Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 21. september 2011 Miðvikudagur
Vonast eftir góðri mætingu
n Ísland mætir Belgum í undankeppni EM 2013
Þ
ær eru með vel skipu-
lagt lið sem spilar
þétta vörn og sækir
hratt,“ segir Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, þjálfari
kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, um næstu mótherja
í undankeppni EM 2013,
Belga. Íslandi mætir Belgíu
á Laugardalsvellinum á
fimmtudagskvöldið klukkan
19.30. Sigurður segir Belgana
vera með þriðja besta liðið í
riðlinum og því þurfi okkar
stúlkur að vera á tánum.
„Þær eru með hættulega
framherja sem við þurfum að
vita af líka. Belgar hafa verið
að ná góðum úrslitum. Þær
unnu bæði Rússland og Suð-
ur-Kóreu. Þær virðast vera
þriðja besta liðið í riðlinum,
lið sem við þurfum klárlega
að leggja okkur fram við til
að sigra. Þetta verður erfiður
leikur því þetta er betra lið en
þau sem við höfum verið að
mæta. Lið eins og Slóvenía,
Grikkland og Serbía. Belg-
ar eru klassa fyrir ofan þau,“
segir Sigurður Ragnar.
Ísland vann frækinn og
sögulegan sigur á sterku liði
Noregs á laugardaginn og
kom sér þar í góða stöðu í
riðlinum þó hann sé aðeins
nýhafinn. „Það var frábær
leikur af okkar hálfu. Von-
andi getum við haldið áfram
að spila svona vel. Mikilvæg-
asti leikurinn er samt alltaf sá
næsti en það er margt mjög
gott sem við getum tekið úr
Noregsleiknum. Sá sigur tel-
ur samt lítið ef við vinnum
ekki Belga,“ segir Sigurður
Ragnar, en stelpurnar okk-
ar ætla sér efsta sætið í riðl-
inum og þar af leiðandi sæti
á EM.
„Það hefur allt frá byrj-
un verið yfirlýst markmið að
vinna riðilinn. En ætlum við
okkur að gera það þá þurfum
við að vinna alla þessa leiki.“
Mætingin var þokkaleg á
Noregsleikinn en Sigurður
vonast eftir talsvert fleirum
á fimmtudagskvöldið. „Ég
myndi alltaf vilja sjá fleiri.
Það er alla vega nóg pláss í
stúkunni,“ segir hann létt-
ur. „Við erum þakklát þeim
sem komu á Noregsleikinn
en laugardagseftirmiðdagur
er erfiður leiktími. Við von-
umst til þess að fleiri komi
og styðji liðið á fimmtudag-
inn,“ segir Sigurður Ragn-
ar Eyjólfsson, sem hefur úr
allri sinni sveit að velja nema
hvað hann segir Katrínu Óm-
arsdóttur tæpa.
tomas@dv.is
Sigurður Ragnar
Eyjólfsson vill sigur
Markmið stúlknanna er
sigur í riðlinum.
Modric fær
nýjan samning
Luka Modric, leikmaður
Tottenham, sem var svo ná-
lægt því að ganga í raðir Chel-
sea í sumar fyrir 40 milljónir
punda, er nú við það að fá
nýjan risasamning hjá Totten-
ham. Modric virðist vera bú-
inn að gleyma sumrinu en
hann átti flottan leik og skor-
aði glæsilegt mark í 4–0 bursti
Spurs á Liverpool um helgina.
„Ég held að stjórnarformaður-
inn fari nú að ræða við hann
um nýjan samning. Og ef hann
er 40 milljóna punda virði sem
leikmaður hlýtur hann að fá
samning sem er í samræmi við
það. Ekki förum við að borga
honum eins og leikmanni sem
er fimm milljóna punda virði,
er það?“ segir Redknapp.
Button til
Ferrari?
Bretinn Jenson Button, öku-
þór McLaren í Formúlu 1, er
sagður vera á leið til Ferr-
ari fyrir keppnistímabilið
2013. McLaren ætlar að nýta
sér klásúlu í samningi But-
tons og halda honum áfram
á næsta ári en eftir það getur
hann farið hvert sem hann vill.
Button er sagður hafa mikinn
áhuga á að keyra fyrir Ferrari
2013 og þykir líklegra en ekki
að hann taki sæti Felipe Massa
fyrir það tímabil. Button varð
heimsmeistari fyrir tveimur
árum þegar hann keyrði fyrir
Brawn GP sem breyttist síðar
í Mercedes en í dag er hann
liðsfélagi Lewis Hamilton hjá
McLaren.
Mayweather
heimtar lyfjapróf
Sagan endalausa í boxheim-
inum um mögulegan bardaga
tveggja bestu hnefaleikakappa
heims, Floyds Mayweather Jr.
og Mannys Pacquiao er orðinn
þreyttari en Ronaldo til Real og
Fabregas til Barca-sögurnar til
samans. Eftir sigur Mayweat-
hers á Victor Ortiz um helgina
fór allt aftur að stað og von-
ast nú menn til að sjá þessa
tvo loksins berjast. Mayweat-
her var þó ekki lengi að drepa
þær sögur því hann heimtar að
Pacq uiao gangist undir lyfja-
próf eins og alltaf. „Pacquiao
verður að koma sínum málum
í lag,“ segir Mayweather.
V
ið erum að detta inn í
leikjatörn núna – loks-
ins,“ segir Arnar Grét-
arsson, yfirmaður
knattspyrnumála hjá
gríska liðinu AEK, en uppnám
hefur verið í grísku úrvalsdeild-
inni þar sem nokkur lið hafa
sætt rannsókn lögreglu vegna
ólöglegrar starfsemi á borð við
hagræðingu úrslita leikja. Búið
er að dæma Olympiakos Volou,
liðið sem AEK átti að mæta
í fyrstu umferð, niður í kjall-
ara gríska boltans en AEK spil-
aði loks sinn fyrsta leik um síð-
astliðna helgi og vann. „Fyrsta
leiknum var frestað og svo er
búið að breyta öllu fram og til
baka. Við erum að spila leik sem
var frestað á morgun [í dag] en
það var ekki hægt að spila hann
um síðustu helgi því forsætis-
ráðherra landsins var með ráð-
stefnu og þurfti 7.000 lögreglu-
menn. Því fengum við enga
gæslu. En núna erum við að fara
að spila leiki á fimmtudögum og
sunnudögum næstu vikurnar og
getum þá vonandi farið að koma
okkur á ról,“ segir Arnar.
Ekki komið á hreint hvaða
lið spila
Gríska úrvalsdeildin er sextán
liða deild en eftir að tveimur
liðum var hent niður í kjallar-
ann er pláss fyrir tvö ný. Arn-
ar segir ekki komið á hreint
hvað eigi að gera í málunum
og deildin sé byrjuð þó enn
sé mögulegt að tvö önnur lið
komi upp. „Ég vona að þetta
fari að ráðast. Þetta hefur nátt-
úrulega áhrif alveg niður í
neðri deildirnar. Þetta er búið
að vera vandamál því lið verða
að vita í hvaða deild þau eiga
að spila. Bæði liði sem féllu í
fyrra væru alveg til í að koma
aftur upp. Þau verða samt að
fá að vita það sem fyrst því það
er allt annað að safna tekjum
ef þú átt að spila í efstu deild
en ekki næst efstu. Þá er hægt
að gera mun stærri samninga,“
segir Arnar.
Mikið skorið niður
Arnar segir fjárhaginn hjá AEK
vera að komast í stand en fé-
lagið hefur þurft að skera mikið
niður. „Eins og mörg lið í Evr-
ópu höfum við verið í vand-
ræðum fjárhagslega. Við höf-
um verið að gíra niður kostnað
þannig að endar nái saman.
Þessi stjórn er að bera byrði fyrr-
verandi stjórnar sem gerði stóra
samninga og þar voru alls kon-
ar vandamál. Það gerir hlutina
mjög erfiða. Ætli við séum ekki
búnir að skera kostnað við liðið
niður um 30 prósent á milli ára,
þrátt fyrir að skattar hafi hækkað
úr 21 prósenti í 45. Einnig höf-
um við náð að lækka stjórnunar-
kostnað um 35 prósent. Það sem
vantar eru bara meiri tekjur og í
því er stjórnin að vinna,“ seg-
ir Arnar sem var einmitt með
glóðvolga fjárfesta í heimsókn
þegar DV ræddi við hann.
Stuðningsmenn í Grikklandi
eru blóðheitir og vilja vinna
peningaliðin, Panathinaikos
og Olympiakos, þó að fjárhags-
grundvöllur sé ekki til staðar
fyrir því. „Hörðustu stuðnings-
mennirnir eru ekkert að hugsa
um hvernig staðan er nákvæm-
lega núna. Við eigum bara allt-
af að vinna stórliðin. Menn
hlusta ekki á neinar vangaveltur
um peningaleysi þrátt fyrir að
við séum ekki með sömu fjár-
hagslegu getu og fyrir nokkr-
um árum. Smám saman held
ég samt að aðrir séu að átta sig
á því að við erum búnir að skera
niður og reynum að gera það
besta úr því sem við höfum,“
segir Arnar.
Ekki valtur í sessi
Fyrir skömmu bárust af því
fréttir að Arnar væri valtur í sessi
sem knattspyrnustjóri en hann
segir það byggt á misskilningi.
„Það er auðvitað skrifað mikið
um mann hérna. Málið er, held
ég, að menn vissu ekki alveg
stöðu mála. Ég gerði upphaflega
fimmtán mánaða samning þeg-
ar ég kom og hann rann út í júní.
Þá gerði ég annan þriggja mán-
aða samning en í honum var
klásúla þess efnis að ef ég væri
enn í vinnu 15. júlí framlengd-
ist samningurinn sjálfkrafa um
ár. Ég er því með samning til 30.
júní 2012,“ segir Arnar, sem seg-
ir Eið Smára Guðjohnsen vekja
lukku hjá öllum.
„Það eru allir mjög ánægðir
með hann. Hann stóð sig mjög
vel úti í Georgíu þegar við kom-
umst inn í Evrópudeildina. Síð-
asta sunnudag lék allt liðið bara
illa, en við unnum samt. Hann
hefur verið til fyrirmyndar inn-
an sem utan vallar og allir hafa
verið mjög ánægðir með hann
hingað til. Hlutirnir eru bara
rétt að detta í gang hérna en það
eru miklar væntingar gerðar til
hans og ég er viss um að ef hann
kemur sér í almennilegt stand
muni hann gera vel fyrir okkur,“
segir Arnar Grétarsson.
n Tímabilið hjá AEK loksins að fara á fullt n Nóg af leikjum framundan heima og í Evrópu
n Enn óvíst hvaða lið spila í efstu deild n Fjárhagurinn erfiður og búið að skera mikið niður
DeilDin enn
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Knattspyrna
í uppnámi
Loksins að fara af stað AEK
spilar tvo leiki á viku næstu vikurnar.