Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 26. nóvember 2012 Mánudagur Dagur gegn kynbundnu ofbeldi Hildur Lilliendahl og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir leiddu Ljósa­ göngu UN Women sem fram fór um kvöldmatarleytið á sunnudag. Gangan markaði upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu of­ beldi og var jafnframt síðasti „Appelsínuguli dagurinn“ í ár. Gengið var frá Alþingisgarðinum að Bíó Paradís við Hverfisgötu. Þar voru þær Hildur og Hanna Björg heiðraðar fyrir framlag sitt til bar­ áttunnar gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan fór fram á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kyn­ bundnu ofbeldi. Að henni lokinni var í Bíó Pardís sýnd verðlauna­ myndin Tyrannosaur en myndin er hluti af Reykjavík European Film Festival (REFF). Allur ágóði af myndinni rennur til UN Women á Íslandi. Kveikti í útidyrahurð Lögreglumaður slasaðist þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var um hádegisbil á sunnudag kölluð að húsi við Bríetartún, sem áður hét Skúlagata. Í húsakynnum Frímúrarareglunnar hafði bens­ íni verið hellt á útihurð og eldur lagður að. Sá sem grunaður er um verknaðinn var enn á staðnum þegar lögreglu bar að garði og var umsvifalaust handtekinn. Hann lét ófriðlega alla leið niður á stöð og inn í fangaklefa. Einn lögreglu­ maður slasaðist í þeim átökum. Eldurinn sem maðurinn kveikti var slökktur með handslökkvitæki sem var innandyra. Hurðin ein skemmdist við brunann. Mað­ urinn var að sögn lögreglu undir áhrifum vímugjafa. Ekki var unnt að ræða við hann í því ástandi sem hann var. H anna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi í Reykja­ vík kemur inn í landspóli­ tíkina með látum. Hún sigraði í prófkjöri sjálf­ stæðismanna í Reykjavík með þó nokkrum yfirburðum og hlaut um það bil 74 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Hanna Birna hafði betur í baráttunni við Illuga Gunnarsson, þingflokksformann Sjálfstæðis­ flokksins, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti en hafnaði í öðru sæti. Hanna Birna og Illugi munu því leiða lista flokksins í Reykjavíkur­ kjördæmunum tveimur. Athygli vekur að Hanna Birna hlýtur mun betri kosningu en Bjarni Benedikts­ son, formaður flokksins, hlaut á dögunum í prófkjöri í Suðvestur­ kjördæmi. Ljóst er að staða for­ mannsins er ekki sterk og hugsast getur að Hanna Birna geri aðra at­ lögu að formannsstólnum á kom­ andi landsfundi Sjálfstæðisflokks­ ins. Viðmælendur DV eru allir á einu máli um að úrslit í prófkjörum sjálfstæðismanna séu skýr krafa um breytingar í flokknum. Gæti velt Bjarna úr sessi Hanna Birna tapaði naumlega fyrir Bjarna í formannskjöri á síð­ asta landsfundi Sjálfstæðisflokks­ ins. „Ég held að hún eigi tvímæla­ laust miklu meiri möguleika núna en hún átti síðast. Við sjáum það bara á úrslitum í prófkjörunum, Bjarni stendur ekki sterkt en hún fær svona rosalega afgerandi kosn­ ingu í Reykjavík,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófess­ or um möguleika Hönnu Birnu á formannsframboði. „Það er ekkert launungarmál að það hefur verið talað um Hönnu Birnu sem fram­ tíðarformann í flokknum og sitj­ andi formaður fór heldur laskaður út úr sínu prófkjöri. Þetta eru mjög skýr skilaboð.“ Þó er alls óvíst að Hanna Birna hyggi á formannsframboð. „Svo er annað mál hvort hægt er að túlka þetta þannig að skipt verði um for­ mann svona rétt fyrir kosningar, ég sé það ekkert endilega þannig. Það kæmi mér ekkert á óvart að hún gæti orðið formaður ef hún býð­ ur sig fram gegn Bjarna en hins vegar er líklegt að hún verði hvött til að bíða, meðal annars vegna þess hvað landsfundurinn er ná­ lægt kosningum.“ Sjálf hefur Hanna Birna ekki tjáð sig um mögulegt for­ mannsframboð en öruggt má telj­ ast að fjölmargir sjálfstæðismenn hvetji hana til framboðs. Einnig má hafa í huga að sæti varaformanns flokksins er laust. Ákall um breytingar Auk Hönnu Birnu hljóta Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmað­ ur og Pétur H. Blöndal þingmað­ ur að teljast til sigurvegarar próf­ kjörsins í Reykjavík. Pétur hafnaði í þriðja sæti þrátt fyrir að hafa rek­ ið fyrir ferðarlitla kosningabaráttu og Brynjar hafnaði í fjórða sæti sem telst afar góður árangur fyrir ný­ liða. Þar með skýtur Brynjar þing­ mönnunum Guðlaugi Þór Þórðar­ syni og Birgi Ármannssyni ref fyrir rass. Pétur og Brynjar eru sammála um að niðurstaðan endurspegli vilja kjósenda til breytinga. „Það er greinilegt að sjálfstæðis­ menn í Reykjavík vilja sjá breytingar á stjórn flokksins og flokknum. Hanna Birna kemur þarna inn með mjög afgerandi sigur, Brynjar kem­ ur inn sem nýr maður sem ekki hef­ ur verið í pólitík áður og svo fæ ég þarna ágætis kosningu. Ég held að það sé ákveðin krafa um að mín sjónarmið hafi meiri áhrif innan þingflokksins,“ segir Pétur sem hef­ ur löngum farið sínar eigin leiðir innan Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson tekur í sama streng. „Þetta hefur þá þýðingu í mínum huga að flokksmenn vilja einhverja endur­ nýjun. Þetta er ákall um breytingar, nú þurfa flokkarnir að fara að vinna í því að auka traust fólks á þeim.“ Vissulega má túlka niðurstöður prófkjörsins í Reykjavík sem ósk eftir breytingum þó vert sé að hafa í huga að í efstu sex sætum kjörsins er Brynjar eini nýliðinn. Í þessu samhengi hlýtur lakur ár­ angur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Birgis Ármannssonar að vekja athygli en þeir sóttust báðir eftir öðru sæti og höfnuðu í fimmta og sjötta sæti. Guðlaugur og Birgir hafa báðir setið á þingi frá árinu 2003 auk þess sem sá fyrrnefndi gegndi stöðu heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ein kona í efstu sex sætum Í prófkjörum Sjálfstæðisflokks­ ins gilda engar reglur sem ætlað er að jafna hlut kynjanna. Hanna Birna er eina konan í efstu sex sæt­ um prófkjörsins í Reykjavík en þar á eftir koma fjórar konur í sjöunda til tíunda sæti. „Konur virðast ekki eiga neitt sérstaklega auðvelt uppdráttar í flokknum svona almennt séð þó við verðum að halda því til haga að það er kona sem hlýtur þarna afgerandi kosningu,“ segir Grétar Þór. Brynjar Níelsson hefur vakið mikla athygli fyrir skrif sín um jafn­ réttisbaráttu kvenna. Er hann ánæg­ ur með hlut kvenna í prófkjöri helg­ arinnar? „Já og nei. Það er nú kona sem burstar þetta sem við getum verið ánægðir með. Síðan eru þarna fjórar konur í röð og mér sýnist að minnsta kosti tvær þeirra eiga mjög góðan möguleika á þingsæti þannig það yrðu kannski þrjár konur af átta sem er nú út af fyrir sig ágætis hlut­ fall kvenna.“ Hann telur hlutfall kvenna í stjórnmálum of lítið yfirleitt en viðurkennir þó að vandinn hái Sjálfstæðisflokknum öðrum fremur. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ég held að konur séu almennt vinstri­ sinnaðri en karlar og þess vegna er hlutfall þeirra kannski eitthvað minna í Sjálfstæðisflokknum en í öðrum flokkum.“ Ekki náðist í Hönnu Birnu Krist­ jánsdóttur við vinnslu fréttarinnar. n Stórsigur Hönnu veikir stöðu Bjarna n Úrslitin skýr krafa um breytingar n Aðeins ein kona í efstu sex sætum Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Sigurreifir Pétur H. Blöndal þingmaður og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður voru á meðal sigurvegara í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég held að hún eigi tvímælalaust miklu meiri möguleika núna en hún átti síðast. Hitnar undir Bjarna Borgarfulltrúinn Hanna Birna Kristjánsdóttir vann stórsigur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ann- að var uppi á teningnum hjá Bjarna Bene- diktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.