Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 16
D ýrasta árskortið í líkamsrækt fæst í Hreyfingu á 75.492 krónur en fast á hæla stöð- inni kemur World Class. Þetta er töluvert dýrara en ódýrasta kortið sem fæst í Actic í Kópavogi en þar má fá árskort í rækt- ina á 38.990 krónur. Þetta gerir 48 prósenta verðmun á árskortum. Enn meiri munur er á mánaðarkortum. Stéttarfélög greiða niður árskort Eftir sumarið eru fjölmargir sem ætla að taka sig á í ræktinni og DV athug- aði því verð á líkamsræktarkortum á nokkrum líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu en verðin eru fengin úr verðskrám þeirra. Ekki var unnt að taka saman upplýsingar um allar líkamsræktarstöðvar á landinu og eins skal þess getið að ekki voru skoðuð hin ýmsu tilboð sem stöðv- arnar bjóða upp á en þau eru mörg og neytendum er einnig ráðlagt að athuga hvaða tilboð standa til boða og hvort stéttarfélög þeirra greiði niður kostnað vegna líkamsræktar- korta. Eins var ekki gerð úttekt á að- stöðu til líkamsræktar en ætla má að íburðarmeiri stöðvar séu dýrari. Mánaðarkort á 3.990 krónur Athugunin leiddi í ljós að töluverð- ur munur er á verði kortanna eft- ir stöðvum en mestur verðmun- ur reyndist vera 68,08 prósent á mánaðarkortum. Reebok Fitness býður upp á ódýrasta mánaðar- kortið á 3.990 krónur en það er eina greiðsluleiðin sem þar er boðið upp á. Ekki er um bindingu að ræða og fyrir þessa upphæð fá viðskiptavin- ir aðgang að tækjasal og geta skráð sig í tíma. Eins og fyrr segir eru ódýrustu árskortin í þessari könnun í Actic- stöðinni í Kópavogi en ekki er úti- lokað að hægt sé að finna árskort á lægra verði. Þar er þó ekki hægt að dreifa greiðslum á kortinu en flestar stöðvarnar bjóða upp á slíkt. Það er þó dýrari kostur þegar upp er stað- ið. Skólakortin Margar líkamsræktarstöðvar bjóða námsmönnum upp á ódýrari kort en annaðhvort eru þau árskort eða til 10 mánaða. Í þeim flokki er það Actic- stöðin í Kópavogi sem býður upp á lægsta verðið en árskort fyrir námsmenn kostar þar 35.990 krón- ur. Þar er einnig boðið upp á ung- mennakort, hjónakort og kort fyrir eldri borgara á lægra verði. Flestar líkamsræktarstöðvarnar bjóða námsmönnum upp á árskort í áskrift. n 16 Neytendur 1. október 2012 Mánudagur Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr. Algengt verð 257,2 kr. 260,4 kr. Höfuðborgarsv. 257,1 kr. 260,3 kr. Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr. Algengt verð 259,6 kr. 260,6 kr. Melabraut 257,2 kr. 260,4 kr. Eldsneytisverð dd. mmm BenSín DíSilolía Góð stemning og vinalegt viðmót n Lofið fær Te & Kaffi en DV fékk eftirfarandi sent: „Ég get lofað Te & Kaffi við Aðalstræti. Þar er góð stemming og vinalegt viðmót starfs- manna. Kaffibollinn er þó dýr, eins og annars staðar í Reykjavík.“ Kalt að standa úti n Lastið fær Ísbúð Vesturbæjar en viðskiptavinur vill koma eftirfar- andi á framfæri; „Það er alltaf röð út á götu, það er svona upp á hvern einasta dag. Þetta er vinsælasta búð bæjarins og langflestir fá sér þeyting en það er tímafrekt að búa til slíkan ísrétt. Svo þetta er í raun ástar-haturslast. Ísinn þar er ómót- stæðilegur en eigendurnir mættu bregðast betur við vinsældunum. Það er kalt að standa úti!“ Stefán Magnússon eigandi ís- búðarinnar segir að það sé rétt að ísbúðin sé vinsæl. „Við rekum þrjár ísbúðir á höfuðborgarsvæð- inu en málin standa þannig að við erum í rauninni með þann starfs- mannafjölda á vakt sem kemst fyrir. Það er takmarkað pláss sem við höfum áður en starfsmenn fara að þvælast hver fyrir öðr- um. Við erum með 70 hörkudug- lega starfsmenn svo við reynum að hafa nægilegan fjölda á vakt til að bregðast við viðskiptunum en oft er erfitt að plana fyrirfram, til dæmis hvenær er gott veður og allir í ís- hugleiðingum. Eins og málin standa núna erum við að huga að því að opna fleiri búð- ir á höfuðborgar- svæðinu til að bregðast við þessari eftirspurn svo vonandi horfir þetta til bóta.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Ódýrast í ræktina hjá Reebok Fitness n Allt að 68 prósenta munur á árskortum í líkamsrækt n Dýrast í Hreyfingu aftur í form Landsmenn flykkjast í ræktina eftir sukk sumarins. MynD photoS.coM Verð á líkamsræktarkortum Árskort Áskrift Mánaðarkort Skólakort athugasemdir Actic Sundlaug Kópavogs 38.990 kr. 35.990 kr. Einnig ungmennakort, hjónakort og kort fyrir eldri borgara Reebok Fitness 3.990 kr. Einungis boðið upp á mánaðarkort. Veggsport 59.900 kr. 5.250 kr. 10.900 kr. 42.900 kr. Skólakort gildir í 12 mánuði. Hress Hafnarfirði 64.990 kr. 5.990 kr. 11.990 kr. 46.990 kr. Skólakort gildir í 12 mánuði. Sporthúsið 61.900 kr. 5.490 kr.* 12.900 kr. 50.999 kr. Skólakort gildir í 12 mánuði. Hreyfing 75.492 kr. 6.990 kr.** 11.900 kr. 4.990 kr.*** Skólakort gildir í 12 mánuði. Baðhúsið 62.900 kr. 12.500 kr. 49.900 kr. 5.490 kr.*** Skólakort gildir í 10 mánuði. World Class 73.250 kr. 6.800 kr. 9.990 kr. 58.600 kr. Skólaárskort 5.440 kr. á mánuði. *hér er innifalinn kaupauki, SjÁ heiMaSíðu **MiðaSt við grunnaðilD ***aðeinS til í ÁSkrift Mishátt gjald fyrir kattahald n neytendasamtökin skoðuðu innheimtu sveitarfélaga K attareigandi á Akureyri greið- ir hátt í 70 þúsund krónur til bæjarins fyrir að eiga kött í tíu ár og kattareigandi í Fjarða- byggð greiðir 95 þúsund krónur. Sá sem á kött í Kópavogi, Mosfellsbæ, Dalvík eða Hafnarfirði greiðir hins vegar ekkert til sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í könnun sem Neytenda- samtökin gerðu á dögunum um gjöld vegna katta- og hundahalds. Óhætt er að segja að það sé æði misjafnt eft- ir sveitarfélögum. Flest sveitarfélög innheimta gjald af hundaeigendum og færst hef- ur í vöxt að einnig sé innheimt gjald vegna katta. Í frétt Neytendasamtak- anna kemur fram að engu sé líkara en tilviljun ráði því hvert gjaldið er hverju sinni. Nítján sveitarfélög, af þeim 42 sem Neytendasamtökin skoðuðu, innheimta ekkert gjald af katta- eigendum. Sjö þeirra innheimta einungis skráningargjald – gjald sem er innheimt við skráningu kattarins – og er það allt frá 1.750 krónum upp í 15.000 krónur. Sex sveitarfélög inn- heimta bæði skráningar- og árgjald – gjald sem er innheimt ár hvert meðan dýrið lifir – og tíu sveitar- félög innheimta einungis árgjald. Misjafnt er hvað er innifalið í ár- gjaldinu. Í sumum sveitarfélögum er ormahreinsum, ábyrgðartrygging og heilbrigðisskoðun innifalin en í öðr- um sveitarfélögum er lítið eða ekk- ert innifalið. Sem dæmi má nefna að á Akureyri, þar sem árgjald er 6.000 krónur, og á Súðavík, þar sem árgjaldið er 4.000 krónur, er ekk- ert innifalið í árgjaldinu en í Skaga- firði er ormahreinsun, örmerking og ábyrgðartrygging innifalin í ár- gjaldinu sem er 4.000 krónur. Í svari frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Neyt- endasamtakanna kemur fram að grunnreglan sé sú að þjónustugjöld megi ekki vera hærri en sem nem- ur sannanlegum kostnaði við fram- kvæmd þjónustunnar. Þetta þýð- ir með öðrum orðum að gjöldin mega ekki verða að skatttekjum fyr- ir sveitarfélagið, að sögn Neytenda- samtakanna. n gjaldtakaÍ sumum sveitarfélögum er ekkert innheimt vegna kattahalds en annars staðar er verðið nokkuð hátt, til dæmis í Fjarðabyggð. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.