Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Qupperneq 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 11. júlí 2011 Mánudagur Fallslagur í Laugardal n Tíunda umferðin í Pepsi-deild karla klárast með þremur leikjum í kvöld, mánudag. Leikur kvöldsins er fallslagur Fram og Grindavíkur á Laugardals- vellinum. Grindavík tapaði 7-2 fyrir FH í síðasta leik og Fram hefur ekki enn unnið leik. Hinir leikirnir eru viðureign Keflavíkur og Víkings á Nettó-vellinum í Keflavík en þessir tveir leikir hefjast klukkan 19.15. Klukkan 20 hefst svo leikur Vals og Stjörnunnar á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Þrír leikir hjá konunum n Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hefst á þriðjudagskvöld með þremur leikjum. Nágrannarnir Breiðablik og Stjarnan eigast við á Kópavogs- velli klukkan 19.15 en jafnan er mikill hiti þegar þessi tvö lið mætast. Þá er einnig stórleikur í Eyjum þar sem nýliðarnir og spútniklið ÍBV tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals en sá leikur hefst klukkan 18. Þá fara Fylkiskonur í heimsókn til Grindavíkur og hefst sá leikur einnig klukkan 19.15. Erfitt hjá Leikni n Heil umferð fer fram í 1. deild karla á þriðjudagskvöldið þegar ellefta umferðin verður leikin í heild sinni. Leiknir, sem enn á eftir að vinna leik í sumar, heldur upp á Skaga og mætir þar liði ÍA sem enn hefur ekki tapað leik í deildinni. Margir aðrir áhugaverðir leikir eru á dagskránni en ÍR-ingar taka á móti Ólafs- víkingum, í Grafarvogi verður boðið upp á Reykjavíkurslag Fjölnis og Þróttar, Grótta tekur á móti HK, KA fer í heimsókn vestur og mætir þar BÍ/Bolungarvík og þá taka Haukar á móti Selfyssingum. Skagamenn tróna á toppi deildarinnar með 28 stig en Selfoss er í öðru með 22 stig. Neðst eru Leiknir og HK með 4 stig en hvorugt lið hefur unnið leik. Molar S pánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom fyrstur í mark á Silverstone-brautinni í Bretlandi á sunnudaginn en þetta var fyrsti sigur kapp- ans á tímabilinu. Red Bull-mennirn- ir Sebastian Vettel og Mark Webber skipuðu svo annað og þriðja sæt- ið. Vettel komst snemma í forystu í keppninni og virtist sem svo að hann ætlaði að vinna enn eina keppnina með fáheyrðum yfirburðum. Alonso sótti þó stíft að honum og þegar Red Bull gerði mistök í þjónustuhléi var Alonso allt í einu orðinn fremstur og þeirri stöðu hélt hann með glæsibrag allt til loka. Þar sem Lewis Hamilton náði að- eins fjórða sætinu og Jenson Button þurfti að draga sig úr keppni vegna mistaka í þjónustuhléi náði Vettel að auka forskot sitt í keppni öku- þóra upp í 80 stig. Það er þó allavega huggun harmi gegn fyrir aðdáendur Formúlunnar að í það minnsta virð- ist Ferrari vera að ná hinum ótrúlega Red Bull-bíl sem hefur virkað ósigr- andi hingað til. Einstakt að keyra hér „Ég veit ekki hvort ég hafi fengið þetta gefins en vissulega var ég orð- inn fremstur eftir mistök Red Bull,“ sagði Fernando Alonso á blaða- mannafundi eftir keppnina. „Eftir að ég náði fyrsta sætinu byrjaði ég að auka forystuna jafnt og þétt. Lykilatriðið var bara að gera engin mistök í dag og halda bílnum á brautinni því grasið var blautt og þangað vildi maður ekki fara. Ég var bara rólegur alla keppn- ina, meira að segja þegar Vettel fór fram úr mér í byrjun, því ég vissi að ég fengi aftur tækifæri sem ég síðan nýtti mér,“ sagði Spánverjinn sem vann þarna sína 27. keppni á ferl- inum. Fyrsta Formúlumótið fór fram á Silverstone fyrir 61 ári og er keppnin því mjög sérstök fyrir ökumenn. „Það er auðvitað stórkostlegt að vinna á Silverstone. Sagan er svo rík hér. Í gær fékk ég líka að keyra fyrsta Ferr- ari-bílinn sem vann Formúlumót en það var einmitt hér fyrir 60 árum síð- an. Ég vann keppnina í gær á honum og svo í dag á nýja Ferrari-bílnum. Þetta er það magnaða við Ferrari, ákafinn og ástin fyrir þessari íþrótt er svo mögnuð. Þetta er ótrúlegt lið,“ sagði sigurreifur Alonso. Búist við góðu gengi Ferrari Ekki var rætt meira um neitt um helgina á Silverstone en reglubreyt- ingar sem alþjóðaakstursíþrótta- sambandið, FIA, vildi gera rétt fyr- ir keppnina á afturvængnum sem vinnur með loftið er bílarnir vinna úr og verður til þess að þeir haldast nær jörðinni. Banna átti að hægt væri að opna afturvænginn og loka að vild. Sú reglubreyting hentaði Ferrari afskaplega vel þar sem bíllinn þeirra er ekki með slíkan búnað. Aftur á móti hafa heimsmeistarar Red Bull notað þennan væng óspart en sam- þykkti liðið samt að nota hann ekki í þessari keppni, vitandi það að önnur lið hefðu þá klárlega forskot. Gríðarlega mikið umstang og reiði var á meðal liðanna alla helgina, ekki síst vegna tímasetningar FIA. Vana- lega hafa reglur sem settar eru fyrir tímabilin verið látnar standa og ekki hægt að breyta þeim fyrr en árið á eftir. Í ár virðast öll svoleiðis lögmál vera fokin út í buskann því ekki má gleyma reglubreytingum í miðjum keppnum, bæði í Mónakó og í Kan- ada. Hörmung hjá heimamönnum Gríðarlegar endurbætur hafa verið gerðar á Silverstone-brautinni síð- astliðin misseri enda höfðu staðar- haldarar þar lofað að bæta aðstöð- una til þess að fá áframhaldandi samning. Kom til greina áður en ráð- ist var í endurbætur að hætta keppn- um á fæðingarstað íþróttarinnar. Nýtt hús hefur verið byggt sem skartar mögnuðu þaki en það er í laginu eins og vængur á sprengju- flugvél. Í seinni heimsstyrjöldinni var Silverstone flugvöllur breska flughersins en þar voru geymdar sprengjuflugvélar. Því miður fyrir Bretana náðu þeir engum árangri á heimavelli að þessu sinni. Lewis Hamilton á McLar- en endaði í fjórða sæti en hann hóf keppnina tíundi og keyrði ótrúlega vel. Það dugði þó ekki til. Hinir Bret- arnir, Paul di Resta á Force India og Jenson Button á McLaren, lentu þó verr í því. Viðgerðarmenn Force India gleymdu að koma með rétt dekk fyrir di Resta í einu viðgerðar- hléinu en á þeim tíma var nýliðinn í sjöunda sæti. Hann endaði fimm- tándi. Þegar lítið var eftir af keppn- inni var Button svo hleypt af stað úr þjónustuhléi áður en var búið að festa hægra framdekkið. Hann gat keyrt á því út af þjónustusvæðinu en stoppaði þar og þurfti að draga sig úr keppni. Vettel passar sig á Ferrari „Á sumum stöðum í brautinni átti ég möguleika á að ná Alonso en það bara gekk ekki. Eftir það fór ég inn á þjónustusvæðið og þar var ég of lengi. Keppnin var samt góð. Ég byrjaði vel, náði góðu forskoti en við vorum of lengi á sömu dekkjunum og sóttum sigurinn ekki nægilega hart. Við gerðum of mikið af litlum mistökum þannig að það má alveg segja að Ferrari hafi unnið okkur heiðarlega,“ sagði heimsmeistar- inn Sebastian Vettel á blaðamanna- fundi eftir keppnina en hann horfir nú á Ferrari sem sinn helsta keppi- naut. „Það hefur verið að gerast að undanförnu að Ferrari hefur verið að bæta sig. Alonso hefur átt góða sunnudaga þannig við þurfum klár- lega að passa okkur. Fyrst og fremst þurfum við samt að horfa í eigin barm og reyna að halda þessu for- skoti sem við höfum verið með,“ sagði Sebastian Vettel. Vonbrigði Bretanna n Fernando Alonso vann fyrsta sigur sinn á árinu á Silverstone n Tómt vesen á heima- mönnum sem komust ekki á verðlaunapall n Sigur Alonsos jók forystu Vettels á toppnum Formúla 1 Silverstone-kappaksturinn Nafn Lið Tími 1. Alonso Ferrari 1:28:41.196 2. Vettel RBR-Renault +16.5 sek. 3. Webber RBR-Renault +16.9 sek. 4. Hamilton McLaren-Mercedes +28.9 sek. 5. Massa Ferrari +29.0 sek. 6. Rosberg Mercedes +60.6 sek. 7. Perez Sauber-Ferrari +65.5 sek. 8. Heidfeld Renault +75.5 sek. 9. Schumacher Mercedes +77.9 sek. 10. Alguersuari STR-Ferrari +79.1 sek. Staðan í stigakeppni ökumanna Nafn Lið Stig 1. Sebastian Vettel Red Bull 204 2. Mark Webber Red Bull 124 3. Fernando Alonso Ferrari 112 4. Jenson Button McLaren 109 5. Lewis Hamilton McLaren 109 6. Felipe Massa Ferrari 52 7. Nico Rosberg Mercedes 40 8. Nick Heidfeld Renault 34 9. Vitaly Petrov Renault 31 10. Michael Schumacher Mercedes 28 Staðan í stigakeppni bílasmiða Lið Stig 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164 4. Mercedes 68 5. Renault 65 6. Sauber 33 7. Toro Rosso 17 8. Force India 12 9. Williams 4 10. Lotus 0 Úrslit Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is „Ég var bara ró- legur alla keppn- ina, meira að segja þegar Vettel fór fram úr mér í byrjun, því ég vissi að ég fengi aftur tækifæri sem ég síðan nýtti mér. Fernando Alonso Fyrsti sigurinn í ár Alonso fagnaði vel á Silverstone. MyNd rEuTErS Glæsilegt mannvirki Nýja húsið á Silverstone er tilvísun í söguna, en sprengjuvélar voru þar í seinni heimsstyrjöldinni. MyNd rEuTErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.