Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Side 6
S
iðanefnd lækna braut siða
reglur lækna þegar hún birti
úrskurð í máli tveggja lækna,
samkvæmt Huldu Hjartar
dóttur lækni sem situr í siða
nefndinni. „Það má alveg túlka það
þannig,“ segir Hulda en bætir því að
kannski megi taka tillit til þess að
brotið var hreinlega yfirsjón en ekki
ásetningur.
Ávítti lækni fyrir sama brot
Í umræddum úrskurði var annar
læknirinn fundinn sekur um brot
á 13. grein siðareglna, sem varðar
trúnaðarsamband við lækna, vegna
ummæla þar sem upplýsingar úr
sjúkragögnum sjúklings komu fram.
Siðanefndin birti síðan ummæl
in með úrskurðinum og gerðist þar
með sek um sama brot, en sjúkling
urinn, Páll Sverrisson, las það síð
an í fjölmiðlum að hann hefði ver
ið greindur með vitræna skerðingu.
Hann hafði aldrei heyrt af því áður
og brá heldur betur í brún. Í kjölfar
ið greindi hann frá því í DV að hann
hygðist kæra siðanefndina til land
læknis fyrir að birta þessi ummæli
læknisins opinberlega. Úr varð að
formaður siðanefndarinnar, Allan
V. Magnússon, hringdi í Pál á þriðju
dagsmorgun og baðst afsökunar fyr
ir hönd nefndarinnar.
Yfirsjón við yfirlestur
„Okkur þykir þetta miður,“ segir
Hulda. „Það var ekki ætlunin að við
kvæmar upplýsingar kæmu fram. Ef
þú last allan úrskurðinn var búið að
fjarlægja tilteknar greiningar en það
hefur misfarist að gera það alls stað
ar. Þetta hefur farið framhjá okkur
við yfirlestur. Þetta átti ekki að fara
svona út og við munum fjarlægja
þetta af vefnum. Við getum hins
vegar ekki leiðrétt það sem er komið
út á prenti, því miður. Og í sjálfu sér
kemur ekkert meira frá okkur, það er
ekkert annað sem við getum gert til
að leiðrétta þetta.“
Aðspurð segir hún það afar mis
jafnt hvaða afleiðingar það hafi fyrir
lækna að brjóta siðareglur. „Oftast
kveður siðanefndin upp sinn úrskurð
sem hægt er að lesa í Læknablaðinu,
sem öllum er frjálst að lesa. En það
eru ekki endilega nein viðurlög við
því.“
Harmar birtinguna
Siðanefndin sendi einnig eftirfarandi
bréf á alla fjölmiðla í morgun: „Í úr
skurði Siðanefndar sem birtist í nýj
asta hefti Læknablaðsins er haft eft
ir lækni að tiltekinn sjúklingur hafi
hlotið ákveðna greiningu. Ekki var
ætlunin að upplýsingar þessar birt
ust í úrskurðinum og harmar Siða
nefnd það og hefur beðið hlutað
eigandi velvirðingar á því. Rétt er að
taka fram að Siðanefnd hefur engin
gögn sem fjalla frekar um þessa full
yrðingu læknisins.“
Afsökunarbeiðnin breytir engu
Páll segir að afsökunarbeiðnin breyti
engu. „Mér finnst eins og það sé ver
ið að sópa þessu undir teppið. Það
sem siðanefndin gerði situr enn eft
ir. Þeir segja meira að segja að þeir
hafi engin gögn í höndunum svo
þessi læknir getur allt eins verið að
ljúga þessu. Þannig að þegar for
maður siðanefndar hringdi í morg
un [þriðjudag] sagði ég honum að ég
hefði ekkert við hann að tala og að ég
ætla með þetta alla leið.“
Hann segir að Allan hafi viður
kennt það í símanum að þetta væri
brot á siðareglum. „Þó að siðanefnd
in hafi ekki ætlað sér það fór hún
engu að síður yfir strikið. Siðanefnd
in þarf að svara fyrir það sem hún
gerði.“
Páll á tíma hjá lögfræðingi á föstu
daginn og er staðráðinn í því að kæra
málið til landlæknis. „Það er stór
mál að birta svona upplýsingar. Það
er ekki þannig að þú getir bara sagt
fyrirgefðu og þar með sé málinu lok
ið. Ég kæri þetta, það er bara þannig.“
6 | Fréttir 7. september 2011 Miðvikudagur
BRIDS
SKÓLINN
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Byrjendur ... 26. sept. ... 8 mánudagar frá 20-23
Framhald ... 28. sept. ... 8 miðvikudagar frá 20-23
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
• Á haustönn er boðið upp á hefðbundið námskeið fyrir
byrjendur og framhaldsnámskeið fyrir lengra komna.
• Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp.
• Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands
Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík.
• Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna.
• Sjá nánar á Netinu undir bridge.is/fræðsla.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Eignarhaldsfélagið Imagine Invest
ments, sem er í eigu Bjarna Ár
mannssonar fjárfestis, skilaði rúm
lega 13 milljóna króna hagnaði
árið 2010. Félagið tapaði rúmlega
240 milljónum króna árið 2009.
Hagnaður félagsins er tilkominn
vegna kröfu sem Imagine Invest
ments eignaðist á móðurfélag sitt,
Sjávarsýn, á árinu. Þetta kemur
fram í ársreikningi félagsins fyrir
árið 2010.
Imagine Investments komst í
umræðuna í september 2009 og
október 2010 vegna fleiri hundruð
milljóna króna afskrifta á skuld
um félagsins. Imagine Investments
skuldsetti sig í lok árs 2007 vegna
kaupa á 12 prósenta hlut í Glitni
Property Holding, fasteignafélagi í
eigu Glitnis sem skráð var í Noregi.
Fjárfesting Imagine Investments
nam 970 milljónum króna og var
fjármögnuð að mestu af Glitni.
Meirihluti þessarar skuldar var
afskrifaður hjá Glitni árið 2009 en
Bjarni greiddi nokkra tugi milljóna
króna upp í skuldina. Í ársreikn
ingi Imagine Investments fyrir árið
2009 höfðu langtímaskuldir félags
ins lækkað úr rúmum 800 milljón
um króna og niður í 0. Á sama tíma,
árið 2009, tók Bjarni sér 400 millj
óna króna arð út úr Sjávarsýn, móð
urfélagi Imagine Investments. Dótt
urfélagið fékk því afskrifað á meðan
móðurfélagið greiddi ríflegan arð.
Ársreikningur félagsins fyrir árið
2010 sýnir því enn frekar að félagið
er komið fyrir vind. Bjarni á það
áfram, þrátt fyrir afskriftirnar, og
félagið sýnir nú jákvæða rekstrar
stöðu eftir þessar afskriftir.
ingi@dv.is
Fékk hundruð milljóna króna afskrift 2009:
Félag Bjarna skilar hagnaði
Afskriftarfélag sýnir hagnað Félag í
eigu Bjarna Ármannssonar, sem fékk nokkur
hundruð milljóna króna skuldaafskrift árið
2009, skilaði hagnaði árið 2010.
n Dæmdi lækni fyrir brot á siðareglum n Páll Sverrisson las í fjölmiðlum að hann
væri með „vitræna skerðingu“ n „Okkur þykir þetta miður,“ segir læknir í siðanefnd
Siðanefnd lækna
braut siðareglur
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Þetta átti
ekki að fara
svona út og við
munum fjarlægja
þetta af vefnumSteinunn Valdís til
innanríkisráðuneytis:
Ráðin án
auglýsingar
Páll Sverrisson Segir að afsökunarbeiðni
siðanefndar breyti engu, skaðinn sé skeður og
hann ætli að kæra birtinguna til Landlæknis.
5. september sl.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrr
verandi borgarstjóri og þingmaður,
hefur verið ráðin í tímabundið starf
í innanríkisráðuneytinu. Steinunn
mun starfa hjá skrifstofu innviða
við að sinna verkefnum tengdum
fjarskiptamálum.
Steinunn Val
dís kemur inn í
afleysingar, en
hún tekur við
starfinu af starfs
manni ráðuneyt
isins sem fer í
námsleyfi næstu
tólf mánuðina.
Hún hóf störf í
ráðuneytinu nú
um mánaða
mótin og var starfið ekki auglýst,
þar sem um tímabundna ráðningu
var að ræða og slíkar ráðningar þarf
ekki að auglýsa, ef aðeins er ráðið í
skemmri tíma en tólf mánuði. Sam
kvæmt Jóhannesi Tómassyni, upp
lýsingafulltrúa ráðuneytisins, var
staðan ekki auglýst, en þess í stað
notaðist ráðuneytið við umsóknir
frá fólki sem sótti um stöðu verk
efnastjóra í tveimur stefnumótunar
störfum sem voru auglýst á vor
mánuðum. „Það var seilst í þann
bunka til að ráða starfsmenn í þetta
starf. Þrátt fyrir að þetta hafi ekki
verið auglýst var notaður efnivið
ur úr þessum tveimur ráðningum,“
sagði Jóhannes og segir að ráðu
neytið hafi hagað málunum þannig
þar sem ráðningin sé aðeins tíma
bundin.
astasigrun@dv.is
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra