Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Blaðsíða 22
22 | Fólk 21. september 2011 Miðvikudagur H elsta bakland Hönnu Birnu, kjarni áhrifa- kvenna í Sjálfstæðis- flokknum sem hefur hist reglulega á veitingastaðn- um La Primavera, leitar nú að nýjum stað til að ráða ráð- um sínum. Prímaverurn- ar eru meðal annarra Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, Ragnheiður Elín Árnadótt- ir þingmaður, Gréta Ingþórs- dóttir, starfsmaður flokksins, og Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri. Eins og margir vita þá hefur veit- ingastaðurinn La Primavera hætt rekstri og eigendur stað- arins, hjónin Leifur Kolbeins- son matreiðslumeistari og Jón- ína Kristjánsdóttir, einbeita sér nú að því að byggja upp nýjan veitingastað, Kolabrautina í tónlistarhúsinu Hörpu. „Við verðum bara að hefja víðtækt rannsóknarstarf. Við gætum að sjálfsögðu elt kokk- inn og farið á Kolabrautina en við erum engar kolakerlingar,“ segir Ásdís Halla Bragadótt- ir og skellir upp úr. „Auðvitað er mikil eftirsjá að La Prima- vera og okkur þykir vænt um að vera uppnefndar Príma- verurnar – Kolakerlingarnar er síðri kostur – og því er það svo að þótt við munum líklega elta kokkinn þá ætlum við að halda viðurnefninu.“ Prímaverurnar þurfa nauð- synlega á nýjum fundarstað að halda enda eru blikur á lofti í pólitísku landslagi og því þarf væntanlega að leggja enn meir á ráðin en aðra daga. Í nýlegri könnun kemur fram að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, naut ekki mikils fylgis meðal kjósenda flokksins. Einungis 24 prósent þeirra vildu sjá Bjarna áfram í formannsstólnum á meðan 51,4 prósent treystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita borgarstjórnarflokksins, best til formennsku. Þótt Hanna Birna hafi enn ekki gefið upp hvort hún gefi kost á sér, lætur hún líklega. Bjarni Benedikts- son hefur hins vegar lýst því yfir að hann sækist eftir endur- kjöri sem formaður flokksins. Langar ekki í sjónvarp Vera Sölvadóttir, kvikmynda- gerðarkona og einn stjórnanda Djöflaeyjunnar, nýs menn- ingarþáttar sem frumsýndur er á miðvikudagskvöldi, segist ekki hafa áhuga á því að eiga sjónvarp. „Mig langar ekki vit- und í sjónvarp,“ segir Vera sem er meira fyrir að fara í kvik- myndahús. Hún mun enda fjalla um kvikmyndir í þættin- um. „Ég held þetta verði mjög skemmtilegt. Þórhallur verður með leikhúshliðina, við Sigga verðum með kvikmyndahlið- ina og Guðmundur Oddur sér um myndlistarhlutann. Þetta verður svona þrískiptur þáttur. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt,“ sagði hún í við- tali við DV nýlega, ánægð með nýja starfið.  Fúll yfir brauð- snauðum kúrum Jói Fel gefur lítið fyrir megr- unarkúra þar sem brauð er sniðgengið. Jói er í viðtali í fylgiriti Morgunblaðsins um iðnað og lýsir því yfir að brauð sé ekki óhollt. Þvert á móti sé það kjarnafæða. Hann segist í nokkurn tíma hafa bent á það að spelt og hveiti séu ná- kvæmlega það sama og heil- korna spelt. Jói getur þó verið ánægður með það að köku- vísitalan er á uppleið en eins og hann segir frá þá hefur kökusalan loks tekið við sér eftir hrun. „Í dag er fólk aftur farið að kaupa góðar kökur. Kökuvísital- an er því klár- lega á upp- leið.“ Selst eins og heitar lummur Þriðja bók rithöfundar- ins og fjölmiðlakonunnar Tobbu Marinós, Lýtalaus, hefur fengið góðar viðtökur í bókabúðum eins og hinar tvær. „Lýtalaus selst eins og heitar lummur,“ segir Tobba á Facebook-síðu sinni og það eru engar lygar. Lýtalaus er nú þegar komin upp í þriðja sæti á metsölulista Eymunds- sonar yfir Skáldverk og ljóð og var einnig þriðja mest selda bókin af öllum verkum í síð- ustu viku. Í kvöld, miðvikudag, hefst svo nýr sjónvarpsþáttur hennar sem heitir einfaldlega Tobba en það á að vera þáttur um samfélagsrýni sem Tobba ætlar að tækla á sinn einstæða hátt. H eilsudrottningin Linda Pétursdóttir lifir heil- brigðu lífi. Hún æfir um fjórum sinnum í viku, borðar hollt fæði, mik- ið af grænmeti og hefur misst meira en 10 kíló síðastliðið ár. Hún byrjaði að léttast með markvissum æfingum en eft- ir að hún kynntist speki nær- ingarþerapistans, Lene Hans- son, fór henni að ganga enn betur. Lene er nú stödd á Íslandi og fræðir gesti Baðhússins um það hvernig megi bæta heilsuna og auka vellíðan. Linda mælir eindregið með því að íslenskar konur kynni sér speki hennar og er hrifin af áherslum Lene. „Þetta er ekki matarkúr og ekki megrun heldur breyting á lífsstíl,“ seg- ir Linda. „Sjálf lifi ég afar heilbrigðu lífi og borða holla fæðu en með ráðleggingum Lene gerði ég breytingar sem skiptu sköpum og gerðu mér kleift að ná markmiðum mín- um.“ Linda segir æfingar þurfa að fara saman við mataræðið og að á endanum skipti sam- setning fæðunnar meginmáli. „Sé ráðleggingum Lene fylgt er magn á grænmeti sjálfkrafa stóraukið. Sjálf borða ég yfir- leitt eingöngu grænmeti eða ávexti fram að hádegi. Svo blanda ég ekki saman prótín- um og kolvetnum. Með þess- um aðferðum og líkamsrækt er ekki hjá því komist að létt- ast,“ segir Linda. Orkan hefur aukist Linda segist finna mikinn mun á sér. „Ég bý yfir mikilli orku dags daglega og því kom það mér á óvart að ég gæti gert betur,“ segir hún og hlær. „Ég tók þetta bara í rólegheit- unum og árangurinn skilaði sér jafnt og þétt. Öfgar henta mér ekki.“ Linda geislar af gleði og fegurð þessa dagana og ef- laust er það ekki eingöngu grænmetinu að þakka en eins og DV sagði frá nýverið fann hún ástina í örmum skoska leikarans Tavs MacDougall. n Linda Pétursdóttir missti meira en 10 kíló n Fór að ráðum dansks næringar þerapista, Lenu Hansson n Langar til að miðla reynslu sinni 10 kílóum léttari Hamingjusöm og í góðu formi Linda Pétursdóttir hefur aldrei litið betur út og mælir með því að fara að ráðum Lene Hansson. Prímaverur, en ekki kolakerlingar n Hulduher Hönnu Birnu hittist á veitingastaðnum La Primavera sem hefur verið lokað Aðal prímaverurnar Hanna Birna, Ásdís Halla Bragadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.