Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 18
H
rekkjavaka verður um næstu
helgi. Þeir sem ætla að halda
partí ættu að skoða eftirfar-
andi vel og vandlega. Til að
halda velheppnað hrekkjavökupartí
er ekki nóg að skikka alla til að mæta í
búningum. Bjóddu gestunum einnig
upp á þessar „hryllilegu“ veitingar og
rétta stemmingin ætti að myndast.
Múmíumúffur
n 1 tsk. ólífuolía
n ½ geiri hvítlaukur, kraminn
n 3 tsk. tómatpúrra
n 3 stk. lostætar múffur
n svartar ólífur
n ostur í lengjum
Aðferð:
1. Hitaðu
ólífuolíuna á
lítilli pönnu og
steiktu hvítlauk-
inn þar til hann er
orðinn mjúkur. Bættu tómat-
púrrunni við og steiktu í eina mínútu.
2. Bættu við tveimur matskeiðum
af vatni, saltaðu og hrærðu.
3. Skerðu múffurnar í tvennt og
smyrðu með gumsinu. Notaðu sneið-
ar af svörtum ólífum fyrir augu.
4. Taktu ostinn og vefðu hann um
múffuna eins og sárabindi.
5. Settu múffurnar inn í ofninn þar
til osturinn hefur bráðnað.
Nornafingur
n Ostur í lengjum (á stærð við fingur)
n ½ græn paprika
n 1 tsk. rjómaostur
Aðferð:
1. Skerðu út pláss fyrir neglurnar á
„fingrunum“.
2. Skerðu út litlar ræm-
ur í „fingurna“ fyrir
hnúana.
3. Skerðu
paprikuna sem
neglur og límdu
þær fastar með
rjómaostinum.
Blómkálsheili
Þessi uppskrift er meira
til skrauts en átu. Settu hana á
mitt borðið og bíddu eftir við-
brögðunum!
n 1 blómkálshaus
n 12 dropar af rauðum matarlit
n Rauð sulta
Aðferð:
1. Sjóddu blómkálið í vatni og
bættu matarlitnum rólega út í.
2. Þurrkaðu blóm-
kálshausinn og
slettu rauðri sultu
ofann á hann og í
kring. Stingdu hníf
í hann. Hryllilegt!
Fljótandi fingur
n Kók eða annar drykkur að eigin vali
n 1 hvítur gúmmíhanski, hreinn
Aðferð:
1. Fylltu hanskann með vatni og
bittu fyrir. Settu í frysti yfir nótt.
2. Skerðu fingurna af og settu þá
ofan í drykki gestanna.
Gulrótarglyrnur
n Gulrætur
n Rjómaostur
n Svartar ólífur
Aðferð:
Þrífðu gulræturnar og
skerðu þær í bita. Settu
rjómaost í rjómasprautu
og kreistu ofan á hvern
gulrótarbita. Settu sneið
af ólífu ofan á rjómaostinn.
Aðrar frábærar
hrekkjavökuhugmyndir:
Skreytingar
1. Skreyttu húsið með útklipptum
músa- og rottumyndum. Láttu „dýrin“
hlaupa upp stiga og bókahillur. Leggðu
hvít lök yfir húsgögnin og skelltu smá
tómatsósu yfir. Hengdu upp svartar
blöðrur og svarta fána og veifur.
2. Keyptu appelsínugular blöðrur
og teiknaðu andlit á þær með svörtum
tússlit, líkt og þær væru grasker.
3. Skerðu út öll augu sem þú sért í
tímaritum og límdu myndirnar neðan
á glær glös gestanna.
Leikir
1. Fylltu krukku af gerviköngulóm.
Láttu gestina giska á fjölda þeirra. Sá
sem kemst næst réttu svari fær verð-
laun.
2. Hengdu tvo spotta í loftið og
festu kleinuhring á endann á þeim
báðum. Stofnaðu til keppni um hver
verði fyrstur að klára kleinuhringinn
án þess að nota hendurnar og án þess
að láta kleinuhringinn detta í gólfið.
3. Allir þekkja leikinn sem snýst um
að festa halann blindandi á asnann.
Notaðu mynd af norn í staðinn. Hver
verður fyrstur að setja vörtuna hennar
á réttan stað?
4. Slökktu ljósið en kveiktu á kert-
um. Segðu börnunum draugasögur
og leyfðu hverju og einu að bæta við
einni línu.
Heimildir: marthastewart.com,
mirror.co.uk
18 Lífsstíll 29. október 2012 Mánudagur
Þröngar buxur skaða punginn
n Það borgar sig ekki alltaf að fórna þægindum fyrir útlitið
Þ
röngar gallabuxur, eða svo-
kallaðar „skinny jeans“, hafa
upp á síðkastið tröllriðið fata-
vali karlmanna og drengja
sem vilja vera hipp og kúl og tolla í
tískunni. Nú hafa hins vegar lækn-
ar varað karlmenn við þessum níð-
þröngu buxum þar sem þrengslin
geta alvarlega skaðað eistun. Æ fleiri
læknar greina frá skjólstæðingum
sem kvarta yfir verkjum og stingj-
um í sínu allra heilagasta og nú telja
læknarnir að þröngu gallabuxunum
sé um að kenna.
Í rannsókn kom fram að þrír
af hverjum tíu karlmönnum sem
ganga reglulega í slíkum þröng-
um gallabuxum þjást af sársauka
í pung. Í rannsókn á 200 Bretum
viðurkenndu 40% aðspurðra að þeir
fórnuðu þægindum fyrir útlitið.
Vísindamenn segja þrengstu
buxurnar geta valdið sveppamynd-
un í klofi, minnkað sæðisfjölda og
valdið þvagvandamálum auk þess
sem einhver tilfelli af hinu ógeð-
fellda ástandi „twisted testicles“, þar
sem þrengslin hafa stöðvað blóð-
flæði til pungsins, hafa komið upp.
Slíkt ástand krefst skurðaðgerðar
án tafar til að koma í veg fyrir drep.
Svo næst þegar þú vilt apa eftir
svölum tískulöggum á borð við leik-
arann Russell Brand skaltu muna
að þú ert aðeins einum buxum
frá því að þurfa að leggja punginn
undir hnífinn.
Russell Brand Leikarinn
þykir afar smart í tauinu.
n Ekki gleyma að skapa réttu stemminguna með skrauti, veitingum og leikjum
Haltu Hið fullkomna
Hrekkjavökupartí5 leiðir: Sofðu betur
í allan vetur
Hafðu rútínu
Samkvæmt dr. Victoriu
Revell, svefnsérfræðingi við
rannsóknarsetur Háskólans í
Surrey skiptir miklu máli að vakna
á sama tíma á hverjum degi. „Að
fara á fætur á sama tíma á hverj-
um degi, líka um helgar, er mjög
mikilvægt fyrir svefninn.“
Farðu út í hádeginu
Dagsljósið hefur áhrif á
hormónamagn í líkamanum, þar
með talið melatónín sem stjórnar
því hvenær við erum syfjuð og
hvenær við erum vakandi. Mikið
af dagsljósi eru skilaboð til heilans
um að vera vakandi. Meira myrkur
eykur melatónínframleiðslu sem
gerir okkur syfjuð. Ekki hafa ljósin
kveikt áður en þú ferð að sofa og
ekki vera fyrir framan spjaldtölvu
eða sjónvarp stuttu áður en þú
sofnar.
Borðaðu vel
Heilbrigt mataræði er
mikilvægt á veturna. Borðaðu
nægilega mikið af grænmeti,
hnetum, fræjum og mögru
kjöti. Passaðu að borða ekki
of stóra máltíð á kvöldin, það
getur valdið meltingartruflun-
um. Gerðu hádegismatinn að
stærstu máltíð dagsins.
Vertu jákvæð/ur
Það er auðvelt að segja
það, erfiðara í framkvæmd.
Jákvæðnin er afar mikilvæg til
þess að viðhalda góðum svefni.
Mörgum finnst gagnlegt að nota
aðferðir svo sem ilmkjarnameð-
ferðir, nálastungur og nudd.
Löng böð með baðsalti og ilm-
andi olíum geta gert mikið gagn.
Hreyfing
Það er erfitt átak að rífa
sig út í ræktina snemma á
morgnana. Það er hins vegar
afar góð hugmynd og stuðlar
að góðum nætursvefni. Það er
verri hugmynd að fara í ræktina
á kvöldin. Nema þú hafir átt
einkar slæman og streitufull-
an dag í vinnunni og þurfir
nauðsynlega að losa um streitu.
1
2
3
4
5