Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 31. ágúst 2011 Miðvikudagur S krifað var undir sam- komulag um fjármögnun Vaðlaheiðar ganga fyrir tveimur vikum. Undir það rituðu fjármálaráðuneytið og félagið Vaðlaheiðargöng hf. en hluthafar þess eru Vegagerðin, sem fer með 51 prósents eignarhlut, og Greið leið ehf. sem á 49 prósenta hlut. Greið leið er að stærstum hluta í eigu Akureyrarbæjar (35,91 prósent), KEA (22,67 prósent) og Þingeyjar- sveitar (11,33 prósent). Mun Vaðla- heiðargöng hf. gefa út skuldabréf sem ríkissjóður kaupir jafnt og þétt á framkvæmdatímanum. Er Vaðla- heiðargöngum ætlað að innheimta veggjöld og þannig á að endurgreiða skuldabréfin. Áætlaður kostnaður nemur 10,4 milljörðum króna og gera áætlan- ir ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok 2014. Göngin verða 7,5 kílómetrar að lengd og munu þau stytta hringveginn um 16 kílómetra og spara fólki um níu mínútur við akstur. Þegar hafa sex aðilar lýst yfir áhuga á því að bjóða í framkvæmd ganganna en á meðal þeirra eru Ís- lenskir aðalverktakar, Marti Contrac- tors frá Sviss og Ístak. Opnað verður fyrir tilboð þann 4. október. Umdeild fjármögnun Mjög skiptar skoðanir hafa verið um aðkomu ríkisins að Vaðlaheiðargöng- um. Upphaflega var reynt að fá lífeyr- issjóðina til að koma að fjármögnun ganganna en þeir hættu við vegna deilna um vaxtakostnað. Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu um liðna helgi. Samkvæmt útreikning- um telur hann að tekjur sem Vaðla- heiðargöng hyggst innheimta í formi veggjalda muni líklega einungis duga fyrir vaxtagjöldum af lánum sem rík- issjóður hyggst veita. Þá á eftir að standa skil á öðrum liðum eins og rekstrarkostnaði og afborgun höfuð- stóls. Miða útreikningar hans við að veggjald gæti skilað um 440 milljón- um króna á ári ef allir sem fara um svæðið borga 950 krónur auk virðis- aukaskatts. Að meðaltali fara 1.256 bílar á dag um Víkurskarð. „Þetta verkefni er á engan hátt einkafjármögnun: Ríkið leggur til fjár- magnið, ríkið tekur áhættu af fram- kvæmdinni og áhættu af rekstraraf- komu. Þessi aðferð við fjármögnun skilar skattborgurum landsins því engum ávinningi sem sönn einka- fjármögnun gæti gert, það er þar sem einkaaðilar leggja til fjármagn og bera af því framkvæmda- og rekstr- aráhættu. Það er deginum ljósara að til þessara útgjalda má því aðeins stofna að þau séu á fjárlögum og þau komi skýrt fram í reikningum ríkis- sjóðs sem slík. Allt annað er blekking,“ skrifaði Erlendur í grein sinni. Ætti að bókfæra sem ríkisút- gjöld „Ég sótti upplýsingar um núverandi umferðarþunga og miðaði við að allir myndu greiða 950 krónur fyrir hverja ferð um göngin. Það gefur af sér þá peninga á ári sem myndu duga fyrir vaxtakostnaði í besta falli. Auðvitað vænti ég þess að þeir sem standa að þessari fjárfestingu hafi gert ein- hverjar áætlanir og rannsóknir. Það kæmi mér þó á óvart að þær legðu til að tekjur yrðu mikið hærri. Mínir út- reikningar miða við alla bíla sem fara þarna um. Þetta er því frekar ríflegt ef eitthvað er,“ segir Erlendur í samtali við DV. Hann segist hafa komið að því að skipuleggja fjármögnun Hvalfjarðar- ganga fyrir um 15 árum. „Að baki því lá alveg gríðarleg vinna við útreikn- inga. Rekstrarkostnaður við að reka göng er það áhættuminnsta. Hvernig framkvæmd tekst til og hverjar tekj- urnar verða er hins vegar allt ann- að mál. Mér finnst það ótrúverðugt að Vaðlaheiðargöng geti skilað höf- uðstóli af lánum til baka,“ segir Er- lendur. Það sé því miklu eðlilegra að bóka þetta sem ríkisútgjöld. „Það er afskaplega lítið einkafjármagn í þessu þegar upp er staðið ef ríkið leggur bæði til fjármagn og tekur síðan alla áhættuna líka.“ Viðræðum slitið við lífeyrissjóði „Viðræðunefnd lífeyrissjóðanna var í formlegum viðræðum við fulltrúa frá samgönguráðuneytinu og Vegagerð- inni frá því í júlí og fram í desember í fyrra en þá slitnaði upp úr viðræð- unum. Verkefnin voru tvenns kon- ar. Annars vegar suðurverkefni sem snéri að Suðurlandsvegi, Reykjanes- braut og Vesturlandsvegi. Hins veg- ar norðurverkefni sem voru Vaðla- heiðargöng. Þessar viðræður stefndu í jákvæða niðurstöðu og var gert ráð fyrir gjaldtöku í nokkur ár eftir að framkvæmdum yrði lokið. Svo slitn- aði upp úr viðræðunum þar sem við náðum ekki saman um vaxtakjör en við höfðum hins vegar náð saman um aðra þætti. Ríkið sleit því þessum viðræðum,“ segir Arnar Sigurmunds- son, formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða (LL) í samtali við DV. Sam- kvæmt glærum sem kynntar voru lífeyrissjóðunum átti kostnaður við Vaðlaheiðargöng að nema 7,1 millj- arði króna en ekki 10,4 milljörðum líkt og núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Veggjald dugar ekki fyrir vöxtum Samkvæmt frétt á heimasíðu LL kem- ur fram að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hafi ekki veitt ríkinu heimild til að gefa sjálft út skuldabréf og endur- lána síðan félögum sem kæmu að vegaframkvæmdum. Nú virðist þetta þó vera reyndin. Ríkissjóði er ætlað að kaupa skuldabréf af Vaðlaheiðar- göngum. Lífeyrissjóðirnir höfðu náð saman við fulltrúa ríkisins um að fjár- magna vegaframkvæmdirnar með verðtryggðu láni til 30 ára með 3,9 prósenta vöxtum. Eins og sjá má í töflu með frétt myndi vaxtakostnað- ur vegna Vaðlaheiðarganga nema um 480 milljónum króna á ári miðað við 3,7 prósenta vexti og þriggja prósenta verðbólgu út lánstímann. Samkvæmt útreikningum Erlend- ar sem vitnað var í hér að ofan taldi hann að veggjald gæti að hámarki skilað 440 milljónum á ári sem mun því ekki duga fyrir vaxtakostnaði mið- að við bestu forsendur. Verðbólga hefur hins vegar verið 6,13 prósent að meðaltali síðan krónan var sett á flot í mars árið 2001. Þannig myndi vaxtakostnaður aukast í 980 millj- ónir króna út lánstímann ef verbólga yrði að meðaltali sex prósent næstu 30 árin. Þar með myndi veggjald ein- ungis duga fyrir litlum hluta af vaxta- kostnaði, hvað þá öðrum kostnaði. Kjördæmapot þingmanna Þingmenn stjórnarmeirihlutans í Norðausturkjördæmi hafa sætt tölu- verðri gagnrýni fyrir meint kjördæma- pot í tengslum við Vaðlaheiðargöng. Þannig hafa þeir Kristján L. Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- menn Samfylkingarinnar í kjördæm- inu, verið miklir fylgismenn þess að ráðast í gangagerð. Kristján L. Möll- er var aðalsamningamaður ríkisins í viðræðunum við lífeyrissjóðina um fjármögnun Vaðlaheiðarganga og sit- ur í stjórn félagsins. „Lífeyrissjóðirnir eru ekki alveg komnir niður á jörð- ina hvað varðar vaxtastigið í landinu,“ sagði Kristján í samtali við Morgun- blaðið þegar viðræðum var slitið við lífeyrissjóðina í desember. Ólíklegt verður að teljast að núverandi fjár- mögnun fáist með betri vaxtakjörum en þeim sem lífeyrissjóðirnir buðu. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra lagði blessun sína yfir fjár- mögnunina þegar hún var í höfn fyrir tveimur vikum. „Já, þessi fram- kvæmd, hún fjármagnar sig sjálf, það eru veggjöld framtíðarinnar sem munu borga niður þessa fjárfestingu og það er ein ástæðan fyrir því að í hana er hægt að ráðast þó að fjárhag- ur ríkisins sé jafn erfiður og raun ber vitni,“ sagði Steingrímur í samtali við RÚV. „Greið leið ehf. skal endurræst með ríkið í meirihlutaeigu og með ríkið sem ábyrgðartaka fyrir öllum lánum, stofnkostnaði. Kúnstin er að félagið fari þá í E hluta í fjárreiðu- málum ríkisins, skuldbindingar þess verði þannig duldar og njóti ekki eft- irlits eða afskipta fjárveitingavaldsins. Fari félagið verulega halloka í rekstri, mun tapið samt auðvitað lenda á ríkissjóði […] Formgerðin um götun Vaðlaheiðar er móðgun við íslenskan almenning árið 2011. Ef leggja á í götun Vaðlaheiðar er eins gott að upplýst verði strax að bein ríkisútgjöldin verða að öllum líkum á bilinu 6 til 7 milljarðar til þeirra fram- kvæmdar, þótt tekjur af veggjaldi komi til sögunnar,“ skrifaði Baldur Andrés- son arkítekt um fjármögnun Vaðla- heiðarganga í pistli sem birtist á bloggi Ögmundar Jónassonar innanríkisráð- herra. Flestum hlýtur því að vera ljóst að ef áætlanir um innkomu af veg- gjöldum munu ekki standast þarf ríkið á endanum að taka á sig tapið. Óraunhæf fjármögnun á Vaðlaheiðargöngum n Erlendur Magnússon telur rangt að tala um einkaframkvæmd n Talið að veggjöld muni í mesta lagi duga fyrir vaxtakostnaði n Arnar Sigurmundsson segir að lífeyrissjóðirnir hafi hætt við vegna deilu um vaxtakostnað „Að meðaltali fara 1.256 bílar á dag um Víkurskarð Dýr jarðgöng Áætlaður kostnaður við Vaðlaheiðargöng nemur 10,4 milljörðum króna. Annas Sigmundsson as@dv.is Samgöngur Kostnaður við fjármögnun Vaðlaheiðarganga miðað við 30 ára lánstíma og 3,7 prósenta vexti. Áætlaður kostnaður við göngin er 10,4 milljarðar króna. Verðbólga: 3% Vextir á ári: 483 milljónir* Alls kostnaður: 24,9 milljarðar kr. Verðbólga: 6% Vextir á ári: 983 milljónir* Alls kostnaður: 39,9 milljarðar kr. *Inni í vaxtatölu eru verðbætur sem deilast jafnt niður á lánstímann Verðbólgan mikill óvissuþáttur Telur veggjöld vart duga fyrir vaxtakostnaði Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri telur að veggjöld sem innheimta á við Vaðlaheiðargöng muni í besta falli duga fyrir vaxtakostnaði. Lífeyrissjóðir niður á jörðina Þegar viðræður ríkisins við lífeyrissjóðina um að- komu þeirra að Vaðlaheiðargöngum fóru út um þúfur vegna deilna um vaxtakjör sagði Kristján L. Möller að lífeyrissjóðirnir yrðu að koma niður á jörðina varðandi vaxtastigið í landinu. Mun ríkið borga? Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra fullyrti fyrir stuttu að Vaðlaheiðargöng myndu fjármagna sig sjálf. Margir efast þó um þær fullyrðingar en stærsta áhættan vegna fjármögnunar ganganna er ríkisins sem þarf að taka á sig kostnaðinn ef áætlanir ganga ekki upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.