Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 18
Ferill Eiðs Smára n 1994–1995 Valur, Íslandi n 1995–1997 PSV Eindhoven, Hollandi n 1998–1998 KR, Íslandi n 1998–2000 Bolton Wanderers, Englandi n 2000–2006 Chelsea, Englandi n 2006–2009 Barcelóna, Spáni n 2009–2010 Mónakó, Frakklandi n 2009–2010 Tottenham, Englandi n 2010–2011 Stoke City og Fulham, Englandi n 2011–2012 AEK Aþena, Grikklandi n 2012–2012 Seattle Sounders, Bandaríkjunum n 2012– Cercle Brugge, Belgíu Breiðablik og ÍBV komu mest á óvart n Undarleg vertíð í Pepsi-deildinni á enda F élögin Breiðablik, ÍBV og Fram komu mest á óvart í nýliðinni Pepsi-deild karla sé mið tekið af spá þjálfara og fyrirliða sem gerð var áður en mótið hófst í vor. Þar var KR spáð titlinum og Keflvíkingum falli og Fram talið líklegt til að næla í Evrópusæti. Ekkert af þessu stóðst þegar upp var staðið sem sýnir að engir eru sér- staklega vitrari þó þeir hrærist í bolt- anum alla daga sjálfir. Titillinn endaði sem kunnugt er hjá FH í Hafnarfirði, og það örugg- lega, en FH endaði með þrettán stiga forskot á næsta lið á eftir sem reyndist vera Breiðablik sem stal þeim heiðri með sigri á Stjörnunni í lokaleiknum á sama tíma og ÍBV tapaði fyrir Fram. Þessi lið auk KR höfðu möguleika á Evrópusæti fyrir lokaleiki Pepsi- deildarinnar um helgina. Eins og DV hefur áður fjallað um reyndist tímabilið hjá Fram öllu lak- ara en flestir gerðu ráð fyrir. Safamýrar- drengir áttu samkvæmt spá þjálfara og fyrirliðanna að ljúka leik í þriðja sætinu á eftir KR og FH en það var fjarri lagi og var Fram meira og minna í fallbaráttu allan síðari hluta leiktíðarinnar í Pepsi- deildinni. 22 stig skildu að FH og Fram í lokin. Selfoss og Grindavík féllu um deild en ekki Keflavík og Selfoss eins og spáð var. Þá gerði enginn ráð fyrir heldur að ÍBV eða Breiðablik væru líkleg til afreka þetta sumarið. ÍBV var spáð 7. sætinu og Blikar áttu að enda í því áttunda. Hér til hliðar má sjá samanburð á lokastöðu Pepsi-deildar karla þetta sumarið við spá þjálfara og fyrirlið- anna í vor. n 18 Sport 1. október 2012 Mánudagur Úrslit Pepsi deildin Fram – ÍBV 2-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (38.), 1-1 Samuel Hewson (52.), 2-1 Almarr Ormarsson (88.) Selfoss – ÍA 1-3 0-1 Jón Vilhelm Ákason (11.), 1-1 Jon Andre Röyane (13.), 1-2 Garðar Gunnlaugsson (37.), 1-3 Arnar Már Guðjónsson (41.) KR – Keflavík 3-0 1-0 Magnús Þór Magnússon sjm. (3.), 2-0 Guðmundur Reynir Gunnarsson (48.), 3-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (58.) Breiðablik – Stjarnan 2-0 1-0 Niclas Rohde (10.), 2-0 Niclas Rohde (59.) Grindavík – Fylkir 2-2 1-0 Alex Freyr Hilmarsson (62.), 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson (70.), 1-2 Björgólfur Takefusa (82.), 2-2 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (90.) FH – Valur 2-1 1-0 Albert Brynjar Ingason (9.), 2-0 Ólafur Páll Snorrason (57.), 2-1 Haukur Páll Sigurðarson (77.) Staðan 1 FH 22 15 4 3 51:23 49 2 Breiðablik 22 10 6 6 32:27 36 3 ÍBV 22 10 5 7 36:21 35 4 KR 22 10 5 7 39:32 35 5 Stjarnan 22 8 10 4 44:38 34 6 ÍA 22 9 5 8 32:36 32 7 Fylkir 22 8 7 7 30:39 31 8 Valur 22 9 1 12 34:34 28 9 Keflavík 22 8 3 11 35:38 27 10 Fram 22 8 3 11 31:36 27 11 Selfoss 22 6 3 13 30:44 21 12 Grindavík 22 2 6 14 31:57 12 Enska úrvalsdeildin Everton – Southampton 3-1 0-1 Ramirez (8.), 1-1 Osman (25.), 2-1 Jelavic (32.), 3-1 Jelavic (38.) Arsenal – Chelsea 1-2 0-1 Torres (20.), 1-1 Gervinho (42.), 1-2 Mata (53.) Fulham – Man City 1-2 1-0 Petric v. (10.), 1-1 Aguero (43.), 1-2 Dzeko (87.) Norwich – Liverpool 2-5 0-1 Suarez (2.), 0-2 Suarez (38.), 0-3 Sahin (47.), 0-4 Suarez (57.), 1-4 Morison (61.), 1-5 Gerrard (68.), 2-5 Holt (87.) Reading – Newcastle 2-2 1-0 Kebe (57.), 1-1 Ba (57.), 2-1 Hunt (62.), 2-2 Ba (83.) Stoke – Swansea 2-0 1-0 Crouch (12.), 2-0 Crouch (36.) Sunderland – Wigan 1-0 1-0 Fletcher (51.) Man Utd – Tottenham 2-3 0-1 Vertonghen (2.), 0-2 Bale (32.), 1-2 Nani (51.), 1-3 Dempsey (52.), 2-3 Kagawa (53.) Aston Villa - WBA 1-1 0-1 Long (51.), 1-1 Bent (80.) Staðan 1 Chelsea 6 5 1 0 11:3 16 2 Everton 6 4 1 1 12:6 13 3 Man.Utd. 6 4 0 2 14:9 12 4 Man.City 6 3 3 0 12:8 12 5 Tottenham 6 3 2 1 11:8 11 6 WBA 6 3 2 1 8:5 11 7 Arsenal 6 2 3 1 10:4 9 8 Fulham 6 3 0 3 13:9 9 9 Newcastle 6 2 3 1 8:8 9 10 West Ham 5 2 2 1 5:4 8 11 Swansea 6 2 1 3 10:9 7 12 Stoke 6 1 4 1 6:5 7 13 Sunderland 5 1 4 0 5:4 7 14 Liverpool 6 1 2 3 9:12 5 15 Aston Villa 6 1 2 3 6:10 5 16 Wigan 6 1 1 4 5:11 4 17 Southampton 6 1 0 5 10:18 3 18 Norwich 6 0 3 3 4:13 3 19 Reading 5 0 2 3 6:11 2 20 QPR 5 0 2 3 3:11 2 Vorspáin 1. KR 2. FH 3. Fram 4. Stjarnan 5. Valur 6. ÍA 7. ÍBV 8. Breiðablik 9. Grindavík 10. Fylkir 11. Keflavík 12. Selfoss Raunin varð 1. FH 2. Breiðablik 3. ÍBV 4. KR 5. Stjarnan 6. ÍA 7. Fylkir 8. Valur 9. Keflavík 10. Fram 11. Selfoss 12. Grindavík E inn allra besti knattspyrnu- maður Íslands, Eiður Smári Guðjohnsen, hyggst næst reyna fyrir sér í knattspyrnu í Belgíu og það með botnliði Cercle Brugge ef marka má erlenda fréttamiðla. Formleg staðfesting á þessu hafði þó ekki fengist þegar DV fór í prentun í gærkvöldi og félag- ið sjálft hafði ekki gefið út neina yfir- lýsingu vegna þessa. Eiður Smári yrði stór biti fyrir þetta tiltölulega litla belgíska félagslið sem segja má að sé systurfélag stórliðsins Club Brugge en félögin deila sama heimavelli. Lykilmaður fyrir Cercle Verði það raunin að Eiður Smári nái samningum við Cercle Brugge og standist læknisskoðun verður hann væntanlega umsvifalaust lykilmað- ur í félaginu sem hefur gengið herfi- lega á þessari leiktíð en Cercle Brugge er í 16. og jafnframt neðsta sætinu í efstu deildinni í Belgíu með aðeins fjögur stig eftir níu leiki. Eiður yrði þó ekki fyrsti Íslendingurinn hjá Cercle því fyrir er þar Arnar Þór Viðarsson. Þeir Arnar Þór og Eiður Smári yrðu jafnframt sameiginlega aldursfor- setar Cercle Brugge en þeir eru báð- ir 34 ára gamlir. Sjálfur hefur Arnar Þór sagt í belgískum fjölmiðlum að koma Eiðs Smára yrði mikil lyftistöng fyrir Cercle. Eiður sé þekktari en allir aðrir leikmenn liðsins og hafi sömuleiðis unnið til fleiri verðlauna en aðrir knattspyrnumenn í Belgíu. Samningslaus síðan í sumar Eiður Smári hefur ver- ið samningslaus frá því að hann fékk sig lausan frá gríska fé- lagsliðinu AEK Aþ- enu fyrr í sumar en þar lék hann mun færri leiki en til stóð sökum meiðsla. Stutt er síðan hann reyndi fyrir sér með félagsliðinu Seattle Sounders sem leikur í MLS-deildinni bandarísku en ekki reyndist það fé- lagslið nógu fjárhagslega sterkt til að gera samning við Íslendinginn að því er fram kom í þarlendum fjölmiðlum. Leitið og þér munuð finna Eiður Smári, vafalítið einn besti knattspyrnumaður landsins, gerði garðinn frægan á sínum tíma með Chelsea og Barcelona svo tvö stór fé- lagslið séu nefnd en hefur verið tölu- verð flökkukind í boltanum síð- ustu misserin. Gangi hann til liðs við belgíska félagið er það félag númer fimm í röðinni á aðeins tveimur árum. Fram hefur komið áður að hann keypti sig lausan frá AEK þar sem Grikkirnir höfðu ekki staðið við gerða samninga. Telur Eiður sig eiga inni um 30 milljónir króna hjá félaginu vegna vangreiddra launa. Endapunkturinn á ferlinum? Eiður Smári fagnaði 34 ára afmæli sínu um miðjan síðasta mánuð og fyrir sóknarmann í sterkari deildum Evrópuboltans er það í það elsta þó vissulega alltaf sé einn og einn eldri framherji en það sem skapað get- ur glundroða í vítateig andstæðing- anna. Það hefur áreiðanlega takmark- að möguleika Eiðs að hann hefur lítið sem ekkert spilað síðasta árið. Hann náði aðeins tíu leikjum í heildina með gríska liðinu AEK og skoraði þar að- eins eitt einasta mark. Er gríska deildin þó ekki ein af þeim sterkari í álfunni. Í því tilliti er lítt þekkt belgískt félagslið kannski ekki svo slæmur staður til að ljúka ferlinum ef af verður. n Endar Eiður fErilinn hjá bElgísku botnliði? n Sagður skrifa undir samning við Cercle Brugge í vikunni Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Flökkukind Eiður Smári hefur komið víða við á síðustu tveimur árum en yrði stór fiskur í lítilli tjörn hjá liði Cercle Brugge í Belgíu. Ronaldo vill fá ofurlaun Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er sagður vilja fá 400 þúsund pund, 80 milljónir króna, í vikulaun. Þetta hefur vefmiðill- inn ESPN Soccernet eftir heim- ildum sínum. Ronaldo er sagður vera óhress með stöðu sína hjá fé- laginu þó að hann hafi blómstrað í síðustu leikjum og skorað mikið. Manchester City og PSG eru sögð fylgjast með gangi mála í samn- ingaviðræðum og eru án efa reiðu- búin að greiða Ronaldo meira en þau 200 þúsund pund sem hann þénar á viku hjá Real Madrid. Samningur hans við Spánarmeist- arana rennur út árið 2015.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.