Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Síða 10
R áðgjafinn Jóhanna Magnús­ dóttir hefur birt ferilskrá sína á heimasíðu sinni í kjölfar þess að DV greindi frá því á sunnudag að hún íhugaði forsetaframboð á næsta ári. Margir spurðu hins vegar: Hver er þessi Jóhanna? Sjálf viðurkennir hún fúslega að vera ekki þekkt kona í samfélaginu og skiljanlega hafi því vaknað spurningar meðal almenn­ ings í athugasemdakerfi DV.is vegna fréttarinnar. Til að bregðast við þessu hefur Jóhanna birt ferilskrá sína á vefnum til að svara þessari spurn­ ingu og jafnvel því háði sem hún hef­ ur orðið fyrir. Fréttin var sprengja Jóhanna segir í færslu sinni að hún þurfi að biðja fjölskyldu sína afsök­ unar á að hafa ekki undirbúið hana almennilega fyrir þá „sprengju“ sem fréttin um helgina var. „Ég veit að mínir nánustu, fjölskylda og vin­ ir, taka það nærri sér þegar fólk er að hæðast að þessu framboði, en ég sjálf hef breitt bak og veit fyrir hvað ég stend,“ segir Jóhanna sem kveðst lengi hafa gælt við þá hugmynd að fara í forsetaframboð. Jóhanna seg­ ir fullt af fólki hafa hvatt sig áfram og sagt fallega hluti. Niðurbrjótandi ummæli leiði hún hjá sér. „Auðvitað bregður fólki þegar einhver kona úti í bæ er kynnt til sög­ unnar, kona sem er ekki „celeb rity“ og fólk þekkir hvorki haus né sporð á! Alls konar spurningar hafa vaknað hjá fólki, bæði því sem skrifar at­ hugasemdir og eflaust því sem heima situr.“ Ekki systir Ástþórs Meðal spurninga sem kastað hefur verið fram í háði í athugasemdakerfi DV er hvort Jóhanna sé systir Ást­ þórs Magnússonar sem líkt og flest­ ir vita hefur boðið sig fram til forseta áður. „Nei, ég er ekki systir Ástþórs, það eru mörg Magnúsbörn á Íslandi,“ svarar forsetaframbjóðandinn til­ vonandi á vef sínum, naflaskodun. blog.is. Eva Hauksdóttir, sem oft er köll­ uð norn, spyr hvar Jóhanna standi í pólitík. Sjálf segist hún ekki tengd neinu stjórnmálaafli. Hún hafi kosið Hreyfinguna í síðustu kosningum og eitt sinn næstum orðið þátttakandi í nýju stjórnmálaafli, Miðflokknum, en vegna anna hafi hún ekki getað haldið áfram í því verkefni. Eins og sjá má á meðfylgjandi ferilskrá, sem DV birtir að hluta, er Jóhanna afar nákvæm og veitir allar helstu upp­ lýsingar um sjálfa sig. Þar kemur fram að hún er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands. Þá hefur hún meðal annars verið aðstoðarskólastjóri Mennta­ skólans Hraðbrautar og nú síðast unnið sem ráðgjafi hjá Lausninni, grasrótarsamtökum um bætt mann­ leg samskipti. Jóhanna býr ein, á þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. Lífsgildi hennar eru víðsýni, hófsemi og jafnrétti. 10 | Fréttir 21. september 2011 Miðvikudagur Eldgos af svipaðri stærðargráðu og þess sem varð árið 1783 í Lakagíg­ um, oftast nefnt Skaftáreldar, gæti valdið því að eitraðar lofttegundir bærust í suðvestur átt yfir Evrópu og valdið dauða tugþúsunda manna í álfunni. Það gæti enn fremur valdið miklum skaða hvað varðar flugum­ ferð, alþjóðaviðskipti og atvinnulíf í Evrópu, fyrir utan framleiðslu og innflutning á matvælum sem gæti orðið fyrir miklum skakkaföllum. Ef flugumferð stöðvast í lengri tíma stöðvast einnig milliríkjaviðskipti á matvælum. Þetta er meðal niður­ staðna rannsóknar sem greint er frá í vísindavefritinu Science Now. Öskufall í gosinu í Lakagígum árið 1783 var lítið. Hins vegar steig mikið magn af brennisteinsdíoxíði til himins; svo mikið magn að það jafnast á við allt það magn sem fer út í andrúmsloftið frá iðnaði á heilu ári nú til dags. Anja Schmidt, loftslagssérfræð­ ingur við háskólann í Leeds á Bret­ landi, hefur unnið að rannsókn á afleiðingum slíks eldgoss í dag. Hún, ásamt samstarfsfólki sínu, hefur gert tölvulíkan til að meta áhrif slíkra eldgosa á Evrópu og meðal þeirra áhrifa sem tekið mið er af er veður­ far og heilsufar. Samkvæmt niðurstöðum þeirra myndi mengunin í loftrýminu aukast um 120 prósent á fyrstu þremur mánuðunum. Ástandið yrði verst á Íslandi og í norðvesturhluta Evrópu.  Á fyrsta árinu eftir að gos hæfist gætu allt að 142 þúsund manns látið lífið úr hjarta­ og lungnasjúkdóm­ um í álfunni. Það eru helmingi fleiri en þeir sem deyja árlega úr flensu í Evrópu. Bandarískir vísindamenn, þar á meðal Brian Toon hjá háskólan­ um í Colorado, segja að hægt sé að treysta útreikningum vísindamann­ anna við Leeds­háskóla. Hann segir að ekki sé alls ólíklegt að stórt gos, sem yrði þá margfalt stærra en gosið í Eyjafjallajökli, gæti valdið slíkum áhrifum á Evrópu. Hann segir slíkt gos geta haft alvarleg áhrif á íbúa Evrópu, enda þyrftu þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri að halda sig innandyra til að verjast brenni­ steinsdíoxíðinu. Í Móðuharðindunum sem fylgdu Skaftáreldum létust allt að tíu þús­ und Íslendingar, eða fimmtungur íbúa landsins. Þá er einnig talið að allt að þrír fjórðu hlutar búfjár hafi drepist. Sagnfræðileg gögn benda einnig til þess að dánartíðni á Eng­ landi hafi aukist töluvert, um allt að 20 prósent. Í Hollandi, Svíþjóð og á Ítalíu kvörtuðu menn yfir öndunar­ erfiðleikum og slæmu skyggni og ekki er hægt að útiloka að margir hafi látist vegna brennisteinsdíox­ íðsins. 140 þúsund gætu látist Afleiðingar annarra Skaftárelda: Ætlar að leggja Ólaf Ragnar Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Jóhanna íhugar forsetaframboð n Svarar háði og niðrandi ummælum með því að segja frá sjálfri sér n Birti ítarlega ferilskrá á vefsíðu sinni Menntun 2006–2007 Kennaraháskóli Íslands: Nám til kennsluréttinda. Einkunn: I. 8,37 1998–2003 Háskóli Íslands, guð- fræðideild: Embættispróf í guðfræði (auk starfsþjálfunar). Einkunn: I. 7,42 Kjörsviðsritgerð: Betra ljós? Hvíldar- dagurinn í Gamla testamentinu og upphaf sögulegra biblíurannsókna á Íslandi. Störf 2011 Lausnin, grasrótarsamtök um bætt mannleg samskipti, ráðgjafarhlutverk. 2011 Reykjavíkurborg: Vann við sam- starfsverkefnið Vesturbæjarvinir á vegum þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar og Hagaskóla. Sinnti þar hópi fimmtán ára nemenda, veitti þeim hvatningu og stuðning í námi. Markmið verkefnisins var forvörn gegn brottfalli úr framhaldsskóla. Var önnur af tveimur Vesturbæjarvinum, en samstarfsmaður hennar var Elvar Geir Sævarsson, sem er í hljómsveitinni Hellvar. 2010 Atvinnulaus frá september til desember. Það var mikil lífsreynsla og skóli fyrir mig að vera atvinnulaus og áttaði ég mig á því hversu mikil hætta er á að missa dampinn, það hvatti mig þó áfram til að leita leiða, horfa í eigin barm, spyrja mig hvað ég gæti gert sjálf, en ekki hvað aðrir gætu gert fyrir mig. 2005–2010 Menntaskólinn Hraðbraut, aðstoðarskólastjóri. Starfið fólst meðal annars í stjórnun, daglegum rekstri, umsjón með innra neti skólans, uppsetningu námskeiða og gagna, viðtölum og utanumhaldi um nem- endur og kennara. Einnig kenndi ég félags- fræði og tjáningu. Hélt utan um hönnun og uppsetningu á bæklingi skólans. 2004–2005 Menntaskólinn Hraðbraut, yfirseta og skólaritari. Starfið var tvískipt, annars vegar yfirseta og umsjón með bekk tvo daga í viku, hins vegar almenn ritarastörf og símvarsla. 2004 B. Magnússon, fatasölukona Seldi kvenfatnað á kvöldin í heimahúsum, fór á ýmis námskeið þessu tengd. 2003–2004 Steinsmiðjan S. Helgason, sölustjóri legsteina. Hafði yfirumsjón með sölu legsteina og ferlinu þar til steinninn var kominn á leiðið. Reikningagerð og pöntun á fylgihlutum frá birgjum erlendis. Hannaði einnig auglýsingabækling og auglýsingar. 2003 Hjúkrunarheimilið Eir, aðhlynning. Starfið fólst í aðhlynningu aldraðra, andlegri og líkamlegri. 2002–2003 Víðistaðakirkja, leiðtogi í kirkjustarfi og námskeiðahald. Starf með námi í guðfræði, hafði umsjón með barnaguðþjónustum og réði mér aðstoðarfólk. Var einnig með kennslu fyrir 7–9 ára börn einu sinni í viku. Aðstoðaði einnig við fermingarfræðslu og hélt námskeið fyrir konur í sjálfsstyrkingu og hugleiðslu. 1991–1997 Innnes ehf, heildverslun, marg- hliða starfsmaður. Í starfinu fólust ýmis ábyrgðarstörf varðandi fjármál, færsla á vskm. bókhaldi, útsending reikninga, fjármála- og gjald- kerastörf, ferðir í banka, sölu- og kynn- ingarstörf. Tungumál Íslenskukunnátta ágæt. Ég tala og skrifa ensku og dönsku mjög vel, hef einnig lært þýsku og frönsku en kunnáttan er aðeins sæmileg. Lærði forngrísku og hebresku í guðfræðideild. Áhugamál og félagsstörf Mannrækt og mannleg samskipti eru mitt stærsta áhugamál og þar er ég sterkust. Finnst gaman að setja hugsanir mínar á blað og hef skrifað smásögur fyrir sjálfa mig. Held úti bloggi þar sem ég segi mínar skoðanir á mbl.is og set þar inn ólíkt efni, þar með talið hugvekjur um félagsleg mál. Hef einnig prédikað og flutt hugvekjur í kirkjum og fyrir félagasamtök. Ég les mikið til dæmis um sjálfsrækt og vinnuanda. Ég hef áhuga á rækt líkama og sálar og fer í göngur á jafnsléttu sem á fjöll. Tók meðal annars upp á því í starfi mínu sem að- stoðarskólastjóri að fara með nemendur á fjöll tvisvar á ári, en það var að sjálfsögðu ekki í starfslýsingu. Söng í Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju i tvö ár. Smakka vín í hófi og hef aldrei reykt. Er almennt mjög hraust Ég hef lengi haft mikinn áhuga á félags- málum og skipti mér af þar sem mér finnst þörf á. Meðan börnin mín þrjú voru í grunnskóla (frá 1986–1998) var ég meðal annars: n í stjórn og formaður Foreldrafélags Flataskóla. n í stjórn Foreldrafélags Garðaskóla. n formaður og stofnandi Foreldrafélags Skólakórs Garðabæjar. n í stjórn Foreldrafélags Skíðadeildar Breiðabliks. n í launaðri nefnd á vegum Garðabæjar um einsetningu grunnskóla. Ég stofnaði Starfsmannafélag Innes ehf um 1993 og stýrði starfsmannafundum. Í guðfræðideild: 2000 Fulltrúi nemenda í námsnefnd og á deildarfundum. 2000–2003 Stjórn félags guðfræðinema. 2003–2005 Stofnfélagi og í stjórn Félags guðfræðinga. Fjölskylduhagir Ég bý ein, á þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. Lífsgildi Heiðarleiki, víðsýni, hófsemi, jafnrétti. Ferilskrá: Jóhanna Magnúsdóttir „Nei, ég er ekki systir Ástþórs, það eru mörg Magnús- börn á Íslandi Svarar gagnrýni Jóhanna Magnúsdóttir hefur birt ítarlega ferilskrá til að svara háð i og gagnrýnisröddum eftir að DV upplýsti að h ún væri að íhuga forsetaframboð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.