Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 13
Þ að veldur mér miklum áhyggjum að valdamesta þjóð heims, Bandaríkin, trúi ekki því sem allir aðr- ir sjá bersýnilega – að jörðin sé að hlýna. Ég veit ekki hvað menn eiga að gera í því,“ segir líffræðingur- inn og sjónvarpsmaðurinn Dav- id Attenborough um hlýnun jarðar- innar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian viðrar hann áhyggjur sínar af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að hvorugur forsetaframbjóðend- anna í Bandaríkjunum hefur minnst að ráði á þá hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað. „Ástandið á heim- skautunum er verra en við héldum. Ísinn bráðnar í hrönnum og málið er miklu flóknara en við sáum fyrir.“ Hvorki Mitt Romney né Barack Obama ræddu hlýnun jarðarinnar í þeim þremur kappræðum sem hafa átt í, enda voru þeir ekki einu sinni spurðir út í málið. Telja margir að þar hafi glatast tækifæri til þess að ná til bandarísks almennings, en könnun sem framkvæmd var af Texas-há- skóla í sumar sýndi fram á að 70 pró- sent Bandaríkjamanna trúa því að jörðin sé að hlýna. Aftur á móti grein- ir New York Times frá því að olía og annað jarðefnaeldsneyti hafi verið ofar á baugi í kappræðum frambjóð- endanna. „Auðveldara að loka augunum“ „Það er auðveldara að loka augunum fyrir staðreyndunum,“ segir Atten- borough. Aðspurður hvað þurfi til þess að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðarinnar segir hann: „Náttúruhamfarir. Það er hræðilegt að segja þetta, ekki satt? Það hafa verið hamfarir í Bandaríkjunum, flóð og fellibyljir, en samt neitar fólk að trúa þessu.“ Attenborough segir það auð- veldara fyrir suma bandaríska stjórn- málamenn að neita því að jörðin sé að hlýna og hundsa þar með vísinda- samfélagið. Ástæðan sé sú að viður- kenni menn vandann þá þýði það að eyða þurfi miklu af fjármagni banda- ríska ríkisins í að takast á við hann. „Það er fjöldi stjórnmálamanna sem glaður myndi neita þessu og segja: „Engar áhyggjur, við ætlum ekki að hækka skatta.“ En ísinn er náttúru- lega að bráðna hraðar en við héld- um.“ Forsetaframbjóðendur hljóðir Hvorki Romney né Obama hefur látið neitt í ljósi varðandi stefnu sína gagn- vart hlýnun jarðar. Báðir eru þeir þó sammála um að hlýnun jarðar sé stað- reynd og að mönnum sé að minnsta kosti að hluta til um að kenna. Obama hefur fyrst og fremst talað um græna orku, en hann hefur lagt til skatta- ívilnanir til fyrirtækja sem framleiða raforku með notkun vinds, svo dæmi sé tekið. Stefnir hann að því að allt að áttatíu prósent af orku Bandaríkjanna muni koma frá sjálfbærum auðlind- um árið 2035. Romney er mótfallinn ofangreindum ívilnunum, en hann kveðst treysta á að einkaframtakið tryggi nýsköpun á sviði endurnýjan- legrar orku. „Algjörlega úr takti við heiminn“ „Varðandi hlýnun jarðarinnar þá er pólitíska umræðan hér algjörlega úr takti við heiminn, og reyndar einnig við bandarískan almenning. Kann- anir hafa sýnt fram á að tveir þriðju Bandaríkjamanna telja að þetta sé raunverulegt vandamál sem þurfi að takast á við,“ segir Andrew Steer við New York Times, en hann starfar hjá Alþjóðlegu auðlindamiðstöðinni (e. World Resource Institute). Í svipað- an streng tekur Christiana Figueres, hátt settur diplómat hjá Sameinuðu þjóðunum: „Það gildir einu hver verður kosinn þann sjötta nóvember. Hvort sem að hann trúir því að jörðin sé að hlýna eða ekki, þá breytir það ekki vísindunum. Næsta stjórn Bandaríkjanna verður að líta vand- ann alvarlegum augum. Það mun ekki einungis verða heiminum dýr- keypt að hundsa hlýnun jarðarinnar, heldur Bandaríkjunum líka. Ráða- menn verða að spyrja sig: „Hvað mun það kosta að gera ekki nóg?“ n „Trúa því ekki að jörðin sé að hlýna“ Erlent 13Mánudagur 29. október 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is n David Attenborough áhyggjufullur n Forsetaframbjóðendur ræða ekki hlýnun jarðar „Hvað mun það kosta að gera ekki nóg? Hundsa hlýnun jarðar Mitt Romney og Barack Obama hafa ekki rætt hlýnun jarðar- innar og mögulegar aðgerðir til þess að sporna við þeirri þróun. Mikilvægt málefni er hundsað þar. David og otur „Það hafa verið hamfarir í Bandaríkjunum, flóð og fellibyljir, en samt neitar fólk að trúa,“ segir líffræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough, sem hefur áhyggjur af hlýnun jarðarinnar. Hann er þekktur fyrir að tala inn á náttúrulífsþættina Planet Earth og Life.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.