Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 23
Sonurinn samdi viðlagið Fólk 23Mánudagur 26. nóvember 2012 Tveir Íslendingar á Scala n Tómas Tómasson og Bjarni Thor Kristinsson í Mílanó T ómas Tómasson, barítón- söngvari, heldur áfram að gera garðinn frægan en síðasta sumar söng hann fyrstur Ís- lendinga aðalhlutverk á óperuhátíð- inni í Bayreuth. Í desember mun hann þreyta frumraun sína við Scala-óper- una í Mílano og mun syngja hlutverk Friedrich von Telramund í nýrri upp- færslu sem á að vera opnunaratriði sýningarársins 2012–2013 á La Scala. Frumsýningin verður þann 7. des- ember. Daniel Barenboim stjórnar og Martin Kusej mun leikstýra. Það er Íslandsvinurinn frægi Jonas Kaufmann sem syngur titilhlutverkið í uppfærslunni á Scala af óperunni Lohengrin eftir Richard Wagner en önnur hlutverk syngja Anja Harteros (Elsa), Evelyn Herlitzius (Ortrud)Rene Pape (Hinrik konungur) og Zeljko Lucic (Heerrufer). Tómas hefur gefið upp að framundan séu jafnvel fleiri verk- efni með Barenboim og hann bíður þess spenntur að sjá hver þau verk- efni verða. Ljóst er að fleiri leikhús og stjórnendur munu líta til Tómasar eftir að hann hefur stigið fæti á Scala. Óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson er einnig í Mílanó og hver veit nema hann stígi líka á svið en hann söng í forföllum á æfingu um daginn. „Í forföllum veiks kollega söng ég Lohengrin í 6 klst í dag. Sérstak- lega var nú gaman að syngja þriðja þátt með hljómsveit og kór og auðvit- að Kaufmann og Harteros. Tómas var ekki með enda er hans persóna dauð í þriðja þætti,“ sagði Bjarni. Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari leggur orð í belg á Face- book-síðu Bjarna Thor og segir söguna endurtaka sig. „Þú gerir þér vænt- anlega grein fyrir því að sagan er að endurtaka sig. Fyrir 15 árum voru tveir aðrir íslenskir söngvarar á Scala,“ seg- ir Kristinn, en það voru hann sjálfur og Guðjón Óskarsson. n n Guðmundur Ingi Þorvaldsson samdi jólalag með 18 mánaða syni sínum H ann hafði raulað þetta stef í allt sumar. Hugmyndin er því komin frá honum,“ seg- ir leikarinn og tónlistar- maðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson úr hljómsveitinni Loft- skeytamönnum en sveitin hefur sent frá sér jólalagið Ég held heim um jólin. Lag og texti er eftir þá feðga Guðmund Inga og Aðalstein Inga Guðmundsson sem var 18 mánaða þegar hann fór að raula viðlagið síð- asta sumar og kveikti þannig hug- myndina að laginu. „Þetta stef, hahahóhóhó, er al- veg ekta jóla og mér datt jólalag strax í hug þegar ég heyrði hann syngja þetta. Ég reyndi að syngja með og taka undir en honum fannst pabbi sinn ekki gera þetta rétt,“ segir Guð- mundur Ingi brosandi og játar að sonurinn sé tónelskur. „Alveg rosa- lega. Hann er ekki orðinn tveggja ára en kann öll lög. Strax og hann byrjaði í leikskóla fór hann að syngja mikið. Hann kann til dæmis öll þrjú versin í Sofðu unga ástin mín. Við syngj- um líka mikið saman. Það er mikið sungið á okkar heimili, spilað á gít- ar og píanó. Alveg ofsalega gaman,“ segir Guðmundur Ingi en Aðalsteinn Ingi er hans fyrsta barn. Hann segir of snemmt að segja til um hvort sá stutti muni feta leiklistarveginn eða tónveginn líkt og pabbinn. „Miðað við það sem er í gangi í dag held ég að hann verði keyrandi traktora og það helst með ámoksturstæki fram- an á. Það er það flottasta sem hann veit um svo líklega er of snemmt að segja til um framtíðina.“ Hljómsveitin Loftskeytamenn stefnir á að gefa út plötu með vorinu. „Planið er að gera þetta bara í róleg- heitum og vanda okkur og umfram allt að hafa gaman af. Platan verður eflaust full af einlægni og gleði. Það er engin pressa á okkur. Þetta er þriðja lagið sem við gefum út en okk- ar fyrsta jólalag,“ segir hann en bæt- ir við að ekki sé von á öðru jólalagi í bráð. „Það er alveg nóg að gefa út eitt jólalag á ári. Lagið er komið á netið og vonandi hafa útvarpsstöðvarnar áhuga á að spila það eftir 1. des- ember,“ segir hann en lagið er leik- ið og útsett af Loftskeytamönnum sem fengu meðal annars hjálp frá Rebekku Bryndísi Björnsdóttur úr Hjaltalín við flutninginn. Guðmundur Ingi viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Fyrir mér eru jólin fjölskyldutími. Ég er úr sveit og kem frá samheldinni fjölskyldu. Jólin voru alltaf góður tími. Við höfð- um aðgang að sundlaug og íþrótta- húsi og spiluðum mikið á spil. Ég á því margar góðar minningar tengdar jólunum. Hins vegar verð ég ekkert stressaður um jólin. Finnst ég ekki þurfa að kaupa eitthvað, fá eitthvað eða fara eitthvert. Ég hlakka bara mest til að fara í sveitina með fjöl- skyldunni.“ n indiana@dv.is Hugleikur og góða hjartað Pistillinn Já, ég er fín fyrirmynd, eftir listamanninn Hugleik Dags- son hefur vakið mikla athygli og verið deilt af áfergju af femínist- um. Hugleikur, sem er harður femínisti, talar um muninn á þeim sem geta gert grín að sam- borgurum sínum og svo hin- um sem hann kallar „douchbag“. Hugleikur viðurkennir að grínið hans geti verið ansi „núansað“ og ruglingslegt. Hann segir enn fremur að það sé reyndar ótrúlegt að hann skuli komast upp með margt af því en útskýrir það með því að það sé vegna þess að hann sé „með hjartað á tiltölulega rétt- um stað“ n Skorinn Sölvi skrifar um Jón Pál Í dúndurformi F jölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason, sem er þessa dagana að skrifa bók um krafta- jötuninn Jón Pál Sigmarsson, notar tímann meðfram skrifunum vel og hefur kom- ið sér í dúndurform. Einkaþjálfari Sölva er að vonum ánægður með árangurinn og hendir inn „fyrir“ og „eftir“ myndum af kappanum á vefinn en Sölvi skartar flottum „sixpack“ á þeirri síðari sem er tekin af engum öðrum en stjörnuljós- myndaranum Arnold Björnsson. Af myndunum að dæma mætti halda að stífar æfingar fari illa með bringuhár. En það er önnur saga. „Fyrir mér eru jólin fjölskyldutími Á von á stelpu Meistarakokkurinn, sjónvarps- konan og veitingahúsaeigand- inn með langa nafnið, Hrefna Rósa Sætran Jóhannsdóttir, á von á stúlkubarni. Hrefna Rósa og sambýlismaður hennar, ljós- myndarinn Björn Árnason, eiga fyrir soninn Bertram Skugga sem fæddist 11. september 2011 og er því nýorðinn eins árs. Bertram Skuggi var skírður í höfuðið á langafa Hrefnu Rósu sem hét Bertram og uppáhaldskisunnar hennar sem hét Skuggi. Varakóngur Bassanum Bjarna Thor bauðst óvænt að vera staðgengill Rene Pape í hlutverki Hinriks konungs í Lohengrin. Á æfingu Tómas Tómasson og stórtenórinn Jonas Kaufmann á æfingu fyrir Lohengrin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.