Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 10
„Ég er dópisti“ 10 Fréttir 26. nóvember 2012 Mánudagur É g verð sýknaður. Á ég að segja þér út af hverju? Af því að ég gerði ekki neitt af mér,“ segir Sverrir Þór Gunnarson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, í samtali við DV úr fangelsinu sem hann dvelur í í Brasilíu. DV sagði frá því á föstudag að hann hefði í undir- rétti verið dæmdur til 22 ára fang- elsisvistar fyrir að hafa skipulagt smygl á rúmlega 50 þúsund e–töfl- um. Sverrir er búinn að áfrýja málinu og segist vera saklaus. Hann furðar sig á dómnum sem hann segir vera hneyksli. „Ég skal lofa ykkur því að ég verð kominn út innan árs, sýkn- aður. Ég fæ þessa meðferð því ég hef jú gert ýmislegt af mér. En ég neyði engan í eitt né neitt. Ég er dópisti, fíkniefnaneytandi. Ég neyti fíkniefna á hverjum einasta degi. Ég er nefni- lega miklu meiri dópisti en dópsali. Mér finnst voða gott að fá mér kók í nefið, ég er alveg sjúkur í þetta. En ég er ekki að hagnast á eiturlyfjum.“ „Þetta er bara rugl“ Sverrir er ósáttur við það hvernig fjallað hefur verið um hann í fjöl- miðlum og segir margt sem þar hafi komið fram ekki vera satt. Hann segir það til dæmis ekki vera rétt að hann sé með níu ára óafplánaðan dóm á bakinu líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um mál hans. „Þetta er bara rugl. Og ég ætla að láta lögfræðinginn minn senda ykkur pappíra til að sanna þetta,“ segir Sverrir. Eins og fram hefur komið hefur Sverri verið gefið að sök að hafa skipulagt smygl á rúmlega 50 þús- und e-töflum sem brasilísk kona hafði í farangri sínum en hún var að fljúga frá Lissabon í Portúgal til Brasilíu. Sverrir var í sömu vél og lögreglan ytra segir hann hafa verið handtekinn í kjölfar þess að stúlkan sagði hann og kærasta sinn standa að baki smyglinu. Hann segir það ekki vera rétt, enginn hafi sagt til hans. Ætlaði að kaupa 10 grömm af kóki Hann útskýrir sína tengingu við málið á þann hátt að hann hafi ætl- að að kaupa sér kókaín þennan dag. „Ég þekki fólkið á bak við þetta smygl en ég vissi ekki að þetta smygl ætti sér stað. Vinur minn, eða svona dópsali í Amsterdam, sem selur mér stundum kók því mér finnst svo gott að fá mér kók – ég sagði honum að ég væri að fara til Brasilíu og spurði hvort hann þekkti ekki einhverja gaura sem gætu reddað mér góðu kóki. „Jú, jú,“ sagði hann. „Ég þekki hérna einn gaur sem getur reddað þér.“ Svona gengur þetta fyrir sig í heiminum – alls staðar. Líka á Ís- landi. Ég fór til þessa stráks og ætlaði að kaupa af honum 10 grömm af kóki, hann bað mig að hitta sig á McDonald‘s í Ipanema í Brasilíu. Ég fór á McDonald‘s og hringdi í við- komandi og hann sagði mér að það væri stelpa að bíða eftir honum líka, og að hann kæmi eftir svona 5–10 mínútur. Ég fór þarna, tyllti mér við hliðina á stelpunni, kveikti mér í síga rettu og fór að spjalla við hana. Hún var þarna með tösku og ég sagði: „Þú varst að koma með sama flugi og ég í dag, ég sá þig í vélinni.“ Ég tala ekki svo rosalega góða portú- gölsku þannig hún skildi mig ekki nógu vel, þannig að ég talaði svona fingramál með, ég benti á augun á mér og í framan og sagði: „I think I saw you in the plain today, I am going to meet your friend also.“ Þá var þessi dópsali að smygla pillum með þessari stelpu. Ég var bara að fara kaupa mér 10 grömm af kóki,“ segir Sverrir. Enginn sagt til hans Þegar maðurinn mætti á staðinn kom lögreglan í kjölfarið og hand- tók Sverri og hinn manninn. Sverrir segist hvorki hafa þekkt konuna né manninn. „Þessi stelpa sem var tek- in með þetta dóp, hún er brasilísk og hefur aldrei séð mig áður. Strákurinn sem ég var að fara kaupa þetta dóp af hann hafði heldur aldrei séð mig áður. En stelpan var að smygla þessu dópi fyrir gaurinn sem reddaði mér símanúmerinu hjá þessum dópsala sem ég var að fara kaupa dóp hjá. Það hefur enginn sagt til mín. Það eru ekki til neinar símahleranir og ekki neinar sannanir. Eina sem þeir eru að dæma mig fyrir það er blaða- mennska og lygasögur. Ætli ég þurfti ekki að eyða öllum peningum mín- um í þetta mál og fara að smygla aft- ur. Ég er búinn að eyða svolitlum slatta af þeim. Það er búið að tala svo mikla helvítis þvælu og rugl um þennan Svedda tönn. Mig langar bara að láta þessi blöð biðjast inni- legrar afsökunar á þessum rógburði og kannski aðeins að líta til þess að ég þarf að vera hérna í 4 mánuði til ár í viðbót með þetta rugl á bakinu – 22 ára fangelsi bara út af helvítis græðginni í þessum blaðamönnum.“ Deilir klefa með þrettán manns Sverrir situr inni í Ary Franco-fang- elsinu í úthverfi Rio. Brasilísk fang- elsi eru alræmd en að sögn Sverris fer þó ágætlega um hann og hann segist ekki kvarta yfir lélegum að- búnaði. Hann deilir klefa með þrettán öðrum, tólf kojur eru í klef- anum þannig að einn fanginn sefur á gólfinu. Hann hefur um þrjá fer- metra fyrir sig og segir þetta ekki svo slæmt þó hann myndi frekar vilja vera frjáls maður. Hann segir matinn í fangelsinu ágætan en það skipti þó miklu máli að eiga pening. „Þetta er bara eins og fangelsi, maður er bara lokaður inni. Það var miklu skárra á Hrauninu,“ segir hann og segir þetta þó ekki vera svo ólíkt Hraun- inu. „Ekki svo mjög. Þetta er bara voða svona þægilegt hérna, það er hægt að múta fólki hérna. Eins og á Hrauninu, þá var ég fljótur að troða mér í bestu kojuna og láta strákana vita af því að það væri ég sem réði klefanum.“ Hann segir þó húsakostinn mun verri en á Litla-Hrauni. „Þetta er Brasilía og það eru kakkalakkar hérna eins og flestum húsum hér. Þetta er náttúrulega skítafangelsi. Við fáum alveg ágætis mat og svo er hægt að kaupa jógúrt og Coca-Cola og hamborgara. Það er vel farið með okkur. Þú verður eiginlega að eiga pening til að vera hérna. Það kostar svolítið. Maður þarf að vera búinn að smygla miklu dópi til þess að geta verið í þessu fangelsi.“ „Kom fjölda fólks á rétta braut“ Nafni Sverris hefur skotið upp koll- inum nokkrum sinnum í tengslum við smyglmál á síðustu árum. Þekkt- astur er hann þó líklega fyrir að vera einn af höfuðpaurunum í Stóra fíkni- efnamálinu svokallaða sem dæmt var í 2001. Þar var fékk hann næst- hæsta dóminn – sjö og hálft ár. Hann segir að þegar hann hafi verið búinn að afplána sinn dóm hér heima þá hafi hann ákveðið að fara úr landi. „Þegar ég var ungur þá smyglaði ég mikið, gerði alls konar skandala og fór í fangelsi. Borgaði allt mitt sem ég skuldaði samfélaginu; alla n Sveddi tönn segist saklaus og er búinn að áfrýja n Segist bara hafa verið að kaupa sér dóp Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég skal lofa ykkur því að ég verð kominn út innan árs, sýknaður „Maður þarf að vera búinn að smygla miklu dópi til þess að geta verið í þessu fangelsi. Í fangelsi Sverrir segist þess fullviss að verða sýknaður en hann hlaut á dögunum einn þyngsta dóm sem Íslendingur hefur fengið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.