Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Side 4
4 | Fréttir 7. september 2011 Miðvikudagur
Gekk út af fundi
með Ögmundi
n Ráðherra átti fund með aðstandendum manna sem fundust látnir við Daníelsslipp
n Ragnar varð „heiftarlega vondur“ og gat ekki setið undir orðum ráðherra
É
g gekk bara út af fundinum eft
ir tvær mínútur,“ segir Ragn
ar Kristján Agnarsson, bróðir
Einars Þórs Agnarssonar sem
fannst látinn ásamt félaga sín
um, Sturlu Steindóri Steinssyni, í
stolnum bíl við Daníelsslipp 1. mars
árið 1985. „Ég labbaði bara út því ég
varð svo heiftarlega vondur,“ bætir
hann við. Ragnar var boðaðar á fund
Ögmundar Jónassonar innanríkis
ráðherra ásamt systkinum sínum og
börnum Sturlu eftir að DV fjallaði, í
ágúst, um baráttu þeirra fyrir því að fá
andlátsmálið endurupptekið.
„Morð á Íslandi eru
réttlætanleg“
Lögregla lauk rannsókn andlátsmáls
Einars og Sturlu á sínum tíma á þeim
forsendum að um sjálfsvíg hefði verið
að ræða þrátt fyrir að ýmislegt benti
til annars. Aðstandendur Einars og
Sturlu hafa alla tíð verið fullvissir um
að þeir hafi verið myrtir og hafa bar
ist fyrir endurupptöku málsins sleitu
laust í fjögur ár.
Fundurinn fór fram síðastlið
inn föstudag og urðu aðstandendur
hinna látnu vægast sagt fyrir miklum
vonbrigðum með niðurstöðu hans.
„Mín greining er bara sú að morð
á Íslandi eru réttlætanleg. Það er
bara ekki sama hver er drepinn og af
hverjum,“ sagði Ragnar í samtali við
DV skömmu eftir að hann gekk út af
fundinum og var hann í töluverðu
uppnámi.
Ákvörðun ríkissaksóknara
staðfest
Tilefni fundarins var að fara yfir úr
skurð stjórnsýslukæru sem Ragnar
lagði fram í apríl árið 2010 þar sem
hann, fyrir hönd aðstandenda, kærði
ákvörðun ríkissaksóknara frá árinu
2009 um að synja endurupptöku and
látsmálsins. Í úrskurði ráðuneytis
ins, sem DV hefur undir höndum, er
ákvörðun ríkissaksóknara staðfest.
Þá er vísað frá þeim kærulið þar sem
Ragnar krefst þess að opinber rann
sókn fari fram á viðbrögðum ríkis
lögreglustjóra og starfsmanna hans
frá því að aðstandendur hófu baráttu
sína, fyrst fyrir því að fá gögn máls
ins afhent og síðar fyrir endurupp
töku þess. Í úrskurði ráðuneytisins er
þó tekið fram að framkvæmd lögregl
unnar við rannsókn málsins hafi ver
ið ámælisverð.
Ríkissaksóknari synjaði endur
upptöku málsins á sínum tíma á
þeim forsendum að ekkert benti til
að dauða Einars og Sturlu hefði bor
ið að með refsiverðum hætti. Ýmis
ný gögn höfðu þó komið fram í mál
inu og hafði Ragnari tekist að hafa
uppi á vitnum sem ekki hafði verið
rætt við eftir líkfundinn árið 1985. Þá
hafði lögreglustjóraembættið á höf
uðborgarsvæðinu gert alvarlegar at
hugasemdir við rannsókn málsins í
mörgum liðum.
Lætur ekki staðar numið
Ragnar segir það fyrsta sem Ögmund
ur hafði orð á á fundinum hafi ver
ið hvað málið væri gamalt. Ragnar
segir málið þó ekki gamalt fyrir að
standendur, heldur þvert á móti, því
hafi alla tíð verið haldið lifandi, eins
og hann orðar það, enda staðfest að
málið hafi aldrei verið rannsakað al
mennilega.
„Það eina sem ég sagði var að
undir þessu ætlaði ég ekki að sitja.
Það væri útilokað að ég ætlaði að sitja
undir því að þeir ætluðu að loka mál
inu,“ segir Ragnar.
Fundinn sátu, ásamt Ögmundi og
aðstandendum, Ragnhildur Hjalta
dóttir, ráðuneytisstjóri og löglærður
fulltrúi ráðherra.
„Ég sá að þeim var brugðið og
ég er ekki neitt viss um það að ég sé
hættur þó að þessi niðurstaða verði,“
segir Ragnar. Hann segist ætla að fara
yfir málið með lögmanni og hugsan
lega reyna að fá að fara með málið
út úr landinu. „Ég er ekki tilbúinn að
láta staðar numið því að þarna er ver
ið að kæfa málið of fljótt.“
Ósáttur við orðalag
Ragnar er ekki bara ósáttur við úr
skurð ráðuneytisins heldur er hann
einnig ósáttur við ákveðið orðalag
sem þar er notað. Til að mynda er
orðið „sögusagnir“ notað yfir það
sem Ragnar kallar vitnisburð. Hann
sættir sig ekki við að framburður
vitna vegi ekki þyngra en svo að
hann sé kallaður sögusagnir.
Þrátt fyrir að úrskurðurinn sé ekki
sá sem aðstandendur vonuðust eft
ir þá er loksins komin niðurstaða í
kærumálið sem lá inni á borði ráðu
neytisins í eitt og hálft ár. Á þeim tíma
kvartaði Ragnar í tvígang til umboðs
manns Alþingis vegna seinagangs
ráðuneytisins. Úrskurði var upphaf
lega lofað í október árið 2010 en síð
an 7. júní 2011. Það var hins vegar
ekki fyrr en DV fjallaði um það sem
Ragnar kallaði „þöggun ráðuneytis
ins“ að skriður komst á málið.
„Það eina sem ég
sagði var að undir
þessu ætlaði ég ekki að
sitja.
Fundur með ráðherra Systkini Einars –
Ævar, Erna og Ragnar – taka hér við úrskurði
ráðuneytisins vegna stjórnsýsluákæru sem
þau lögðu fram. Þau urðu vægast sagt fyrir
vonbrigðum með niðurstöðuna.
MynD GunnaR GunnaRsson
Vettvangur Einar og Sturlu voru ennþá inni í bílnum þegar myndin var tekin.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Bílasalar ákærðir fyrir fjárdrátt:
Seldu bíla sem þeir áttu ekki
Tveir eigendur bílasölu hafa verið
ákærðir af lögreglustjóranum á höfuð
borgarsvæðinu fyrir fjárdrátt. Mönn
unum er gefið að sök að hafa á ár
unum 2008 og 2009 dregið sér eða
bílasölu sinni þrjár bifreiðar sem voru
annars vegar á kaupleigusamningi við
Avant og hins vegar Lýsingu, látið rífa
þær niður og selt eða ráðstafað á ann
an hátt varahlutum úr þeim með þeim
afleiðingum að bifreiðarnar voru
verðlausar þegar fjármögnunarfyrir
tækin fengu umráð yfir þeim aftur.
Mennirnir sem eru báðir um fer
tugt eru ákærðir í sameiningu í fyrsta
ákærulið fyrir að hafa sem eigendur
og daglegir stjórnendur bílasölunn
ar dregið sér, eða bílasölunni, tvær
bifreiðar af gerðinni Mazda CX7 og
Mazda MX5, látið rífa þær niður og
selt úr þeim varahluti. Bílasalan hafði
umráð yfir bifreiðunum samkvæmt
kaupleigusamningum við Avant hf.
Þegar kom að því að Avant átti að fá
umráð yfir bifreiðunum aftur voru
þær hins vegar verðlausar.
Avant vill að tvímenningarnir verði
dæmdir til refsingar og til að greiða fé
laginu 6,4 milljónir króna í bætur.
Í síðari ákærulið er annar mann
anna ákærður fyrir fjárdrátt með því
að hafa dregið sér eða bílasölu sinni
Ford Mustangbifreið sem var í eigu
Lýsingar en maðurinn hafði umráð
yfir samkvæmt kaupleigusamningi
við Lýsingu hf. Maðurinn lék þá sama
leik og lýst var hér að ofan. Lýsing kref
ur manninn um tæplega 3,5 milljónir
króna í skaðabætur.
Viðurlög við brotunum geta varðað
allt að sex ára fangelsi. Málið gegn tve
menningunum var þingfest í Héraðs
dómi Reykjavíkur á þriðjudag.
mikael@dv.is
sundrað og selt Um er meðal annars að ræða Mazda MX5-bifreið, sambærilega þessari.
Fjárdráttur konunnar í meginatriðum
Byggingarvöruverslanir 254.857 kr.
Tölvu- og tæknivörur 650.380 kr.
Innleystir tékkar 3.102.238 kr.
Millifærslur á eigin reikninga 998.989 kr.
Gjafakort í verslunarmiðstöð 60.000 kr.
Flug og annað í útlöndum 109.285 kr.
annað 1.209.670 kr.
Fjárdráttur konunnar
Dró sér fé
Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð
fyrir að draga sér fé sem bókari og
gjaldkeri hjá fasteignasölunni Hraun
hamri í Hafnarfirði. Talið er að fjár
drátturinn nái samtals rúmum sex
milljónum króna. Mál konunnar var
þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á
mánudag. Farið hefur verið fram á
að konan verði dæmd til refsingar, til
greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess
að greiða fasteignasölunni til baka allt
það fé sem hún dró sér auk dráttar
vaxta.
Talin eru upp 24 atriði þar sem
konan er talin hafa ólöglega dregið sér
fé frá fyrirtækinu. Hún er talin hafa
keypt vörur á kostnað fyrirtækisins
þar á meðal gjafakort og flugmiða til
útlanda.
„Andvirði úttekinna vara var
fært á viðskiptareikning Hraunham
ars hjá fyrirtækjunum en ákærða sá
um greiðslur til þessara fyrirtækja
af bankareikningi félagsins. Ákærða
leyndi úttektunum með því að setja
greiðsluseðla sem fylgiskjal í bókhald
félagsins er hún gjaldfærði þess
ar úttektir sem kostnað á félagið en
fjarlægja um leið afrit reikninganna
þar sem fram kom hvaða vörur voru
teknar út,“ segir í ákærunni.
Konan millifærði einnig beint af
bankareikningi fasteignasölunnar
og inn á eigin reikning eða reikning
starfsmannafélags fyrirtækisins, sem
hún var prókúruhafi að og reikning í
eigu fyrirtækis sem að hluta er í eigu
eiginmanns hennar.
Henni er einnig gefið að sök að
hafa greitt 3 milljónir fyrir fasteign
sem hún hafði sjálf fjárfest í með pen
ingum sem hún millifærði af reikn
ingi fasteignasölunnar. Konan hafði
prókúru á reikninginn. Áður en sú
millifærsla var gerð millifærði hún 2
milljónir inn á reikning Hraunhamars,
sem hafði milligöngu um fasteigna
kaupin. Þannig dró konan sér milljón
króna beint af reikningi fyrirtækisins.
Einnig leikur grunur á að konan
hafi dregið sér tæplega 695.000 með
því að gefa út tékka út á bankareikn
inga fasteignasölunnar án heim
ildar, 2,1 milljón með því að tileinka
sér tékka í eigu fasteignasölunnar og
222.000 með því að blekkja stjórnar
formann fasteignasölunnar til að gefa
út tékka sem hún er talin hafa innleyst
í nokkrum bönkum og ráðstafað and
virði þeirra í eigin þágu.
adalsteinn@dv.is