Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Blaðsíða 16
16 | Umræða 21. september 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar. Bókstaflega Róbert og mútugreiðslur n Enn berast fréttir sem bendla fjár- festinn Róbert Wessmann við mútu- greiðslur. Stöð 2 sagði frá því á laugar- daginn að forstjóri bosníska lyfja- fyrirtækisins Bosnalijek hefði vænt Róbert um að reyna að bera á sig fé. Fréttin rifjar upp um- fjöllun fjölmiðla um fasteignavið- skipti Róberts og Björgólfs Thors Björg- ólfssonar í Murcia á Spáni árið 2005. Einn af starfsmönnum þeirra, Haukur Harðarson, ræddi um það í skýrslu um verkefnið að múta þyrfti spænsk- um embættismönnum með tæplega 500 milljónum króna til að fá bygg- ingarleyfi á svæðinu. Klaufaleg ráðning n Nýjasta mannaráðning Seðlabanka Íslands er klaufaleg svo ekki sé meira sagt. Þorgeir Eyjólfsson, fyrrverandi for- stjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna og starfsmaður MP Banka, hefur verið ráðinn til bankans tímabundið sem verkefnisstjóri við losun gjaldeyris- hafta. Þorgeir var forstjóri lífeyris- sjóðsins árið 2008 þegar hann skilaði rúmlega 30 milljarða króna tapi fyrir sjóðsfélaga sína með fjárfestingum í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og fleiri fyrirtækjum. Hallur undir Finn n Hallur Magnússon, ráðgjafi hjá fyrir- tækinu Spesíu og fyrrverandi starfs- maður Íbúðalánasjóðs, er iðinn við að taka upp hansk- ann fyrir flokks- bróður sinn Finn Ingólfsson í fjöl- miðlum. Fjöl- miðlar mega vart nefna Finn á nafn án þess að Hallur stökkvi upp til handa og fóta og verji ráðherrann fyrrverandi. Spyrja menn sig nú að því af hverju þessi umhyggja ráðgjafans fyrir Finni stafi. Fyrir skömmu greindi DV frá því að Hallur ætti í samstarfi við athafna- manninn Engilbert Runólfsson og er ekki ólíklegt að hann aðstoði einnig fleiri fjársterka aðila. Ólga innan Iceland Express n Starfslok Matthíasar Imsland hjá Iceland Express eru enn ein vísbend- ingin um ólgu innan ferðaþjónustu- veldis Pálma Har- aldssonar. Matthías er þriðji háttsetti stjórnandinn hjá fyrirtækjum Pálma sem lætur af störf- um á skömmum tíma. Áður höfðu forstjóri Astra- eus, Mario Fulgoni, og Lára Árnadóttir, fjármálastjóri Ice- land Express, látið af störfum nokkuð snögglega. Ein möguleg skýring sem hefur verið nefnd á forstjóraskipt- unum hjá Iceland Express er sú að Matthías eigi að taka við Astraeus. Þessi skýring er þó fremur ólíkleg. Sandkorn V iðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson og félagar hans í stéttar- félaginu VR hafa ákveðið að berjast gegn launamis- rétti með því að gefa konum af- slátt í búðum. Eru konur 90 prósent menn? Spyr hann í auglýsingu í blöðunum. Hann svarar með því að gefa konum 10 prósent afslátt, sem nemur skorti þeirra. Þ að er ekki óþekkt að þjóð- félagshópar fái afslátt. Ástæðan fyrir afslættinum er yfirleitt sú að viðkom- andi hópar eiga erfiðara en aðrir. Þannig fá börn og aldr- aðir afslætti hér og þar, vegna þess að þessir hópar eru viðkvæmari en aðrir og eiga líkamlega erfiðara með að afla sér tekna. Stefán Einar hefur nú sett konur í þann flokk. Í Bandaríkjunum fá þeldökkir aðeins 75 prósent af launum hvítra. Kannski væri hægt að bjóða upp á 25 prósent blökku- mannaafslátt í búðunum þar? Tekjur í Efra-Breiðholti eru bara 80 prósent af tekjum fólks í Vesturbænum. Eigum við að hafa Breiðholtsafslátt? Tekjur Keflvíkinga eru aðeins um 65 prósent af tekjum Sel- tirninga. En svo kemur að því að hvergi er meiri ójöfnuður en á Seltjarnarnesi. Þannig gæti tekjulágur Seltirningur réttilega átt að fá afslátt líka. Þess fyrir utan gæti verið nið- urlægjandi fyrir fullfrískt og fullorðið fólk úr tekjulágum sveitarfélögum að fá afslátt í búðum. 1 0 prósenta afsláttur- inn fyrir konur er auð- vitað táknrænn og ekki til langframa. En hann er fyrst og fremst táknrænn um að konur séu ekki 100 prósent menn. Þær séu ekki borgunar- menn fyrir fullu verði. Til að undirstrika að þær séu öðruvísi er þeim veitt sérmeðferð, eins og þær séu hamlaðar. Þ að er eitt að konur fái ekki jafnhá laun og karlar, en annað að gera þær að þiggjendum með því að gefa þeim afslátt. Þ að sem konur eru að biðja um er andstæðan við það sem Stefán Einar veitir þeim. Konur þurfa ekki afslátt, heldur rétt laun. Konur vilja fá sömu meðferð og aðrir, en ekki sérmeðferð. Það er ekki verið að biðja um gjöf heldur réttlæti. Og kannski smá virðingu. Afsláttur Af rétt- læti fyrir konur „Hann fékk sér lax að borða í aðalrétt en ég veit ekki hvað hann fékk sér í forrétt.“ n Stjörnukokkurinn Hrefna Rósa Sætran fékk Hollywood-stjörnuna Ben Stiller á veitingastaðinn sinn. – DV „Nú eru allir grunsamlegir sem keyra um og nú fylgjast allir með.“ n Sigurþór Gíslason bóndi á Meðalfelli í kjós, en hestaníðingar hafa beitt hross Sigurþórs ofbeldi. – DV „Þetta verður rosaleg vinna og ég þarf að skoða hvaða bakhjarla ég hef. Ég tel mig hafa margt í þetta starf.“ n Jóhanna Magnúsdóttir íhugar forsetaframboð. – DV „Það er eitt að vinna mót en það er annað að vinna með svona stæl.“ n Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunn- ar, en Stjörnustúlkur eru íslandsmeistarar og burstuðu Breiðablik 5–0. – DV „Þetta hrökk út úr mér, meiningar- laust sem slíkt og ekki ætlað til að niðurlægja neinn eða meiða.“ n Björn Valur Gíslason segir að hann hefði ekki átt að nota orðið „forsetaræ- fill“ í ræðustól þingsins. – mbl.is Er stefnan tekin á Hollywood? „Það er aldrei að vita. Það er um að gera að halda öllu opnu.“ unnið er að gerð heimildamyndar um Herbert Guðmundsson tónlistarmann en hann er þekktastur fyrir smellina Can´t Walk away og Hollywood. Það eru myndatökumennirn- ir Friðrik grétarsson og Ómar Sverrisson sem fylgja Her- bert hvert fótmál þessa dagana. Spurningin Svarthöfði Fátækir í Framsókn G amli Framsóknarflokkurinn var annálaður fyrir það að þar voru menn til þess að auðgast persónulega. Auð- vitað átti það ekki við um alla flokksmenn en helstu lykilmenn flokksins voru því marki brennd- ir. Sá sem best hefur komið ár sinni fyrir borð er auðmaðurinn Finn- ur Ingólfsson sem steig fátækur inn í stjórnmálin. Hann hófst til þeirra metorða að verða ráðherra og vara- formaður flokks síns. Seinna var hann skipaður seðlabankastjóri og loks snéri hann baki við opinberum störfum og haslaði sér völl í einka- geiranum þar sem hann hafði sank- að að sér eigum. Finnur var einn lyk- ilmanna einkavæðingar bankanna þar sem tveggja banka góssi var skipt bróðurlega á milli stjórnarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn úthlutaði Landsbankanum til einkavina sem komu frá Rússlandi, en Framsókn- arflokkurinn sá um Búnaðarbank- ann sem féll í eigu S-hópsins, úrvals- deildar flokksmanna. Ráðherrann og seðlabankastjórinn fyrrverandi hefur síðan haldið vel utan um hluta eigna sinna og fengið afskrifaðar verulegar skuldir. Meðal þeirra sem nutu sérlega góðs af stjórnmálunum er fjölskylda Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem í dag á milljarða króna eftir einkavæðingu VÍS og íslensku fiski- stofnanna. Fjölskyldan hefur fengið afskrifaðar háar upphæðir þótt millj- arðaeignir séu til staðar. Aðstoðar- maður Halldórs, Björn Ingi Hrafns- son, gekk inn í Kaupþingsbanka og fékk tugi milljóna króna að láni fyrir félag sitt, Caramba, gegn haldlitlum tryggingum. Fjöldi minni spámanna í flokknum fékk mola sem hrukku af borðum hákarla flokksins. Þetta var hin íslenska spilling í hnotskurn. Menn fóru í pólitík til að koma hönd- um yfir eigur almennings og nýta þær í eigin þágu. Því skal ekki haldið fram að leiðtogar Framsóknarflokks- ins hafi aðhafst eitthvað ólöglegt. Slíkt hefur ekki verið sannað. Það breytir því ekki að fnykinn leggur af gjörðum þeirra. Það væri ósanngjarnt að nefna eingöngu hina umdeildu í Fram- sóknarflokknum. Til eru heiðarlegar undantekningar á borð við Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann, sem kom út úr stjórnmál- unum án þess að hafa auðgast sýni- lega. Þá hefur vissulega orðið bylting í flokknum þar sem gamla klíkan er horfin á braut. Ekki er ástæða til vé- fengja heiðarleika Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem nú situr á for- mannsstóli. Gamla Framsóknarklíkan þrífst enn vel. Finnur sinnir eigum sínum sem eru milljarðavirði. Halldór er í opinberu starfi sem framkvæmda- stjóri norrænu ráðherranefndar- innar. Aðrir forkólfar eru svo dreifð- ir um atvinnulífið. Sumir þeirra bíða færis að komast aftur yfir lyklana að fjárhirslum almennings. Það má aldrei verða. Þjóðinni er nauðsynlegt að jarða gamla Framsóknarflokkinn rétt eins og önn- ur spillingaröfl og lyfta stjórn- málunum á æðra plan. Það er lág- marks- krafa til einstak- linga sem hasla sér völl í póli- tík að þeir þekki og virði það hlutverk sitt að þjóna fólkinu án þess að hirða eig- ur þess. „Fnykinn leggur af verkum þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.