Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Page 3
„Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu sinni yfir viðtali við vegamála- stjóra í gær þar sem hann sagði að það myndi væntanlega taka 2 til 3 vikur að koma á umferð yfir Múla- kvísl eftir að brúna tók af í jökul- hlaupi. Stjórnendur fyrirtækja í greininni trúa ekki að stjórnvöldum sé alvara. Það er skýlaus krafa ferða- þjónustunnar að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að opna leið yfir Múlakvísl sem allra fyrst. Hver dagur er mjög dýr þar sem ferðir um hring- veginn er ein helsta söluvara ferða- þjónustunnar.“ Í tilkynningunni er skorað á Ög- mund Jónasson að beita sér af öllu afli, þar sem um algert neyðarástand sé að ræða. Ögmundur virðist vera sömu skoðunar en hann sagði í við- tali við DV að brúin yfir Múlakvísl væri algjört forgangsmál. „Ég get ekki sagt það með vissu en ég hef heyrt talað um tvær vikur eða svo. En ég legg áherslu á að við mun- um vinna eins hratt og nokkur kostur gefst og það verður unnið hverja ein- ustu stund uns umferð kemst aftur á yfir Múlakvíslina,“ sagði Ögmundur að lokum. „Alveg ótækt“ DV hafði samband við Ernu Hauks- dóttur, framkvæmdastjóra Sam- taka ferðaþjónustunnar. Hún sagði að ferðaþjónustan gæti ekki unað við vegrofið enda sé hringvegurinn helsta söluvara ferðamannaiðnaðar- ins á Íslandi. „Það er alveg ótækt að vegurinn verði rofinn í tvær til þrjár vikur. Við tökum það bara ekki í mál. Það eru skilaboðin sem við höfum komið til stjórnvalda. Það verður að leita allra mögulegra leiða til að opna veginn á nýjan leik.“ Flestir rólegir Margir brostu sennilega út í annað þegar heyrðist af sóknarprestinum í Vík í Mýrdal, Haraldi Kristjánssyni, sem fór með þyrlu frá Vík til Kirkju- bæjarklausturs en þar þurfti hann að sjá um jarðarför. Haraldur segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikið áfall þá virðist bæjarbúar vera hinir rólegustu. „Það má kannski segja að fólkið sé farið að kannast við það að vera undir miklu álagi. Þetta hlaup er auðvitað mjög slæmt og stórt högg fyrir ferðamannaiðnaðinn. Hér í Vík höfum við þurft að þola ýmislegt, til að mynda tvö eldgos með skömmu millibili. En ég held að við komumst yfir þetta, mikilvægast er að fá sam- göngurnar aftur í lag og vonandi verður það sem fyrst.“ Hræddari við Kötlugos Haraldur segir að íbúar á Vík hafi ekki verið óvenjulega óttaslegnir, enda aðeins um lítið hlaup að ræða. „Ég held að við yrðum þá hrædd- ari við Kötlugos. Sú hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi og það vita allir sem búa hérna við suðurströndina. En ég held að fólk sé ekkert að stressa sig of mikið á því heldur. Það eru til við- bragðsáætlanir um hvað á að gera og þær höfum við æft margoft. Þannig að þar vitum við hvað við erum að gera, eða við höldum það að minnsta kosti. Það er skárra en ekkert.“ Fréttir | 3Mánudagur 11. júlí 2011 Arnþrúður Karlsdóttir neitar út- varpskonunni Önnu Kristine Magn- úsdóttur um að fá afrit af útvarps- þáttunum sem hún gerði sem dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Anna Kristine á ótvíræðan höf- undarrétt á þáttunum og hefur hún beðið um aðstoð Blaðamannafélags Íslands við að fá afrit af þáttunum afhent frá Útvarpi Sögu. Eiginkona Ólafs Þórðarsonar tónlistarmanns, sem varð fyrir hrottalegri árás sonar síns fyrir tæpum átta mánuðum, hef- ur beðið um að fá þátt þar sem mað- ur hennar var í viðtali afhentan en ekki fengið. Anna Kristine segist allt- af hafa fengið eintak af öllum sínum útvarpsþáttum fyrir sig og viðmæl- endur sína, nema á Útvarpi Sögu. Höfundarrétturinn óumdeildur Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélagsins, staðfestir í samtali við DV að Anna Kristine hafi leitað til félagsins í tilraunum sínum til að fá þættina afhenta. Hann segist hafa reynt að hafa milligöngu um það en að það hafi ekki tekist. „Þetta hefur ekki skilað niðurstöðu ennþá. Það er dálítið um liðið en ég þarf að taka þetta mál upp aftur,“ segir hann að- spurður hvernig málið standi í dag. Hann tekur undir með Önnu varð- andi höfundarréttinn á þáttunum. „Að mínu viti er það ekki spurning,“ segir hann aðspurður hvort Anna Kristine eigi ekki ótvíræðan höfund- arrétt á þáttunum. Konu Ólafs langar að eiga afrit af viðtalinu „Blaðamannafélagið hefur reynt að tala við hana,“ segir Anna Kristine aðspurð hvernig málið standi í dag. „Viðmælendur hafa alltaf fengið af- rit af viðtalinu við sig sjálfa og ég líka. Kona Ólafs Þórðarsonar heyrði aldrei viðtalið sem ég átti við hann um jól- in 2009 og langar mikið til að eiga þetta. Þar er mikið um hann og hans barnæsku,“ segir hún. „Sameiginleg vinkona hennar og Arnþrúðar hefur beðið hana um að fá afhentan geisla- diskinn en hún neitar því.“ Í viðtalinu fór Ólafur yfir ævi sína og ræddi um fólkið í kringum sig. Ræddi hann meðal annars um son sinn, sem seinna réðst á hann með alvar- legum afleiðingum. Starfaði fyrir Arnþrúði í tíu mánuði Arnþrúður sagði Önnu Kristine upp störfum óvænt 13. september í fyrra en Anna stjórnaði útvarps- þættinum Milli mjalta og messu á sunnudagsmorgnum. Arnþrúður tilkynnti Önnu með tölvupósti að hún þyrfti að afboða viðmælendur því þátturinn yrði ekki oftar á dag- skrá. Í tölvupóstinum sagði með- al annars: „Menn vilja sjá harðari fréttatengda umfjöllun á þessum tíma eins og Bylgjan gerir og ég hef Anna mín verið að tala þínu máli en varð alveg undir í þessu þ.e.a.s. á þessum útsendingartíma.“ Síðan þá hafa deilurnar um útvarpsþætt- ina staðið og sér ekki enn fyrir end- ann á þeim. Kona Ólafs fær ekki afrit af viðtali Heldur þáttunum Arnþrúður Karlsdóttir vill ekki afhenda neinum þættina. n Anna Kristine Magnúsdóttir stendur í deilum við Útvarp Sögu vegna eigin útvarpsþátta n Hefur ekki fengið afrit af þáttunum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Kona Ólafs Þórðarsonar heyrði aldrei viðtalið sem ég átti við hann um jólin 2009 og langar mikið til að eiga þetta. Starfsmönnum bannað að fara á netið Starfsmönnum á Útvarpi Sögu er bannað að skoða netmiðla og hlusta á útvarpið á vinnutíma. Þessar reglur voru kynntar starfsmönnum á miðvikudag, sama dag og DV fjallaði um starfsmannamál útvarpsstöðvarinnar. Ekki hefur náðst í Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, vegna málsins. Sam- kvæmt heimildum DV voru starfsmenn stöðvarinnar, sem eru rúmlega 20 talsins, boðaðir á fund með Svanhildi Ásgeirs- dóttur, markaðsstjóra stöðvarinnar, þar sem þessi nýbreytni var tilkynnt. Arn- þrúður sat sjálf ekki fundinn. Í DV á miðvikudag, sama dag og starfs- mannafundurinn á útvarpsstöðinni var haldinn, var fjallað um uppsögn Hauks Holm, fréttastjóra stöðvarinnar, og Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings og starfsmanns fréttastofunnar. Þá var farið yfir sérstæðar aðferðir Arnþrúðar við að segja upp starfsfólki sínu en hún hefur ýmist sent því SMS-skilaboð eða tölvupóst með uppsögn. Þá voru einnig birt ummæli sem Arnþrúður lét falla í tölvupósti til lögmanns síns þar sem hún kallaði brottrekið starfsfólk sitt rusl. Aldrei verið vandamál fyrr en núna Anna Kristine segist alltaf hafa fengið útvarpsþætti sína afhenta en hún var um árabil með þátt sinn Milli mjalta og messu í Ríkisútvarpinu. Mynd RAKel ÓSK SiguRðARdÓttiR „Grafalvarlegt ástand“ Sótsvartur jökull Eldgos undangenginna ára hafa sett svip sinn á jökulinn. Ljósmynd LandheLgisgæsLan Sig í jöklinum Á myndinni má sjá hvernig jökullinn hefur sigið. Ljósmynd LandheLgisgæsLan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.