Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 17
Erlent | 17Mánudagur 11. júlí 2011 Gríðarlegir þurrkar í Austur-Afríku hafa orðið þess valdandi að fjölmörg börn láta lífið á hverjum degi úr vökva- og næringarskorti. Ástandið er einna verst á hinu svokallaða Afr- íkuhorni, en því svæði tilheyra lönd- in Eþíópía, Sómalía, Erítrea og Djíb- útí. Fjölmargir fátækir íbúar þessara svæða leggja á sig erfitt ferðalag í leit að betra lífi. Daglega koma yfir þúsund manns í Dadaab-flóttamannabúðirnar í austurhluta Kenía, flestir frá Sómal- íu. Þetta er fólk, konur og börn þar á meðal, sem gengið hafa tugi ef ekki hundruð kílómetra í miklum hitum í leit að aðstoð. En lífið þar er ekki endilega mikið betra; þar hafast nú við fimm hundruð þúsund manns og líta búðirnar nú meira út eins og meðalstór borg í Evrópu en svæði þar sem flóttamenn geta leitað eftir tímabundinni aðstoð. Selja nautgripi á spottprís Ben Brown, fréttamaður BBC, varð á dögunum fyrsti sjónvarpsfrétta- maðurinn til að heimsækja Dadaab- flóttamannabúðirnar. „Á nautgripa- markaði sem komið hefur verið upp í miðjum búðunum má sjá hirða reyna að selja búpening sinn. En það vill enginn kaupa nautgripina því lík- urnar á að þeir drepist fljótlega eru yfirgnæfandi.“ Svona lýsir Brown að- stæðunum í búðunum. „Ég sel þá á útsöluverði. Ég er nán- ast að gefa þá,“ segir einn hirðanna við BBC. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að enginn vilji kaupa gripina. Skammt frá má sjá fjölmörg hræ dýra, sem drepist hafa úr vökva- skorti, liggja á víð og dreif. Litlar grafir einkennandi Dadaab-flóttamannabúðirnar ná yfir fimmtíu ferkílómetra svæði. Þar má þegar sjá fjölmargar grafir þar sem vannærðir sómalskir flóttamenn hafa verið grafnir. Margar þeirra eru litlar því flestir þeirra sem deyja eru börn undir fimm ára aldri, enda eru þau viðkvæm fyrir vökvaskorti og sjúkdómum eins og lungnabólgu og niðurgangi sem gjarnan herja á fólk í flóttamannabúðum. Sem fyrr segir hafa margir lagt á sig langt ferðalag til að komast til búðanna. Íbúar Sómalíu flýja ekki einungis mikla þurrka, heldur hefur borgara- styrjöld geisað þar lengi. Þeir sem komast í búðirnar, þá sérstaklega börn, þjást gjarnan af vökvaskorti. Kaldhæðni örlaganna er sú að sumir deyja drottni sínum fljótlega eftir að í búðirnar er komið. „Heimurinn hlustar ekki“ Katharina Andrey er svissnesk- ur hjúkrunarfræðingur sem starfar í flóttamannabúðunum fyrir MSF (Medecins Sans Frontiers). Hún hef- ur það hlutverk að aðstoða börn sem eru mjög illa haldin. „Ég kom hingað og mín fyrstu við- brögð voru: Guð minn góður,“ seg- ir Katharina. Hún úthlutar börnum næringu, skoðar þau og ákveður hvaða börn þurfa sárlega á læknisað- stoð að halda. Skömmu eftir komu hennar í búðirnar lést lítið barn sem hún var að reyna að hjálpa. „Barnið var að deyja. Ég reyndi að hjálpa því en það lést í fangi mínu. Það var gríðarlega erfitt, ég grét með móðurinni,“ segir hún. Þau börn sem eru illa haldin eru flutt á heilsugæslustöð þar sem læknar taka á móti þeim. Brown seg- ir aðstæðurnar þar inni skelfilegar. „Þarna eru grindhoruð börn með útstæð rifbein. Flugur þekja andlit þeirra – við blasir þessi alltof kunn- uglega mynd af hungursneyð í Afr- íku.“ En hvernig stendur á því að svona nokkuð geti gerst árið 2011? „Það átti að vera til kerfi sem á að vara við þessu og fyrirbyggja þetta. En hver er tilgangurinn með slíku kerfi þegar heimurinn hlustar ekki?“ spyr einn hjálparstarfsmaður í búð- unum í samtali við BBC. Hálfgerð stórborg Dadaab-flótta- mannabúðirnar teygja sig yfir fimmtíu ferkílómetra svæði. Þar hafast við um fimm hundruð þúsund manns. Mynd ReuteRS Skelfilegt ástand Fjölmörg börn hafa látið lífið í Dadaab-flóttamannabúðunum n Hrikalegir þurrkar á Afríkuhorni Austur-Afríku n Fimm hundruð þúsund manns hafast við í flóttamannabúðum í Kenía n Heimurinn hlustar ekki, segir hjálparstarfsmaður í búðunum „Barnið lést í fangi mínu“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þarna eru grind- horuð börn með útstæð rifbein. Flugur þekja andlit þeirra – við blasir þessi alltof kunn- uglega mynd af hungurs- neyð í Afríku. Þreytt á neyslusamfélaginu: Sátt við lífið án peninga Hin 69 ára gamla Heidamarie Schwermer hefur aldrei verið ham- ingjusamari þrátt fyrir að eiga enga peninga. Árið 1996 eftir að börn hennar fluttu út ákvað Schwerm- er, sem er ekkja, að ganga út af heimili sínu í Dortmund og hefur síðan ferðast um Þýskaland aðeins með ferðatösku, farsíma og far- tölvu meðferðis. Hún segist hafa verið orðin pirruð á hinu svokall- aða neyslusamfélagi, sem hún segir einkennast af græðgi. „Ég hef komist að því að ég get vel lifað án peninga,“ segir Scwerm- er sem notar vöruskipti mikið til að komast af. Hún er menntaður sál- fræðingur og auk þess með kenn- aramenntun á bakinu. Hún ferðast um, tekur meðal annars að sér kennslu og fær í staðinn til dæmis flugmiða sem hún notar til að kom- ast til útlanda í frí. „Mig skortir aldrei mat, föt eða vini og ég finn aldrei fyrir stressi. Peningar stjórna mér ekki,“ segir Schwermer og bætir við að hún sé auk þess heilsuhraustari. „Ég hef ekki þurft að fara til læknis í fimm- tán ár og mér hefur aldrei liðið bet- ur. Ég hef engar áhyggjur af fram- tíðinni. Ég lifi í augnablikinu og nýt hverrar sekúndu.“ Schwermer gaf nýlega út bók þar sem hún opinberar leyndarmál sín. Útgefandi bókarinnar bauð henni góða summu fyrir að segja sögu sína, en að sjálfsögðu hafnaði hún því. Söluandvirði bókarinnar mun því renna til góðgerðarmála. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Þriggja tíma hreyfing á dag Börn yngri en fimm ára þurfa að hreyfa sig í að lágmarki þrjár klukkustundir á dag. Þetta er sam- kvæmt leiðarvísi sem bresk heil- brigðisyfirvöld munu kynna síðar í vikunni. Aldrei áður hafa yfirvöld beint sjónum sínum að svo ung- um börnum. Offita meðal barna hefur aukist í Bretlandi, sem víðar, undanfarin ár og þess vegna hafa yfirvöld ákveðið að grípa til að- gerða. Meðal þess sem lagt er til í leiðarvísinum er að börn gangi utandyra í að minnsta kosti fimm- tán mínútur á dag. Þá er lagt til að þau syndi reglulega og stundi teygjuæfingar. Talið er að einungis 30 prósent barna undir fimm ára aldri fái þá hreyfingu sem þau þurfa á hverjum degi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.