Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 16
16 | Erlent 11. júlí 2011 Mánudagur Íbúar í Suður-Súdan ákváðu að fresta öllum áhyggjum á laugardaginn til að fagna stofnun sjálfstæðs ríkis. Fagnaðarhöld fóru fram í Juba, höf- uðborg landsins, og komu embættis- menn hvaðanæva að úr heiminum til að taka þátt. Meðal þeirra var Omar al-Bashir, forseti Súdans, sem var fyrsta rík- ið til að viðurkenna Suður-Súdan. Hann sagðist óska „bræðrum sínum“ í suðri velfarnaðar í framtíðinni en bætti þó við að til að halda góðum tengslum þyrfti örugg landamæri og að bæði ríkin létu vera að skipta sér af málefnum hins. Salva Kiir Mayardit sór embættis- eið sem forseti landsins. Hann hefur verið leiðtogi Suður-Súdana síðan árið 2005, þegar John Garang fórst í þyrluslysi, skömmu eftir að friðar- sáttmálinn var undirrritaður. Gar- ang var helsti leiðtogi Suður-Súd- ana í borgarastyrjöldinni og þykir eiga einna mestan þátt í að landið er nú sjálfstætt og stendur Salva Kiir í skugga hans. Til að mynda fór athöfnin á laugardaginn fram við grafhýsi Garangs. Þá var fáni hins nýstofnaða ríkis dregin að hún og þjóðsöngurinn ómaði meðal annars í sjónvarpinu. Mannhaf var á Frelsistorginu í Juba og dansaði fólk af gleði í steikj- andi sólinni og leið yfir nokkra í hit- anum. Þá mátti sjá bíl á svæðinu með skilti þar sem á stóð „nýskilin“. Fólk hóf fagnaðarlætin á föstudagskvöld- ið þegar það taldi niður í sjálfstæðið. Átök á landamærunum Aðskilnaðurinn hefur ekki geng- ið áfallalaust fyrir sig. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að senda 7.000 friðargæsluliða til Suð- ur-Súdans. Að vísu voru flestir þeirra þegar á svæðinu sem tilheyrði Súdan. Mikilvægt þótti hins vegar að tryggja að aðskilnaðurinn færi vel fram en ófriðlegt hefur verið á landamærun- um og átök hafa orðið í bænum Abeyi og héraðinu Suður- Kordofan. Stór svæði í Abeyi hafa staðið í ljósum logum en deilur eru um hvort bærinn og það landsvæði sem hon- um tilheyrir eigi að teljast til Súdans eða Suður-Súdans. Til stóð að láta íbúa bæjarins kjósa um það en deilur um atkvæðisrétt kom í veg fyrir þær kosningar. Landsvæðið er auðugt af gróðri og búfénaði og því mikið í húfi fyrir bæði lönd. Yfir 110 þúsund manns hafa flúið átökin. Deilurnar í Suður-Kordofan þykja öllu flóknari. Þar hefst að fólk af Nuba-þjóðinni sem sér fram á að þurfa að tilheyra Súdan þótt það eigi meira sameiginlegt með Suður-Súd- an. Margir Nuba-menn börðust með frelsisher Súdana (sem nú er suður- súdanski herinn) og finnst fólkinu sem það sé nú skilið eftir í kjölfar að- skilnaðarins. Yfir 60 þúsund manns hafa flúið átökin og bera sögur af hrottalegum drápum súdanska hers- ins. Eftir friðarsáttmálann 2005 voru óformleg áform uppi um að leyfa fólkinu að ákveða framtíð héraðs- ins en nýkjörinn landstjóri, Ahmed Haroun, hefur slegið öllum slíkum áformum á frest. Hann, rétt eins og al-Bashir, er eftirlýstur af stríðs- glæpadómstólnum í Haag fyrir þjóð- armorð í Darfur. Borgarastyrjöld lengst af frá 1956 Stofnun Suður-Súdans á sér stað sex árum eftir að friðarsamkomulag var undirritað á milli stjórnvalda í Khartoum og frelsishreyfingar súd- anska fólksins sem barðist fyrir frelsi Suður-Súdana. Borgarastyrjöld hafði þá verið í landinu síðan 1983. Deilurnar á milli súdanskra yf- irvalda og leiðtoga Suður-Súdana mátti rekja allt til þess þegar Súd- an hlaut sjálfstæði frá sameiginlegri stjórn Egyptalands og nýlenduveld- is Breta. Rétt eins og í langflestum löndum Afríku búa ólíkar þjóðir í Súdan sem fékk landamæri sín í kjöl- far nýlendustefnunnar. Leiðtogar Suður-Súdana sökuðu stjórnvöld í Khartoum um að brjóta loforð um að gera landið að sam- bandsríki og að reyna að gera Súd- an að arabísku, íslömsku ríki. Íbúar í Suður-Súdan aðhyllast að mestu leyti andatrú auk þess sem kristinn minnihluti er í landinu. Borgarastyrjöld braust út á milli yfirvalda og skæruliðasamtakanna Anya Nya og lauk henni með frið- arsamkomulagi sem undirritað var í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, árið 1972. Samkomulagið tryggði ríkjum Suður-Súdans aukið sjálfræði og frið næstu 11 árin. Það var svo árið 1983 sem frelsishreyfingin og -her- inn risu upp eftir að stjórnvöld hættu við áform um að veita Suður-Súdan aukið sjálfræði. Í kjölfarið fylgdu 22 ár af borg- arastyrjöld og er talið að að minnsta kosti ein og hálf milljón manna hafi látið lífið og fjórar milljónir þurft að flýja heimili sín. Friðarsamkomulag- ið 2005 tryggði aukið sjálfræði Suður- Súdans sem og atkvæðagreiðsluna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Sharía-lög í norðri og bjór í suðri Stofnun Suður-Súdans mun einn- ig hafa sínar afleiðingar fyrir Súdan. Gríðarlegur munur er á landsvæð- um Suður-Súdans og Súdans. Gróð- ursamt er í Suður-Súdan á meðan Súdan er að mestu leyti eyðimörk. Þá verður Súdan af olíulindum en um 75 prósent þeirra munu tilheyra Suð- ur-Súdan. Það hefur í för með sér að súd- anska pundið lækkar og verðlag hækkar. Þrátt fyrir það halda súdönsk yfirvöld því fram að efnahagurinn sé í góðu ástandi. Súdönsk stjórnvöld reyna að fá skuldir að andvirði rúm- lega 4,5 milljarða króna afskrifaðar. Þá er einnig reynt að fá refsiaðgerð- um Bandaríkjanna aflétt. Súdönsk stjórnvöld þurfa enn að glíma við ástandið í Darfur-héraði sem er mjög slæmt og hefst fjöldi fólks við í flótta- mannabúðum. Aðskilnaðurinn mun einnig hafa menningarleg áhrif á Súdan. Omar al-Bashir sagði fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna að yrði ríki Suður-Súdans stofnað myndi ný stjórnarskrá verða sett sem fela myndi í sér að sharía- lög giltu í landinu, íslam yrði opinber trú og arabíska opinbert mál. Talið er að þeir íbúar í Súdan sem ekki eru múslimar muni flytja sig yfir landamærin. Ungmenni í Súd- an óttast að landið sé á leið aftur til steinaldar en yfirvöld, sem og fleiri strangtrúaðir múslimar líta dansleiki og fleiri skemmtanir hornauga. „Konur og listir eru tveir helstu þyrnarnir í augum íslamista,“ segir mannréttindafrömuður í Súdan. Á sama tíma og gin er bruggað á laun í Súdan nýtur Suður-Súdan þess að vera laust undan yfirráðum íslam- ista. Brugghús hefur risið í Juba og fólk „djammar“ nú í tilefni þess að það sé föstudagur. Að lokum má nefna að aðskilnað- urinn hefur áhrif á sjálfsmynd Súd- ans. Súdanar voru margir hverjir stoltir af því að tilheyra stærsta landi Afríku en í kjölfar aðskilnaðarins verða það Alsíringar sem hljóta þann heiður. Stór vandamál hins nýstofnaða ríkis Þrátt fyrir mikinn gróður og margar olíulindir er Suður-Súdan eitt fátæk- asta ríki í heimi en rúmur helmingur þjóðarinnar er á barnsaldri. Barna- dauði er mjög mikill, sjöunda hvert barn deyr áður en það nær fimm ára aldri. Þá deyr einnig ein af hverjum sjö konum af völdum fæðingar eða óléttu. Læsi og menntun er mjög lít- il. Meirihluti barna fær ekki neina formlega menntun og 84 prósent kvenna eru ólæs. Einungis sex pró- sent stúlkna sem hefja skólagöngu klára hana. Óttast er um stöðugleika hins nýja lands en nokkrir uppreisnarhópar eru til staðar í landinu og hafa meðal annars ásakað Dinka-þjóðflokkinn, sem er stærsti þjóðernishópur Suð- ur-Súdana, um að ætla að sölsa und- ir sig öll völd í landinu. Sumir óttast að Suður-Súdan verði næsta Erítrea. Erítrea varð sjálfstætt ríki 1993 eftir að hafa kosið um sjálfstæði frá Eþí- ópíu og þykir nú ein kúgaðasta þjóð- in í Afríku. n Suður-Súdanar fagna stofnun sjálfstæðs ríkis n Hefur sínar afleiðingar fyrir Súdan þar sem Suður-Súdan er ríkt af verðmætum auðlindum n Fólk fagnaði á götum úti Stytta af John Garang afhjúpuð Fjöldi fólks fagnaði á Frelsistorginu í Juba. „Súdanar voru margir hverjir stoltir af því að tilheyra stærsta landi Afríku en í kjölfar aðskilnaðarins verða það Alsíringar sem hljóta þann heiður. Almenningi veifað Salva Kiir Mayardiit, forseti Suður-Súdans, (t.v.) og Omar al-Bashir, forseti Súdans, (t.h.). Áhyggjunum slegið á frest Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.