Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 17
Neytendur 17Mánudagur 29. október 2012
Þ
að fer lítið fyrir öll-
um aukakrónunum
sem viðskiptavin-
ir bankanna
greiða fyrir
hina ýmsu þjónustu
en þegar þær eru
teknar saman má
sjá að það sem
virðist vera klink
safnast saman í
milljarða fyrir
bankana. DV
hefur tek-
ið saman
þennan
kostnað en hann
má finna á síðum bank-
anna í verðskrám.
Færslukostnaður
Tökum sem dæmi manneskju sem
notar debetkort til daglegra við-
skipta. Segjum sem svo að við-
komandi noti kortið sitt að meðal-
tali tvisvar sinnum á dag við kaup
á vörum og þjónustu og gerum ráð
fyrir því að þetta gildi um 300 daga
á ári. Hver færsla kostar 15 krónur
hjá Íslandsbanka og Arion banka
en 13 krónur hjá Landsbankan-
um. Ef viðkomandi er með kort
hjá fyrrnefndu bönkunum greiðir
hann 9.000 krónur á ári fyrir debet-
kortafærslur en viðskiptavinur
Landsbankans borgar 7.800 krón-
ur.
Árgjald fyrir að nota debetkort
er 400 krónur hjá Íslandsbanka,
690 krónur hjá Arion banka og 495
krónur hjá Landsbankanum.
Hraðbankar
Nú hafa bankarnir ákveðið að við-
skiptavinir greiði fyrir úttektir á
debetkortum úr hraðbönkum
annarra banka. Sá kostnaður er
mismunandi en dýrast er að vera
með kort frá Landsbankanum
og taka út pening úr hraðbanka
hinna bankanna. Segjum sem svo
að viðskiptavinurinn taki út pen-
ing úr öðrum hraðbanka en sínum
eigin þjónustubanka einu sinni í
mánuði. Það gera 1.140 krónur á
ári fyrir þann sem er með kort úr
Íslandsbanka, 1.320 krónur út á
kort úr Arion banka og 1.800 krón-
ur fyrir viðskiptavin Landsbankans.
Kostnaður erlendis
Einstaklingurinn fer til útlanda
einu sinni á árinu og þótt margir
kaupi gjaldeyri í banka áður en
haldið er í ferðalag þá er það ekki
óalgengt að taka þurfi út auka pen-
ing þegar líður á ferðalagið. Gefum
okkur það að viðkomandi versli
fyrir 50.000 krónur í ferðalaginu
en bankarnir þrír taka allir 1 pró-
sent af upphæðinni fyrir notkun
á debetkorti erlendis en það ger-
ir á 500 krónur. Viðkomandi tek-
ur einnig einu sinni út úr hrað-
bankann í útlöndum 40.000 krónur
sem gerir 800 krónur fyrir þá sem
eiga viðskipti við Íslandsbanka og
Landsbanka sem taka 2 prósent
af upphæð en Arion banki rukk-
ar 2,75 prósent og er kostnaðurinn
þar 1.100 krónur.
Að lokum skulum við segja að
viðkomandi takist að týna kortinu
sínu og þarf því að panta nýtt sem
kostar 1.000 krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Reiknistofu bankanna þá eru um
það bil 287.000 þúsund debetkort
í notkun á Íslandi. Ef við gefum
okkur að 100.000 þeirra séu notuð
eins og dæmið sem sett var upp má
reikna út að ávinningur bankanna
á debetkortanotkun Íslendinga sé
að minnsta kosti 1,2 milljarðar á
ári. Þá er einungis tekinn saman
sá aukakostnaður, færslugjöld, út-
tektir og ársgjöld sem korthafar
greiða til bankanna.
Það skal þó tekið fram að bank-
arnir bjóða upp á mismunandi
debetkort og sum þeirra eru með
ákveðinn fjölda færslna sem ekki
þarf að greiða fyrir.
Ef um hjón er að ræða má tvö-
falda þann kostnað sem hér er
reiknaður og ætla að hann sé um
það bil 25.000 krónur á ári. Það er
hægt að komast hjá þessum kostn-
aði að mestu leyti með því að huga
að því hvernig við notum kortin.
Hafir þú debetkort kemstu ekki
hjá því að greiða árgjald en ef fólk
er skynsamt getur árgjaldið ver-
ið það eina sem þarf að greiða. Þá
er ráðið að taka pening úr hrað-
banka sem þú átt í viðskiptum við
og nota hann í stað kortsins þegar
verslað er. Ef farið er til útlanda þá
skal kaupa gjaldeyri áður en lagt er
af stað og vera með nægt lausafé
til að nota á ferðalaginu. Að lokum
skal ávallt passa vel upp á kortið sitt
og komast þannig hjá því að þurfa
að endurnýja það með tilheyrandi
kostnaði. n
n Bankarnir hagnast á klinkinu þínu n Rúmur milljarður á ári í debetkortin
Margt sMátt Malar
gull fyrir bankana
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Svona græðir bankinn á kortinu þínu
Kostnaður vegna debetkortanotkunar á einu ári miðað við dæmið sem sett var fram:
Íslandsbanki Arion banki Landsbanki
Árgjald 400 kr. 690 kr. 495 kr.
Færslugjöld 9.000 kr. 9.000 kr. 7.800 kr.
Hraðbanki (annar en viðskiptabanki) 1.140 kr. 1.320 kr. 1.800 kr.
Færslugjöld erlendis 500 kr. 500 kr. 500 kr.
Erlendur hraðbanki 800 kr. 1.100 kr. 800 kr.
Endurnýjun korts 1.000 kr. 1.000 kr. 1.000 kr.
Samtals: 12.840 kr. 13.610 kr. 12.395 kr.
Færslugjöld bankanna
Sjálfvirkar skulda- eða millifærslur:
Debetkortafærsla 15 kr. 15 kr. 13 kr.
Tékkafærsla eða úttekt 50 kr. 50 kr. 54 kr.
Útborgun í hraðbanka innanlands 95 kr. 110 kr. 150 kr.
Útborgun í banka/hraðbanka erlendis með debetkorti 2% 2,75% 2%
Greiðsla með debetkorti erlendis 1% 1% 1%
Kortagjöld:
Árgjald 400 kr. 690 kr. 495 kr.
Endurnýjað glatað kort 1.000 kr. 1.000 kr. 1.000 kr.
Annar kostnaður
Annar kostnaður sem bankarnir innheimta fyrir og er ekki tekinn inn í dæmið:
Netbanki:
Nýr auðkennislykill 1.000 kr. 1.000 kr. 1.000 kr.
SMS - til auðkenningar 10 kr. 10 kr. 0 kr.
SMS skilaboð 10 kr. 10 kr. 0 kr.
Send kvittun 120 kr. 160 kr. 150 kr.
Millifærslur:
Send kvittun 120 kr. 160 kr. 150 kr.
Innlegg á reikninga í öðrum bönkum 125 kr. 110 kr. 100 kr.
Greiðsluþjónusta:
Greiðsluþjónusta, mánaðargjald 500 kr. 595 kr. 400 kr.
Breyting á áætlun (umfram eitt skipti á ári) 750 kr. 800 kr. 400 kr.
Póstlagning kvittunar 120 kr. 160 kr. 150 kr.
Annar kostnaður
Annar kostnaður sem bankarnir innheimta fyrir og er ekki tekinn inn í dæmið:
Önnur þjónusta:
Viðskiptayfirlit 190 kr. 250 kr. 250 kr.
Afgreiðslugjald utan hefðbundins opnunartíma 190 kr. 250 kr. 300 kr. „Má reikna út að
ávinningur bank-
anna á debetkortanotkun
Íslendinga sé að minnsta
kosti 1,2 milljarðar
Debetkortin
Bankarnir hala inn
heilmikla peninga
á smáa kostnaðin-
um við debetkorta-
notkun.