Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Side 10
10 | Fréttir 11. júlí 2011 Mánudagur n Tölvupóstar sýna leynimakk sparisjóðsins Byrs og FL Group n Byr vildi ekki lána FL Group árið 2008 n Viðhorf Byrs breyttist þegar FL Group bauð sjóðnum milljarða lán á móti Eignarhaldsfélagið FL Group, stærsti eigandi Glitnis, lét bank- ann lána sér þrjá milljarða króna í gegnum sparisjóðinn Byr í mars 2008. FL Group var komið í erfið- leika vegna endurfjármögnun- ar félagsins þegar þetta var og gat ekki fengið meira lánað frá Glitni þegar þarna var komið sögu. Við- skiptin fóru þannig fram að Glitnir lánaði Byr þrjá milljarða króna og fékk svo sömu upphæð lánaða frá Byr. Þetta kemur fram í tölvupóst- um, fundargerðum, lánasamning- um og fleiri gögnum sem DV hefur undir höndum. FL Group var komið í talsverða erfiðleika í lok árs 2007. Félagið hafði tapað tæplega 70 milljörðum króna árið 2007 og Hannesi Smára- syni, þáverandi forstjóra FL Group, var ýtt út úr félaginu í desem ber það ár. Í desember átti sér stað hlutafjáraukning í félaginu upp á 15 milljarða, ný stjórn var kjörin og Jón Sigurðsson tók við af Hannesi sem forstjóri. Þá lá einnig ljóst fyrir að FL Group þyrfti að draga sam- an seglin í ljósi tapreksturs og kom slíkt fram í máli stjórnarformanns FL Group, Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, á hluthafafundi FL Group sem haldinn var um miðjan des- ember 2007. Því var ljóst að róður FL Group yrði erfiður árið 2008. Heimildir DV herma að stjórn sparisjóðsins Byr hafi sent ábend- ingu um viðskipti Byrs og FL Gro- up til bæði Fjármálaeftirlitsins og sérstaks saksóknara eftir hrun. Þetta var gert vegna gruns um að refsiverð háttsemi hefði átt sér stað í viðskiptunum. Samkvæmt heimildum DV hefur Fjármála- eftirlitið ekki kært málið form- lega til sérstaks saksóknara eftir að ábendingin barst. Málið er því væntanlega enn í vinnslu hjá Fjár- málaeftirlitinu og sérstökum sak- sóknara. Tóku milljarða út úr Glitni í mars Strax í mars 2008, um svipað leyti og gengið var frá umræddum lána- viðskiptum í gegnum Byr, leitaði FL Group til dæmis í hirslur Glitn- is eftir sex milljarða króna láni til að greiða upp skuld við banda- ríska fjárfestingarbankann Morg- an Stanley. FL Group hafði tek- ið lánið frá Morgan Stanley til að fjárfesta í hlutabréfum í Glitni árið 2007. Um þetta er fjallað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ástæðan fyrir því að FL Group þurfti að leita í sjóði Glitnis eftir endur fjármögnun var sú að vegna slæmrar stöðu félagsins átti það í erfiðleikum með að fá lánafyrir- greiðslu annars staðar en hjá Glitni á þessum tíma. Þessi tregða ann- arra fjármálafyrirtækja til að lána FL Group á þessum tíma kemur reyndar skýrt fram í viðbrögðum stjórnenda Byrs þegar FL falaðist fyrst eftir láni frá sjóðnum. Um þessa endurfjármögnun Glitnis á láni Morgan Stanley til FL Group segir í skýrslunni: „Í mars 2008 var FL Group að leita eftir endurfjármögnun á 10% eignar- hlut  sínum í Glitni sem Morgan Stanley hafði fjármagnað. Fram kemur í fundargerð áhættunefndar Glitnis, 25. mars það ár, að félagið hafi greitt verulega inn á lánið hjá Morgan Stanley en í lok árs 2007 voru heildarskuldir FL Group  við Morgan Stanley rétt tæpir 30 millj- arðar króna (en líklega var ekki allur  hluti þess vegna Glitnisbréf- anna). Á fundinum var ákveðið að veita FL Group 50 milljóna evra lán (þá tæpir 6 milljarðar króna) til að greiða upp  síðasta hluta láns- ins við Morgan Stanley.“ FL Group fékk því gálgafrest út af þessari lánafyrirgreiðslu frá Glitni. Annað sambærilegt dæmi um notkun FL Group á Glitni er fjárfest- ing eignalausa félagsins Consen- sus í framvirkum skuldabréfum FL fyrir átta milljarða króna árið 2008. Hugsanlegt er að tilgangur fjárfest- ingar Consensus hafi verið sá að fara fram hjá reglum fjármálamark- aðarins um hámarkslánveitingar til einstakra aðila. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var Glitnir búinn að lána FL Group svo mikið að bankinn gat ekki lánað fé- laginu meira vegna þessara reglna um stórar áhættuskuldbindingar. Fjárfesting Consensus, og ann- arra eignarhaldsfélaga, í skulda- bréfum FL Group fyrir samtals 12 milljarða gerði það hins veg- ar að verkum að Glitnir gat þar með lánað FL Group meira. Rann- sóknarnefnd Alþingis vísaði máli Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Eins og fram hefur komið í samtölum þá er samningur okkar við Glitni forsenda þessa samnings og honum hef- ur ekki verið lokið. Glitnir lánaði milljarða í GeGnum BYr Atburðarásin í mars 2008 1. mars FL Group hefur samband við Byr og óskar eftir allt að 8 milljarða láni með veði í bréfum Landic Property 7. mars Ragnar Z. Guðjónsson ræðir við Jón Sigurðsson og hafnar lánsbeiðni FL Group 12. mars Viðar Þorkelsson biður Byr um 6 millj- arða króna lán fyrir FL Group. Byr tekur ekki vel í hugmyndina. 28. mars Búið að ákveða að Byr fái jafnhátt lán á móti frá Glitni 31. mars Stjórn Byrs greint frá samningunum. Stjórnin samþykkir samninga. 31. mars Skrifað undir lánasamningana 1. apríl Byr greiðir FL Group milljarðana þrjá 30. mars Samningar takast um lánveitingarnar milli Byrs, FL Group og Glitnis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.