Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 26. nóvember 2012 Púað á Wenger n Luke Donald og Rory McIlroy mættust á lokadegi World Tour-meistaramótsins n Þolinmæðin gagnvart Arsene Wenger loks á þrotum B lað var brotið á laugardaginn var þegar aðdáendur Arsenal á útileik liðsins gegn Aston Villa létu rigna köllum yfir stjóra liðsins, hinn franska Arsene Wenger. Var púað á karlinn fyr­ ir að nota ekki þennan eða hinn leikmanninn í döpru 0–0 jafntefli og svo virðist sem næsta óendan­ leg þolinmæði aðdáenda gagnvart Wenger sé loks að bresta. Einu gildir hvort menn eru harð­ ir aðdáendur Arsenal eða ekki að enginn getur með góðum rökum mælt gegn því að Arsene Wenger sé frábær þjálfari með sérdeilis gott auga fyrir hæfileikum. Enginn getur heldur með rökum haldið því fram að Wenger hafi ekki staðið sig frábærlega í starfi hjá Arsenal. Undir hans stjórn hefur liðið jú unnið þrjá deildartitla, fjóra bikarmeistaratitla og enska Góð­ gerðaskjöldinn fjórum sinnum auk þess að koma liðinu í úrslit í Meist­ aradeild Evrópu. Þá hefur Wen­ ger tólf sinnum verið valinn fram­ kvæmdastjóri mánaðarins og eftir sextán ár í starfi hjá Arsenal er vinn­ ingshlutfall hans með liðið rétt um 57 prósent. Heldur verður ekki litið framhjá því hversu slyngur hann er að upp­ götva frábæra leikmenn og fer að sama skapi tiltölulega vel með pen­ inga félags síns. En allt þetta breytir ekki þeirri staðreynd að átta ár eru síðan Arsenal hampaði deildarmeistara­ titlinum og langlundargeð stuðn­ ingsmanna fer hratt minnkandi. Slæm byrjun liðsins nú hefur lítið hjálpað og liðið er nú tíu stigum á eftir efstu lið­ um þegar þetta er skrifað. Sagan sýnir að ekki er hlaup­ ið að því að vinna upp slíkt forskot en til þess þarf Arsenal að minnsta kosti að vinna sigur gegn botnliðum deildarinnar. n Arsene Wenger Hefur staðið sig vel með Arsenal í gegnum tíðina, en nú örlar á óþolinmæði hjá stuðnings- mönnum Skyttnanna. H ann sá alltaf fyrir sér að ljúka glæstum og við­ burðaríkum ferli sínum í Los Angeles. Þar ætluðu hann, kona hans og börn að koma sér vel fyrir meðal annarra ríkra og frægra og njóta þess sem eft­ ir væri. En ekki fyrr var David Beck­ ham búinn að leika sinn síðasta leik fyrir LA Galaxy en hann sagðist al­ veg eiga eins og eitt ár eftir. Með grasið í skónum á eftir kappanum Fjöldi félagsliða víða í heim­ inum hefur borið víurnar í Beckham síðustu dægrin eða síðan hann sjálfur gaf grænt ljós á þann möguleika að hann væri nú kannski ekki búinn að fá nóg af því að spila fótbolta. Samningur hans við LA Galaxy rennur út í lok ársins en leiktíðinni með liðinu er þó þegar lokið. Umsvifalaust birtu­ st fregnir af áhuga fjölda liða og mörg þeirra buðu gull og græna skóga. Lengst gekk sennilega knattspyrnuliðið Mel­ bourne Heart frá Ástralíu sem vildi fá Beckham sem spilandi þjálfara og vildi bjóða ofurlaun og fría lúxusíbúð fyrir alla fjölskylduna auk annars. Sömuleiðis var Harry Redknapp ekki fyrr ráðinn nýr þjálfari Queens Park Rangers í ensku úrvals­ deildinni en hann lýsti yfir miklum áhuga að fá Beckham og taldi sig án gríns geta talið stórstirnið á að enda jafnvel ferilinn hjá QPR. Einu sögusagnirnar sem Beck­ ham sjálfur hefur tjáð sig um persónulega varða hugsanlegt starf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá bandaríska liðinu New York Cosmos. Þar yrði hann jafnframt spilandi eitt ár eða fleiri en þar er þegar við stjórnvölinn gamall fé­ lagi Beckhams frá hans bestu árum með Manchester United; Frakkinn Eric Cantona. Sjálfur vill Cantona ólmur fá Beckham til liðs við félagið og eigendur þess eru efnaðir og með stóra drauma. Beckham hefur ekki útilokað neitt opinberlega varðandi Cosmos þó ekki liggi fyrir hvort um raun­ verulegt tilboð er að ræða. Ólíklegt verður hins vegar að telja að hann sprikli mikið fyrir Harry Redknapp hjá QPR. Of seint að hætta á toppnum David Beckham virðist eiga erfitt með að slíta sig frá boltanum þó hann sé 37 ára orðinn. Spekingar eru flestir sammála um að kappinn eigi enn nóg inni til að spila með betri liðum í betri deildum heims en þá gleyma þeir því að ein stór ástæða fyrir því að Beckham fór til LA Galaxy á sínum tíma var stutt keppnistímabil svo hann gæti líka eytt tíma sínum í viðskipti. Beckham er fyrir löngu orðinn milljarðamæringur og viðskipta­ veldi hans vex hröðum skrefum. Finnst nafn hans á öllu frá nær­ buxum og tannkremi og upp í gull og glingur. Hann þarf því ekki að gera nokkurn skapaðan hlut það sem eftir er ævinnar ef hann svo kýs en efalítið yrði hann ekki fúll við að spila eins og nokkra leiki aft­ ur í ensku úrvalsdeildinni áður en sparkskórnir fara af í allra síðasta skipti og hefðbundinn bumbubolti með félögunum tekur við. n Beckham leggur skó á hillu … og þó n Ekki alveg viss í hvorn fótinn hann á að stíga n Margir sýna áhuga Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Tölfræði (leikir – mörk) n Manchester United 394/85 n Real Madrid 155/20 n Los Angeles Galaxy 116/20 n AC Milan 33/2 n Enska landsliðið 115/17 David Robert Joseph Beckham Endar knattspyrnu- goðið David Beckham hjá Queens Park Rangers eða þiggur hann fúlgur fjár í Arabalöndum, Ástral- íu eða annars staðar? Reynir PSG við Ronaldo Orðrómur þess efnis að forráða­ menn PSG íhugi risatilboð í Ron­ aldo fær sífellt meiri byr undir vængi í Frakklandi ef marka má frönsk blöð. Fullyrt er að tilboð upp á rúma 20 milljarða króna sé í farvatninu. En hafa verður í huga að eyðsluseggirnir í PSG eru sagð­ ir hafa áhuga á öðrum hverjum knattspyrnumanni þessa dagana. O‘Neill fer ekkert Eigendur Sunderland hafa fulla trú á þjálfaranum Martin O´Neill þrátt fyrir slæmt tap liðsins um helgina gegn WBA en Sunderland er nú nálægt botninum með tólf stig eftir tólf leiki í ensku úrvals­ deildinni. Aðspurðir um framtíð O´Neill kom skýrt fram að hann verður áfram með liðið sem hef­ ur gert sæmilega hluti með tilliti til þess að lítið er um peninga og leikmannahópurinn er ekki sá ferskasti í boltanum. Sjálfur hefur O´Neill boðist til að hætta sé vilji til þess. Jafnar sig eftir meiðsli Spænski tenniskappinn Rafael Nadal er að jafna sig eftir hné­ meiðsli, en hann hefur ekki keppt síðan hann tapaði gegn Tékkanum Lukas Rosol á Wimbledon­leik­ unum í sumar. Stefnir hinn 26 ára Nadal að því að komast í form fyr­ ir Opna ástralska mótið í janúar. „Fyrsta æfingin eftir allar þessar vikur. Mér fer batnandi og vona að þetta haldi áfram á jákvæðum nót­ um,“ sagði Nadal um málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Nadal, sem er talinn vera fjórði besti tennisleikari heims, þarf að glíma við eymsli í hné – hann þurfti að sitja hjá á Ólympíuleik­ unum og á Opna bandaríska mótinu vegna rifinnar sinar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.