Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Síða 9
Fréttir 9Mánudagur 29. október 2012
hún aldrei stigið fæti
á settið. „Ég gæti
aldrei farið þangað,
þá þyrfti ég að horfa á
pyntingar og það gæti
ég ekki þolað. Fyrst ég
get ekki þolað að horfa
á það hvað segir það
þá um konurnar sem
verða að lifa þarna?“
spyr hún hvasst.
Algjört sjokk
Þessi heimur sem
hún hefur sökkt
sér ofan getur ver
ið ljótur svo ekki
sé meira sagt.
„Stundum geng
ur það nærri mér.
Stundum græt ég
á skrifstofunni. En
ekki oft, því ég geri
engum gagn ef
ég læt þetta buga
mig. Reyndar held
ég að ég hafi ekki
val. Ég hef það
ekki. Ég valdi ekki
klámið, það valdi
mig. Mér hefði
aldrei dottið í hug að yrði aktív
isti í baráttu gegn klámi. En þetta náði
mér, um leið og ég sá hvað þetta var
þá hafði ég ekki val. Það breytti öllu í
mínu lífi. Fyrst ég var búin að sjá þetta
þá varð ég að gera eitthvað í því.“
Það var þannig að Gail var að
vinna í neyðarathvarfi þegar einhver
benti henni á að það væri verið að
sýna femínistum klám. „Ég var ekki
hrifin af klámi en hafði svo sem ekk
ert kynnt mér það sérstaklega svo ég
hugsaði með mér að það gæti ver
ið áhugavert að sjá þetta. En ég fékk
algjört sjokk. Ég gat ekki trúað því að
menn gætu hatað konur svona mik
ið, að hópur manna gæti búið þetta til
og að öðrum hópi manna þætti þetta
æsandi. Það kom mér í opna skjöldu
og ég velti því fyrir mér hvernig þetta
væri hægt.“
Missa tengslin
Þéttsetið er á kaffihúsinu og fólkið
á næsta borði veitir umræðunum
athygli en Gail lætur það ekki á sig
fá og heldur ótrauð áfram þar til Sig
tryggur Ari veltir því upp hvaða áhrif
klámmyndirnar hafi á þá sem þær
nota. „Alveg eins og tískubransinn
mótar hvernig við klæðum okkur þá
mótar kynlífsiðnaðurinn það hvern
ig við stundum kynlíf. Iðnaður hef
ur menningarleg áhrif á samfélagið,
og hvað gerir klámiðnaðurinn? Hann
skapar fleiri nauðgara, hvort sem það
eru barnaníðingar eða menn sem
nauðga fullorðnum konum og hann
mun skapa fleiri menn sem eru til
finningalega úr tengslum við líkama
sinn.
Rannsóknir sýna að menn sem
nota mikið af klámi hætta að geta
stundað kynlíf með konum. Þeir fá
ekki fullnægingu með þeim, þeir hafa
ekki áhuga á þeim.
Leyfðu mér að segja þér sögu.
Þegar bókin kom út var ég beðin um
að taka konu í viðtal. Ég spurði hvort
ég gæti gert það í gegnum síma, en
nei það var ekki hægt, ég varð að
fljúga þvert yfir landið til þess að fara
að hitta hana. Ég skildi ekki af hverju
ég varð að fara þangað en fór. Þá kom
í ljóst að þetta var gullfalleg 28 ára
kona sem hafði verið gift í sex mánuði
en eiginmaður hennar gat ekki stund
að kynlíf með henni því hann var háð
ur klámi. Hún dró hann í viðtalið svo
hann gæti fengið klukkutíma með
mér, svo hann fengi hjálp. Þetta hefur
oft gerst.
Þegar bókin kom út fékk
framleiðandi mig til þess að
mæta í sjónvarpssal í mjög vin
sælum þætti. Ástæðan var sú
að kvöldið áður en bókin mín
endaði á skrifborðinu hans
hafði hann staðið ellefu ára
son sinn að því að hlaða niður
klámi.
Hvert sem ég fer, heyri ég
sögur af fólki sem er í
vanda vegna glímunnar
við klámið.“
Fæðast ekki
nauðgarar
Sigtryggur Ari grípur
orðið aftur og bendir á
að það hafi alltaf verið
til ofbeldisfullir nauðg
arar sem séu bara sið
blindir, það hafi ekki
þurft klámvæðinguna
til. Gail segir að reynd
ar séu fæstir nauðgarar
siðblindir. „ Auðvitað
eru til nauðgarar sem
koma öðruvísi út úr
sálfræðirannsóknum
en aðrir menn en
flestir nauðgarar eru
bara venjulegir menn.
Þeir fæðast ekki nauðgarar, sem
móðir drengs get ég sagt það án
nokkurs vafa að menningin skapar
nauðgara. Nú er kúltúrinn þannig að
það má gera allt við konur. Þannig
að menn sem nauðga, þeir eru ekk
ert öðruvísi en aðrir menn, þeir eru
bara að staðfesta það sem er að gerast
hjá meirihlutanum. Maður sem horf
ir á klám og nauðgar er ekkert skrýt
inn, hann er bara að „akta“ á það sem
hann sér. Það er raunveruleikinn, ver
öldin sem við lifun nú í.“
Vilja ekki vera þessi maður
Þá er ég forvitin að vita hvort það sé
munur á klámi, hvort það sé til dæmis
munur á klámi sem þú greiðir fyrir að
horfa á og klámi sem þú getur nálgast
frítt á internetinu? Gail segir að svo sé
ekki, þetta sé nánast allt sama efnið.
En þegar klám er svona gróft, þá
hljóta menn sem eru að nota það að
sjá að það er eitthvað rangt við það?
„Ég hef tekið viðtöl við menn og verið
með fyrirlestra fyrir menn og það er
alltaf sama sagan.
Fram til þessa hafa þeir aðeins
horft á klám þegar þeir eru graðir og
þá eru þeir bara á höttunum eftir full
nægingu, þeir eru ekkert að fylgjast
með andliti kvennanna eða spá í það
hvernig þeim líður, þeir vilja bara fá
það. Þannig að þeir sjá ekki hvað er að
gerast í þessum myndböndum. En ég
tek klámið sem þeir hafa fróað sér yfir
í öll þessi ár og sýni þeim hvað þeir
eru að horfa á.
Í fyrsta sinn horfa þeir á klám án
þess að vera graðir og af því að ég
stend fyrir framan þá sé ég sjokkið á
andliti þeirra. Þeir vilja ekki vera þessi
maður sem þeir sjá þarna. Og ég bið
þá um að taka eitt andartak þar sem
þeir hugsa um hvað þessi kona er að
ganga í gegnum. Vitið þið hvað? Þeir
verða allir órólegir, iða í sætunum og
vita ekkert hvernig þeir eiga að vera
því þeir þola ekki að horfa á þetta og
það er góðs viti.“
Klám í kynfræðslu
Finnst þér að kennarar ættu að fara
með krökkum í gegnum þetta í kyn
fræðslu? „Auðvitað, þú getur ekki
kennt kynfræðslu án þess og það verð
ur að gerast um leið og krakkarnir
verða kynþroska og fá áhuga á þessum
málum. Ef kennarinn sem kennir kyn
fræðslu talar ekkert um klám þá hugsa
krakkarnir bara með sér að hann viti
ekki neitt.
Annað sem við ræðum aldrei við
stráka er kynferðislegt siðferði. Það
þarf að breyta því og ræða við þá um
það að bera virðingu fyrir sjálfum sér
og öðrum. Því þegar þeir hafa sterkt
kynferðislegt siðferði þá vilja þeir síður
nota klám,“ segir hún og bætir því við
að almennt vilji strákar ekki líta á sjálfa
sig sem klámneytendur.
Hún heldur áfram og segir að kon
um þyki karlar sem nota klám líka
„creepy“. „Það er satt, þær segja mér
það. Þær segjast geta fundið það þegar
karlar nota mikið klám, það sé einhver
óþægindatilfinning sem fylgi því og
þeir verði fjarlægari.“
En konur nota líka klám, skýt ég inn
í. „Fæstar nota „gonzo“klám; þar sem
virðist sem áhorfandi sé beinn þátttak
andi í kynferðislegri athöfn. Mjög fáar
konur nota „gonzo“klám. Þær nota
annars konar klám og þær gera það
af því að það er í kúltúrnum. Þeim er
sagt að það sé heitt, sexí og skemmti
legt. Þær verða fyrir áhrifum klámvæð
ingarinnar alveg eins og menn. Þetta
er bara menningin sem við lifum í.“
Klámið deyr aldrei
Sigtryggur Ari hallar sér fram og spyr
af hverju við getum ekki bara hætt
að taka þátt í þessu, af hverju þess
ar konur neiti ekki að leika í þessum
myndum. „Af því að þær eru fátækar,
þær hafa verið kynferðislega misnot
aðar,“ segir Gail. „Þú getur ekki beðið
konurnar sem verið er að misbjóða
um að fara gegn margbilljóna dollara
bransa. Þú verður að biðja konur sem
standa jafnfætis þessum körlum og
hafa burði til þess að taka slaginn.
Þær verða að gera það.
Konur enda ekki í klámi fyrir til
viljun. Þær enda þar af því að það var
eitthvað sem kom þeim þangað.“
Í starfi sínu hefur hún rætt við
fjölda fólks sem hefur verið viðloð
andi klámbransann, meðal annars
konur sem eru hættar og farnar að
gera eitthvað annað. Ein er henni
mjög minnisstæð. „Ég hafði aldrei
áður hitt neina sem hafði sloppið
svona vel frá þessu. Hún virtist ekki
niðurbrotin að neinu leyti og yfirgaf
bransann með næga peninga til þess
að stofna eigið fyrirtæki. Ég ræddi við
hana og gat ekki séð annað en að hún
væri nokkuð sátt við sína stöðu.
En þegar ég var á leiðinni út segir
hún allt í einu að hún vilji bara segja
mér svolítið og sagði að ef einhver
byðist til þess að eyða öllum klám
myndunum af henni en fyrir vikið
ætti hún bara ár eftir ólifað þá myndi
hún þiggja það. Hún sagði að það
væri þess virði að deyja fyrir að losna
við þessar myndir. En raunveruleik
inn er sá að klámið deyr aldrei.“
Treystir á Íslendinga
Að lokum segir hún að þrátt fyrir
allt sé það mögulegt að spyrna við
þessari þróun. „Held ég að það sé
auðvelt? Nei. En eins og staðan er í
dag þá höfum við leyft kláminu að
vinna, klámið er nú aðalkynfræðslu
efni barna alls staðar í heiminum. En
ég held að það sé hægt að vekja fólk
til vitundar, fá það til þess að vinna
gegn þessari þróun.
En það þarf eitt land að taka for
ystuna og það er ástæðan fyrir því
að ég kom til Íslands. Þið settuð lög
gegn vændiskaupum og nektardansi.
Þannig að það er mín trú að ef eitt
hvert land hefur hugrekkið til þess
að taka forystuna gegn klámbrans
anum þá sé það Ísland. Ef þið ger
ið það þá munu önnur lönd fylgja á
eftir. En ef þið gerið það ekki þá veit
ég ekki hvað er til ráða,“ segir hún að
lokum. n
„Við látum þær kúgast“
Til að skýra mál sitt birti Gail kynningarefni af klámsíðum þar sem segir meðal annars:
n „Veistu hvað við segjum við rómantík og forleik? Við segjum farðu til fjandans! Þetta er
ekki enn ein síðan með hálferótískum aumingjum að reyna að heilla djarfar hórur. Við tökum
glæsilegar ungar tíkur og við gerum það sem alla menn langar RAUNVERULEGA að gera. Við
látum þær kúgast þar til farðinn fer að renna til, og þá særum við öll götin, píkuna, rassinn,
tvöföld refsing, allt brútal sem inniheldur tittling og munn. Og síðan sendum við þær í
klístrað bað.“
n „Við hjá Pure Filth vitum nákvæmlega hvað þú vilt, og við gefum þér það. Píur sem riðið
er í rassgatið þar til hringvöðvinn er orðinn bleikur, þrútinn og uppblásinn. Fullorðinsbleyjur
gætu komið að góðum notum fyrir þessar hórur þegar þeirra starfi er lokið.“
Hello daddy
Við skoðun á vinsælli klámsíðu kom í
ljós að þau myndbönd sem nutu hvað
mestra vinsælda hétu meðal annars:
Hello daddy, Sweet teen deep throats cock, Old
guy likes to toy a younger chick, Please stretch
my tight teen asshole, That hot blondie got
what she wanted, Asa Akira loves it hardcore,
Cutue Gauge fucked in all holes, POV gagging
deepthroat og Rachel is a willing sucking slut, en
hér til hliðar má sjá skjáskot úr því myndbandi.
Klámiðnaðurinn í tölum
n Áætlaðar árlegar tekjur af klámmyndum í Bandaríkjunum: 12 milljarðar dollara, 1.500
milljarðar króna
n Árlegar tekjur af kvikmyndum í Bandaríkjunum: 9 milljarðar dollara, 1.142 milljarðar króna
n Áætlaðar árlegar tekjur af klámmyndum: 97 milljarðar dollara, tólf þúsund milljarðar króna
n Árlegar tekjur af kvikmyndum: 23 milljarða dollara, 2.900 milljarðar króna
n Klámmarkaðurinn á netinu þénar yfir 380 þúsund krónur á sekúndu
n 36% af internetinu er klámefni
n Það eru yfir 26 milljónir klámsíðna
n Það eru 40 milljónir reglulegra neytenda á klámefni á netinu í Ameríku
n Á hverri sekúndu horfa 28.258 einstaklingar á klám á netinu
n 1 af hverjum 4 leitarbeiðnum varðar klám
n Yfir þriðja hver niðurhalsfærsla er á klámefni
n Yfir 13.000 klámmyndir eru settar á markað á hverju ári
n Á 39 mínútna fresti er nýtt klámmyndband sett inn á netið
n Meðalaldur þegar börn sjá klámefni á netinu í fyrsta sinn er ellefu ára
heiMild inTerneT PornoGrAPhy STATiSTicS
Auglýsingar tískurisa Klámið er alls staðar og myndirnar
eru gjarna notaðar til að normalísera kynferðislegt ofbeldi.