Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Page 10
LögregLan á sLóð netníðinganna 10 Fréttir 29. október 2012 Mánudagur R annsókn okkar bein- ist fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafa verið að setja myndir inn á þenn- an banka og skoða IP-tölur þeirra,“ segir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fór fyrir lokun og rannsókn á spjall- borðssíðu sem íslenskir notendur notuðu til að dreifa nektarmyndum sín á milli. Myndum sem flokka má sem barnaníðsefni að sögn Björg- vins. Síðan sem um ræðir, og hefur nú verið lokað að beiðni lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu, er svokölluð „chan“-síða sem á sér er- lendar fyrirmyndir en þær eru jafnan í spjallborðsformi þar sem einstak- lingar spjalla og deila myndum á þráðum tiltekinna undirsíðna sem hver hefur sitt afmarkaða umfjöllun- arefni. Allt frá umræðu um bíla yfir í gróft klám, og allt þar á milli. Miskunnarlaust Á umræddri síðu, sem var sú nýjasta í langri röð chan-síðna sem íslensk- ir notendur hafa notað til að koma sínu efni á framfæri, höfðu íslensk- ir notendur samkvæmt upplýsingum DV yfir- tekið eina undirsíðu til að dreifa og óska eftir nektarmyndum af ís- lenskum stúlkum. Lög- reglunni barst fjöldi ábendinga og kvart- ana vegna síðunnar frá aðstandendum og fórnarlömbum net- níðinganna sem mis- kunnarlaust dreifðu óhróðri og myndum af ungum íslenskum stúlkum. Stúlkurnar eru nafngreindar og fylgir oftar en ekki úr hvaða bæjarfélagi þær eru og hvaða skóla þær gangi í. Lögreglan ákvað því að bregðast við netofbeldinu líkt og hefur þurft að gera áður vegna sambærilegra síðna. Og því var leitað til erlendra lögregluyfirvalda að sögn Björgvins. Flokkað sem barnaníðsefni „Þetta er síða sem er ekki undir okk- ar forræði heldur hýst út í heimi en aðstandendur hennar féllust á að loka henni og við gerðum það í sam- ráði við Interpol og Europol. Við erum sem sagt að skoða þær IP-töl- ur sem hafa verið að senda þarna inn efni, ef vera kynni að það væri verið að fremja þarna lögbrot samkvæmt íslenskum lögum,“ segir Björgvin í samtali við DV og bætir við að síður sem þessar séu eitt af þeim fjölmörgu vandamálum sem internetinu fylgi. „Þetta er alþjóðlegt og við verðum að vera í samstarfi við þessi lögreglu- lið til að auka þrýsting á að við fáum upplýsingar. Og í þessu tilfelli vildu þeir loka þessu að okkar beiðni. Vegna þess að þarna voru myndir af íslenskum stelpum sem flokka má sem barnaklám. Við lítum þetta alvarlegum augum og þetta var eina úrræðið sem við höfðum.“ Aðstandendur vefsíðunnar hafa því með öðrum orðum þurft að út- hýsa öllum Íslendingum vegna mis- notkunar íslenskra notenda á spjall- síðunni. Björgvin segir að lögreglan geti ekki gert sér grein fyrir því að svo stöddu hverjir það eru sem noti þessar síður en heimildir DV herma að þarna séu unglingspiltar í miklum meirihluta, allt niður í grunn- skólaaldur, sem eru að dreifa og óska eftir í einhverjum tilfellum myndum af skólasystrum sínum. Eilífðarviðfangsefni „Á meðan við erum að rannsaka þetta þá er þessi síða blokkeruð fyrir íslenskar IP-tölur. Og vonandi verður hægt að loka þessu til frambúðar.“ Sem fyrr segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem grípa hefur þurft til að- gerða vegna chan-síðna og DV og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um þær síður og aðgerðir undanfarin ár. Lög- reglan hefur þá oft brugðið á það ráð að leita samstarfs við íslensk fjar- skiptafyrirtæki og þannig tekist að loka á íslenskar IP-tölur. „Við höfum náð að slökkva á svona síðum áður, en eins og þú segir kem- ur alltaf upp eitthvað nýtt þannig að þetta er eilífðarviðfangsefni,“ segir Björgvin. Hann brýnir fyrir öllum sem nota netið að gæta sín vel á því þegar þeir setji efni á netið. „Þegar fólk er að taka af sér myndir eða láta taka af sér myndir og setja á netið þá geta þær farið víða.“ n n Dreifðu nektarmyndum af ungum stúlkum n Lögreglan skoðar IP-tölur Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Dreifikerfi drullusokka Á femíníska vefritinu knuz.is birtist í síðasta mánuði athyglisverð grein eftir Gísla Ásgeirs- son með yfirskriftinni „Dreifikerfi drullu- sokkanna.“ Þar fjallar Gísli meðal annars um þessar chan-síður og birtir nokkur dæmi um þá orðræðu sem þar tíðkast meðal íslenskra notenda sem ýmist eru að birta eða óska eftir myndum af nafngreindum stúlkum allt niður í 13 ára gamlar. Hér eru nokkur dæmi: -„Á einhver myndir af D (fædd 97) í M…“ -„Er S mikið lauslát? og fýlar hún í rassgatið?“ -„B, 97, í rvk, mesta slut í heimi, fór í 53 á samfés. Getur ekki annað verið en það sé til eitthvað af henni!?“ - „…fokk mikil drusla elskar að rimma stráka…“ Í lok greinarinnar skrifar Gísli: „Það er auðvelt að setja upp vandlætingarsvip og segja að auðvitað eigi stelpurnar að passa sig, ekki taka af sér myndir, ekki senda vinum/vinkon- um myndir, ekki treysta kærastanum, vininum, ekki neinum. Meðan þeim sem lenda í dreifikerfi drullusokkanna er kennt um það, halda þeir óáreittir áfram.“ HEiMild: knuz.is Birtast reglulega DV afhjúpaði minnst tvo forvera „chan“-síðunnar sem lögreglan hefur nú til rannsóknar sem leiddi til að þeim var lokað. Þeim síðum, sem voru uppi árin 2008 og 2009, var haldið úti af íslenskum aðilum en þær hýstar erlendis. miðvikudagur 25. mars 2009 9 Fréttir 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavo gi • Sími 544 5151 • biljofur@bil jofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Vefsíðan ringulreid.org er oftar en e kki notuð til að níðast á ungu fólki. Ung stúlka sem varð fyri r barðinu á níðingunum segir þá hafa eyðilagt líf sitt. Sálfræð ingurinn Kolbrún Bald- ursdóttir er orðlaus yfir vefsíðunni og seg ir að þolendur ein- eltis glími við fortíðina allt sitt líf. NetNíðiNgar leggja börN í eiNelti „Ég er ung stelpa sem var sett inn á þessa síðu og það rústaði öllu í mínu lífi.“ Fjölmörg íslensk börn hafa verið og eru beitt grófu andlegu ofbeldi í gegnum vefsíðuna ringulreid.org. Vefsíðan var sett upp stuttu eftir að lögreglan lokaði annarri íslenskri barnaklámssíðu sem bar nafn- ið handahof.org. Þeirri vefsíðu var lokað í kjölfar umfjöllunar DV um hana og ábendingar til blaðs- ins um hver stæði á bakvið síðuna. Lögreglan gekk í málið í kjölfarið og vefsíðunni var lokað. Vefsíðan virkar þannig að hver sem er getur, í skjóli nafnleyndar, sett inn ljósmyndir og texta. Út frá þessum færslum verða til spjall- þræðir með ákveðnum umræðu- efnum. Þannig má til dæmis finna spjallþræði sem fjalla um berar ungar stúlkur. Þá keppast netníð- ingarnir við að birta allar þær upp- lýsingar sem hægt er að komast í um viðkomandi stúlkur og þær beinlínis lagðar í einelti með ógeð- felldum ummælum um til dæmis útlit þeirra. Lögreglan hefur að undan- förnu rannsakað síðuna með hjálp Interpol og er sú rannsókn enn í gangi. Rústaði lífi mínu „Ég er ung stelpa sem var sett inn á þessa síðu og það rústaði öllu í mínu lífi,“ segir ung stúlka sem ekki vildi koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir níðinganna. „Ég er undir lögaldri en birt- ar voru myndir af mér á vefsíð- unni sem hafa aldrei verið birtar á netinu áður. Ég var búin að kæra dreifinguna á þessum myndum en málið er að það er ekki hægt að stoppa þetta,“ segir stúlkan sem veit um fleiri sem hafa lent í níð- ingunum. „Það er fullt, fullt af ungum stelpum og strákum sem lenda í þungu andlegu ofbeldi þarna á netinu og á stað þar sem allir geta og verða oft meðvirkir,“ segir stúlk- an sem, eins og svo margir, stend- ur ráðþrota gagnvart eineltinu. Lífið óbærilegt „Þetta gæti þýtt eyðileggingu til lífstíðar fyrir þá sem verða þolend- ur. Þetta verður algjörlega stjórn- laust því þetta verður notað gegn þér, þessu verður dreift og þar með gæti þetta gert líf sumra óbærilegt,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur en hún hefur að undan- förnu fjallað um einelti í þætti sín- um á sjónvarpstöðinni ÍNN. „Það sem kemur upp í huga minn er hvar foreldrarnir séu og hvort þeir viti hvað börnin þeirra eru að gera. Þetta eru ungir krakk- ar og því verður að ná til foreldr- anna,“ segir Kolbrún sem skynjar breytta afstöðu foreldra til einelt- is og þá sérstaklega foreldra ger- enda. Alvarlegt vandamál „Þeir sem fá símtalið um að barn- ið þeirra sé gerandi í einelti eru æ meira tilbúnir til samvinnu því þetta er eitthvað sem enginn vill. Sem betur fer hefur dregið úr því að foreldrar fari í vörn þegar málin eru rædd við þau. Yfirleitt eru for- eldrarnir miður sín og vilja gjarn- an vinna með öðrum í málinu. En þetta er bara eins og lítill snjóbolti sem rúllar niður fjallshlíð. Þetta er kannski bara lítill hópur til að byrja með en síðan fara fleiri að taka þátt í því að níðast á öðrum. Ef ekki næst að stöðva þetta ertu kominn með slóð af alvarlegum vandamál- um,“ segir Kolbrún. En hvenær geta þolendur byrj- að að vinna í sínum málum? „Fyrsta skrefið er að stoppa eineltið. Þolandinn á erfitt með að byrja bata fyrr en þessi skaðlegi ferill hefur verið stöðvaður. Með- an það er yfirvofandi að á morgun eða hinn munu birtast myndir af þér á vefsíðunni eða níð þá getur þú aldrei byrjað þennan bataferil að neinu leyti. Það er ekki fyrr en að þessari síðu verður lokað sem þolendur geta byrjað að tína púsl- in saman.“ AtLi MáR GyLfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is netníðingarnir Leggja ekki síst ungar stúlkur í einelti. Kolbrún Baldursdóttir segir neteineltið geta valdið varanlegum skaða. Ringulreid.org Er skilgetið afkvæmi barna- klámssíðunnar handahof.org. „Þarna voru myndir af íslenskum stelpum sem flokka má sem barnaklám lokuð vegna rannsóknar Hér má sjá skjáskot af forsíðu- myndinni sem mætir þeim sem reyna að fara inn á síðuna í dag. Flennistórt íslenskt lögreglu- merki og undir segir að síðunni sé lokað vegna rannsóknar. „Öll íslenska þjóðin verður útilokuð frá síðunni,“ segir í smáa letrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.