Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 15
megi finna mikið af sveppum. Í
Skorradal sé til að mynda hægt að
finna lerkisveppinn, sem er mjög
vinsæll matsveppur. Hann er ein
göngu að finna þar sem lerki hef
ur verið plantað. „Það er auðvelt að
þekkja þessa sveppi sem vaxa með
furu og lerki því þeir eru hvergi ann
ars staðar. Þetta eru pípusveppir,
sem kallaðir eru.“
Helgi segir að ekki sé nauðsyn
legt að eiga sérstök áhöld til sveppa
tínslu. „Nei, bara að eiga hnífkuta til
að skera neðsta hlutann af. Megin
atriðið er að taka þá bara nógu unga
sem eru nýsprottnir. Sveppir eru
ákaflega fljótir að skemmast. Það
kemur í þá flugumaðkur og þá eru
þeir ekki skemmtilegir til matar. Það
er langbest að borða þá strax og helst
ekkert að geyma þá að ráði nema
frysta þá og þurka.“
Aðspurður segir Helgi að sveppa
tínsla hafi aukist smátt og smátt síð
ustu ár og áratugi. „Það kom einhver
tíska frá útlöndum og svo hafa menn
kynnst þessu á hótelum og fínum
veitingahúsum þar sem eru gjarnan
notaðir sveppir.“
Neytendur | 15Miðvikudagur 31. ágúst 2011
Furusveppur
Matsveppur sem oftast lifir í samlífi með furutrjám. Furusveppurinn finnst um allt norður-
hvel jarðar. Hann getur orðið 12 sentímetrar í þvermál og er með appelsínugulan eða brúnan
hatt sem getur orðið mjög slímugur í raka. Hatturinn á ungum furusveppum er hvolflaga
og himna þekur pípulagið á milli hatts og stafs en síðan verður hatturinn flatur. Pípulagið
er gult en verður gulbrúnt með aldrinum. Hold furusveppsins er gult og er hægt að finna
áberandi sítrónulykt. Þegar furusveppurinn er matreiddur er húðin oft dregin af hattinum
vegna þess að slímið getur valdið meltingartruflunum.
Kóngssveppur
Einn eftirsóttasti matsveppurinn. Kóngssveppur vex í skógi og kjarri hér á landi þó hann
sé ekki sérstaklega algengur. Kóngssveppur er pípusveppur sem getur orðið allt að 20
sentímetrar í þvermál. Hann er brúnn á litinn með hvítt hold og gildan staf sem breikkar
niður. Lyktin af kóngssveppnum minnir á hefað deig. Pípulagið er fyrst hvítt en gulnar síðan
með aldrinum og verður seigt þannig að best er að skera það af fyrir matreiðslu.
Lerkisveppur
Ætisveppur sem lifir í samlífi með lerki. Lerkisveppurinn getur orðið allt að 12 sentímetrar
í þvermál og er með gullinbrúnan hatt og gult hold. Pípulagið á lerkisveppnum er gult og
verður brúnt með aldrinum. Á ungum sveppum hvolfist hatturinn undir sig og himna er á
milli starfs og hattbrúnarinnar sem hylur pípulagið. - Heimild Wikipedia
Kúalubbi
Ætisveppur sem lifir í samlífi með birkitrjám. Hann getur orðið allt að 18 sentímetrar í þver-
mál. Hann er grábrúnn á litinn og með hvítt hold. Stafurinn er með svörtum þráðum og
breikkar niður.
Tíndu villta matsveppi
Eldaðu úr
villisveppum
Það er hægt að gera ýmislegt við villta
matsveppi
Villisvepparísottó
n Lófafylli af þurrkuðum villisveppum
n 2 msk. olía til steikingar
n 2 msk. smjör
n 1 laukur, saxaður
n 350 g rísottóhrísgrjón (arborio eða
carnaroli)
n 100 ml hvítvín
n 1 l sveppasoð (sveppakraftur eða
grænmetiskraftur ásamt hluta af
sveppavatninu)
n 50–100 g rifinn parmesanostur
n 2 msk. smjör til viðbótar
n Nýmalaður pipar
n Salt ef þarf
n E.t.v steinselja til að strá yfir
Snittur með lifrarkæfu,
beikoni og sveppum
n Nokkrar beikonsneiðar
n Ferskir eða frosnir sveppir, skornir í
sneiðar
n 1 msk. smjör
n 1 msk. olía
n Pipar og salt
n Sneiðar af snittubrauði, rúgbrauði
eða öðru brauði
n Góð lifrarkæfa
n Timjan eða aðrar kryddjurtir (má líka
sleppa)
Uppskriftirnar er að finna í bókinni Mat-
sveppir í náttúru Íslands eftir Ásu Margréti
Ásgrímsdóttur og eru birtar með leyfi
höfundar.
Ása Margrét Ásgrímsdóttir „Ef þú
heldur þig við pípusveppina þá er engin
hætta á ferðum. Svo er nauðsynlegt að lesa
sér til, hafa bók með sér eða einhvern sem
kann að tína sveppi. Það er mjög gott svo
maður lendi ekki í hættu.“ Mynd Sigtryggur ari
girnilegir matsveppir Auðvelt er
að þekkja ýmsa sveppi sem vaxa þar
sem ákveðnar trjátegundir vaxa. Þannig
vaxa furusveppir í kringum furutré og
lerkisveppir vaxa í kringum lerkitré.