Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 31. ágúst 2011
S
pár sem gerðar voru við
upphaf samstarfs Íslands
og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (AGS) hafa ekki gengið
að fullu eftir. Gengi íslensku
krónunnar er enn á svipuðum slóð-
um og það var síðla árs 2008 þegar
upphaflega áætlun Íslands og AGS
var samþykkt. Eitt af markmið-
unum með samstarfinu við sjóð-
inn var einmitt að tryggja stöðug-
leika í gengismálum og var gert ráð
fyrir því að gengið myndi styrkj-
ast á tímabilinu. Þá eru gjaldeyris-
höft enn víðtæk og og sumu leyti
strangari en gert var ráð fyrir í upp-
hafi áætlunarinnar. Þetta kemur
fram í Morgunkornum greiningar
Íslandsbanka sem tekur saman ár-
angurinn af starfinu og efndir. Fjár-
lagahalli er minni en ráðgert hafði
verið en hins vegar er mælist at-
vinnuleysi meira og hagvöxtur hef-
ur verið minni en gert hafði verið
ráð fyrir.
Minni halli
Markmiðið með samstarfinu varið
AGS var þríþætt. Í fyrsta lagi að koma
í veg fyrir frekara gengisfall krónunn-
ar og koma á stöðugleika í gengis-
málum. Í öðru lagi átti að tryggja
sjálfbærni ríkisfjármála til meðal-
langs tíma og í þriðja lagi að endur-
reisa fjármálakerfi landsins sem var
í molum eftir hrunið í október 2008.
Greining Íslandsbanka telur að
tvö af þremur stóru markmiðunum
hafa í stórum dráttum náðst. Í áætl-
uninni var gert ráð fyrir að fjárlaga-
halli yrði 7,3% á þessu ári en sam-
kvæmt fjárlögum er hann umtalsvert
lægri eða um 3%. Íslandsbanki tel-
ur því að stjórnvöld geti með góðri
samvisku fullyrt að aðlögun ríkisfjár-
mála hafi gengið samkvæmt áætlun-
inni. Stór þáttur í því hafi verið að
endurreisn bankanna reyndist tals-
vert ódýrari fyrir ríkið en upphaflega
áætlun um hreinan kostnað upp á
55% af vergri landsframleiðslu gerði
ráð fyrir. Þá var gert ráð fyrir því að
Icesave-málið myndi kosta allt að
19% af landsframleiðslu, en engin
niðurstaða er komin í málið því Ice-
save fyrir dómstóla á næstu misser-
um.
Meira atvinnuleysi
Bankinn telur að árangurinn af sam-
starfinu hvað varðar stöðugleika
krónunnar hafa verið blendari. Tek-
ist hafi að koma í veg fyrir algjört hrun
með umfangsmiklum gjaldeyrishöft-
um og aðhaldssamri peningamála-
stefnu. Hins vegar „eru gjaldeyrishöft
enn víðtæk, og að sumu leyti strangari
en þau voru við upphaf áætlunarinn-
ar, þrátt fyrir að í henni hafi verið gert
ráð fyrir að þau yrðu afnumin á áætl-
unartímanum sem þá var reiknað
með að yrði um tvö ár. Höftin koma í
veg fyrir að þau kerfislægu vandamál
sem enn eru í íslensku efnahagslífi
endurspeglist af fullum þunga í efna-
hagsframvindunni.“
AGS gerði ráð fyrir að í lok áætl-
unarinnar yrði atvinnuleysi hér á
landi um 5,4% en samkvæmt spá
Seðlabanka Íslands er gert ráð fyr-
ir 7,1% atvinnuleysi í ár. Hagvöxt-
ur átti að vera farinn að taka við
sér og spáði AGS 4,5% hagvexti. Í
reynd er hann hins vegar um 3% á
þessu ári.
n Meira atvinnuleysi en AGS gerði ráð fyrir n Minni fjárlaga-
halli n Spár um afnám gjaldeyrishafta gengur ekki eftir
AGS spáði
ekki rétt
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Gjaldeyrishöft
Spá AGS:
Gjaldeyrishöftin afnumin
á áætlunartímabilinu
Í reynd:
Gjaldeyrishöft enn víðtæk
Hagvöxtur 2011
Spá AGS: 4,5%
Í reynd: 3%
Atvinnuleysi 2011
Spá AGS: 5,4%
Í reynd: 7,1%
Fjárlagahalli 2011
Spá AGS: 7,3%
Í reynd: 3%
Höfuðstöðvar AGS á Íslandi
Mikil mótmæli voru höfuðstöðvar AGS
í fyrrasumar. Mynd Hörður SveinSSon
hræðslu og að hann játaði að hafa
reynt að breyta honum sér í hag hjá
lögreglunni. „En ég sé að það gengur
ekki,“ sagði hann svo.
Ríkharð vildi meina að hann hefði
ekki átt neinn þátt í árásinni. Hann
viðurkenndi þó að hafa reiðst mannin-
um vegna þeirra lyga sem hann hefði
borið út. Aðspurður hvort hann hefði
hótað manninum sagði hann: „Stór
orð voru látin falla,“ en það hefðu þá
verið hótanir um barsmíðar. „Hótan-
irnar beindust ekki að fjölskyldu hans
eða neitt þannig. Ég hef kannski sagt
ég lem þig ef þú gerir þetta aftur, eða
eitthvað svoleiðs.“
„orð geta ekki lýst því hvernig
þetta var“
Vitnaleiðslur voru færðar yfir í annan
sal þegar ungi maðurinn og foreldrar
hans báru vitni. Það var gert svo ekki
væri hætta á að Davíð og Ríkharð gætu
haft áhrif á vitnisburð þeirra með nær-
veru sinni. Hann var skýr í framburði
sínum, rólegur og yfirvegaður, þegar
hann lýsti raunum sínum fyrir dómi.
Hann er dökkhærður og strákslegur í
útliti en líklega brenndur fyrir lífstíð.
Hann lýsti því hvernig barsmíðarn-
ar byrjuðu fyrirvaralaust þegar hann
kom á dvalarstað Ríkarðs að Bæjar-
hrauni. „Davíð hringir og segist vilja
hitta mig. Hann kemur og sækir mig í
iðnaðarhúsnæði á Holtinu. Við förum
til Ríkharðs og þegar við komum inn
heldur Rikki á sverði og spyr hvar tölv-
an hans sé. Davíð kemur inn í það og
þeir byrja báðir að berja mig. Segja mig
hafa svikið þá. Ég vildi vita hvernig en
þeir sögðu bara að ég hefði svikið þá.
Þeir lömdu mig í bak og fyrir og sögðu
að ef ég myndi ekki redda þeim ferða-
tölvu og tveimur sjónvörpum myndu
þeir drepa mig.“ Um árásina sjálfa
sagði hann að Ríkharð hefði kastað að
honum skærum og lamið hann með
tölvusnúru. Þegar dómari spurði um
andlitsáverka mannsins sagði hann
að tvímenningarnir hefðu slegið hann
með þeim afleiðingum að blóðpoki
myndaðist undir öðru auganu. Þeir
hefðu síðan slegið hann ítrekað í and-
litið með það fyrir augum að blóðpok-
inn spryngi. „Voðalega tekur andlitið á
þér vel við höggum,“ höfðu þeir á orði
við barsmíðarnar. „Orð geta ekki lýst
því hvernig þetta var,“ sagði ungi mað-
urinn. Rödd hans var stöðug og sterk
en sjálfur er hann ekki sami maður og
hann var fyrir árásina. „Ég er ekki með
fulla sjón á öðru auga og ekki fullan
styrk í vinstri hendi. Ég fæ verki í bakið
og ég er alltaf mikið þreyttari en ég var,“
sagði hann þegar saksóknari bað hann
um að lýsa afleiðingum áverkanna. Af-
leiðingarnar eru ekki bara líkamlegar.
Ungi maðurinn býr í foreldrahúsum og
hefur ekki farið af heimili sínu nema í
örfá skipti og þá í fylgd ættingja. Hann
óttast um líf sitt. Hann óttast hefndar-
aðgerðir og ekki að ástæðulausu því
reynt hefur verið að hafa upp á honum
eftir að Ríkharð og Davíð voru hneppt-
ir í gæsluvarðhald.
Hann var spurður út í þær afleið-
ingar sem árásin hefur haft á fjöl-
skyldu hans. „Pabbi er búinn að styrkja
útidyrahurðina og setja krækjur á
gluggana. Mamma er svo hrædd út af
þessu öllu að það er ekki hægt að lýsa
því,“ sagði hann.
vitstola af hræðslu
Átakanlegt var hlusta á foreldra hans
lýsa þeim afleiðingum sem árásin
hefur haft á fjölskylduna. Bæði móð-
ir hans og faðir brotnuðu saman og
grétu í vitnaleiðslum. Móðir fórn-
arlambsins er ósköp venjuleg kona
á miðjum aldri. Kona sem lifir nú í
stöðugum ótta við ofbeldismenn.
Hún byrjaði að segja frá því hvernig
hún hefði reynt að hringja ítrekað í
son sinn aðfaranótt 11. maí, án ár-
angurs. „Hann svaraði ekki og það er
óvanalegt. Ég hélt áfram að hringja
og að lokum var svarað. Það var ekki
sonur minn heldur maður sem sagð-
ist heita Brynjar. Það var skellt á og
ekkert svarað eftir það. Daginn eft-
ir var hringt í mig af lögreglustöð-
inni og ég var spurð að nafni.“ Hún
sagði son sinn hafa komið í símann
og hafa verið vitstola af hræðslu.
„Hann sagði bara mamma, mamma,
komdu og sæktu mig, komdu og
sæktu mig.“ Hún hringdi í föður hans
sem fór á lögreglustöðina og sótti
hann. Faðir hans lýsti því hvern-
ig sonur hans hefði legið á gólfinu í
herbergi á lögreglustöðinni þegar
hann bar að garði. „Hann var greini-
lega skíthræddur. Hann var alveg
að fara á taugum.“ Við minninguna
brotnaði faðir hans saman en hélt
áfram. „Hann nefndi Rikka og Dav-
íð. Ég varð alveg öskureiður að hann
skyldi vera búinn að koma sér í
vandræði. Þegar við keyrðum burt
lagðist hann í aftursætið og var al-
veg vitstola af hræðslu.“ Þegar heim
var komið tóku foreldrar hans eftir
áverkum hans. „Útlitið á honum var
hræðilegt. Hann sagðist hafa náð að
sleppa en hann hefði haldið að þeir
ætluðu að drepa sig.“ Móðirin sagði
son sinn hafa einangrað sig og fara
ekki út úr húsi. Hann væri óöruggur
og miður sín yfir að hafa komið sér
og fjölskyldunni í þessar aðstæður.
Faðir hans sagði að sér liði eins
og fanga á eigin heimili. Móðir
hans upplifir einnig frelsissviptingu.
Þau eru hrædd um líf sitt og óttast
hefndaraðgerðir. Þau lifa nú í stöð-
ugum ótta og hafa íhugað að flytja
úr landi. Þau vita til þess að kunn-
ingjar Davíðs og Ríkharðs hafi reynt
að hafa upp á þeim en þeir gengu á
milli húsa í götunni þeirra og leituðu
að þeim. „Þá upphófst mikið panikk
og við hringdum í lögregluna. Það
komu fjórir bílar en þeir voru farnir.“
Hann bar lögreglunni vel söguna og
sagði hana alltaf vera í kallfæri.
Nágranni fjölskyldunnar kom fyr-
ir dóminn sem vitni og staðfesti að
tveir menn hefðu leitað að foreldrum
fórnarlambsins. „Ég spurði þá hvers
vegna þeir væru að leita að [foreldr-
unum, innsk. blm.]. Þeir sögðust
vera með tilboð sem þeir gætu ekki
hafnað.“
farðað yfir áverka
„Litu út fyrir að vera vinir“
n Á meðal þeirra sem báru vitni í málinu var hár-
greiðslumaðurinn og stílistinn Karl Berndsen. Hann er
eigandi hárgreiðslustofunnar Bjútíbars þar sem Davíð fór
í klippingu.
Hann var beðinn um að lýsa sinni aðkomu að málinu.
Hann kom inn á Bjútíbar og sá þá ungan mann sitja í
sófa frammi í biðstofu. „Þeir voru komnir inn þegar ég
kom. Annar þeirra lá í sófanum frammi á biðstofu og mér
fannst það mjög undarlegt. Þeir voru einu viðskiptavin-
irnir á stofunni og ég veitti þeim kannski sérstaka eftir-
tekt út af útliti þeirra.“ Hann sagði þá þannig útlítandi
að þeir væru ekki eftirsóknarverðir kúnnar. Aðspurður
sagðist hann ekki hafa tekið eftir áverkum á fórnarlamb-
inu og ekki tekið eftir því að það væri þar gegn eigin vilja.
„Þeir litu út fyrir að vera vinir,“ sagði Karl.