Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Side 23
Viðtal | 23Mánudagur 11. júlí 2011 Á mótorfáki fráum um“ í fyrstu þrjú skiptin en síðast var hún komin í „hraðari hópinn“. „Það er allt annað að hjóla í út­ löndum en á Íslandi. Brautirnar eru allt öðruvísi og umgjörðin allt önnur. Það er rosalega mikið grjót í braut­ unum á Íslandi miðað við úti.“ Þarf virkilega að æfa Bryndís er 17 ára. Hún hefur tvisv­ ar sinnum orðið Íslandsmeistari í moto cross og tekið þátt í fjölda keppna í útlöndum svo sem heims­ meistarakeppnum. „12 ára er frekar gamalt til að byrja. Allar stelpurnar sem keppa á móti mér í heimsmeistarakeppninni byrjuðu í motocross þegar þær voru fjögurra til fimm ára. Maður þarf að vera 12 ára á Íslandi til að fá að keppa en maður þarf að vera 15 ára til að fá að keppa í heimsmeistarakeppninni.“ Um hjólamennskuna segir hún: „Adrenalínið fer allt í gang; ég get ekki lýst tilfinningunni. Þetta er svo svakalegt. Þetta er svolítið hættulegt og erfitt. Þetta snýst ekki bara um að sitja á hjólinu og gefa í; það þarf að æfa tæknina og stílinn, maður þarf að vera agressívur, halda einbeit­ ingu, fara í ræktina, hlaupa og synda og ég hjóla líka á reiðhjóli. Það þarf að gera þetta allt til þess að ná upp þoli til að halda út þann tíma sem maður er að keppa. Fólk áttar sig kannski ekki á því hvað það þarf virkilega að æfa til þess að keppa í motocross. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og ég vil verða betri; ég vil virkilega leggja mig fram um að verða best. Markmiðið er sett á heimsmeistara­ titilinn.“ Bryndís segir að tæknin breyt­ ist og batni eftir því sem hún hjóli hraðar. „Það þarf að læra samheng­ ið á milli kúplingarinnar, gírkassans, þegar bremsað er, gefið í og stöðuna á hjólinu. Þetta spilar allt saman.“ Hún talar líka um stílinn. „Ég er mjög slök; ég er mjög afslöppuð þegar ég er á hjólinu. Það lítur ekki út eins og það sé mjög erfitt að hjóla þegar ég hjóla. Maður nær þessu ef maður er slakur. Það fer allt í rugl ef maður er stífur.“ Bryndís segir brautirnar vera ólíkar. „Það er hægt að fara í harðar brautir, það er hægt að fara í mjúkar brautir eins og moldarbrautir og svo er hægt að fara í sandbrautir. Það verður að keyra á ólíkan hátt eftir því hvernig brautirnar eru. Það get­ ur verið sleipt í hörðu brautunum; það myndast ekki margar línur í beygjunum sem hægt er að fylgja og maður þarf að hugsa eins og maður sé að keyra á götu. Í mjúku brautunum verður að setja í réttan gír á hverjum stað, vera í réttri stöðu á hverjum stað og það þarf að bremsa á réttum stað. Það er yfirleitt sagt að sandbrautirnar séu erfiðastar. Svo eru mismunandi pallar á brautunum og beygjurn­ ar geta verið ólíkar. Sumum hentar betur að vera með fleiri beygjur og sumum hentar betur að vera með fleiri stökkpalla. Mér finnst lang­ skemmtilegast í sandinum en þar get ég gefið meira í.“ Keppir við stráka Bryndís er í motocross af svo mik­ illi alvöru að í hittifyrra var hún í út­ löndum vegna þess frá apríl þang­ að til í september. Faðir hennar fer með henni í þessar ferðir og það árið voru þau aðallega í Svíþjóð þar sem Bryndís keppti á sænska meist­ aramótinu. „Svo prófaði ég heimsmeistara­ keppnina, þrjár keppnir af sex sem voru haldnar í Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Ég vildi taka lítil skref í einu og athuga fyrst hvernig þetta myndi ganga. Besti árangurinn var í Hollandi en ég lenti í 16. sæti af 40 keppendum. Bryndís var í fyrra í Belgíu frá byrjun mars og kom ekki heim fyrr en í lok september. Faðir hennar fór heim í einn mánuð og þá fór móð­ ir hennar út. Í fyrra keppti Bryndís í Hollandi, Þýskalandi og í heims­ meistarakeppninni sem var haldin í Búlgaríu, Portúgal, Spáni, Frakk­ landi, Þýskalandi, Tékklandi og Ít­ alíu. Ákveðið var að Bryndís keppti mest á Íslandi í ár. Þess má geta að hún hefur verið í fjarnámi á fram­ haldsskólastigi undanfarin ár. „Ég vann Íslandsmeistaratitla 2007 og 2008. Ég hefði getað verið á Íslandi og keppt um Íslandsmeist­ aratitilinn 2009 og 2010 en mig langaði í meiri reynslu. Mig lang­ aði að fá meiri æfingu út úr þessu. Ég keppi til dæmis núna með strák­ unum. Þeir eru ekkert rosalega sátt­ ir að ég sé að keppa við þá; þeir vilja ekki tapa fyrir stelpu. Mér finnst skemmtilegra að keppa á móti strákum; maður verður aggressívari og í raun sterkari.“ Verður glöð Bryndís sagði að motocross væri svolítið hættulegt og hefur hún fengið að kenna nokkrum sinnum á því og hafa nokkur óhappanna haldið henni frá æfingum. „Ef lækn­ irinn segir að það taki tvær vikur að jafna mig þá eru það tvær vikur og þá er það búið. Þá fer ég til sjúkra­ þjálfara og vinn í því að styrkja mig.“ Bryndísi finnst hjólamennskan þess virði þrátt fyrir óhöpp. „Þetta er skemmtilegt og áhugavert. Þetta er allt. Allt sem maður getur beðið um.“ Hún segir nauðsynlegt að for­ eldrar styðji krakka sem eru í þessu sporti. „Það er ekki hægt að keyra krakka út á braut og skilja þá þar eftir með bensínbrúsa og fara svo. Maður þarf að hafa einhvern með sér sem styður mann og hjálpar eins og for­ eldrar mínir eru búnir að gera.“ Bryndís er tilbúin til að fórna miklu til að geta stundað moto­ cross. Þetta er tímafrek íþrótt og það getur tekið nokkra klukkutíma að fara að hjóla í hvert skipti; komast á staðinn, hjóla, fara heim og svo þarf að þrífa hjólið. „Ég verð glöð þegar ég fer að hjóla. Þetta er það sem ég elska.“ Svava Jónsdóttir „Ég er búin að hjóla víða um heim og mér finnst Ísland vera einstakt. Náttúran hérna er svo fjölbreytileg. „Til að kóróna það var þetta drulludý þannig að ég sökk dýpra í hvert skipti sem ég hreyfði mig. Mér fannst þetta mjög fyndið. Theodóra Björk Heimisdóttir „Adr- enalínið flæðir, þessu fylgir samvera með fjöl- skyldunni, maður tekur á og þetta er skemmtilegt sport.“ Myndir sigTryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.