Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 31. ágúst 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
T
alið er að hersveitir
undir stjórn Kham-
is Gaddafi, sonar
Muammars Gaddafi,
fyrrverandi einræðis-
herra Líbíu, hafi á mánudag-
inn í síðustu viku drepið allt
að 150 óbreytta borgara sem
var haldið föngnum í vöru-
skemmu í austurhluta Trípólí,
höfuðborgar Líbíu. Uppreisn-
armenn fundu líkin, sem voru
svo illa leikin og brennd, að
ekki hefur verið hægt að bera
kennsl á þau. Vöruskemman
er staðsett við hliðina á her-
stöð við aðalgötuna í Trípólí
sem uppreisnarmenn lögðu
undir sig síðastliðinn föstudag.
Slapp naumlega
Hinn rúmlega þrítugi Muneer
Masoud Own sem var einn
fárra sem sluppu naumlega lif-
andi frá hersveitum Gaddafis,
lýsti raunum sínum í viðtali við
fréttastofu CNN. Hann sagði
handsprengjum og byssukúl-
um hafa rignt yfir fangana í
skemmunni, þar á meðal hann
sjálfan og bróður hans sem
enn hefur ekki fundist.
Own og bróðir hans höfðu
verið í haldi hersveita Gaddafis
í 18 daga áður en árásin átti sér
stað. Þeir voru handteknir að
ástæðulausu og handjárnaðir,
bundið var fyrir augun á þeim
og þeir færðir í skemmuna.
Kúlnaregn og
handsprengjur
Talið er að um 175 fangar á
aldrinum 17 til 70 ára hafi verið
í skemmunni og sumum þeirra
hafði verið haldið föngnum í
allt að sex mánuði. Own sagði
að þegar uppreisnarmenn
hófu að leggja Trípólí und-
ir sig í byrjun síðustu viku þá
hafi verðirnir lofað að sleppa
þeim. Þeir áttu að fá frelsi við
sólsetur á mánudaginn í síð-
ustu viku en rétt fyrir sólset-
ur hófst kúlnahríðin, að sögn
Own. Verðirnir hófu að skjóta
á fangana og handsprengjum
var síðan kastað inn í skemm-
una. Talið er að um 25 manns
hafi tekist að flýja. Own hef-
ur ekki séð tangur né tetur af
bróður sínum síðan. Fjölda
líka fannst einnig í skurði fyr-
ir utan skemmuna en ekki er
vitað hvort þau tengist sjálfri
árásinni.
Khamis sagður látinn
Khamis Gaddafi er sjálf-
ur sagður hafa týnt lífi í loft-
árás hersveita NATO á bílalest
hans aðfaranótt síðastliðins
þriðjudags, rétt fyrir utan Trí-
pólí. Eiginkona einræðisherr-
ans og þrjú önnur börn hans
eru hins vegar sögð hafa flúið
til Alsír. Khamis er sagður hafa
slasast alvarlega í árásinni en
mun hafa látist af sárum sín-
um á sjúkrahúsi. Karlmað-
ur sem segist hafa verið líf-
vörður Khamis hefur staðfest
þetta. Khamis var talinn einn
alræmdasti sonur Gaddafis og
sagður einskis hafa svifist þeg-
ar kom að morðum á almenn-
um borgurum.
„Þeir áttu að fá
frelsi við sól-
setur á mánudaginn
í síðustu viku en rétt
fyrir sólsetur hófst
kúlnahríðin.
Drápu 150 manns
sem lofað var frelsi
n Hersveitir Khamis Gaddafi drápu 150 óbreytta borgara n Föngunum hafði verið
lofað frelsi n Voru á aldrinum 17 til 70 ára n Khamis Gaddafi sagður hafa verið drepinn
Sólrún Lilja
Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Líbía
Fagnað Uppreisnarmenn og almennir borgar hafa fagnað á götum Trípólí eftir að Gaddafi var steypt af stóli og
hersveitir hans drógu sig í hlé.
Kirkjugarður Sjálfboðaliðar hafa
tekið grafir til að hægt sé að jarða alla
þá sem fundist hafa látnir í Trípólí.
Þráir að hitta
Steve Jobs
Abdulfattah John Jandali, líf-
fræðilegur faðir Steve Jobs,
stofanda Apple fyrirtækisins,
er mjög stoltur af syni sínum
og vill gjarnan hitta hann.
Hann vill þó ekki stíga fyrsta
skrefið í samskiptum þeirra.
„Mitt sýrlenska stolt leyfir
ekki að hann haldi að ég sé
á eftir auðæfum hans,“ sagði
Jandali í viðtali við The New
York Post nýlega. Jandali segist
aldrei hafa viljað gefa son sinn
til ættleiðingar en þáverandi
kærsta hans, og síðar eigin-
kona, gerði það að honum for-
spurðum. Hann segir hana þó
hafa valið honum foreldra sem
lofuðu honum góðu lífi. „Það
er ekki hægt að segja annað
en að þau hafi sinnt foreldra-
starfinu mjög vel,“ sagði Jan-
dali sem dreymir um að hitta
son sinn.
Með upptöku-
tæki í auganu
Kvikmyndagerðarmaðurinn
Rob Spence sem missti hægra
augað vegna slysaskots þegar
hann var barn hefur látið
breyta gerviauga sínu í upp-
tökuvél. „Þetta var ekki auð-
velt því þetta líkist einna helst
einhverju sem maður hefur
aðeins séð í vísindaskáld-
sögum, en verkfræðingarnir
höfðu mjög gaman af því að
búa þetta til,“ segir Spence.
Tæknin sem augað býr yfir er
svipuð og lítið vasaupptöku-
tæki og er bæði sendir og upp-
tökutæki. Gerviaugað tekur
upp allt það sem Spence horfir
á, bæði hljóð og mynd og
sendir í tölvu. Upptökuvélin
er þó ekki tengd heila Spence
á nokkurn hátt og endurvekur
því ekki sjón hans.