Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 22
22 | Erlent 31. ágúst 2011 Miðvikudagur N ú lítur út fyrir að hin alræmda þýska efnaverksmiðja I.G. Farben heyri sögunni til en hún var stór- tæk í samvinnu við stjórnvöld í Þýskalandi Adolfs Hitler um framleiðslu á efninu Zyklon B sem var notað til að myrða gyðinga í útrýmingarbúðum nasista. Nafn fyrirtækisins hef- ur allar götur síðan tengst Hel- förinni nánast órofa böndum og má segja að dauðastríð þess hafi tekið hálfa öld og áratug betur. Nú, 66 árum eftir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar, er svo komið að efnafyrirtæk- ið illræmda verður afskráð úr þýsku kauphöllinni. Skipta- stjórar hafa farið þess á leit að það verði gert en fyrirtækið hefur verið í greiðslustöðvun síðan árið 2003. Stórfyrirtæki á sínum tíma Sögu I.G. Farben (Interes- senGemeinschaft Farbenind- ustrie) má rekja aftur til ársins 1925 þegar sex þýsk efnafyrir- tæki; BASF, Bayer, Hoechst, Agfa, Griesheim-Elektron og Weiler Ter Meer, gengu í eina sæng og úr varð ekki einasta stærsta efnaverksmiðja heims heldur einnig, á tímabili, fjórða stærsta fyrirtæki veraldar. Að- eins fyrirtækin General Mot- ors, U.S. Steel og Standard Oil voru stærri. Stærstu hluthafar í I.G. Farben á þeim tíma voru BASF, Bayer og Hoechst og eru þau fyrstnefndu enn þann dag í dag á meðal stærstu efna- framleiðenda í heimi hér. Fyrir samruna þeirra efna- verksmiðja sem runnu saman í I.G. Farben árið 1925 áttu þau með sér náið samstarf allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinn- ar og því kannski ekki að undra að þau yrðu eitt þegar frá leið. En þegar síðari heimsstyrj- öldin var í sjónmáli og þýsk stjórnvöld lögðu á ráðin um innrás í Tékkóslóvakíu og Pól- land var náið samstarf með I.G. Farben og embættismönn- um nasista og gáfu stjórn- endur fyrirtækisins nasistum fyrirmæli um hvaða efnaverk- smiðjum í áðurnefndum lönd- um skyldi hlíft við eyðilegg- ingu og komið í hendur I.G. Farben. I.G. Farben þróaði aðferð til að vinna eldsneyti og gúmmí úr kolum og lagði með þeim hætti mikið af mörkum svo Þýskalandi væri kleift að halda úti hernaði þrátt fyrir að hafa misst aðgengi að öllum helstu olíulindum. Efnaverksmiðja og dauðaverksmiðja Þegar Pólland og Tékkósló- vakía höfðu verið innlimuð í Þýskaland Hitlers urðu hæg heimatökin fyrir I.G. Farben og þegar útrýmingarvél nasista komst fyrir alvöru í gang varð fyrirtækið síst óviljugt til frek- ara samstarfs. I.G. Farben byggði verk- smiðju í Monowitz-búðunum, einnig þekktum sem Ausch- witz III, svo stóra að sagan segir að hún hafi notað meira rafmagn en Berlín. Í reynd var verksmiðjan einkareknar dauðabúðir og líftími verka- manna þar var einungis nokkr- ir mánuðir. Á hátindi starfsemi þeirrar verksmiðju, árið 1944, voru þar um 83.000 nauðung- arverkamenn. Sennilega hefur sagan ekki að geyma viðlíka stórfyrirtæki sem tengdist jafn illum mark- miðum, þrátt fyrir að þau fyr- irtæki sem I.G. Farben varð til úr hafi haft marga þá eigin- leika sem mikils eru metnir í viðskiptum; hugmyndaauðgi stjórnenda og vísindamanna sem uppgötvuðu ófá lyf og hlutu sumir hverjir nóbels- verðlaun fyrir vikið. Rekstur I.G. Farben varð stríðsvél Þjóðverja ómissandi því á meðal þess sem I.G. Far- ben framleiddi var eldsneyti úr kolum og gúmmíi. En I.G. Farben verður sennilega ávallt minnst vegna þáttar fyrirtækisins í fjölda- morðum á gyðingum og öðr- um „óæskilegum einstak- lingum“ í útrýmingarbúðum Þriðja ríkisins. Fyrirtækið var með einkarétt á framleiðslu Zyklon B, sem hafði verið þróað sem meindýraeitur en var engu að síður einkar notadrjúgt í óhæfuverkum þeim sem nasistar stóðu fyr- ir í gasklefum útrýmingar- búða sinna. En í þeim end- uðu líf sitt milljónir gyðinga og annarra sem nasistar töldu óæskilega. Brotið í frumeindir Þriðja ríki Adolfs Hitler var ekki langlíft en saga manns- ins mun ávallt verða mörkuð af þeim óhæfuverkum sem voru stunduð á báða bóga þessi ör- lagaríku sex ár. En þrátt fyrir að síðari heimsstyrjöld rynni sitt skeið fór því fjarri að öll kurl væru komin til grafar. Í stríðslok beindu stórveld- in sem stóðu uppi sem sigur- vegarar sjónum sínum meðal annars að I.G. Farben og þætti fyrirtækisins í stríðinu. Vegna alvarleika þeirra stríðsglæpa sem I.G. Farben hafði stundað í stríðinu var það mat manna að því yrði ekki stætt að starfa áfram í sömu mynd. Sovétríkin, sem þá voru, hirtu flestar eignir fyrirtækisins sem á því svæði sem þau hernámu og töldu eignirnar til stríðsskaðabóta. Vesturveldin höfðu annan hátt á og klufu, á sínu yfirráða- svæði, I.G. Farben niður í upp- runalegar einingar árið 1951. Fjögur stærstu fyrirtækin tóku Dauði dauðaverksmiðju Kolbeinn Þorsteinssson kolbeinn@dv.is Þýskaland n Dagar I.G. Farben eru hugsanlega taldir n Framleiddi eitur sem nasistar notuðu til að myrða milljónir í síðari heimsstyrjöldinni n Var skipt upp í minni fyrirtæki eftir stríðslok „Talið er að skammt frá stóru Auschwitz-út- rýmingarbúðunum í Póllandi hafi 80.000 manns verið þræl- að út við ómann- eskjulegar aðstæður í nálægri verksmiðju I.G. Farben. I.G. Farben og vísindi Vísindamenn I.G. Farben lögðu mikið af mörkum í efnafræði og nokkrir þeirra hlutu nóbelsverð- laun. Árið 1931 hlutu Carl Bosch og Friedrich Bergius nóbelsverð- launin fyrir efnafræði og Gerhard Domagk fékk verðlaunin árið 1939 fyrir lífeðlisfræði. Við uppgjöf Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni biðu Banda- ríkjamenn ekki boðanna og voru snöggir til að nýta sér öll einka- leyfi Þjóðverja og vísindaþekkingu þeirra. Konrad Adenauer, fyrsti kanslari Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöldina, sagði: „Sam- kvæmt yfirlýsingu bandarískra sérfræðinga hafa einkaleyfin sem áður tilheyrðu I.G. Farben gefið bandarískum efnaiðnaði að minnsta kosti tíu ára forskot. Skaðinn fyrir þýskan efnahag er mikill og verður ekki metinn í upphæðum.“ Bretar ku hafa lofað að virða rétt Þjóðverja til eigin uppfinn- inga, hvað sem friðarsáttmálinn kvað á um, en Bandaríkjamenn voru ekki til viðræðu um slíkt. „Leo og Dora myrt í Auschwitz með Zyklon B, sem I.G. Farben útvegaði“ Helene Gingold lifði af vist í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Verksmiðja I.G. Farben í Monowitz (Auschwitz III) Verk- smiðjan var undir yfirumsjón Walters Dürrfeld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.