Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Page 18
18 | Umræða 11. júlí 2011 Mánudagur „Ég læt mér reyndar ekki detta í huga að Lýður skrifi greinar sínar sjálfur.“ n Egill Helgason um greinaskrif Lýðs Guðmundssonar í Fréttablaðinu undanfarið. Þar hefur hann skrifað meðal annars um störf sérstaks saksóknara. – Eyjan „Getur orðið besti framherji heims.“ n Andri Sigþórsson um bróður sinn Kolbein Sigþórsson sem skrifaði nýlega undir samning við Ajax í Hollandi. Andri er umboðsmaður Kolbeins. – DV „Mér finnst mjög gaman að elda og elda mjög oft.“ n Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður og sælkeri. Hann eldar oft- ar en ekki tandoori-kjúkling en hann segir eiginkonu sína þó betri kokk. – DV „Fannst ég vera orðinn afmynd- aður.“ n Matthías Matthías- son um það þegar hann sá sig í sjónvarpinu í forkeppni Eurovision. Hann hefur lagt gríðarlega af síðan. – DV „Skemmtilegt par.“ n Eiríkur Jónsson sem segir á bloggi sínu að dóttir Jóns Ásgeirs og barnabarn Helga í Góu hafi fellt hugi saman. – Eyjan Misskilningur Brynjars B rynjar Níelsson, hæstaréttar- lögmaður og formaður Lög- mannafélags Íslands, byggir túlkanir sínar á sýknudómnum yfir Jóni Þorsteini Jónssyni og Ragnari Z. Guðjónssyni í Exeter Holdings-mál- inu á misskilningi á íslenskum lögum. Í viðtali við vikublaðið Fréttatímann fyrir skömmu tjáði Brynjar sig um dóminn og sagði þar að sekt sakborninga þyrfti að vera hafin yfir „allan vafa“ til að hægt væri að sakfella þá. Orðrétt sagði Brynj- ar í fréttinni í blaðinu þar sem hann var spurður út í lærdóminn sem draga mætti af Exeter-dómnum: „Ef sekt manna er ekki hafin yfir allan vafa á að sýkna þá og mér sýnist það hafa verið raunin í þessu tilviki.“ Þetta er rangt hjá Brynjari, líkt og sést þegar litið er á lög um meðferð sakamála. Eitt er að hæstaréttarlög- maður, sem meðal annars gætir hags- muna manna sem hafa verið til rann- sóknar hjá sérstökum saksóknara, og formaður Lögmannafélagsins hafi þessa skoðun en verra er að meirihluti Héraðsdóms Reykjavíkur rökstuddi sýknudóminn á sams konar forsend- um og Brynjar. Í Exeter-dómnum seg- ir nefnilega: „Ákærðu brutu vissulega gegn verklagsreglum sparisjóðsins, en það eitt leiðir ekki til þess að ályktað verði að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína og stefna fé sparisjóðsins í stórfellda hættu eins og þeir eru ákærðir fyrir.“ Meirihluti dómsins, líkt og Brynjar, taldi því að sekt þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars Z. hefði ekki verið hafin yfir „allan vafa“ þrátt fyrir að viðskipti þeirra hefðu verið á gráu svæði þar sem verklagsreglur Byrs voru meðal annars brotnar. Í þeirri grein í lögum um meðferð sakamála þar sem fjallað er um þetta atriði segir orðrétt: „Dómari metur hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsam- legum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburður, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn.“ Lykilatriðið í þessari málsgrein er setningarbrotið um sönnun sem ekki verður véfengd með „skynsamlegum rökum“. Af þessu leiðir að af réttri túlkun á þessari lagagrein hlýtur að leiða að sekt manna þurfi að vera hafin yfir „skyn- samlegan vafa“ en ekki „allan vafa“, líkt og Brynjar segir í túlkun sinni á lögun- um. Þessi túlkun Brynjars þýðir í reynd að í Exeter-málinu hefði þurft að liggja fyrir játning sakborninganna fyrir dómi eða skjalfest sönnun frá þeim sjálfum um að þeir hafi vitandi vits misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Byrs til að hygla sjálfum sér og hafi í þeim til- gangi búið Exeter Holdings-snúning- inn til og séu þar af leiðandi sekir um umboðssvik. Þessar óræku, og með öllu óraunhæfu sannanir, liggja ekki fyrir í Exeter-málinu þótt flestir aðrir málavextir séu reifaðir í dómnum. Ef túlkun Brynjars og hugsun meiri- hluta dómsins í Exeter-málinu væri rétt og lögum samkvæm væri nánast hægt að fullyrða að engir dómar ættu eftir að falla í þeim málum sem embætti sér- staks saksóknara mun ákæra í á næstu árum. Túlkun Brynjars á sönnunar- byrðinni í sakamálum á Íslandi er hins vegar röng. Ætla má að flestir dómarar í héraðsdómi og Hæstarétti viti betur en Brynjar og geri þar af leiðandi ekki kröfu um að sekt manna í dómsmálum hrunsins sé hafin yfir „allan vafa“ held- ur „skynsamlegan vafa“. Ef meirihluti dómsins í Exeter-málinu hefði einung- is gert kröfu um hið síðarnefnda en ekki hið fyrrnefnda hefðu Jón Þorsteinn og Ragnar Z. verið sakfelldir. Leiðari Hvaða greiðslu- kort notar þú? „Ég nota VISA, maður kemst víst ekki hjá því. En ég nota það bara í neyð,“ segir Ólafur V. Sigurvinsson, stofnandi Datacell, en fyrirtæki hans stendur í deilum við bæði VISA og Mast- erCard þar sem bæði korta- fyrirtækin hafa lokað á greiðslur í gegnum Datacell til uppljóstrun- arsíðunnar WikiLeaks. Spurningin Bókstaflega Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar Bjartmar reiður n Bjartmar Guðlaugsson tónlistar- maður lét sig hafa það að mæta í Hrafnaþing Ingva Hrafns Jónssonar, sem dæmdur var á dögunum fyrir skattsvik. Þátturinn varð með allra fjörug- asta móti þegar Bjartmar lýsti ábyrgð á hendur Ingva og öðrum áhangendum Davíðs Oddssonar vegna hrunsins. Tónlistarmaðurinn var jafnframt gáttaður á þekkingarleysi sjónvarps- stjórans sem vissi ekki að Bjartmar hefur um áratugi haldið uppi harðri þjóðfélagsádeilu með textum sínum. Sagðist hann ekki skilja hvers vegna Ingvi hefði boðið sér í þáttinn. Sleipiefna-Bingi n Ef marka má starfsmenn Press- unnar er von á enn einum vefnum úr smiðju Björns Inga Hrafnssonar. Upplýst var á bloggi Eiríks Jónssonar, blaðamanns Pressunnar, að vefur- inn blátt.is ætti að verða fréttamið- ill til hægri. Það yrði þá fjórði vefur Binga og félaga sem síðast yfirtóku Eyjuna með þeim afleiðingum að aðsókn þar, undir ritstjórn Karls Th. Birgissonar, er komin í áður óséð- ar lægðir. Það bjartasta í rekstri Vefpressunnar er sagt vera sala á hjálpartækjum ástarlífsins í gegnum Mónu, umtalaða vefverslun. Vinir útgefandans gantast nú með gælu- nafnið Sleipiefna-Bingi. Agnes afmáð n Þótt Baugur sé farinn á hausinn hefur Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrr- verandi stjórnarformaður, haldið þeim sið sínum að vera árlega með grillveislu á heimili sínu þangað sem stórmenni út- rásarinnar og aðrir broddborg- arar streyma. Þessi veisla var að vanda haldin í ár. Sú var tíðin að Agnes Bragadóttir, blaðamaður Moggans, var sjálfsagður gestur þar og fékk gjarnan að skjótast á einka- þotu auðmannsins. Agnes hefur nú verið afmáð af gestalistanum og er skýringin líklega sú að skrif hennar í garð velgjörðamannsins þykja vera særandi. Ruslið í samkeppni n Uppnám varð í kringum Útvarp Sögu eftir að DV upplýsti að kjarna- konan Arnþrúður Karlsdóttir útvarps- stjóri kallaði brottrekið starfs- fólk sitt rusl. Margir hinna for- smáðu eru ósáttir eins og fram kom í máli bæði Hauks Holm og Sigurðar Þ. Ragnarssonar. Nú heyrist því fleygt að einhverjir starfsmenn íhugi að taka sig saman um stofnun nýrrar útvarpsstöðvar sem myndi róa á sömu mið og Saga. Að því ber þó að huga að tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt með litlum árangri. Sandkorn tryGGVAGötu 11, 101 rEyKJAVíK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Í haust verða 25 ár liðin frá því Gorbachev og Reagan hittust í Höfða til að reyna að binda enda á kalda stríðið. Síðan þá hefur margt breyst, eða svo mætti í fyrstu halda. Ef tímaflakkari frá 2011 hefði farið aftur til 1986 og tilkynnt manni þá að eftir aldarfjórðung væri hrynj- andi efnahagskerfi, of há hernaðar- útgjöld og endalaust stríð í Afganist- an að hrjá annað risaveldið, á meðan hitt glímdi við óðakapítalisma, auð- kýfinga og aukna misskiptingu lífs- gæða, hefði það kannski ekki komið svo mikið á óvart. Eitthvað myndi manni þó bregða ef tímaflakkarinn hefði tilkynnt að fallandi hernaðarveldið væri Banda- ríkin, á meðan Rússland sýndi á sér allar verstu hliðar óhefts markaðs- hagkerfis. Þótt stórveldin hafi að ein- hverju leyti skipt um hlutverk, stend- ur tíminn í stað í Afganistan. Ef til vill sjá íbúar þar lítinn mun á ástandinu fyrir 25 árum, þegar Sovétríkin hófu að draga sig út í von um að stjórnar- her Afganistan myndi taka við hlut- verki þeirra, og nú, þegar Bandarík- in eru að hefja brotthvarf sitt í von um að stjórnarherinn muni taka við hlutverki þeirra. Stríð á stríð ofan Ef til vill má þó frekar segja að sag- an fari í hringi hvað Afganistan varð- ar. Á 9. áratugnum létu Bandaríkin ógrynni fjár renna til landsins til að styrkja uppreisnarmenn í baráttunni við Sovétríkin, og runnu þeir fjármun- ir til vopnakaupa. Þegar Rússar drógu sig út tók við langvinnt borgarastríð, sem ekki var skárra fyrir almenning en það sem á undan kom. Því stríði lauk ekki fyrr en 1996 og varla er hægt að segja að ástandið hafi mikið batn- að þá heldur. Talibanastjórnin sem réð ríkjum næstu fimm árin var ann- áluð fyrir mannréttindabrot, ekki síst gagnvart konum. Það að koma talibönum frá völd- um, sem Bandaríkin gerðu í kjölfar 11. september 2001, var ekki endi- lega slæmt í sjálfu sér, þótt margir ef- ist um þá aðgerð. Alþjóðasamfélagið hafði látið landið, sem sárlega þurfti á hjálp að halda, afskiptalaust eftir að Sovétríkin höfðu sig á brott. Hér gafst tækifæri til að bæta fyrir þau mistök og aðstoða við uppbyggingu. Það tækifæri var hins vegar ekki nýtt, í staðinn réðust Bandaríkjamenn og Bretar inn í Írak og þeim fjármun- um sem hefðu getað nýst til að gera Afganistan að starfhæfu landi var í staðinn sóað í annað stríð. Fyrir og eftir stríð Hinum megin við efnahagshrun hafa Bandaríkin hvorki þolinmæði né varla bolmagn til að halda hern- aðinum áfram og hyggja nú á brott- för. Það er afar heppilegt svo ekki sé meira sagt að tekist hafi að drepa Osama bin Laden einmitt áður en að brottflutningurinn hófst. Obama getur með þessum hætti lýst yfir árangri, ef ekki endilega sigri, í stríðinu gegn hryðjuverk- um og heimferðin verður minna skömmustuleg fyrir vikið. Á sama tíma sér bandarískur almenning- ur litla ástæðu til að halda stríðinu áfram, nú þar sem þjóðaróvinur- inn er fallinn. Hvað mun gerast í Afganistan eftir brotthvarf Bandaríkjanna er engin leið að segja. Þegar Banda- ríkin drógu sig út úr Víetnam árið 1973 vonuðust þau til að Suður-Ví- etnamar myndu halda baráttunni endalaust áfram og koma þannig í veg fyrir skömmustulegan ósig- ur. Þetta varð ekki reyndin, heldur gáfust þeir upp tveim árum síðar. Ef til vill mun sagan endurtaka sig í Afganistan, óöld og einhvers kon- ar borgarastríð mun taka við, þar til einhverjum aðilanum tekst að sigra. Það er ekki ólíklegt að það muni einmitt verða talibanar aftur. Mun þá stríðinu í raun ljúka með þeim orðum sem sjást oft á frið- arsamningum sögunnar og sýna fram á tilgangsleysi stríða: „Status quo ante bellum.“ Allt mun verða eins og það var fyrir stríð og allir sem dóu því dáið til einskis. Stríðið endalausa Kjallari Valur Gunnarsson„Þótt stórveldin hafi að einhverju leyti skipt um hlutverk, stendur tíminn í stað í Afganistan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.