- syni og stundaði rannsóknir á svefn- venjum fólks. Árið 2002 keypti Flaga bandaríska svefnrannsóknarfyrir- tækið Medcare Diagnostics fyrir um 1.400 milljónir króna. Þar með varð fyrirtækið það stærsta á sviði hug- búnaðar og tækja til svefnrannsókna í heiminum. Medcare hafði áður verið helsti keppinautur Flögu. Árið 2003 var fyrirtækið svo skráð í Kaup- höll Íslands. Gengi hlutabréfa í Flögu fór hæst í 8 á árunum þar á eftir. Bréfin hríðféllu í verði Árið 2007 byrjuðu hlutabréf Flögu að hríðfalla í verði og í janúar 2008 stóðu þau í 0,56 og hafði verðið aldrei verið jafn lágt frá árinu 2003. Markaðsvirðið á bréfunum var þá aðeins rétt rúm- lega helmingurinn af nafnverði hluta- bréfa og einn sextándi af því sem það var við útboð. Þá sagði Bogi í viðtali við DV: „Hlutabréfamarkaðurinn hef- ur verið að lækka mikið og það þarf mjög litla lækkun í verðmætum til að prósentan verði há.“ Flaga rambaði á barmi gjaldþrots haustið 2008 eftir fall viðskiptabanka félagsins og eins af eigendunum, Kaupþings. Í byrjun árs 2009 voru fluttar af því fréttir að hlutabréf Flögu væru í reynd einskis virði. Tæplega 75 milljónir til hluthafa Í gögnunum um slit félagsins kem- ur fram að engin krafa hafi borist skilanefndinni frá kröfuhöfum vegna slitanna á félaginu. Allar eignir fé- lagsins, tæplega 75 milljónir króna, rúmlega 610 þúsund dollarar, runnu því til hluthafa Flögu Group, Emblu Systems Inc., sem er bandarískt móðurfélag þess: „Engar kröfur bár- ust skilanefnd vegna slita félags- ins og er því til úthlutunar til hlut- hafa félagsins allt eigið fé félagsins á slitadegi, USD 610.898.“ Undir slit fé- lagsins ritaði Bogi Pálsson fyrir hönd hluthafa. n „Engar kröfur bár- ust skilanefnd vegna slita félagsins og er því til úthlutunar til hlut- hafa félagsins allt eigið fé félagsins á slitadegi. n Svefnrannsóknafyrirtæki sem var í Kauphöllinni í fimm ár Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Kauphöll Íslands Flaga var tekin úr Kauphöll Íslands eftir að hlutabréf félagsins hrundu í verði árið 2008. Fyrirtæki fæðast Í ágústmánuði voru skráð 122 ný einkahlutafélög hér á landi sem er nokkur aukning frá sama mánuði á síðasta ári þegar 110 ný einka- hlutafélög voru stofnuð. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á föstudag. Fyrstu átta mánuði mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.180, en það er tæp- lega 7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.105 fyrirtæki voru skráð. Flest einkahlutafélög- in sem stofnuð voru í ágúst voru í fasteignaviðskiptum. Í júlímánuði síðastliðnum voru hins vegar skráð 136 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun. Keyptu bandarískt félag Flaga keypti bandaríska svefn- rannsóknafyrirtækið Medcare Diagnostics fyrir 1.400 milljónir króna árið 2003. Bogi Pálsson var stjórnar- formaður Flögu. Halda upp á 130 ára afmæli Flensborgar Flensborgarskólinn í Hafnarfirði fagnar 130 ára afmæli í dag, mánudag. Af því tilefni er Flens- borgardagurinn haldinn hátíðleg- ur. Fagnað verður meðal annars með því að fella niður allt venju- legt skólastarf þennan dag og skemmta sér þess í stað í Íþrótta- húsinu við Strandgötu. Auk af- mælisins markar dagurinn upphaf nýs árs geðræktar, sem er þriðja þema verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóla. Jón Jónsson kíkir i heimsókn auk þess sem óvænt atriði verður sýnt sem mun koma skemmtilega á óvart, að því er fram kemur í tilkynningu frá skól- anum. Neituðu að hafa ekið bifreiðinni Töluverður erill var hjá lögreglu- mönnum á höfuðborgarsvæðinu á laugardag og aðfaranótt sunnu- dags. Mikið var um útköll vegna hávaða og minni háttar pústra. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Einn er grunaður um að hafa ver- ið undir áhrifum vímuefna undir stýri. Lögreglan í Kópavogi hafði af- skipti af þremur aðilum á bifreið, sem bilaði þegar þeir óku henni ógætilega yfir hraðahindrun. Mennirnir voru ölvaðir og neituðu allir að hafa ekið bifreiðinni. Þeir voru vistaðir í fangageymslu á lög- reglustöðinni á Hverfisgötu vegna frekari rannsóknar. Grimmilegt einelti Báðar lentu Anna Karen og Ingibjörg í alvarlegu einelti. Þær segja þó að eineltið þurfi ekki að stöðva fólk, heldur eigi það að halda sínu striki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.