Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 2
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt ástand. Bæði fyrir okkur sem íbúa hérna og ekki síst fyrir ferðamanna- iðnaðinn, við erum mörg hérna sem eigum allt undir honum,“ segir Elías Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Vík. Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt laugardags kom hlaup í Múla- kvísl undan Mýrdalsjökli. Talsverð- ur kraftur var í hlaupinu sem greip með sér brúna yfir Múlakvísl og er hringvegurinn því rofinn. Um tíma var óttast að gos væri hafið í Kötlu og er jafnvel talið að um lítilsháttar kvikuinnskot hafi verið að ræða og því hægt að tala um smágos. Samkvæmt jarðeðlisfræðingnum Magnúsi Tuma Guðmundssyni er mjög erfitt að sannreyna hvort um gos hafi verið að ræða en til að fá úr því skorið þyrfti í raun að bora í gegn- um ísinn á jöklinum. „Það yrði mjög erfitt að sannreyna það.“ Að hans mati er mikilvægast að fá samgöngur í samt horf, en nú þyk- ir víst að þetta rumsk í Kötlu sé yfir- staðið. „Erum bara botnlangi“ Elías er búinn að vera á ferðinni síð- an hlaupið átti sér stað en auk þess að reka Hótel Vík er hann einnig með verslun og veitingahús á sín- um snærum. Hann segir að hlaup- ið hafi sett stórt strik í reikninginn og að áhrif hlaupsins væru nú þegar merkjanleg. „Það er búið að vera talsvert um afbókanir nú þegar. Þetta er mjög slæmt fyrir okkur hérna á Suðurlandi og ég bara trúi ekki að það eigi að taka tvær til þrjár vikur að opna veg- inn á ný. Það er of langur tími og ég tala ekki um því að núna erum við að detta í háannatíma þegar við eigum von á sem flestum ferðamönnum. Nú erum við bara botnlangi við suð- urströndina og það verður að laga það sem fyrst.“ Þarf að byggja hærra Bóndi úr Vestur-Skaftafellssýslu sem vildi ekki láta nafns síns getið hafði samband við DV. Hann sagði að það væri vitað meðal almennings á svæð- inu að hlaupið gæti í Múlakvísl og að þá væri brúin í hættu. Hann sagði að ef brúin hefði verið hækkuð um tvo til þrjá metra hefði hún sennilega haldið. „Þetta var bara grínhlaup. Það var enginn kraftur í þessu. Eina ástæðan fyrir því að brúin fór er að hún var byggð of lágt. Hún hefði haldið, hefði hún verið hærri.“ Verður unnið dag og nótt DV hafði samband við Ögmund Jón- asson innanríkisráðherra sem sagði að unnið yrði dag og nótt til að koma upp brú yfir Múlakvísl til bráða- birgða. „Ég fór til Víkur í gær og átti fund með fulltrúum Almannavarna og Vegagerðarinnar. Það sem er á okk- ar borði núna, eftir að ljóst er að allt virðist vera með kyrrum kjörum í jöklinum, er að koma samgöngun- um í samt horf. Það verður unnið dag og nótt að því að opna veginn á nýjan leik.“ Ögmundur sagðist ekki geta sagt með vissu hvenær bráðabirgðabrú- in yrði komin í gagnið. Hreinn Har- aldsson vegamálastjóri sagði í við- tali á laugardag að slík framkvæmd gæti tekið tvær til þrjár vikur en flest- ir eru sammála um að það sé alltof langur tími – þjóðvegurinn geti ekki verið rofinn svo lengi á háannatíma í ferðaþjónustunni. Samtök ferða- þjónustunnar sendu frá sér fréttatil- kynningu í gær þar sem þau furðuðu sig á ummælum Hreins. 2 | Fréttir 11. júlí 2011 Mánudagur „Það verður unn- ið hverja einustu stund uns umferð kemst aftur á yfir Múlakvíslina. M Ý R D A L S S A N D U R Vík Hvolsvöllur 1 Katla Mýrdalsjökull Eyjafjallajökull Skógar Þórsmörk Helstu leiðir jökulhlaupa úr Kötlu DV GRAFÍK JÓN INGI 1 Séð yfir Múlakvísl Brúin er farin og hringvegurinn rofinn. Ljósmynd IngóLfur júLíusson n Hringvegurinn rofnaði þegar jökulhlaup tók með sér brúna yfir Múlakvísl n Mikið áfall fyrir ferðamanna- iðnaðinn n Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að unnið verði dag og nótt við að smíða nýja brú „Grafalvarlegt ástand“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.