Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Page 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 7. september 2011
Þ
ór Saari, þingmaður Hreyf-
ingarinnar, hefur lagt fram
skriflega fyrirspurn á Al-
þingi til Svandísar Svavars-
dóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, um kostaðar
stöður við skóla á háskólastigi.
Þór spyr hversu margar stöður
við skóla á háskólastigi hafa verið
kostaðar af fyrirtækjum, samtök-
um eða stofnunum frá árinu 1995
og hversu lengi. Hann óskar eftir
sundurliðun eftir skólum, auk upp-
lýsinga um hverjir hafi gegnt um-
ræddum stöðum og hversu lengi,
svo og hver greiði kostnaðinn við
þær.
Ómarktækir háskólar
„Það dúkkar upp reglulega um-
ræða um hvers eðlis þessar stöður
í háskólum eru sem eru kostaðar af
fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir
Þór í samtali við DV. „Nýjasta dæm-
ið er Helgi Áss Grétarsson sem er
í einhverju fyrirbæri sem heitir
Lagastofnun Háskóla Íslands, en
launin hans og staðan hans eru
greidd af LÍÚ. Þetta hefur verið við-
loðandi vandamál hér á Íslandi í
nokkuð mörg ár og á ekkert erindi
inn í akademískt umhverfi; að pró-
fessorar séu á launum hjá sérhags-
munahópum í stað þess að vera á
grundvelli akademísks umhverfis.“
Þór vill breyta þeim reglum sem
heimila að hagsmunahópar geti
keypt prófessorsstöður. „Hér á landi
hefur staðan verið sú að LÍÚ hefur í
mörgum tilfellum einfaldlega keypt
sér álit og störf og prófessora Há-
skóla Íslands.“
Hann nefnir dæmi um Hag-
fræðistofnun Háskóla Íslands.
„Ragnar Árnason hefur verið á
launum hjá LÍÚ í áratugi. Hag-
fræðistofnunin var lengi að hluta
til fjármögnuð af LÍÚ. Háskóli Ís-
lands er fyrir vikið að stórum hluta
að verða ómarktækur sem aka-
demískt fyrirbrigði. Mér finnst rétt
að það verði gerð úttekt á þessu
og að það komi í ljós hverjir þetta
eru og síðan verði reynt að breyta
þessu fyrirkomulagi.“
Hann segir að ekki þurfi annað
en að lesa örfá álit frá þeim sem eru
í kostuðum stöðum, þau séu ávallt
í samræmi við hagsmuni þess sem
kostar stöðuna.
Fráleitt að hagsmunahópar
geti keypt prófessorsstöðu
Þór gengur svo langt að segja að
sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akur eyri sé algjörlega ómarktæk
sem akademísk deild. „Deildin er
bara fjármögnuð af LÍÚ.“
Hann gagnrýnir einnig að oft
sé það ekki skýrt í stöðuheitum
viðkomandi háskólamanna að
störf þeirra séu kostuð af öðrum.
„Það kemur yfirleitt ekki fram í
stöðunum sjálfum – til dæmis að
Helgi Áss sé LÍÚ-prófessor við HÍ
en það er vitnað í hann sem eitt-
hvað átorítet í Lagastofnun Há-
skóla Íslands. Mér finnst fráleitt að
einkaaðilar og sérhagsmunahópar
geti keypt sér prófessorsstöðu við
háskóla.“
DV fjallaði um það árið 2010 að
hugmyndir hefðu verið uppi um
að Björgólfur Guðmundsson, þá-
verandi aðaleigandi Landsbank-
ans, myndi kosta prófessorsstöðu
Tryggva Herbertssonar hjá HÍ.
Ekkert varð af því.
n Ekki er opinbert hvaða stöður í Háskóla Íslands eru kostaðar
af hagsmunaaðilum n Þór Saari telur háskólann ómarktækan
Helgi Áss Grétarsson Starf hans hjá
Lagastofnun Háskóla Íslands er kostað
af LÍÚ.
Hagfræðistofnun „Ragnar Árnason
hefur verið á launum hjá LÍÚ í áratugi,“ segir
Þór Saari.„Deildin er bara
fjármögnuð af LÍÚ.
Þór Saari „Hér á landi hefur staðan
verið sú að LÍÚ hefur í mörgum tilfellum
einfaldlega keypt sér álit og störf og
prófessora Háskóla Íslands.“
ég las bókina komst ég þó að því að
hún er ekki skrifuð af íslenskum rit-
höfundi. Á þeim tíma hvarflaði ekki
að mér að ég fengi íslenskan her-
bergisfélaga á heimavistinni í há-
skólanum, eða að ég myndi fjárfesta
í þessu landi. Ég held að þetta hljóti
að vera örlögin.
Fyrir mér er íslensk menning
skáldsagnakennd, uppfull af fjöl-
skyldutengslum, ríkri ljóðlist og
þykkum söguþræði.
Ég dáist að heiðarleika og hrein-
skilni Íslendinga, það endurspeglar
nánasta umhverfi þeirra og náttúru-
öflin.“
„Ég mun vera vinur
ykkar að eilífu“
Þekkirðu Íslendingasögurnar og hef-
urðu lesið einhverjar þeirra?
„Já, ég þekki þær. Njáls saga er í
uppáhaldi hjá mér, sérstaklega lýs-
ingarnar á því hvernig sambandi
Njáls og Gunnars var háttað.“
Nú hefurðu komið til Íslands
nokkrum sinnum og væntanlega
fengið að smakka hefðbundinn ís-
lenskan mat. Hver er uppáhalds ís-
lenski maturinn þinn?
„Ég hef tvisvar komið til Íslands
og uppáhalds íslenski maturinn
minn er kæstur hákarl og brenni-
vín.“
Viltu segja eitthvað við íslensku
þjóðina sem veltir fyrir sér hver þú
ert?
„Ég vil að þið vitið að ég elska
Ísland mjög mikið. Alveg síðan ég
las bókina um íslenska sjómann-
inn, og kynntist íslenska herberg-
isfélaga mínum í Peking-háskóla,
honum Hjölla [Hjörleifi Sveinbirns-
syni, innsk. blm.], og skólafélaga
mínum Ragnari [ Baldurssyn], hef-
ur ást mín á Íslandi vaxið og dýpk-
að. Á ljóðahátíðinni á Íslandi í fyrra
varð ég þess heiðurs aðnjótandi að
hitta nokkur norræn ljóðskáld. Það
var ógleymanleg upplifun fyrir mig
þegar ég komst í beina snertingu við
sál þessa dásamlega lands.
Hvort sem fjárfestingar mínar á
Íslandi munu ganga eftir eða ekki
mun ást mín á Íslandi vara að ei-
lífu, tengsl mín við landið munu
ekki rofna og vinátta mín og gam-
alla bekkjarfélaga minna mun aldrei
taka enda.
Ég vil upplýsa íslensku þjóðina
um það að ég mun halda áfram að
vera aðdáandi ykkar og aðdáandi
landsins, ég mun vera vinur ykkar
að eilífu, takk fyrir!“
„Þá mátti ég þola
ýmiss konar
niðurlægingu, en ég
komst af líkt og einmana,
hrakinn úlfur.
Háskólamenn
greiddir af lÍÚ
Ég er ekki hættulegur