Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 20
20 Sport 26. nóvember 2012 Mánudagur Einvígið sem ekkert varð úr n Luke Donald og Rory McIlroy mættust á lokadegi World Tour-meistaramótsins V iðlíka spenna og var fyrir lokadaginn á World Tour- meistaramótinu í golfi hefur sennilega ekki verið meðal golfáhugamanna síðan Rory McIl- roy mætti Tiger Woods í Kína í ein- vígi þeirra tveggja. Um helgina mættust nefnilega lokadaginn tveir efstu kylfingarnir á heimslistanum í golfi; Rory McIlroy og Luke Donald, en þeir eru vanari að spila saman í Ryder-liði Evrópu en mætast sem andstæðingar í lokaráshóp. Þeir félagar voru efstir og jafn- ir á sautján höggum undir pari fyrir lokadaginn í gær og léku báð- ir afbragðs golf. Var því mikil spenna fyrir lokadaginn enda þessir tveir eins ólíkir kylfingar og frekast er unnt að. En það var Norður-Írinn ungi sem stóð í lappirnar þegar til kom en hann vann sigur á mótinu með tvö högg á næsta mann eftir frá- bærar lokaholur þar sem hann tók fimm fugla á síðustu fimm holun- um. Þegar upp var staðið var það ekki einu sinni Luke Donald sem veitti honum mesta keppni heldur Englendingurinn Justin Rose sem setti vallarmet og spilaði á 62 högg- um. Það dugði ekki til að hafa sigur- inn af McIlroy. n H afi stjóri Real Madrid, Jose Mourinho, haft mikla drauma fyrir þetta keppnis tímabil á Spáni um enn meiri frægð og frama er hætt við að þeir draum- ar verði ekki að veruleika. Þetta dýrasta knattspyrnulið heims tap- aði enn einum leik í spænsku deildinni um helgina og er bilið í erkifjendurna frá Barcelona svo breitt orðið að spænskir fjölmiðl- ar tala um að keppnistímabilinu á Spáni sé formlega lokið. Slíkar upphrópanir kunna að hljóma kjánalega í nóvember þegar meirihluti keppnistímabilsins er enn eftir en þeir hafa söguna með sér. Hún sýnir nokkuð glögglega að þegar annað tveggja stórlið- anna, Real Madrid eða Barcelona, ná afgerandi forskoti snemma vetr- ar helst sá munur að mestu. Þrátt fyrir að það sé ekkert lögmál þá er afar fátt sem bendir til að Barcelona gefi þumlung eftir. Raunar hefur Barcelona aldrei byrjað betur í sögu félagsins. Bullandi fýla Mourinho Jose Mourinho kunni ýmsar skýr- ingar á 1–0 tapi liðs síns gegn Real Betis á útivelli um helgina. Það var vellinum að kenna, dómaran- um, gengi Barcelona og tómu rugli í eigin leikmönnum. Hélt karlinn langan reiðilestur eftir leikinn á blaðamannafundi en kom þar ekki einu sinni inn á eigin sök. Engum dylst sem með leikjum Real Madrid hefur fylgst þessa leik- tíðina að fyrir utan undantekningar- tilfelli er ekkert flæði og gleði í leik liðsins. Að sjá leik með Barcelona annars vegar og Real Madrid hins vegar er svipað og að horfa á flatskjá í háskerpu og gamla svarthvíta im- bann. Bæði tæki virka en munurinn er himinn og haf og vel það. Innanbúðarkróníka Hvað svo sem segja má um Mo- urinho, þjálfarastíl hans og leik- aðferðir, er vandamálið að lík- indum ekki einskorðað við hann. Blindur maður fær séð að leikmenn liðsins ná margir ekki vel saman. Fyrst varð þetta áberandi fyrr í haust þegar stærsta stjarna liðsins fékk skyndilegt þunglyndiskast og vændi liðsfélaga sína og aðdáend- ur liðsins um of lítinn stuðning. Þá stigu nokkrir liðsfélagar hans fram og gáfu í skyn að Cristiano Ron- aldo væri að leika. Í síðustu viku birtist svo viðtal við Xabi Alonso, hinn reynda landsliðsmann Real Madrid, sem sagði blátt áfram að hann og Ronaldo væru hreint engir vinir. Of margar stjörnur í einu herbergi Slíkt er ekki alveg nýtt af nálinni. Ekki er langt síðan liðsfélagar Ron- aldo hjá Manchester United báru honum illa söguna og að þar hefði Portúgalinn heldur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá öðrum leik- mönnum þess liðs. Sjálfur Wayne Rooney sagði Ronaldo eyða meiri tíma fyrir framan spegil en í nokk- uð annað. Vinsælir knattspyrnuspekingar hjá dagblöðunum Marca og AS á Spáni hafa talað um að Ronaldo hafi slæm áhrif á lið sitt og enn fremur bent á að hann sé ekki ómissandi þrátt fyrir gríðarlega hæfileika. Með þetta í huga eru þær fregn- ir að forráðamenn PSG ætli sér að kaupa Ronaldo og það strax eftir jólin kannski ekki eins fráleitar. n Tímabilið búið á Spáni n Uppnám í Madrid n Urrandi fýla Mourinho Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Þjálfari Real Madrid Þungt yfir Mourinho enda gengur hvorki né rekur í spænsku deildinni. Luke Donald og Rory McIlroy Norður-Írinn fór tiltölulega létt með félaga sinn þegar til kom í Dúbaí. Erfiðasta verkefnið Harry Redknapp er loks mættur aftur í enska boltann við stjórn QPR eftir að Mark Hughes fékk reisupassann. Redknapp er enginn nýliði í bransanum og hef- ur gert magnaða hluti með fjöl- mörgum félagsliðum en meira að segja hann sjálfur segir verkefnið með QPR það erfiðasta sem hann hafi tekið að sér. Hann getur þó huggað sig við að staðan verður ekkert verri. Liðið er neðst í ensku úrvalsdeildinni með aðeins fjögur stig eftir þrettán leiki. Úrslit Enska úrvalsdeildin Swansea – Liverpool 0-0 Southampton – Newcastle 2-0 1-0 Lallana (34.), 2-0 Ramirez (60.) Chelsea – Man City 0-0 Tottenham – West Ham 3-1 1-0 Defoe (44.), 2-0 Bale (58.), 3-0 Defoe (64.), 3-1 Carroll (82.) Sunderland – WBA 2-4 0-1 Gera (30.), 0-2 Long (44.), 1-2 Gardner (73.), 1-3 Lukaku v. (81.), 2-3 Sessagnon (87.), 2-4 Fortune (90.) Everton – Norwich 1-1 1-0 Naismith (12.), 1-1 Bassong (90.) Man Utd – QPR 3-1 0-1 Mackie (52.), 1-1 Evans (64.), 2-1 Fletcher (68.), 3-1 Hernandez (72.) Stoke – Fulham 1-0 1-0 Adam (26.) Wigan – Reading 3-2 0-1 Morrison (35.), 1-1 Gomez (58.), 2-1 Gomez (68.), 2-2 Habsi sjm. (80.) 3-2 Gomez (90.) Aston Villa – Arsenal 0-0 Staðan 1 Man.Utd. 13 10 0 3 32:18 30 2 Man.City 13 8 5 0 25:10 29 3 WBA 13 8 2 3 23:15 26 4 Chelsea 13 7 4 2 24:13 25 5 Everton 13 5 6 2 23:17 21 6 Arsenal 13 5 5 3 23:13 20 7 Tottenham 13 6 2 5 23:22 20 8 West Ham 13 5 4 4 16:15 19 9 Swansea 13 4 5 4 18:16 17 10 Fulham 13 4 4 5 25:23 16 11 Liverpool 13 3 7 3 17:16 16 12 Stoke 13 3 7 3 11:11 16 13 Norwich 13 3 6 4 10:19 15 14 Newcastle 13 3 5 5 13:19 14 15 Wigan 13 4 2 7 15:23 14 16 Sunderland 12 2 6 4 12:16 12 17 Southampton 13 3 2 8 20:30 11 18 Aston Villa 13 2 4 7 10:22 10 19 Reading 12 1 6 5 16:22 9 20 QPR 13 0 4 9 10:26 4 Spænska úrvalsdeildin Espanyol – Getafe 0-2 0-1 León (15.), 0-2 Mané (90.) Betis – Real Madrid 1-0 1-0 Benat (16.) Malaga – Valencia 4-0 1-0 Portillo (8.), 2-0 Saviola (75.), 3-0 Santa Cruz (81.), 4-0 Isco (90.) Valladolid – Granada 1-0 1-0 Manucho (63.) Rayo – Mallorca 2-0 1-0 Baptistao (87.), 2-0 Delibasic (89.) Real Sociedad – Osasuna 0-0 Athletic – Deportivo 1-1 1-0 Marcos (24.), 1-1 Aguilar (52.) Atlético – Sevilla 4-0 1-0 Falcao v. (22.), 2-0 Spahic v. (40.), 3-0 Koke (44.), 4-0 Miranda (90.) Staðan 1 Barcelona 12 11 1 0 39:15 34 2 Atl.Madrid 13 11 1 1 29:11 34 3 Real Madrid 13 8 2 3 32:10 26 4 Málaga 13 6 4 3 19:9 22 5 Real Betis 13 7 1 5 20:22 22 6 Levante 12 6 2 4 15:16 20 7 Getafe 13 6 1 6 16:19 19 8 Rayo Vallecano 13 6 1 6 18:29 19 9 R.Valladolid 13 5 3 5 18:14 18 10 Sevilla 13 5 3 5 18:18 18 11 Valencia 13 5 3 5 16:18 18 12 R.Sociedad 13 5 2 6 16:16 17 13 R.Zaragoza 12 5 0 7 15:21 15 14 Ath.Bilbao 13 4 3 6 18:27 15 15 Mallorca 13 3 3 7 13:22 12 16 Celta 12 3 2 7 14:18 11 17 Granada 13 3 2 8 11:20 11 18 Dep. La Coruna 13 2 5 6 19:28 11 19 Osasuna 13 2 4 7 11:15 10 20 Espanyol 13 2 3 8 13:22 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.