Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Side 18
18 | Menning 7. september 2011 Miðvikudagur F innbogi (Sveinn Ólafur Gunnarsson) og Alfreð (Hilmar Guðjónsson) hafast við í strigatjaldi uppi á heiði á sunnan­ verðum Vestfjörðum einhvern tímann á níunda áratugnum. Þeir sinna viðhaldi alveg ein­ staklega fáfarins vegar, negla stikur og mála þúsundir strika dag hvern. Finnbogi er eldri, hyggur á nám í þýsku og hlust­ ar gjarnan á hipparokk liðins áratugar. Alfreð er yngri, hygg­ ur mestmegnis bara á frekari uppáferðir og dillar sér þess á milli við nýjustu poppsmelli þess tíma. Þeir eru dyntóttir og sérvitrir hvor á sinn hátt og virðast ekki eiga margt sameig­ inlegt annað en það að Finn­ bogi á í ástarsambandi við systur Fredda. Það er ekki að furða að samveran gangi erfiðlega hjá þeim, vinnandi rútínukennda vinnu í einangrun óbyggð­ anna, sofandi, étandi og ger­ andi nánast allt hvor ofan í öðrum. Hvor um sig er að ganga í gegnum ýmislegt og lífið býður þeim upp á upplif­ anir sem hafa mikil áhrif á þá og þeirra samband. Skyndi­ lega þurfa þeir á einhverjum að halda, hverjum sem er í raun, og úrvalið af félagsskap er nú ekki mikið uppi á há­ heiði. Myndin fer hægt af stað þar sem framvindan silast áfram í tilbreytingarlitlum vinnugöll­ um og umhverfi. Það er ef­ laust viljandi gert í samræmi við aðstæður þeirra sem bjóða ekki sjálfkrafa upp á mikil og fjörug ævintýri. Hvernig teygt er á tökum er stíll sem venst fljótlega og eftir því sem við kynnumst félögunum betur fáum við dýpt í karakterana og þyrstir í frekari kynni. Helgarnar bjóða upp á pásu frá rúnki á fjalllendi og Freddi skiptir út tímalausum verka­ mannagallanum fyrir stór­ glæsilega múnd eringu, sem er kórónuð með síðri kápu sem undirstrikar tíðarandann. Þeir eiga það til að fá sér lögg og þá dunar vel valinn tónlist þess tíma. Freddi bætir um betur og fleygir í eina af skemmti­ legri danssenum íslenskrar kvikmyndasögu, vel djassaður upp fatalega þar sem hann fer hamförum úti í rassgati. Þorsteinn Bachmann leikur viðkunnanlegan vörubílstjóra sem kíkir reglulega við í landa­ sötur og kjaftæði. Þar birtist frábær týpa sem á drjúgan hlut í stórskemmtilegu frasaúr­ vali myndarinnar. Hápunkt­ ar myndarinnar eru eflaust trúnólengjur þeirra Fredda og Finnboga af dramatískum djammsögum og ástarsorg. Þær eru verulega vel teknar, klipptar og niðurinn í ánni er hækkaður í hljóðblöndun til að undirstrika tilfinningar sem þar birtast. Myndin byggist svo mikið upp á tali og tónum að sem betur fer er hljóðvinnsla til fyrirmyndar sem og áferð al­ mennt. Útlit myndrammans er eins og aðstæður þeirra, lit­ lítil, lágstemmd og raunsæ náttúrufegurð sem er óra­ fjarri þeim túristabæklingi sem birtist iðulega í íslensk­ um myndum. Ekki að það sé neitt að því að sýna fallega ís­ lenska náttúru en það er bara enginn Gullfoss á þeirri heiði sem myndin gerist á. Myndin er dramatísk, fynd­ in og sannferðug. Það er erfitt að vera tveir fastir saman uppi á heiði við þessar aðstæður. Eflaust er álíka erfitt að gera 80 mínútna mynd um það, sem er borinn upp af tveim til­ tölulega nýreyndum leikurum í grámyglulegu umhverfi. Án þess að stytta sér leið gengur frumraun Hafsteins Gunnars vel upp og það er kraftaverki líkast að fá þessa uppskeru úr jafnhrjóstugri jörð. En Haf­ steinn á engu að síður ennþá eftir að gera sína bestu mynd. Erpur Eyvindarson Bíómynd Á annan veg Leikstjórn og handrit: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hilmar Guðjónsson, Þorsteinn Bachmann 85 mínútur Kristjana Stefáns á Eyrarbakka Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi halda nú af stað með eftirmiðdagshausttónleika­ röð á heimili sínu Merki­ gili á Eyrarbakka. Lofa þau skemmtilegri hauststemningu á komandi vikum. Það verða Kristjana Stefánsdóttir og Ómar Guðjónsson ásamt Jón­ asi Sig sem hefja tónleikaröð­ ina næstu helgi, sunnudaginn 11. september klukkan 16.00. Nóbelsskáld í heimsókn Nóbelsskáldið Herta Müller kemur á Bókmenntahátíðina í Reykjavík og skáldsaga hennar Andarsláttur kemur út á ís­ lensku í þýðingu Bjarna Jóns­ sonar. Herta ræðir um skáld­ skap sinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. september klukkan 12 og föstudagskvöld­ ið 9. september les hún upp úr bókinni í Iðnó. Kynlífsbiblían Út er komin bókin Kynlífs­ biblían, grundvallarrit um ástaratlot. Biblía þessi er sögð vera leiðarvísir elskenda að frábæru kynlífi. Höfundur bókarinnar er Susan Crain Bakos en hún hefur tekið viðtöl við þúsundir karla og kvenna um kynlífshegðun og viðhorf þeirra til kynlífs. Í bók­ inni eru reynslusögur sem pör munu geta samsamað sig við og dregið lærdóm af. Þýðandi bókarinnar er Bergsteinn Sig­ urðsson. V ið byrjuðum á bréfa­ skriftum við dansarana, þá æfðum við á Skype og svo hittumst við og þá komum við Lovísa inn í ferl­ ið og hönnuðum umgjörðina,“ segir Halla Ólafsdóttir, dans­ ari og danshöfundur. Halla út­ skrifaðist frá sænsku ballett­ akademíunni í Stokkhólmi árið 2004. Þá stundaði hún meistaranám í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi og er nú stödd hér á landi til að taka þátt í Reykja­ vik Dance Festival sem fer fram í Tjarnarbíói og stendur til sunnudagsins 11. september. Halla stofnaði danssam­ steypuna Samsuðuna með dansaranum Lovísu Ósk Gunn­ arsdóttur og saman hafa þær þróað verk frá árinu 2005. „Við reynum að gera eitt dansverk á ári, það er stundum erfitt þar sem við erum hvor í sínu land­ inu. Við þróumst og breytumst með hverju verkefni en erum alltaf að breyta um vinnuað­ ferðir. “ Halla og Lovísa kynna verkið What a Feeling á danshátíðinni. „Við teljum að tími kaldhæðn­ innar sé liðinn og að einlægn­ in sé mikilvæg. Við viljum fara svolítið til baka og vinna verk sem byggja á tilfinningu sem er hrein, langanir og þrár ef til vill. Þær fengu til liðs við sig þrjá danshöfunda, Berglindi Pétursdóttur, Cameron Corbett og Sögu Sigurðardóttur, og gáfu þeim ákveðna forskrift. Dans­ höfundarnir þrír fengu svo tíma til þess að semja sinn eigin dans eftir forskriftinni. En hvernig var að æfa á Skype? „Það er auðvitað betra að hittast í eigin persónu, við vorum ekki að dansa á Skype,“ segir Halla og hlær. Verkið verður sýnt í Tjarn­ arbíói miðvikudaginn 7. sept­ ember kl. 19.00 og fimmtudag kl.19.00. kristjana@dv.is Kynnir verkið What a Feeling Halla Ólafsdóttir myndar Sam- steypuna með Lovísu Gunnarsdóttur og saman kynna þær nýtt verk á Reykjavik Dance Festival. Æfðu í gegnum Skype n Halla Ólafsdóttir og Lovísa Gunnarsdóttir segja tíma kaldhæðninnar lokið Leiðsögn með Huldu Gallerí Ágúst býður upp á óformlega leiðsögn með listakonunni Huldu Vil­ hjálmsdóttur, laugardaginn 10. september næstkom­ andi. Hulda tekur á móti gestum og gangandi milli kl. 14–16 og leiðir áhuga­ sama um sýningu sína Mynd af henni sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst. Sýningin hefur vakið mikla hrifningu og er greini­ legt að Hulda á sér marga trygga aðdáendur. Góð spretta á kvikmyndahausti Efnilegur leikstjóri Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hefur gert sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd með miklum sóma. Raunsæ Myndin er dramatísk, fyndin og sannferðug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.