Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Síða 8
N
okkrir handfærabátar í
eigu útgerða innan Sam
taka íslenskra fiskimanna
héldu til veiða á þriðju
dagsmorgun þrátt fyrir
að hafa ekki yfir aflaheimildum að
ráða. Sjómennirnir kvótalausu sem
réru á miðin telja að þeir séu í full
um rétti til þess að veiða, þar sem
hvergi í lögum um fiskveiðistjórn
sé þess getið að skip verði að ráða
yfir aflamarki. Svo lengi sem smá
bátarnir, sem réru á þriðjudag, séu
með veiðileyfi, þá séu sjómenn
irnir kvótalausu í fullum rétti til að
stunda fiskveiðar. Komi til þess að
skipin verði svipt veiðileyfum fyr
ir að veiða án aflaheimilda munu
Samtök íslenskra fiskimanna standa
þétt við bakið á á þeim útgerðum og
stefna stjórnvöldum fyrir dómstól
um. Þar til það verður gert ætla þeir
að róa áfram til fiskjar.
„Við teljum okkur vera í fullum
rétti til að róa“
Jón Gunnar Björgvinsson, formaður
Samtaka íslenskra fiskimanna, segir
sjómennina ekki hafa brotið nein
lög. „Við höfum verið að bíða eft
ir viðbrögðum stjórnvalda við áliti
mannréttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna frá 2007 um kvótakerfið.
Aðgerðir stjórnvalda eru nákvæm
lega ekki neinar og það lítur ekki út
fyrir að það sé verið að breyta lögum
um stjórn fiskveiða á nokkurn skap
aðan hátt. Það frumvarp sem sjávar
útvegsráðherra lagði fyrir á Alþingi
í vor breytir ekki kerfinu eða tekur
á þeim vandræðum sem mannrétt
indanefndin finnur að kerfinu.“
Að því sögðu telja Samtök ís
lenskra fiskimanna tímabært að
grípa til aðgerða og halda þessu máli
áfram. „Við teljum okkur vera í full
um rétti til að róa enda það eina sem
segir í lögum um stjórn fiskveiða er
að skilyrði sé að menn hafi almennt
veiðileyfi til að stunda fiskveiðar í
atvinnuskyni. Það segir hvergi í lög
um um stjórn fiskveiða að menn
irnir þurfi að hafa aflamark eða afla
heimildir. Þetta er grundvallaratriði
og í okkar stjórnsýslu er allt leyft sem
er ekki bannað. Ef þetta ætti að telj
ast lögbrot þá þyrfti einfaldlega að
standa í lögunum að bannað sé að
stunda veiðar án aflaheimilda.“
Jón Gunnar segir það ekki vera
tilviljun að sjómennirnir kvótalausu
réru til fiskjar nú. „Sameinuðu þjóð
irnar eru að taka fyrir ástand mann
réttindamála á Íslandi í næsta mán
uði og meðal annars viðbrögðin við
áliti mannréttindanefndar. Þetta er
gert til að halda málinu áfram.“
Birgir Haukdal, sjómaður í Sand
gerði, er einn þeirra sem réru til fiskj
ar á þriðjudag. Hann segist ekki ótt
ast afleiðingar þess að róa kvótalaus
á miðin. „Nei, það geri ég ekki. Ég
er bara orðinn úrkula vonar um að
nokkuð verði fyrir okkur gert. Álit
mannréttindanefndarinnar er virt að
vettugi, algjörlega með öllu. Jóhanna
og Steingrímur lofuðu fyrir kosn
ingar að þau myndu koma á frjáls
um handfæraveiðum ef þau kæmust
til valda. Nú eru þau ein í stjórn og
efndir eru engar.“
Hann segist gera sér grein fyrir því
að slíkar mótmælaveiðar geti mögu
lega haft afleiðingar fyrir hann. Veið
in á þriðjudag var hins vegar ekki
með besta móti. „Ég landa þremur
ufsum og verð ákærður. Það eru allar
líkur á því.“
8 | Fréttir 21. september 2011 Miðvikudagur
Athugasemd
frá Þór Saari
Í leiðréttingu við frétt í blaðinu
þar sem kom fram að Ragnar
Árnason hefði verið forstöðu
maður Hagfræðistofnunar er ekki
rétt með farið af minni hálfu. Það
rétta er að hann hefur verið for
maður stjórnar Hagfræðistofn
unar.
Með bestu kveðju,
Þór Saari
Þingmaður
deilir á prest
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing
maður Samfylkingar, gagnrýn
ir Friðrik Schram, prest Íslensku
Kristskirkjunnar í Reykjavík, vegna
umdeildra ummæla hans um sam
kynhneigða. Í aðsendri grein í Frétta
blaðinu á þriðjudag skrifaði Frið
rik að samkynhneigð væri í lagi svo
lengi sem kynlífinu væri sleppt. Kyn
líf samkynhneigðra væri „ekki rétt“
að hans mati. DV hefur áður greint
frá því að Reykjavíkurborg hafi hætt
að styrkja söfnuðinn vegna skoðana
Friðriks á samkynhneigðum.
„Og svo heldur þessi maður því
blákalt fram að mikill meirihluti
„kristinna manna um heim allan“ sé
sömu skoðunar; altso að samlíf sam
kynhneigðra sé „ekki rétt.“
Að gefnu tilefni vil ég ekki að
svona söfnuður njóti styrkja úr
mínum vasa; að mannréttindasvið
Reykjavíkurborgar noti minn hluta
útsvarsins til að byggja upp starf af
þessu tagi. Það tel ég „ekki rétt“,“ seg
ir Sigmundur Ernir á bloggsíðu sinni.
Slys rakið til
hraðaksturs
Lögreglan á Akranesi segir framburð
vitna benda til þess að alvarlegt mót
orhjólaslys sem varð í bænum í síð
ustu viku megi rekja til ofsaaksturs.
Slysið varð á Faxabraut á Akra
nesi þegar ökumaður mótorhjólsins
ók á kantstein með þeim afleið
ingum að hann kastaðist í götuna.
Maðurinn slasaðist töluvert og var
fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið
á Akranesi. Hjólið var mjög illa farið
eftir slysið og voru skráningarnúmer
tekin af því samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Akranesi.
Dópuð með
barn í bílnum
Kona um þrítugt var stöðvuð við
akstur á höfuðborgarsvæðinu á
mánudag og reyndist hún vera undir
áhrifum fíkniefna.
Með í för var barn hennar en
gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í
þágu þess og barnaverndaryfirvöld
upplýst um málið. Að því er kemur
fram í tilkynningu frá lögreglunni
var móðirin handtekin og flutt á lög
reglustöð.
Kvótalausir
réru til fiskjar
„Ég er bara orðinn
úrkula vonar um
að nokkuð verði fyrir okk-
ur gert.
n Kvótalausir sjómenn ætla að veiða þar til þeir verða sviptir veiðileyfi n „Álit
mannréttindanefndarinnar er virt að vettugi“ n Telja sig vera í fullum rétti
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Jón Gunnar Björgvinsson „Aðgerðir stjórnvalda
eru nákvæmlega ekki neinar og það lítur ekki út fyrir
að það sé verið að breyta lögum um stjórn fiskveiða á
nokkurn skapaðan hátt.“
Kostnaður vegna fangaflutninga hefur tvöfaldast:
50 milljónir króna í fangaflutninga
Kostnaður Fangelsismálastofnun
ar vegna fangaflutninga innanlands
hefur meira en tvöfaldast á síðustu
tíu árum. Samkvæmt tölum sem fram
komu í svari innanríkisráðherra, Ög
mundar Jónassonar, við fyrirspurn
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um kostn
að vegna fangaflutninga nam kostn
aður vegna þeirra alls 52,6 milljónum
króna á síðasta ári. Til samanburðar
var kostnaðurinn 21,7 milljónir árið
2001. Tölurnar ná ekki yfir fangaflutn
inga hjá lögreglunni heldur einungis
yfir flutninga fanga á vegum Fangelsis
málastofnunar.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
segir að kostnaðurinn sé margþætt
ur. „Þetta er kostnaður vegna yfir
heyrslna á föngum í gæsluvarðhaldi,
vegna túlkaþjónustu, flutnings fanga í
dómsal og ferðakostnaðs lögfræðinga
í opinberum málum,“ segir Páll um
kostnað vegna fangaflutninga innan
lands.
Á sama tímabili, frá 2001 til 2010,
hefur kostnaður vegna fangaflutninga
á milli Íslands og annarra landa marg
faldast. Árið 2001 nam kostnaðurinn
1,4 milljónum króna en árið 2010 var
kostnaðurinn kominn upp í 10,7 millj
ónir. Langstærstur hluti þessa kostn
aðar stafar af brottvísun fanga frá land
inu og felst meðal annars í kostnaði við
flugmiðakaup fyrir fangana og stund
um kostnaði við að senda fylgdar
mann með föngum til að tryggja að
þeir fari af landi brott.
Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að
langmestur kostnaður vegna fanga
flutninga á milli Íslands og annarra
ríkja er kostnaður við flutning á föng
um til og frá Litháen. Sá kostnaður
nam 13,3 milljónum króna á tíma
bilinu. Næstmestur kostnaður hefur
hlotist af fangaflutningum á milli Pól
lands og Íslands, eða um 7,6 milljón
ir króna, og þar næst er það kostnað
ur við fangaflutninga á milli Rúmeníu
og Íslands, eða um 4,7 milljónir króna.
Í svari Ögmundar við fyrirspurninni er
skýrt tekið fram að löndin endurspegli
ekki þjóðerni þeirra fanga sem þangað
eru fluttir. Ítalía er tekin sem dæmi en
kostnaður við fangaflutninga á milli
Ítalíu og Íslands hefur á tímabilinu
numið 1,8 milljónum króna án þess
að nokkur Ítali hafi verið vistaður í ís
lenskum fangelsum. adalsteinn@dv.is
Aukinn kostn-
aður Páll Winkel
fangelsismálastjóri
segir að kostnaðurinn
sé margþættur,
meðal annars vegna
túlkaþjónustu og
flutnings fanga til og
frá dómsal.