Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Qupperneq 11
Fréttir 11Mánudagur 1. október 2012 Hirða Hagnaðinn af vinnu annarra n Aðstöðubrask í slitastjórn Glitnis n Sitja báðum megin við borðið n Hlunnfara þrotabúið og starfsmenn sína „Eðli rekstrar er að hagnast Kristinn sagðist vera í fríi og bað um að hringt yrði síðar. Einka- hlutafélag Kristins hefur hagnast um meira en 50 milljónir króna á ári frá hruninu árið 2008 og árið 2009 greiddi hann sér 56 milljónir í arð út úr félaginu. „Óforsvaranlegt“ DV hefur heimildir fyrir því að önnur lögmannsstofa sem stýrði þrotabúi fjármálafyrirtækis hafi tekið ákvörðun um það á fundi að það væri „óforsvaranlegt“ að þeir sem stýrðu þrotabú- inu væru með sérstaka fulltrúa í vinnu fyrir þrotabúið til að græða á því sjálfir. Þessi til- tekna lögmannsstofa ákvað því að ráða löglærða full- trúa beint í vinnu til þrota- búsins þar sem slíkt væri ódýrara fyrir búið. Í þessu tiltekna búi var því ekki hafður sami háttur á og hjá slitastjórn Glitnis og Landsbankans. Líkt og heimildarmaður DV segir hefðu stjórnendur þessa tiltekna lögfræðifyrirtæk- is auðveldlega getað gert þetta líka og grætt á því alveg eins og þeir sem stýra þrotabúum Glitnis og Landsbankans. Eftirlitsleysi og sjálftaka Þessi þrjú dæmi sýna því fram á það sem oft hefur kom- ið fram um skila- og slitastjórn- ir fjármálafyrirtækja á Íslandi: Þó svo að Fjármálaeftirlitið, sem er opinber eftirlitsstofnun, og Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafi skip- að skilanefndir og slitastjórnir yfir hina föllnu banka þá hefur eftirlits- leysi einkennt starfsemi þeirra. Þeir lögfræðingar og endurskoðendur sem setið hafa í þessum skilanefnd- um og slitastjórnum hafa í reynd getað stundað sjálftöku á eignum þeirra án utanaðkomandi eftirlits. Sumir þessara einstaklinga hafa sýnt meira hóf en aðrir og til dæmis sleppt því að maka krókinn með því að græða persónulega sem milli- liðir í sölu á vinnu annarra fyrir þrotabúin. Líkt og kom fram í máli Páls Eiríkssonar þá hefðu hann og Steinunn getað sagt: „Við hefðum alveg eins getað ákveðið að vinna þessa vinnu sjálf.“ Skilanefndar- og slitastjórnar- mönnum hefur því verið í sjálfsvald sett að hversu miklu leyti hvort þeir misnota aðstöðu sína við uppgjör fjármálafyrirtækjanna til að græða á því sjálfir. Sumum finnst ekk- ert athugavert við að ganga langt í þessu á meðan aðrir hafa ekki nýtt sér aðstöðu sína til hins ýtrasta að þessu leyti. Því er um að ræða rétt- nefnda sjálftöku. n Í sérflokki Steinunn Guðbjarts- dóttir og Páll Eiríks- son hjá slitastjórn Glitnis eru í sérflokki hvað varðar greiðslur til slitastjórnar- og skilanefndar- fólks á Íslandi. Heildargreiðslur til fyrirtækja þeirra frá þrotabúi Glitnis nema meira en 800 milljónum króna á síðastliðnum þremur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.