Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 20
20 | Fókus 11. júlí 2011 Mánudagur Þýður gangur Reiðmannanna Þetta er þriðja plata Helga Björns-sonar og Reiðmanna vindanna. Platan heitir Ég vil fara upp í sveit, sem er meginþema plötunnar. Flótti nútímamannsins frá daglegu amstri þar sem hann skilar sinni vinnuviku en þráir ekkert heitara en að skreppa í jeppa upp í sveit og ríða til fjalla. Þessi formúla hefur svínvirkað hjá Helga og Reiðmönnunum hingað til og hafa þeir hitt á uppskrift sem selst nærri því bet- ur en heitu lummurnar á Landsmóti hestamanna. Þessari plötu er ekki ætlað það hlutverk að marka tímamót í íslenskri plötuútgáfu. Takmark plötunnar hlýtur að vera að skemmta fólki og viðhalda vinsældum Helga og hans tryggu Reið- manna sem eru gífurlegar. Ég hugsa að platan muni ekki verða til þess að bæt- ist í aðdáendahóp Helga og Reiðmann- anna því það er róið á nánast sömu mið og á fyrri plötum. Teknir eru fyrir gamlir og góðir smellir sem hafa heyrst misoft á öld- um ljósvakans. Platan byrjar á flutningi Helga á laginu sem Ellý Vilhjálms gerði svo frægt, Ég vil fara upp í sveit. Þetta er ekki neitt rosalega flókið lag en engu að síður þykir íslensku þjóðinni svo vænt um hana Ellý og bróður hennar Vilhjálm að það þarf að vanda sig ein- staklega vel svo fólki verði ekki um og ó. Helgi kemst þó klakklaust frá þessu og er lagið ágætt í hans flutningi. Lagið setur tóninn fyrir plötuna og er því fylgt eftir með Rhinestone Cowboy, sem í flutningi Helga verður Einn ég ríð til fjalla. Helgi er nokkuð lunkinn í textagerðinni og segir frá manni sem þráir ekkert heitara en að ríða til fjalla á milli þess sem hann sinnir sinni níu til fimm vinnu og skutlar börnunum í skólann. Best heppnuðu lögin að mínu mati á plötunni eru Ég skal bíða þín og Sprettur (Ég berst á fáki fráum). Maður heyrir ekki þetta svakalega fína lag, Ég skal bíða þín, svo oft í út- varpi í dag og finnst mér Helga hrein- lega takast best upp í því. Lagið fær mann virkilega til að staldra við og hlusta aðeins betur og grípur Helgi mann alveg með flutningnum. Öll lögin eru afskaplega vel flutt af Helga og hljómsveit en bæta nú ekki sérstaklega miklu við upprunalegar út- gáfur þeirra laga sem flutt eru á plöt- unni. Helgi hefur nefnilega gert margt helvíti gott þegar kemur að því að taka lög eftir aðra. Platan þar sem hann tók lög eftir Magga Eiríks var mjög vel heppnuð og svo fannst mér hann eiga stórleik þegar hann tók Ég fer í nótt á plötunni Söknuður, sem var gefin út árið 1998 í minningu söngvarans Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Ég hugsa að það sé hægt að segja að þessi plata sé alveg á pari við það sem Helgi og Reiðmennirnir hafa gert áður en hún bætir rosalega litlu við það. Aðdáendur fyrri platna þeirra verða ekki sviknir og fólk á örugglega eftir að skemmta sér einstaklega vel áfram á knapaböllum með Helga í broddi fylk- ingar. Strandhögg hjá Gerði Kristnýju Gerður Kristný gerir það gott um þessar mundir en danska forlagið Vandkunsten hefur fest sér útgáfurétt- inn á ljóðabók hennar Blóðhófni og barnabókinni Garðinum. Báðar eru virtar verðlaunabækur en Blóðhófnir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in 2010 og Garðurinn fékk Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010. Garðurinn mun einnig koma út hjá þýska forlaginu Blooms- bury á næstunni en gengið var frá samningum við það á dögunum. Smásaga Gerðar Kristnýjar, Ísfólk- ið, verður síðan birt í safnritinu Best of European Literature sem Dalkey Arch ive gefur út í Bandaríkjunum. Um konur í íslenskri tónlist Boðið verður upp á íslenska tónlist í Hörpu í allt sumar. Tónleikarnir hafa að markmiði að kynna sígilda íslenska tónlist. Fluttar verða perlur íslenskra sönglaga, radd- sett þjóðlög, sálmar og ætt- jarðarsöngvar og verður um fimm mismunandi tónleikadagskrár að ræða. Á þriðjudaginn verður flutt dagskrá um konur og íslenska tónlist. Flytjendur koma úr röðum ungs íslensks tónlistarfólks og hafa margir þeirra fengið mikið lof fyrir flutn- ing sinn, bæði innan lands og utan. Kynningar eru á ensku til að auð- velda erlendum gestum Hörpu að kynnast sígildri, íslenskri tónlist. Fertugs- afmæli og söngur Bjarni Arason syngur trúarlega söngva Elvis Presley ásamt einvalaliði söngvara og tónlistarmanna í Guð- ríðarkirkju í Grafarholti miðvikudag- inn 13. júlí kl. 20.30. Bjarni verður fertugur þennan dag og ætlar að fagna þeim tímamótum með þessum tónleikum. Á efnisskránni eru frábær gospellög sem Elvis gerði ódauðleg á sínum tíma. Lög eins og: Crying in the chapel, Why me Lord?, How great thou art, Put your hand in the hand, Swing down sweet chariot (Gullvagn- inn), You’ll never walk alone, Bridge over troubled water, Lead me, guide me og fjöldi annarra góðra laga sem prýða gospelsöngbók rokkkóngsins. Hljómplata Birgir Olgeirsson Ég vil fara upp í sveit Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna Útgefandi: Sena Ú tvarpsmaðurinn hressi Andri Freyr Viðarsson, sem hef- ur verið í miklu stuði á Rás 2 ásamt Guðrúnu Dís Em- ilsdóttur í þættinum Virk- ir morgnar, frumsýnir nýjan þátt á föstudag, Andri á flandri. Andri verður hvert föstudagskvöld á sínu flandri hjá RÚV. Í þáttunum þvælist Andri um landið með bola- bítnum Tómasi og kynnist landi og þjóð á sinn eigin einlæga hátt. Þættirnir eru sagðir vera nokkurs konar Stiklur nýrra kynslóða en Andri Freyr fetar að einhverju leyti í fótspor vinar síns Ómars Ragnarssonar, sem á hug og hjörtu landsmanna fyrir Stikl- ur sínar þar sem hann leitaði að því áhugaverða á ferðalögum sínum um landið. Andri Freyr segir ekki margt líkt með honum sjálfum og Ómari. „Ómar ferðaðist einn á litlum bíl með þrífótinn sinn. Ég er hins vegar með þvílíkt fylgdarlið. Með mér í för voru tökumaður, ljósmyndari, hljóðmaður og framleiðandinn, Kristófer Dign- us og svo auðvitað hundurinn hann Tómas.“ Svaf með hundinum Andri Freyr svaf í húsbílnum með hundinum Tómasi sem hann seg- ir hafa verið með eindæmum góðan ferðafélaga. „Ég og Tómas erum orðn- ir miklir vinir eftir ferðalagið. Ég svaf með honum í húsbílnum, því ekki gat hann verið einn. Strákarnir sváfu hins vegar á sveitabæjum og gistiheimil- um í grenndinni.“ Tómas er snyrtilegri en Ómar Andri Freyr ferðaðist eitt sinn um landið með Ómari Ragnarssyni. Þeir félagar komust reyndar í fréttirnar fyrir sóðaskap en bíllinn hans Ómars þótti slá öll met. „Bruna úr beinum, beina leið,“ sungu þeir félagar fyr- ir hverja útsendingu á útvarpspistl- unum sem þeir tóku saman þegar þeir ferðuðust um á bílnum. Pistl- arnir voru sendir út undir heitinu „Á flandri, Ómar og Andri“. Þættirnir voru sendir út alla föstudaga síðasta sumar, en um klukkutímaþátt var að ræða þar sem þeir félagar tóku púls- inn á landanum. Ómar Ragnarsson skrifaði um þáttinn á vefsíðu sína áður en útsendingar hófust og sagði þá: „Á milli okkar Andra eru tvær kynslóðir svo það er líkt og afinn og strákurinn hafi náð saman í stuðinu.“ Skemmst er frá því að segja að pistl- arnir slógu í gegn. Draslið í bílnum hafði engin áhrif á það. „Tómas er ólíkt snyrtilegri, segir Andri. Hann gengur vel um. Munur- inn á Tómasi og Ómari er líka sá að Ómar talaði linnulaust. Tómas þegir bara og er alveg sama,“ segir Andri Freyr og skellir upp úr. Á langt í land „Ég veit ekkert, þekki engan og skil ekkert,“ segir Andri Freyr þegar hann er spurður um það hvað hon- um finnist um það að fylgja fordæmi Ómars Ragnarssonar í Stiklum. „Ómar Ragnarsson hefur verið ólíkt þroskaðri og skarpari en ég þeg- ar hann var 31 árs, ég sé það núna,“ segir Andri. „Svolítið pínlegt hvað ég á langt í land,“ bætir hann við. Andri var á ferðalagi frá 14. júní í nokkrar vikur og ferðaðist um allt land. Hann segist auðvitað sakna síns góða ferðafélaga, Tómasar. Hann haldi hins vegar að Tómas hafi fengið alveg nóg. „Ég held að honum langi ekki með mér í næsta ferðalag.“ Fann Gráa lónið Andri Freyr segist vera kominn með reglulega ferðabakteríu. „Það er virkilega gaman að ferðast um land- ið. Hitta fólk, finna fallega leynistaði og svo framvegis. Ég hafði líka gam- an af því að tefla fram íslenskri tónlist við þáttagerðina. Tónlist spilar stóra rullu í þáttunum. Hún er sérvalin af mér.“ Andri Freyr segir heilmargt hafa komið sér á óvart við ferðalagið. „Til dæmis það að þurfa að keyra í gegn- um þriggja kílómetra snjóskafl til að komast til Vopnafjarðar og það í júní. Það var með ólíkindum. Þá fannst mér mannlífið á Bíladögum á Akur- eyri áhugavert. Hver er meðalgreind- arvísitalan þar? Ég segi ekki orð meir um það. En gaman þótti mér síðan að fara á sveitaball í Svarfaðardal og finna Gráa lónið rétt við Hafnir. Það kom á óvart.“ kristjana@dv.is Tómas og Andri Freyr á flandri Ferðuðust um landið í húsbílnum Litla Kút. n Andri Freyr Viðarsson lendir í ævintýrum á flandri sínu um landið n Nýr sjón- varpsþáttur í loftið á föstudaginn n Hundurinn snyrtilegri en Ómar Ragnarsson Hundurinn snyrtilegri en Ómar Ragnarsson Fundu Gráa lónið Andri Freyr og bolabíturinn Tómas slaka á við Gráa lónið. Félagar á flandri síðasta sumar Þröngt mega sáttir sitja. Snyrtilegt og fínt í húsbílnum Bolabíturinn Tómas og Andri Freyr hafa það gott í húsbílnum Litla Kút.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.