Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Side 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 11. júlí 2011 Mánudagur Flúðir Tjaldsvæði er nýlega komið á nýjan stað á Flúðum rétt við Litlu Laxá. Mjög góð aðstaða og skemmtilegar nýjungar eins og flugdrekavöllur og blakvellir. Verð: 1.100 krónur fyrir fullorðna 500 krónur fyrir 13–16 ára Frítt fyrir 12 ára og yngri 23 ára aldurstakmark Rafmagn 600 krónur Frítt í sturtur n n n n n n n n laugavatN Alltaf sígilt og gott. Um að gera að prófa nýja gufubaðið á Laugavatni líka. Verð: 850 krónur fyrir fullorðna 450 krónur fyrir 6–16 ára Frítt fyrir 5 ára og yngri 450 krónur fyrir örorku- og ellilífeyrisþega 18 ára aldurstakmark Hægt að kaupa gas Rafmagn 550 krónur n n n n n n n n galtalækur Opnaði aftur í fyrrasumar eftir smá hvíld. Hefur verið endurnýjað að einhverju leyti en er eftir sem áður frábærlega staðsett. Verð: 800 krónur fyrir fullorðna Frítt fyrir 16 ára og yngri 600 krónur fyrir eldri borgara Sturta 500 krónur Rafmagn 500 krónur 18 ára aldurstakmark n n n n n n n HerjólFsdalur, vestmaNNaeyjum Verð: 700 krónur fyrir fullorðna Frítt fyrir 12 ára og yngri Rafmagn 500 krónur n n n n n n vík í mýrdal Skemmtilegt svæði alveg við þjóð- veginn. Verð: 750 krónur fyrir fullorðna Frítt fyrir 13 ára og yngri 500 krónur fyrir eldri borgara Aldurstakmark 18 ára Rafmagn 400 krónur 18 ára aldurstakmark n n n n n n n n Tjaldstæði landsins eru hátt í 200 talsins n DV gerði könnun á verði og aðstöðu á nokkrum völdum tjaldstæðum n Töluverður munur er á dýrasta og ódýrasta tjaldstæðinu Bestu tjaldstæðin Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Það er ódýrast að gista á tjaldstæð- inu í Sandgerði en nóttin þar kostar einungis 500 krónur á mann í tjaldi og 600 krónur í húsbíl eða fellihýsi, auk þess sem frítt er fyrir börn yngri en 10 ára. Algengara er að fólk þurfi að borgA um 1.000 krónur á mann fyrir nóttina á tjaldstæðum en verð á nætur gistingu fyrir börn er afar mis- jafnt. Á mörgum stöðum er þó ókeyp- is fyrir börn innan ákveðins aldurs. Dýrasta tjaldstæðið er í Breiðavík á Vestfjörðum þar sem nóttin kostar 1.500 krónur á mann. Þetta eru niðurstöður úr óform- legri könnun sem DV gerði á tjald- stæðum landsins. Geir Gígja, eig- andi tjalda.is var DV innan handar og gaf álit sitt á þeim tjaldstæðum sem hann er kunnugur. Eins eru upplýsingar um tjaldstæði og mynd- ir fengnar hjá tjalda.is. Þeir sem ætla að skella sér í tjaldútilegu eru einn- ig hvattir til að kynna sér tjaldstæð- in á tjalda.is eða tjald.is en auk þeirra eru fleiri síður þar sem fjallað er um tjaldferðalög. Mikið úrval tjaldstæða Það má ætla að tjaldstæðin á landinu séu hátt í 200 en um 150 ferðaþjón- ustuaðilar eru með skráð tjaldsvæði í gagnagrunni Ferðamálastofu. Það eru þó einungis þeir aðilar sem hafa tilskilin leyfi til reksturs tjaldsvæða. Það var því ekki mögulegt að taka saman upplýsingar um verð og að- stöðu á öllum tjaldstæðum landsins og því einungis nokkur þeirra skoð- uð hér. Flokkun Ferðamálastofu Á síðunni tjalda.is má finna upp- lýsingar um tjaldstæði landsins, staðsetningu, aðstöðu og verð. Þar má einnig sjá hvernig tjaldstæðin eru flokkuð eftir flokkunarviðmiði Ferðamálastofu Íslands. Aðeins um 45 prósent tjaldsvæða á landinu hafa verið flokkuð en tjaldsvæðin ákveða sjálf hvernig þau flokkast og gefa sér eina til fimm stjörnur og fer það eft- ir þjónustu á staðnum. Gestir tjald- svæðisins geta síðan látið Ferða- málastofu eða tjaldsvæðið vita ef þeir eru ósáttir við flokkunina. Stjörn- ur við nöfn tjaldstæðanna hér sýna áðurnefnda flokkun en eins og fyrr segir þá eru ekki öll tjaldstæði lands- ins flokkuð. n WC n Heitt vatn n Kalt vatn n Rafmagn n Aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af húsbílum n Sturta n Leiktæki n Hundar n Eldunaraðstaða n Aðstaða fyrir fatlaða Suðurland Hvar má og hvar má ekki tjalda n Leyfilegt er að tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Ef tjalda á nærri húsum þarf að fá leyfi landeig- enda. Alltaf þarf leyfi ef tjöldin eru fleiri en þrjú og tjalda á lengur en í þrjá daga. n Leyfilegt er að tjalda við vegi utan hins almenna vegakerfis ef ekki gilda sérstakar reglur um svæðið sem ferðast er um. n Leyfilegt er að tjalda nálægt þjóð- vegi á óræktuðu landi. Ef á að tjalda á ræktuðu landi þá þarf alltaf að fá leyfi landeigenda. n Alltaf ber að fylgja reglum hvers tjald- svæðis ef þær eru til. n Landeigendur geta bannað ferða- mönnum að tjalda á viðkvæmum svæðum þar sem hætta er á jarðvegs- skemmdum. n Ef landeigendur eru með tjaldsvæði á landi sínu hafa þeir heimild til þess að rukka fyrir þá þjónustu. n Alltaf ber að skilja við tjaldsvæði í sama ástandi og að því var komið. UppLýSinGAr AF cAMpinG.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.