Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 22
RúllukRagaboluR- inn veRðuR heituR 22 Menning 29. október 2012 Mánudagur Einlægur Gillon T ónlistarmaðurinn Gillon finnur ekki beint upp nýja leið til að leika tónlist á plöt- unni Næturgárun. Hér er um kassagítartónlist að ræða sem er í nokkurs konar söngvaskálda- stíl. Gillon er listamannsnafn Gísla Þórs Ólafssonar en platan Nætur- gárun kom út í mars síðastliðnum. Það hefur ekki farið mikið fyrir tónlist Gillons á öldum ljósvakans þó svo að það séu allavega nokkur lög á plötunni sem eiga erindi við tónlistarunnendur, má þar nefna hið stórskemmtilega lag sem nefn- ist Næturkossar. Það lag og Blind- aður af ást eru að mínu mati bestu og frambærilegustu lög plötunnar. Gillon er mjög einlægur á þessari plötu og eru textarnir margir hverjir stórskemmtilegir. Hvort sem Gillon semur texta sína út frá eigin reynslu eða setur sig í spor annarra þá er ákveðinn samhljómur með þeim við flestar þær tilfinningakreppur sem ungir menn ganga í gegnum. Eftirsjá vegna skota sem ekki gengu upp eða sambandsslita. Það er allavega mín upplifun af þeim textum sem fyrirfinnast á plötunni. Gillon notast við fremur óhefð- bundinn söngstíl sem einhverj- ir gætu átt erfitt með að fella sig við. Hann verður þó seint dreginn niður fyrir það hér vegna þess að maður finnur fyrir því að hann hef- ur greinilega lagt eitthvað af sjálf- um sér í þessa plötu. Virðist vera mjög einlægur og heiðarlegur í því sem hann gerir og fær prik fyrir það. n Tónlist Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Næturgárun Flytjandi: Gillon Næturgárun Einlæg og heiðarleg plata. H ér er á ferðinni ein besta og óvæntasta skemmtun ársins í tölvuleikjabrans- anum að mínu mati. Dis- honored hefur fengið glimrandi góða dóma gagn- rýnenda og ekki að ástæðulausu. Leikurinn gerist á Viktoríutímabil- inu (1837–1901) í fantasíuborginni Dunwall sem byggir að stóru leyti á Lundúnum þess tíma. Þú ert í hlutverki Corvos, fyrrverandi líf- varðar keisaradrottningarinn- ar sem tekin er af lífi af hrottum borgarinnar sem höfðu það eitt að markmiði að steypa henni af stóli. Þú ert handtekinn grunaður um morðið og þér hent í grjótið. Góð- viljaður hópur manna veit hins vegar hið sanna í málinu og með dyggri aðstoð hópsins sleppur þú úr fangelsi og hefst nú leiðangur í leit að misyndismönnunum sem drápu drottninguna. Rottuplága geisar í borginni sem nú er stýrt af spilltum embættismönnum sem leita allra leiða til að halda sann- leikanum fjarri dagsljósinu – hvað sem það kostar. Dishonored er leikur sem er í fyrstu persónu og er óhætt að segja að hann haldi manni við efnið og rúmlega það. Áður en spilunin hófst bjóst maður svo sem ekki við miklu. Leikurinn er framleiddur af tiltölulega litlu fyrirtæki, Arkane, sem er einna þekktast fyrir aðkomu sína að Bioshock 2 sem kom út árið 2010. Metnaðurinn virðist hins vegar hafa verið til staðar enda er leik- urinn vel heppnaður í nær alla staði. Það borgar sig að taka góðan tíma í að spila Dishonored enda má finna víða um borgina upp- lýsingar; bréf og hljóðbrot sem dæmi sem gefa söguþræðinum mikla dýpt. Þú hefur úr miklum fjölda vopna að velja og getur stuðst við skammbyssur, sverð og jafnvel handsprengjur. Þar sem um fantasíuleik er að ræða getur þú einnig framkvæmt töfra sem hjálpa þér að komast á milli staða og koma óvininum að óvörum. Þá er hægt að finna rúnir á víð og dreif um borgina sem hjálpa þér að verða sterkari. Leikurinn er mjög þéttur og ávallt nóg um að vera. Þetta er jákvætt í ljósi þess að þú getur flakkað um alla borgina ert ekki í fyrirfram mótuðum skorðum. Bardagarnir eru nokkuð vel heppnaðir og raunverulegir þó að byssubardagarnir séu ekki beinlínis eins og í Call of Duty- leikjunum. Þó að leikurinn og umhverfi hans líti vel út sjást gallar hér og þar en á heildina litið eru kostirnir svo mikið fleiri en gallarnir. Að mínu mati er Dishonored leikur sem enginn sannur tölvuleikjaspilari má láta framhjá sér fara. Þetta er svona leikur sem er tilvalið að spila í jólafríinu ef menn vilja bíða svo lengi. Tölvuleikur Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Dishonored Tegund: Ævintýraleikur Gert fyrir: PS3 n Léttir litir, innblástur í tísku gyðinga n Framsækinni línu fagnað Þ etta eru léttir litir og línan er framsæknari en aðrar sem ég hef unnið,“ segir Guðmundur Jörundsson sem frumsýndi nýtt fatamerki, Jör, á laugar- daginn. Fatalínan sem hann kynnti á sýningunni nefnist Jewlia og verður seld í herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Meðal þess sem gaf að líta á sýningunni voru jakkaföt í ljósgrá- um, laxableikum, bláum og brúnum litum. Fyrirsæturnar voru málaðar með augnlínupenna og hughrifin minntu á allt í senn, gyðinga, glam- úrrokk og áttunda áratugarepíkina Clockwork Orange. Guðmundur hefur vakið mikla athygli sem yfirhönnuður verslunar- innar og hlaut menningarverðlaun DV á síðasta ári fyrir fatalínu sína fyrir herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Hann segist enn vinna með klass- ísk snið þótt lína hans sé framsæknari en áður og leggur mikið upp úr vönd- uðum efnum. Fatnaðurinn er framleiddur í Tyrk- landi í sömu verksmiðju og Armani og Paul Smith. Línan er stór og metnaðarfull, jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllu- kragabolir, jafnvel hattar og sólgler- augu. Rúllukragana segir hann verða heita í vetur. „Þeir eiga að vera þröngir og klæðilegir,“ segir hann. Guðmundur framleiðir einnig nýja línu fyrir herrafataverslun Kormáks og Skjaldar enda vinsældir þess klassíska fatnaðar miklar. Það er því úr nógu að velja fyrir karlmenn í herrafata- tískunni á Íslandi. kristjana@dv Verðlauna- hönnuður Guðmundur Jörundsson fatahönnuður. Mynd: Eyþór ÁrNasoN Guðmundur fagnar Guðmundur er vin- sæll fatahönnuður og vex með hverju árinu. Sýningu hans á laugardag var fagnað. Laxableikt Elmar fyrirsæta í laxableikum jakkafötum. Innblástur Hughrif sýn- ingarinnar urðu margþætt, gyðingatíska, „goth“, glamúrrokk og kvikmyndin Clockwork Orange. Léttir litir Jakkafötin voru í léttari litum og efnisval afar vandað. Málaðar fyrirsætur Fyrirsætur sýningarinnar báru augnmálningu . Hattar Fyrirsæturnar báru margar hatta og klúta undir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.