Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Síða 6
6 Fréttir 29. október 2012 Mánudagur
n Kínverskur maður vinnur sleitulaust í íbúð í eigu dóttur Línu Jia og Wei Zhang
S
tjórnvöldum barst fyrr á þessu
ári bréf þar sem kínversk kona
að nafni Sun Fulan sakar Línu
Jia, fjarskylda frænku sína, um
að hafa lokkað sig með gylliboðum
um betra líf til Íslands til þess að starfa
fyrir sig á nuddstofu sinni í Kópa
vogi. Í bréfinu segir hún þó að raun
in hafi verið allt önnur, hún hafi þurft
að vinna 14–15 tíma á dag og verið
látin sjá um heimilisstörf fyrir frænku
sína og mann hennar, bera út blöð
og hjálpa þeim að gera upp hús sem
þau hafi keypt. Vegabréf hennar hafi
verið tekið af henni og hún hafi ekki
mátt fara ein út að hitta fólk. Í bréf
inu kemur einnig fram að hún hafi
áhyggjur af því að ungur kínverskur
maður, Nan Li, sem einnig hafi starf
að fyrir Línu og eiginmann hennar,
Wei Zhang, sé enn hjá þeim.
„Þau voru mjög ströng við Nan Li.
Þau læstu hurðinni að herberginu
hans, sem kom í veg fyrir að hann
væri í samskiptum við heiminn fyrir
utan,“ segir hún meðal annars í bréf
inu sem sagt var frá í helgarblaði
DV. Í kjölfar umfjöllunarinnar barst
ábending um kínverskan mann sem
hefði unnið að endurbótum í íbúð á
Hverfisgötu sem er í eigu dóttur hjón
anna Línu og Wei. Þeim sem lét vita
af manninum þykir grunsamlegt að
hann sjáist nánast aldrei fara úr íbúð
inni, nema í för með Línu. Hann mun
þó vinna nær sleitulaust allan daginn
og langt fram á kvöld, stundum fram
á nótt, miðað við þau læti sem berast
frá íbúðinni. Heimildir herma einnig
að maðurinn tali nánast enga ensku
eða íslensku og hafi lítil sem engin
samskipti við annað fólk.
Á undan lögreglunni
Í kjölfar ábendingarinnar fóru blaða
maður og ljósmyndari DV á stað
inn til að kanna málið. Húsið sem
er þriggja hæða hús með verkstæði
í kjallaranum hefur að geyma þrjár
íbúðir. Dyrabjallan fyrir neðstu íbúð
ina var merkt: Kína. Þegar hringt var á
bjölluna var ekki svarað, eftir nokkra
bið fóru blaðamaður og ljósmyndari
inn á hjólaverkstæði sem staðsett er á
neðstu hæð hússins. Eftir stutt spjall
við eiganda verkstæðisins var reynt á
ný að komast inn í húsið. Nágranni
opnaði og á sama tíma voru fulltrú
ar frá lögreglunni inni á stigagangin
um. Í þann mund sem blaðamaður
kom að fyrir utan íbúðina opnaði
Wei Zhang dyrnar fyrir óeinkennis
klæddum fulltrúum lögreglunnar
sem voru mættir á til þess að kanna
hvort manni væri haldið þarna gegn
vilja sínum og hvort brotið væri á
honum. Wei Zhang hleypti lög
reglunni inn en inni í íbúðinni var
maður. Ekki er þó vitað hvort þarna
sé á ferðinni Nan Li.
Tveir menn í íbúðinni
Lögreglan stoppaði í nokkra stund
inni í íbúðinni og heyra mátti fram
á gang þegar spurt var á ensku
hvort maðurinn byggi í íbúðinni,
hvort hann borðaði þar líka og hvar
hann borðaði. Talað var á ensku
en lítið virtist vera um svör. Innan
við 10 mínútum eftir að lögreglu
fulltrúarnir, karl og kona, fóru inn
í íbúðina komu þau tvö út aftur og
mennirnir urðu eftir í íbúðinni. Þau
staðfestu að tveir menn hefðu verið
inni í íbúðinni en hefðu lítið viljað
segja. Það væri lítið að segja um
málið að svo stöddu enda væri það
á frumstigi og væri í rannsókn. Þau
vildu ekkert gefa upp um það hvort
eitthvað yrði gert meira í málinu.
Eftir að lögreglan fór bankaði blaða
maður nokkrum sinnum á hurðina
til þess að ná tali af mönnunum
var ekki svarað þó að augljóst væru
að mennirnir væru enn í íbúðinni.
Blaðamaður hafði daginn áður hitt
Wei Zhang á nuddstofu þeirra hjóna
í Kópavogi þar sem hann sagði bréf
Sun Fulan vera lygi og hún væri að
senda þetta bréf til þess að valda
þeim vandræðum. „Ég er ekki
vondur maður,“ sagði hann meðal
annars og ætlaði að verða sér úti um
túlk til þess að geta svarað spurn
ingum blaðamanns. Hann lét hins
vegar ekki ná í sig eftir það.
Vinnur allan daginn
Þeir sem DV ræddi við sögðu mann
inn ekki vera inn í íbúðinni allan
daginn. Hann sæist þó aldrei fara út
úr íbúðinni nema í fylgd Línu. Hann
ynni allan daginn og stundum kæmi
eiginmaður Línu og stoppaði við í
stuttan tíma. „Það eru hljóð hérna
allan daginn, jafnvel þó maður sjái
eiginmann Línu fara út. Það er mað
ur sem býr þarna uppi, það er alveg
á hreinu,“ segir verkstæðiseigandi
á neðstu hæðinni í húsinu. „Hann
kemur hérna við og er kannski í smá
stund en er svo farinn. Samt heyrir
maður unnið á fullu. Það er einhver
þarna þó ég hafi ekki séð hann og ég
er hérna allan daginn. Frá hálf átta
á morgnana til sex á kvöldin.“ Hann
segir að þó hann hafi aldrei séð
manninn þá viti hann af honum og
að íbúar í húsinu hafi séð hann. Þeir
hafi stundum þurft að hafa afskipti
af honum og biðja hann um að
hætta að vinna þegar hann væri að
vinna langt fram á kvöld. Stundum
jafnvel til hálf eitt á nóttinni. „En
það hafa ekki verið mikil læti eftir
að að það var farið að fjalla um þau í
blöðunum,“ segir hann.
Deilur við nágranna
Dóttir hjónanna er skráð fyrir íbúð
inni en heimildir DV herma að þau
ætli sér að opna heimagistingu í
íbúðinni sem eru rúmir 100 fer
metrar. Meðal annars hafa þau reynt
að fá leyfi hinna íbúanna í húsinu til
þess að setja auka skolprör til þess
að tengja fleiri klósett. Leyfið fékkst
ekki og hafa þau staðið í nokkrum
deilum við hina íbúa hússins og,
samkvæmt því sem DV heyrir,
stundum gengið ansi hart fram í
þeim deilum. „Þau reyndu að kaupa
íbúðina af einum íbúanum í húsinu
en buðu móðgandi verð fyrir hana.
Þegar það var ekki samþykkt þá voru
þau bara með stæla og fóru að hóta
að leigja þá bara út hæðina til nema
sem yrðu með partí langt fram á
nótt,“ segir verkstæðiseigandinn.
Ekki vitað hvort maðurinn sé
Nan Li
Íbúar hússins hafa orðið varir við
manninn um nokkurra mánaða
skeið. Að utan sést ekki inn um
glugga íbúðarinnar vegna rusls og
timburs. Augljóst er þó að miklar
framkvæmdir hafa átt sér þar stað
og ekki vitað hvort húsnæðið sé
íbúðarhæft.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfir
lögregluþjónn rannsóknardeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð
inu, vildi ekki tjá sig um málið að svo
stöddu þegar DV leitaði eftir svörum
á sunnudaginn. Óljóst er því hvort
lögreglan muni aðhafast meira í
málinu eða hvort maðurinn í íbúð
inni sé Nan Li sem Sun Fulan hafði
áhyggur af. n
NAN LI FUNDINN?
„Kína“ Dyrabjallan sem enginn svarar
þegar hringt er.
Á undan löggunni Blaðamaður DV fór á vettvang í leit að Nan Li.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Bak við luktar dyr Hér
má sjá hurðina að íbúðinni á
Hverfisgötu þar sem grunur leik-
ur á að Nan Li sé látinn vinna.
Íbúðin er skráð á dóttur Línu Jia
sem hér sést. MYNDIR: SIGTRYGGUR ARI