Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Page 14
Sandkorn Þ að er jákvætt að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra skuli ætla að víkja af Alþingi eftir kjörtímabilið. Það snýst þó ekki um annað en að henn- ar tími er liðinn. Jóhanna hefur svo sannarlega markað spor sín í stjórn- málasöguna. Yfirleitt og lengst af var hún sjálfri sér samkvæm sem leiðar- stjarna litla fólksins í landinu. Hún er flugfreyjan sem þekkti kjör almenn- ings og barðist fyrir lítilmagnann. Og það var einmitt ástæða þess að hún fékk fleiri tækifæri á pólitíska sviðinu en flestir aðrir. Það er í senn styrkur og veikleiki Jóhönnu að rekast illa í flokki og láta ógjarnan að stjórn. Þetta gerði að verkum að hún náði sínu fram í sam- skiptum við harðsvíraða leiðtoga á borð við Davíð Oddsson. Og hún flengdi fyrrverandi formann sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, oft til hlýðni. Í stöðugri uppreisn sinni við karlaveldið náði hún að hnika jafnréttismálun- um áfram í rétta átt. En jafnframt því að berjast við karlrembur og þoka í rétta átt kjörum aldraðra og öryrkja þá stóð hún í stöðugum slagsmálum við þá sem gengu samsíða henni í stjórn- málum. Það endaði með klofningi þegar Jóhanna stofnaði Þjóðvaka og fékk góða kosningu. Vandinn var hins vegar sá að flokkur hennar náði aldrei fótfestu. Veikleikar Jóhönnu komu í ljós þegar hún varð leiðtogi sjálf. Hún er fjarri því mannasættir eða diplómat- ísk. Meirihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna var mynduð utan um nokkur lykilmál. Hæst ber aðildar- umsóknina að Evrópusambandinu. Endurskoðun stjórnarskrár var í önd- vegi stjórnarsáttmálans. Þar á eftir kemur róttækur uppskurður á kvóta- kerfi sægreifanna. Þessi þrjú lykilmál eru öll í mikilli óvissu eða uppnámi. Það sem af er kjörtímabilinu hafa inn- byrðis ýfingar og átök einkennt sam- vinnuna. Jóhönnu hefur að vísu tek- ist lengst af að halda saman sínum eigin flokki en samstarfsflokkurinn hefur oftar en ekki staðið í ljósum log- um. Þingmenn órólegu deildarinnar svokölluðu hafa einn af öðrum flúið flokkinn. Meira að segja ráðherrar hafa verið í stöðugri uppreisn gegn eigin stjórn. Afleiðingin er sú að rík- isstjórninni hefur mistekist í öllum helstu lykilmálum sínum. Kvótamál- ið er í skötulíki. Aðildarumsóknin að ESB er í þeirri stöðu að þjóðin myndi kolfella málið ef kosið yrði nú. Vinstri-grænir eru sagðir vera komn- ir á fremsta hlunn með að sprengja stjórnina vegna málsins. Stjórnar- skrármálið er í undarlegri stöðu þar sem ekki hillir undir að gengið verði til lýðræðisumbóta með breytingum. Stjórnlagaþingið var dæmt ólöglegt. Kosningar í þessum mánuði snúast um áhuga þjóðarinnar á breytingum og eiga að verða stefnumót- andi. Í þessum málum miðar okkur lítið áfram. Fjórða stórmál ríkis- stjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur var að slá skjaldborg um fjárhag heimilanna. Sumt hef- ur tekist þar en annað er til skammar. Þar ber hæst skulda- klafann sem fólk þarf að bera vegna ólöglegra gengislána. Ríkisstjórn- in hefur, eftir að dómur Hæstarétt- ar féll, lagst á sveif með bönkum og lánastofn- unum til að verja þá gegn litla skulduga fólkinu. Þá dafnar í landinu það okur sem sprottið er af verðtryggðum lánum. Á móti kemur að tekist hefur að lyfta íslensku samfélagi upp úr djúpum dal krepp- unnar. Lokavetur Jóhönnu er að ganga í garð. Hún hefur nú það frjálsræði sem hlýst af því að vera á útleið. Kannski er það núna sem tími Jóhönnu er loks- ins kominn fyrir alvöru. Nú þarf hún að taka á honum stóra sínum og rétta af skjaldborgina með því að skera á snörur okurlánaranna. Þá er nú hið gullna tækifæri til að breyta með afgerandi hætti kerfi sægreifanna. Stærsta mál Jóhönnu er síðan að- ildarumsóknin að ESB. Þar er aðeins eitt til ráða. Þjóð- in verður í þingkosningum að kjósa um framhald þess máls. Það þýðir að Samfylkingin verður að setja málið á oddinn og standa síðan eða falla með niður- stöðunni. Að leiðarlokum verður ástæða til að þakka henni fram- lagið til íslenskra stjórnmála. Burt- séð frá yfirstand- andi kjörtímabili hefur Jóhanna Sigurðardóttir gert okkur að betri þjóð með baráttu sinni í þágu lítilmagnans. Handaband hagsældar n Fréttir af ævintýraleg- um hagnaði viðskipta- félaganna Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Ei- ríkssonar í slitastjórn Glitnis hafa tröllriðið umræðunni á Íslandi. Þegar tíðindi bárust um að þau ættu saman fyr- irtæki sem hefði halað inn hundruð milljóna króna á síðustu árum rifjaðist það upp að þau hefðu hald- ist í hendur þegar upp var kveðinn frávísunardómur í New York í máli slitastjórn- arinnar gegn fyrrverandi stjórnendum Glitnis. Vitað var að þau Steinunn og Páll græddu vel á þrotabúinu en umfang hagnaðarins lá ekki fyrir. Sannarlega var um að ræða handaband hagsældar. Bakkabróðir í mótbyr n Gestir World Class á Sel- tjarnarnesi ráku upp stór augu í síðustu viku þegar Bakkabróðirinn Lýður Guð- mundsson lét sjá sig í ræktinni. Lýður stikl- aði flótta- lega meðal þeirra eftir æfinguna, skaust út á íþróttafötunum og upp í gljáfægðan, gráan Benz-jeppa. Lýður stendur í ströngu þessar vikurnar: Daginn áður hafði hann ver- ið ákærður fyrir brot á hluta- félagalögum og gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangels- isdóm auk þess sem hann reynir af harðfylgi að eignast Bakkavör aftur með því að kaupa hlutabréf félagsins af kröfuhöfum þess. Lýður hef- ur því um ýmislegt að hugsa. Össur með tölu n Þegar Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra hélt ræðu fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var hann með í barmi sér fjólubláa tölu. Kvenna- athvarfið hef- ur síðustu vikur selt tölur til að styðja við rekstur sinn undir kjörorðinu ,,All- ir með tölu“. Nokkrir þing- menn hafa sést með töluna í barmi sér í ræðustól þings- ins, þar á meðal Össur við fjárlagaumræðu á dögun- um, en líklega hefur eng- um öðrum tekist að koma tölunni á framfæri með þessum hætti til milljóna manna. Ég er bara blíður og góður Ég er ekki næsti Kalli Berndsen Egill Helgason lofar að vel verði tekið á móti öllum í Kiljunni. – DV Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari stjórnar nýjum útlitsþætti á mbl.is. – DV Lokavetur Jóhönnu„Að leiðar- lokum verður ástæða til að þakka henni E vrópumálið er eins og stjórnar- skrármálið að því leyti, að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi þurfa ekki og eiga helst ekki að koma nálægt því nema til að staðfesta ákvörðun þjóðarinnar. Þjóðin er sjálf fullfær um að leiða bæði málin til lykta án milligöngu flokkanna. Stjórnmála- flokkarnir eru allir klofnir í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Þjóðaratkvæða- greiðslur henta vel í málum, sem flokk- arnir eiga erfitt með að gera upp við sig. Flokkarnir verðu kröftum sínum betur, ef þeir einbeittu sér að málum, þar sem meiri árangurs er að vænta af starfi þeirra. Kalda stríðið Andrúm kaldastríðsáranna var óþægi- legt á Íslandi eins og t.d. ritstjórar Morgunblaðsins þau ár hafa öðrum mönnum betur lýst á prenti. Stjórn- málasamræðan var hörð og illskeytt m.a. vegna tortryggninnar, sem Al- þingi sáði með því að keyra málið í gegn á eigin spýtur og hafna kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefði slík atkvæðagreiðsla verið haldin og þjóðin samþykkt aðild, hefði andstæðingun- um trúlega reynst auðveldara að una niðurstöðunni. Hefði þjóðin á hinn bóginn hafnað aðild, hefði það verið rétt lýðræðisleg niðurstaða. Þá hefðu Íslendingar staðið utan Nató, og sagan sýnir í endurskini reynslunnar, að það var þrátt fyrir allt óhætt. En þetta voru ár tortryggninnar, og engin þjóðarat- kvæðagreiðsla fór fram um stofnaðild Íslands að Nató. Danir og Norðmenn greiddu ekki heldur atkvæði um málið, en þar voru engin áhöld um vilja al- mennings. Stundum er óþarft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, ef ljóst þykir, hvert hugur kjósenda stefnir. Spánverjar héldu eftir fall herfor- ingjastjórnar Frankós þjóðaratkvæða- greiðslu um áframhaldandi aðild að Nató 1986. Hún var samþykkt. Ný aðildarlönd Nató í Mið- og Austur- Evrópu héldu flest almennar atkvæða- greiðslur um inngönguna eftir 1990. Aðildin var alls staðar samþykkt með ríflegum meiri hluta. Umboð þjóðarinnar Alþingi fer með löggjafarvaldið í um- boði þjóðarinnar. Þetta stendur skýr- um stöfum fremst í frumvarpi stjórn- lagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Þetta er kjarni þingræðishefðarinnar. Samt hefur Alþingi ekki treyst sér til að skila umboði sínu til þjóðarinnar nema í örfá skipti og þá oftast til að fjalla um afmörkuð mál eins og áfengisbann og afnám þess. Austurríkismenn, Finnar, Norðmenn og Svíar héldu þjóðarat- kvæðagreiðslur um aðild að ESB 1994, en Íslendingar gerðu það ekki. Skoð- anakannanir Félagsvísindastofnun- ar Háskóla Íslands þá sýndu, að meiri hluti þjóðarinnar hefði sennilega sam- þykkt aðild. Íslendingar héldu ekki heldur almennar atkvæðagreiðslur um inngönguna í EES nokkru fyrr og ekki heldur um inngönguna í EFTA 1970. Ófýsi Alþingis til að halda þjóðarat- kvæðagreiðslur virðist öðrum þræði mega rekja til þess, að þar sitja allir kjósendur við sama borð. Nú sér til lands Nú sér fyrir endann á ofríki Alþingis gagnvart kjósendum, ef frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár hlýtur brautargengi í þjóðaratkvæða- greiðslunni 20. október. Frumvarpið tryggir, verði það samþykkt, að Ísland gengur því aðeins í ESB, að þjóð- in samþykki ráðahaginn í almennri atkvæðagreiðslu. Sem stendur þarf þjóðin að gera sér að góðu fyrirheit rík- isstjórnarinnar um að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Aðild að ESB á ekki að vera háð geðþótta meiri hluta Alþingis. Andstæðingar ESB-aðildar ættu að fagna frumvarpi stjórnlagaráðs, þar eð það verndar þá og aðra gegn hættunni á, að meiri hluti Alþingis leiði Ísland inn í ESB án þess að spyrja þjóðina. Andstæðingum ESB-aðildar er engin stoð í gildandi stjórnarskrá, því að hún leyfir í reyndinni aðild alveg eins og hún leyfði aðild að EES og Nató. Sum- ir telja, að gildandi stjórnarskrá girði fyrir ESB-aðild. Sumir töldu einnig, að stjórnarskráin girti fyrir aðildina að EES, en annað kom á daginn. Engin Evrópuþjóð býr við stjórnarskrá, sem girðir fyrir aðild að ESB. Evrópskar stjórnarskrár virða vilja fólksins. Ef menn halda, að lagaleg rök hnígi í aðra átt hér heima, þarf að lagfæra stjórnar- skrána til að leysa ágreining um inntak hennar. Einmitt það gerði stjórnlaga- ráð með því að setja inn í frumvarp sitt sérstakt ákvæði um framsal ríkisvalds og bindandi þjóðaratkvæði um slíkt framsal auk nýrra ákvæða um beint lýðræði. Stuðningsmenn ESB-aðildar ættu einnig að fagna frumvarpinu, enda er þess vart að vænta, að þeir vilji leiða Ísland inn í ESB án beins samþykk- is þjóðarinnar í bindandi þjóðarat- kvæðagreiðslu svo sem frumvarp stjórnlagaráðs mælir fyrir um. n Þjóðin getur létt undir með Alþingi Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 1. október 2012 Mánudagur „Ófýsi Alþingis til að halda þjóðarat- kvæðagreiðslur virðist öðr- um þræði mega rekja til þess, að þar sitja allir kjós- endur við sama borð. Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.