Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Síða 15
Svona á að
geyma ber
Séu ber sem vaxa í náttúrunni ekki
borðuð eða sultuð strax eru nokkr-
ar leiðir til að geyma þau og þetta
á við um flest ber. Þó er ekki gott
að þurrka mjög stór ber.
*Frosin ber
Berin eru lögð í plastglas og
vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Þessu
er síðan lokað með plastfilmu og
sett í frysti. Þannig geymast berin
fersk langt fram á næsta ár. Einnig
hægt að setja þau í litla samloku-
poka, hella vatni í og binda þétt
fyrir með bandi.
*Sæt ber allt árið
Berjunum er velt upp úr sykri
eða hrásykri, sett í plastpoka og
fryst.
*Þurrkuð ber
Berjunum er sturtað í ofnskúffu
sem búið er að leggja bökunar-
pappír á. Sett í ofn og kveikt undir
á 50 gráður í nokkra klukkutíma.
Ágætt að hafa ofninn örlítið opinn
af og til svo rakinn fari út.Gott er
að snúa nokkrum sinnum en ekki
nauðsynlegt. Berin þorna og verða
„þurrkuð ber“ sem eru þvílíkt lost-
æti og geymast allt árið.
Neytendur | 15Miðvikudagur 7. september 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
Ræktið eigið
grænmeti
Margir Íslendingar eru farnir
að rækta sitt eigið grænmeti og
spara þar með pening. Fyrir þá
sem settu niður grænmeti í vor
og eru nú komnir með mikla
uppskeru er ekki úr vegi að útbúa
gott grænmetissoð. Í soðið má
nota stilka og ytri blöð af hvítkáli,
blómkáli eða blöðin af spergil-
káli. Ýmislegt annað má nota
svo sem gulrótarblöð, rætur og
villijurtir. Það eina sem þarf að
athuga er að það sé óskemmt og
blöðin falleg. Blöðin gagnast vel í
soð þó að þau þyki ekki nógu fín í
almenna matreiðslu.
Þetta má sjóða í hálftíma eða
lengur, sía svo vökvann frá og
sjóða hann niður um þriðjung
eða helming í opnum potti. Soðið
má síðan frysta og eiga til matar-
gerðar í vetur. Mynd: Guðrún TryGGvadóTTir
Blóm:
Blómin fallegu og
litskrúðugu eru ekki
einungis fyrir augað.
Mörg þeirra má nota í
salat eða tegerð:
Fjóla er afbragðs
tejurt. Fjólan er fjölær,
blómstrar mikið en
það þarf að hlúa
örlítið að henni í garð-
inum og skapa henni
vaxtarrými. Mynd: Guðrún
TryGGvadóTTir
Morgunfrú er
meðal annars notuð í pott-
rétti og soð til að auka á
næringargildi. Nokkur blóm
í súpur og kássur ljá þeim
dýpt og bragð en einnig er
hægt að strá blómblöðum
yfir hrísgrjón áður en þau
eru soðin og virkar það þá
líkt og að nota saffran.
Blómblöðin eru einnig til-
valin til að dreifa yfir salat.
Blómin eru þurrkuð í te og
blómbotninn þá skilinn frá
svo þorni fljótar. Mynd: Guðrún
TryGGvadóTTir
Kamilla vex vel hér á landi og sagt
hefur verið að heimaræktað kamillublóm
sé á við heilan tepoka úr búð. Kamillan róar
og það er gott að leggja kamillubakstur á
augun.
Mynd: Guðrún TryGGvadóTTir
Fíflar eru góð matjurt og eru blöðin
mest notuð hrá í salat. Einnig er hægt að
sjóða þau í súpum og nota í pottrétti. Blöðin
má leggja í vatn í nokkrar mínútur áður en
þau eru sett í pott, það dregur úr remmu.
Blaðstöngullinn er beiskari en laufið sjálft
og það grófasta af honum má rífa burt.
Mynd: Guðrún TryGGvadóTTir
Berjamór:
Öll þekkjum við berin góðu sem gaman
er að tína á haustin. Flestir hafa farið í
berjamó og fyllt fötur af bláberjum og
krækiberjum. Það eru þó líklega færri
sem vita að vel er hægt að tína aðrar
tegundir og nota í matar- eða sultugerð.
Stikilsber hafa þann kost að
fuglar láta þau að mestu í friði. Hægt er
að tína þau af jörðinni ef þau hafa fallið
af runnum því þau mygla ekki strax eins
og önnur ber. Gott er að setja þau í pott
með jafnmiklu af sykri, kanilstöng og
dálitlu af vatni. Þau eru svo soðin þar
til blandan þykknar. Berin þykja góð í
chutney eða súrsætar samsuður. Mynd:
Guðrún TryGGvadóTTir
Hrútaber eru alvillt og farin að
láta miklu meira á sér bera. Bæði af
því kjarr- og skógvöxtur hefur aukist
og sauðkindin nær ekki að hreinsa lág-
lendisgróðurinn. Þau eru svolítið beisk
og því eru þau betri með kjöti en með
sætindum. Þau fást ekki í verslunum og
það gerir þau eftirsóknarverð.
Reyniber eru ekki einungis
stórkostlegt haustskraut heldur er líka
hægt að nota þau til matar. Gott ráð
til að vinna á beiskjunni er að frysta
þau fyrst og láta síðan liggja í vatni í
þrjá sólarhringa. Skipta þarf um vatnið
daglega. Svo má sjóða berin í súpu með
þeyttum rjóma eða gera úr þeim mauk.
Mynd: Guðrún TryGGvadóTTir
Sólber eru svolítið sérstök en
annaðhvort vilja menn þau ekki eða
skynja bragðið næstum sem nautn.
Nýtt kvæmi af sólberjarunnum, sem
hefur borist til landsins, gefur mikið af
sér og vex auðveldlega. Sólberjasafi
er best þekktur af afurðum sólberja.
Blöðin eru til dæmis notuð til að auka
brjóstamjólk. Ef ég næ ekki að borða öll
sólberin hrá frysti ég þau upp á gamla
mátann með því að velta þeim upp úr
svolitlum hrásykri eða sulta þau heil.
Mynd: Guðrún TryGGvadóTTir