Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 19
S amtök launamanna, sjálft alþýðusambandið, púar á nýtt kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar. Sannlega er frumvarpið gallað og betur heima setið en að ljá því framgang. Kyndug er þó gagnrýni verkalýðs­ forkólfanna. Hún er lens með hags­ munaaðilum útgerðarinnar og það svo mjög að sameining þessara tveggja stéttarfélaga kæmi ekki á óvart. ASÍ vill að sjávarútvegsfrumvarp verði unnið í víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Það er bara einn hagsmunaaðili og hann er þjóð­ in. Þjóðaratkvæðagreiðsla er samt hvergi nefnd á nafn í máli ASÍ. Með þessu afhjúpar ASÍ þá afstöðu sína að best sé að gera út um þessi mál snúandi baki í þjóðina. ASÍ er sátt við veiðigjald en seg­ ir ráðstöfun hluta þess til sjávar­ byggða óheppilega vegna mismun­ unar milli svæða. Heldur svo áfram orðrétt: „Ef pólitískur vilji er til þess að mismuna byggðarlögum er eðli­ legra að láta Jöfnunarsjóð sveitar­ félaga sjá um úthlutun fjárins.“ Þessi ályktun er með eindæmum. Eitt augljósasta vandamál margra sjáv­ arbyggða er einmitt svipting veiði­ réttarins, réttar sem þessar byggð­ ir þakka tilveru sína og sjálfsbjörg um aldir. Gera forkólfar ASÍ sér ekki grein fyrir að kvótakerfið er meiri­ háttar pólitískt inngrip. Og mismun­ un svæða og reyndar þjóðarinnar allrar er einmitt vegna eignatilfærsl­ unnar sem kvótakerfið hefur inn­ leitt. Það er mismunun þegar sjávar­ byggð fær ekki að njóta nálægðar við uppsprettu sína hver sem hún er. Það er mismunun þegar sjálf­ bæru samfélagi er breytt í félagsleg­ an þurfaling, þurfaling sem þarf að treysta á pólitíska úthlutun eins og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Samtök með viti myndu fagna langþráðum áfanga sjávarbyggðanna til aukins sjálfstæðis. Mesta undrun vekur þó þetta: ASÍ vill taka upp kerfi tímabund­ inna nýtingarsamninga og skerpa á því að fiskimiðin tilheyri allri þjóð­ inni. En í stað þess að stytta nýt­ ingartímann vill alþýðusambandið lengja hann úr fimmtán árum upp í þrjátíu. Þó sjálfum finnist mér hroll­ vekjandi að framlengja nýtingu fiskimiðanna við þann hóp sem hefur í samkrulli við banka veðsett fiskveiðiauðlindina margfalt miðað við framlegð er auðvitað ekki úti­ lokað að einhverjum finnist þetta hið besta mál og jafnvel gráupplagt. Kannski eru 500 milljarða skuldir út­ gerðarinnar og 70 milljarða afskriftir líka einhvers konar hagkvæmni ein­ hvers staðar? Hitt er þó sennilegra að einmitt þessi tengsl útgerða og banka skýri hvers vegna sumir vilji nýtingartímann sem lengstan. Með afstöðu sinni hefur ASÍ skipað sér í þann hóp. ASÍ átelur einnig takmörkun framsals. Segir það ógna hag­ kvæmni, rýra virði sjávarútvegs­ fyrirtækja, tefja endurreisn efna­ hagslífsins og veikja þannig stöðu þjóðarbúsins. Þetta eru kunnugleg rök og vond. Hringrás framsalsins hefur fært þeim sem seldu sínar aflaheimildir mikinn auð en stigvax­ andi aukið skuldsetningu atvinnu­ greinarinnar sjálfrar. Hagræðingin er því skuldaok með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Það er þetta sem hefur rýrt virði fyrirtækjanna og afkomu og það er þetta sem tefur endurreisn efnahagslífsins og veikir þjóðarbúið. Og þessu sjúski vill ASÍ viðhalda. Og enn telja forkólfar ASÍ bann við veðsetningu skerða aðgang fyrir­ tækjanna að lánsfjármagni. Þó veð­ setning kvóta sé ólögleg samkvæmt lögum um samningsveð hafa hand­ hafar aflaheimilda og bankar skaut­ að framhjá þessu og stjórnvöld stað­ ið hjá aðgerðalaus. Því stöndum við nú í þeim sporum að veiðirétturinn á Íslandsmiðum er ofurveðsettur og til að ná þessum töpuðu fjármunum aftur þurfa útgerðirnar og bankarnir þrjátíu ár. Útgerðirnar munu malla inn fyrir bankana og til þess njóta af­ skrifta en vagninn í raun dreginn af skattborgurum þessa lands, ekki síst launafólki. Þetta styður ASÍ. Margt má finna kvótapottum til foráttu en aðfinnsla ASÍ eftirtektar­ verð: „Pottafyrirkomulagið mun auka óhagkvæmni í greininni með því að færa afla frá útgerðaraðilum með mikla framleiðni til útgerðar­ aðila með minni framleiðni.“ Ég spyr: Hvers vegna er minni fram­ leiðni óhagkvæmari en stærri? Oft skapast fleiri störf í minni einingun­ um sem kallast atvinna. Undarlegt að forsvarsmenn launafólks skuli vera á móti því. Fullyrðingar ASÍ um strandveið­ ar eru blátt áfram. Fyrst er sagt að vegna fárra veiðidaga séu störf í strandveiðum ekki langtímastörf. Þá liggur beinast við að fjölga dög­ unum en slíkt ámálgar ASÍ ekki. Næst er sagt að fjárfestingar í strandveiðum séu ekki skynsam­ legar. Samt eru næstum þúsund bátar á strandveiðum. Væri það þannig ef þessi veiðiskapur skilaði engu? Sýnu verst er þó sú fullyrðing að segja afla strandveiðibáta svo lé­ legt hráefni að hann hreinlega komi óorði á íslenskan fiskútflutning. Þessi málflutningur er étinn upp eftir andstæðingum strandveiða og ekkert til handhægt sem sýnir afla strandveiðibáta síðri en annarra. Að ASÍ skuli telja strandveiðar þjóð­ arfjandsamlegar er með ólíkindum þegar haft er í huga að aukið frjáls­ ræði þessara veiða gæti aukið gjald­ eyristekjur þjóðarinnar um nokkra milljarða og skapað þrjú þúsund störf. Með einu litlu pennastriki gæti ríkisstjórnin hrundið þessari þörfu bylgju atvinnu­ og verðmæta­ sköpunar af stað en hefur heykst á verkinu vegna andstöðu sérhags­ munaafla. Að þurfa að glíma við al­ þýðusambandið að auki er óvænt staða en upplýsandi. Umræða | 19Miðvikudagur 31. ágúst 2011 Hvað finnst þér um áform Kínverja um að kaupa Grímsstaði? „Er það ekki bara gott? Það styrkir ferða- þjónustuna og það koma fleiri ferðamenn til Íslands.“ Arnar Guðmundsson 28 ára flugmaður „Ég bý ekki á landinu og veit ekki hvað er í gangi.“ Ásgeir Einarsson 31 árs flugmaður „Bara frábært.“ Inga Hulda Helgadóttir 27 ára á leið úr landi „Ég tel að það eigi að gilda sömu reglur um Kínverja og aðra útlendinga en ég tek undir að það sé sjálfsagt og nauðsynlegt að stjórnvöld hafi skýrar reglur um þau mál en alls ekki að fara af stað með neina mis- munum hvað það varðar. Það verða að gilda sömu reglur fyrir alla.“ Ingibjörg Guðmundsdóttir 69 ára eftirlaunaþegi „Ég hef þá skoðun að þetta þurfi að skoðast en geti verið mjög hagstætt mál. Ég segi eins og Ingibjörg að það á ekki að mismuna fólki eftir þjóðerni. Það eiga að gilda mjög ákveðnar reglur.“ Bergur Felixson 73 ára ellilífeyrisþegi Mest lesið á dv.is Myndin Haust í nánd Eftir langvarandi þurrkatíð, á suðvesturhorninu að minnsta kosti, er farið að rigna. Það var ekki laust við að finna mætti fyrir hausti í lofti þegar ljósmyndari átti leið um Grasagarðinn í Laugardal á þriðjudag. Mynd sIGtryGGur ArI Maður dagsins Færir gleði og samkennd Valgerður Guðmundsdóttir Ljósanótt hefst á morgun en þessi menn- ingar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður nú haldin í tólfta sinn. Valgerður Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar og segir menningarlegan þátt Reykjanesbæjar einstakan. Hver er maðurinn? „Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar.“ Hvar ert þú alin upp? „Ég er alin upp í Hafnarfirði.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnaður og von um að bæta samfélagið.“ uppáhaldsmatur? „Allur fiskur.“ uppáhaldshljómsveit? „Hjálmar.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Duglegar konur liðinnar kynslóða.“ Hvaða máli skiptir hátíð eins og Ljósanótt fyrir samfélag eins og reykjanesbæ? „Mjög miklu máli. Ljósanótt færir birtu, jákvæðni, samkennd og gleði í þetta sam- félag og varpar ljósi á allt það skemmtilega sem við eigum í þessu bæjarfélagi. Hátíðin fyllir okkur íbúana stolti og gleði.“ Hvert er markmið Ljósanætur? „Markmiðið er að vekja athygli á þessu jákvæða í bæjarfélaginu, þessum menn- ingarlega þætti sem er svo einstakur.“ Af hverju ætlar þú ekki að missa? „Á fimmtudeginum ætla ég ekki að missa af opnuninni á Listasafninu auk þess sem ég ætla að reyna að ná sem flestum af þeim 50 myndlistarsýningum sem eru í bænum. Á föstudeginum ætla ég svo að sjá mjög skemmtilegan viðburð sem heitir Klikkaður kærleikur í Víkingaheimum og á laugardaginn er það flugeldasýningin og á sunnudaginn ætla ég ekki að missa af Hátíðartónleikunum í Andrews.“ ASÍ og LÍÚ orðin samrassa? Dómstóll götunnar Kjallari Lýður Árnason 1 Heimurinn hrundi tvisvarMarvin Haukdal, 27 ára Akureyringur, segist hafa verið edrú í að verða þrjú ár en segir drauga fortíðar minna enn á sig. 2 Steini í Kók yfirgefur ÞingholtinÞorsteinn M. Jónsson hefur selt einbýlishús sitt á Laufásvegi 73 í Reykjavík og er fluttur í Garðabæ. 3 Kynlífsmyndband með Rihönnu?Bandaríski klámframleiðandinn Hus- tler segist vera með eintak af upp- töku af kynlífi söngkonunnar Rihönnu og rapparans J. Cole. 4 Krefst skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar Salmanni Tamimi var sagt upp sem tölvunarfræðingi á Landspítal- anum árið 2006. Hann hefur stefnt spítalanum. 5 Framsóknarmönnum var tryggð okurleiga Leigutakar í Borgum við Norðurslóð á Akureyri eru háttir við of háa leigu í leigusamningum sem gilda til 25 ára. Bankar eiga húsnæðið. 6 Enn slysagildra á skólalóðinniGirðingu við Áslandsskóla í Hafnarfirði hefur ekki verið breytt til að draga úr slysahættu, þrátt fyrir að slys hafi orðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.