Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Qupperneq 20
20 | Sport 7. september 2011 Miðvikudagur
Ekki mér að kenna
n Fabio Capello tekur ekki á sig meiðsl Jacks Wilshere
A
rsenal-menn fengu
slæm tíðindi um
helgina þegar ljóst
varð að miðjumað-
urinn Jack Wilshere, yrði
frá keppni vegna meiðsla
í þrjá mánuði til viðbótar.
Whilshere meiddist í lands-
leik Englands og Sviss eftir að
síðasta tímabili í ensku úrvals-
deildinni lauk og hefur hann
verið frá æfingum og keppni
síðan vegna skaddaðra lið-
banda. Wilshere hefur spilað
þrátt fyrir sködduð liðbönd síð-
an 2009 en það var ekki fyrr en
í leiknum gegn Sviss sem hann
þurfti að fara af velli.
„Ég talaði við lækninn og
veit að þetta eru meiðslin sem
Jack spilaði með allt síðasta
tímabil,“ sagði Capello á blaða-
mannafundi fyrir leik Englands
og Wales. „Hann meiddist
vissulega í leiknum gegn Sviss
en svo fór hann í frí. Ég veit ekki
hvort hann hóf undirbúnings-
tímabilið meiddur en allavega
er búið að finna hvað er að hon-
um núna.“
Capello neitaði að taka
ábyrgð á því að einn besti mað-
ur Arsenal verði frá næstu mán-
uðina. „Þegar ég valdi Jack í leik-
inn var hann heill. Í fótboltaleik
geta menn meiðst. Ég veit að
Arsenal er með marga menn
meidda og vonast því til að Jack
komi fljótt aftur. Hann er líka
mjög mikilvægur leikmaður fyr-
ir enska landsliðið,“ sagði Fabio
Capello. tomas@dv.is
United vildi
ekki Rodwell
Sir Alex Ferguson hafnaði til-
boði Everton um að kaupa
miðjumanninn unga, Jack
Rodwell, þrátt fyrir að hafa
íhugað 20 milljóna punda til-
boð í hann í fyrra. Frammistaða
hans á síðustu leiktíð varð þó til
þess að áhugi Ferguson dvín-
aði og keypti hann Phil Jones
frá Blackburn í staðinn. Moyes
bauð Rodwell til United til þess
að safna fé fyrir leikmannakaup-
um en hann vildi alls ekki missa
stjörnur úr liðinu. Því miður
fyrir hann missti hann Mikel Ar-
teta til Arsenal á lokadegi félaga-
skipta og fékk fyrir hann að því
er talið 10 milljónir punda.
Mourinho
hrokafullur
Knattspyrnugoðsögnin
Johan Cruyff lýsir augnapoti
Jose Mourinho, þjálfara Real
Madrid, á að-
stoðarþjálfara
Barca, Tito
Vilanova, sem
hrokafullri
aðgerð sem
getulaus mað-
ur framkvæmir. Mourinho
gæti átt í vændum tólf leikja
bann fyrir athæfið en Cruyff
sem er goðsögn í lifanda lífi
hjá Barca segir í viðtali við
dagblað í Katalóníu: „Árátta
hans hvað varðar Barcelona
er farin yfir strikið.“
Ljungberg
til Japans
Sænski knattspyrnumaðurinn
Freddy Ljungberg hefur samið
við japanska liðið Shimizu
S-Pulse en hann hefur verið að
æfa með liðinu og gæti spilað
með því sinn fyrsta leik á laug-
ardaginn. Ljungberg, sem lengi
lék með Arsenal, hefur verið
að falla hratt niður stjörnu-
himininn undanfarin ár. Eftir
ofgreidda og ömurlega dvöl hjá
West Ham fór hann til Banda-
ríkjanna og átti síðan stutt stopp
í Skotlandi áður en samdi við
japanska liðið.
Fabio Capello „Þegar ég valdi Jack í leikinn var hann heill. Í fótboltaleik
geta menn meiðst.“
Boðað er til Aðalfundar Íþróttakennara-
félags Íslands þann 17. september nk.
klukkan 12:00–14:00 í veitingasal
Nauthóls.
Nauthóll, Nauthólsvegi 103, 101 Reykjavík.
Kosnir verða nýir félagsmenn í stjórn félagsins
og farið verður yfir starf félagsins síðastliðið ár
og hvað er framundan.
Allir félagsmenn velkomnir.
Súpa og brauð í boði félagsins.
Hvetjum sem flesta til að mæta, nýir sem
eldri félagsmenn, allir geta komist í stjórn.
Kær íþróttakveðja,
Stjórn ÍKFÍ
Aðalfundur ÍKFÍ
Loksins sigur
B
ið íslenska landsliðs-
ins í knattspyrnu eft-
ir sínum fyrsta sigri
í mótsleik í rétt tæp
þrjú ár lauk í gær-
kvöldi þegar Ísland vann Kýp-
ur, 1-0, í undankeppni EM á
Laugardalsvelli. Eina mark-
ið skoraði framherjinn stór-
efnilegi Kolbeinn Sigþórsson
eftir góðan undirbúning Jó-
hanns Bergs Guðmundssonar
á vinstri kantinum. Hollensk
samvinna þar á ferðinni en
saman léku þeir hjá AZ í Hol-
landi áður en Kolbeinn var
keyptur til Ajax í sumar. Þótt Ís-
land hefði ekki unnið alvöru-
landsleik í tæp þrjú ár fram að
leiknum gegn Kýpur hefur lið-
ið oft spilað betur. Mikill los-
arabragur var á vörninni sem
þurfti oft að bjarga á síðustu
stundu og þá fór liðið afar illa
með mörg góð tækifæri í sókn-
inni. Sigurinn þýðir þó að Ís-
land innbyrðir þrjú stig og
hefur nú fjögur stig allt í allt.
Öll hafa þau fengist í leikjun-
um tveimur gegn Kýpur. Kýp-
ur er því á botni riðilsins með
tvö stig og á leik gegn Dönum í
lokaumferðinni á meðan Ólaf-
ur Jóhannesson stýrir íslenska
liðinu í síðasta skiptið í Portú-
gal í byrjun október.
Vantaði gæði í sóknina
Þar sem Ísland skoraði svo
snemma í leiknum þurftu
Kýpverjar strax að breyta leik-
skipulagi sínu og reyna að
sækja meira. Leikurinn opn-
aðist því meira en búist var við
fyrir Ísland sem leysti oft vel úr
erfiðum stöðum og kom sér í
góð færi upp við vítateig gest-
anna. Þar vantaði þó oftar en
ekki meiri gæði í lokasend-
inguna og fóru íslensku strák-
arnir oft hryllilega illa með úr-
valsmöguleika upp við mark
Kýpverja. Ólafur gerði seint
breytingar í leiknum og var
að vonast eftir að annað mark
dytti inn. „Við vorum orðn-
ir þreyttir og þeir líka en þetta
var góður sigur,“ sagði Ólafur
Jóhannesson í viðtali við RÚV
eftir leikinn. „Það var spurn-
ing um að taka Kolbein eða Eið
út af en á móti kemur að þeir
eru baneitraðir þannig að ég
lifði frekar lengi í voninni um
að þeir myndu skapa eitthvað.“
„Þetta var ekki skemmti-
legasti leikur sem ég hef spilað
og ekki sá besti,“ sagði fyrirlið-
inn Eiður Smári Guðjohnsen.
„Það sem situr eftir eru úrslitin
og það var alveg kominn tími
til. Spilamennskan mátti vera
betri og hraðari. Mér fannst
þegar við komumst í 1-0 eins
og að við ætluðum bara að
halda því. Sjálfstraustið hefur
svo sem ekkert verið í hæstu
hæðum hjá liðinu.“
Frábær frumraun
Hannesar
Markvörðurinn Stefán Logi
Magnússon gerði sig sekan um
slæm mistök í leiknum gegn
Noregi á föstudaginn þar sem
hann færði Noregi vítaspyrnu
á silfurfati sem varð sigurmark
leiksins. Um leið fékk hann
gult spjald og opnaði þar með
dyrnar fyrir Hannesi Þór Hall-
dórssyni, markverði KR, til að
standa á milli stanganna gegn
Kýpur þar sem Gunnleifur
Gunnleifsson er meiddur.
Hannes hefur verið frábær
með KR í sumar, en liðið er
efst í Pepsi-deildinni, og hann
tók það sjálfstraust greinilega
með sér inn í leikinn. Fram-
an af þurfti hann mest megn-
is að eiga við fyrirgjafir og vera
mættur á réttum tíma út úr
markinu. Það allt leysti hann
fullkomlega. En þegar kom að
því að verja var hann heldur
betur betri en enginn. Hann
varði eðli málsins samkvæmt
öll skotin sem komu á mark-
ið, þar af tvö algjör dauðafæri
í seinni hálfleik, einn gegn
sóknarmanni, þegar varnar-
leikur Íslands var orðinn ansi
losaralegur. Stefán Logi þarf
heldur betur að hafa áhyggjur
af byrjunarliðssæti sínu eftir
þessa frammistöðu Hannesar.
„Þetta er alveg æðisleg til-
finning. Það er ekki hægt að
neita því,“ sagði Hannes bros-
andi út að eyrum í viðtali á RÚV.
„Það var smá stress í manni til
að byrja með en svo fór það og
þetta varð bara eins og hver
annar leikur. Þeir sluppu svo í
gegn þarna tvisvar undir lokin
og það er alltaf gaman þegar
manni tekst að vera fyrir því,“
sagði hann hógvær.
Ömurlegu tímabili Ólafs
lýkur í Portúgal
Eins og áður segir stýrir Ólafur
Jóhannesson íslenska lands-
liðinu í síðasta skipti föstu-
daginn 7. október gegn Crist-
iano Ronaldo og félögum frá
Portúgal. Það verður sautj-
ándi mótsleikur Ólafs með ís-
lenska landsliðið en hingað til
hafa unnist tveir sigrar í sext-
án leikjum. Gegn Makedón-
íu í október 2008 og svo gegn
Kýpur á þriðjudagskvöldið.
Undir stjórn Ólafs hefur liðið
oft spilað ágætis fótbolta en
stigin hafa heldur betur látið
á sér standa. Hann fékk fleiri
æfingaleiki en forverar hans
en virtist alltaf vera að móta
liðið, alveg fram undir það
síðasta. Leit er þó hafin að eft-
irmanni Ólafs og eru þar Roy
Keane og Lars Lagerbäck tald-
ir líklegir arftakar. Það er bara
vonandi að arftaki Ólafs þurfi
ekki að bíða í þrjú ár á milli
sigra.
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Knattspyrna
n Ísland vann Kýpur 1-0 n Þriggja ára bið eftir sigri í mótsleik lokið n Hannes Þór Hall-
dórsson fór á kostum í sínum fyrsta landsleik n Tveir sigrar í sextán alvörulandsleikjum
Ísland - Kýpur 1-0
1-0 Kolbeinn Sigþórsson (4.).
Ísland: Hannes Þór Halldórsson,
Birkir Már Sævarsson, Hallgrímur
Jónasson, Kristján Örn Sigurðsson,
Hjörtur Logi Valgarðsson, Eggert
Gunnþór Jónsson, Helgi Valur Daní-
elsson, Birkir Bjarnason (Björn
Bergmann Sigurðarson 83.), Jóhann
Berg Guðmundsson (Matthías Vil-
hjálmsson), Eiður Smári Guðjohnsen,
Kolbeinn Sigþórsson (Alfreð Finn-
bogason 83.)
Undankeppni EM
Frábær frumraun Hannes Þór Halldórsson fór á kostum í sínum fyrsta landsleik. MYND FÓTBOLTI.NET