Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 26. nóvember 2012
Jósefína enn á ný með of marga hunda
n Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja neitar að tala við DV
É
g stefni að því að leggja frum-
varpið fram fyrir mánaðarmót.
Þá er þetta tvíþætt sem fyrir mér
vakir. Annars vegar stefni ég að
því að setja fram frumvarp sem
kveður á um stofnun Happdrættis-
stofu sem verður ráðgefandi aðilinn
og sinnir eftirlitsskyldu í þessari starf-
semi sem veltir milljörðum og snert-
ir líf og heilsu fólks. Jafnframt er gert
ráð fyrir að setja bann við netspilun
sem er að færast mjög í aukana en
opna á þann kost að þeir sem reka
þessa starfsemi hér á landi get boðið
netspilun en þá undir mjög sterku
eftirliti og ströngum reglum,“ segir
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra.
Hann hefur lengi barist fyrir því að
settar verði auknar reglur um starf-
semi tengda fjárhættuspili hérlend-
is og hefur látið sig spilafíkn varða.
Á næstu dögum mun Ögmundur
leggja fram frumvarp er snýr að því
að ganga frá breytingum á lögum um
happdrætti sem eru í gildi og koma í
veg fyrir ólöglega spilun á netinu auk
þess að koma á virku eftirliti á mark-
aðnum. Eftir áramót hyggst hann
svo leggja fram annað frumvarp sem
snýr að framtíðarfyrirkomulagi þessa
málaflokks.
Ráðgefandi aðili
„Það er annað og stærra mál og ég sé
það þannig fyrir mér að grundvallar-
kerfisbreytingar eigi sér ekki stað í
heljarstökki heldur kæmu þau lög
til framkvæmdar að nokkrum árum
liðnum þannig að okkur tækist að að-
laga starfsemina nýju umhverfi. Allt
þetta er ég að reyna að gera í góðri sátt
og samvinnu við þá aðila sem hafa
þessa starfsemi höndum núna,“ segir
Ögmundur um frumvarpið sem hann
hyggst leggja fram eftir áramót.
Í fyrra frumvarpinu, sem lagt verð-
ur fram á næstu dögum, er lagt til að
stofnuð verði Happdrættisstofa og
lagt bann við erlendum
netspilum. Hlutverk
Happ drættisstofunnar
eigi að vera ráðgefandi
ríkisvaldinu. „Þeir yrðu
ráðgefandi aðili gagn-
vart löggjafar- og fram-
kvæmdarvaldinu. Myndu
fylgjast með þessum mál-
um á erlendri grundu og
því sem er að gerast hér
innanlands. Hjálpa okk-
ur að smíða regluverk
í kringum þessa starf-
semi og síðan hafa með
höndum einhvers kon-
ar skipulagningu hvað
varðar rannsóknir á
þessu sviði og síðast en
ekki síst forvarnarstarf.
happdrættisstofa myndi ekki sinna
því sjálf, heldur aðstoða við að beina
fjármunum í réttan farveg.“
Varðandi erlendu netspilunina
þá segist Ögmundur gera sér grein
fyrir því að það verði aldrei hægt að
koma algjörlega í veg fyrir hana en
nauðsynlegt sé að hafa á henni höml-
ur. „Það verður alltaf hægt að fara
eitthvað framhjá þessu, það er alveg
klárt mál. En ef við horfum til reynslu
Norðmanna þá telja þeir að þessi leið
skili verulegum árangri. Norðmenn
hafa gert hvort tveggja, þeir hafa
bannað netspilun og sett á laggirnar
svona happdrættisstofu samsvarandi
þeirri sem við stefnum að.“
Minningargreinar sýna
alvarleikann
Eins og fram hefur komið hefur Ög-
mundur lengi viljað setja auknar
hömlur á fjárhættuspil og málaflokk-
urinn verið honum hugleikinn. Hann
hefur látið sig spilafíkn varða. „Það er
langt síðan ég byrjaði að spá í þetta.
Ætli það hafi ekki bara verið einhvern
tímann á síðustu árum síðustu aldar.
Guðrún Helgadóttir alþingismaður
hafði sinnt þessu málefni vel á þingi
og þegar hún hvarf þaðan þá eigin-
lega tók ég við boltanum. Þá fór fólk
að hafa samband við mig sem var
annað hvort háð þessu sjálft eða að-
standendur. Ég kom á laggirnar hópi
sem kom saman reglulega í viku
hverri um nokkuð langt skeið. Þá
kynntist ég mjög mörgu fólki sem að
einhverju leyti tengdist þessu. Svo fór
ég að sjá margar minningargreinar í
blöðunum um þetta fólk sem mætti
á fundina og þá fór að renna upp
fyrir mér alvarleiki málsins. Og síðan
hef ég ekki viljað gleyma þessu máli.
Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég
kom inn í ráðuneyti dómsmála var
að hreyfa þessum málum. Ég hef síð-
an fengið ráðgefandi aðila til þess að
hjálpa mér í þessu núna svona á síð-
asta hlutanum og afraksturinn fer
nú að birtast í þessum frumvörpum,“
segir Ögmundur.
Útbreiddara vandamál
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um
spilafíkn sem slíka. Í DV í síðustu viku
var fjallað um spilafíkn og þar sögðu
nokkrir spilafíklar frá þeirra þrauta-
göngu sem fíknin hefur lagt á þá.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var
fyrir innanríkisráðuneytið og kynnt
fyrr á þessu ári kemur fram að um 2,5
prósent þjóðarinnar eigi við þennan
vanda að stríða. Ögmundur segist þó
telja að vandamálið sé útbreiddara
en tölur segja til um. „Það hefur alltaf
verið mín kenning. Og með fullri
virðingu fyrir öllum þeim prýðilegu
fræðimönnum sem komið hafa að
rannsókn á þessu sviði þá er þetta eitt
af því sem fólk svarar ekki svo glatt
spurningum um þegar það er spurt í
könnun um hegðun sína fyrir framan
spilakassa eða við netið á kvöldin og
nóttunni. Þú gefur ekki hið rétta upp.
Ég held það eigi við um æði marga,“
segir Ögmundur.
Hann segir fíknina ekki fara í
manngreinarálit. „Það er eitt af því
sem ég hef kynnst í gegnum tíðina
– því ég hef lengi haft áhuga á þessu
málefni – það er hversu afar margt vel
gert fólk verður þessari fíkn að bráð.
Það á kannski við um svo margar
fíknir að þeir sem búa yfir einhverjum
miklum krafti missa sig út á brautir
fíkna.“
Í sem mestri sátt
Hann segist finna fyrir velvilja vegna
þessara tillagna og vonast til að geta
unnið þær í samstarfi við hagsmuna-
aðila. „Eins og ég segi þá finn ég fyrir
miklum velvilja inni í þessum geira.
Það hafa allir mikinn skilning á því
sem ég hef stundum sagt, svolítið
óbilgjarn, að það séu til tvenns konar
fíklar. Þeir sem spili og þeir sem njóti
ágóðans, báðir háðir þessari starf-
semi. En ég hef orðið var við það að
það er rík ábyrgðarkennd hjá öllum
sem að þessum málum koma. Og ég
bind vonir við að við getum leyst þessi
mál sem allra fyrst og í sem mestri
sátt.“ n
„Svo fór ég að sjá
margar minningar-
greinar í blöðunum um
þetta fólk sem mætti
á fundina og þá fór að
renna upp fyrir mér alvar-
leiki málsins.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
14. nóvember 2012
Vill setja hömlur á spilun
Ögmundur hefur lengi látið sig
spilafíkn varða. Hann vill setja
auknar hömlur á fjárhættuspil
og setur fram frumvarp þess
efnis á næstu dögum.
Vill setja bann
Við netspilun
n Ögmundur leggur fram frumvarp um stofnun Happdrættisstofu n 2,5% Íslendinga spilafíklar
n Lét rífa hús sem var ónýtt vegna veggjatítlna n Ætlar að byggja Kínasafn
Var með
tugi hunda
Jósefína var
með 24 hunda
og 4 ketti í
60 fermetra
kjallaraíbúð
sem hún leigir.
J
ósefína Þorbjörnsdóttir, íbúi í
Reykjanesbæ, sem var bannað að
eiga fleiri en tvo hunda eftir að 17
hundar í hennar eigu gerðu að-
súg að konu í mars á síðasta ári, hefur
samkvæmt heimildum DV fengið sér
þriðja hundinn.
Eins og DV hefur áður greint frá
bjó Jósefína áður með 24 hunda og
4 ketti í 60 fermetra kjallaraíbúð sem
hún leigði. Ítrekað hafði verið kvart-
að undan dýrahaldi hennar til Heil-
brigðiseftirlitsins. Það var ekki fyrr en
17 hundar, sem voru í eigu Jósefínu,
gerðu aðsúg að konu og bitu að grip-
ið var til aðgerða. Konan, Guðrún Sig-
ríður Guðmundsdóttir, hlaut meðal
annars sex bitsár aftan á hægra læri.
Svo fór að 22 hundum var lógað en
Jósefína fékk að halda tveimur.
„Ég skil ekki hvers vegna hún fékk
að halda tveimur hundum, hún er
búin að brjóta allar reglur sem hægt er
að brjóta í sambandi við hundahald
og meðferð hunda. Ég veit ekki hvers
vegna þessar reglur eru yfirhöfuð,“
segir Guðrún Sigríður. Hún óttast að
Jósefína sé aftur farin að safna hund-
um og að hundahaldið muni vinda
upp á sig. Hún furðar sig á sofanda-
hætti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
sem hefur yfirumsjón með hunda-
haldi í bænum. „Það er nú síst hægt
að sakast við blessaða konuna, hún er
náttúrulega bara veik. Það sem manni
finnst alvarlegast í þessu er hvað yfir-
völd eru sofandi yfir þessu og grípa
ekki inn í. Maður spyr sig hvort þeir
séu að bíða eftir að næsta atvik komi
upp, af hverju er þetta ekki stoppað
áður en þetta fer í einhverja vitleysu.“
Nágranni Jósefínu segist í sam-
tali við DV hafa áhyggjur af því að
hundunum muni fjölga enn meir.
„Við hringdum um daginn í hunda-
eftirlitið og erum búin að panta fund
með bæjarstjóranum. Við nennum
ekki að fara í gegnum þetta allt eins
og við gerðum síðast. Eftirlitið ger-
ir ekki neitt og maður skilur eigin-
lega ekki hvað hundaeftirlitið er eig-
inlega að gera hérna. Miðað við þessa
reynslu af öllum þessum hundum þá
höfum við ekkert með hundaeftirlit
að gera, það væri hægt að spara þessi
laun fyrir sveitarfélagið. Þetta var hálft
tonn af gæludýrum sem var tekið
af henni hérna 16. júní í sumar og
brennt. Það er enginn dýravinur sem
gerir svona, eða ég get ekki sé það.“
Þegar blaðamaður DV reyndi að
fá viðbrögð símleiðis frá Magnúsi
H. Guðjónssyni, framkvæmdastjóra
Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, fékk
hann þau svör frá konu hans að hann
hefði ekki áhuga á ræða við DV. Þegar
hann að lokum féllst á að ræða við
blaðamann og var spurður hvort eftir-
litið ætlaði að beita sér í máli Jósefínu
svaraði hann: „No comment“. Ekki
náðist í Jósefínu sjálfa við vinnslu
fréttarinnar.
hanna@dv.is