Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Qupperneq 14
14 | Neytendur 21. september 2011 Miðvikudagur S amfylkingin og Besti flokk- urinn hafa ekki staðið við loforð sín um að auka ferðatíðni og bæta leiða- kerfi strætó, líkt og kveð- ið er á um í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Karl Sigurðsson, for- maður umhverfis- og samgöngu- ráðs Reykjavíkurborgar, segir að málin séu í skoðun en að fátt hafi verið ákveðið. Verð í strætó hefur hækkað um 25 prósent í stjórnartíð meirihlutans í borginni en þess skal þó getið að verðskráin hafði stað- ið óbreytt í fjögur ár þegar gjaldið hækkaði um síðustu áramót. Farþegar greiða lágt hlutfall Tekjur Strætós bs. af sölu fargjalda hafa nánast staðið í stað frá árinu 2001 í krónum talið að því er fram kemur á heimasíðu Strætós bs. Þar segir að almennt verðlag hafi á sama tíma hækkað um 80 prósent. Stjórn Strætós bs. hafi það mark- mið að strætisvagnafargjöld séu í takt við það sem gerist í nágranna- löndunum þar sem fargjaldatekjur standi undir allt að 60 prósentum kostnaðar. Samsvarandi hlutfall hjá Strætó bs., sem er í eigu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, sé 20 prósent. Úr þessu má lesa að far- gjöld í strætó gætu hækkað veru- lega á komandi misserum. Karl Sigurðsson segir það þó ekki mark- miðið. „Við teljum svigrúm til að hafa hlutfall fargjalda hærra en það þýðir ekki endilega að það standi til að hækka gjaldið meira núna,“ segir hann í samtali við DV. Stóðu við loforð um að svíkja loforð Besti flokkurinn lofaði ýmsu í að- draganda kosninga. Hann lofaði því til dæmis að hann ætlaði ekki að standa við loforðin. Við það hefur hann staðið hvað strætó varðar. Um þá sem minna mega sín stendur í stefnumálum flokksins: „Við vilj- um allt það besta fyrir svoleiðis lið og bjóðum því ókeypis í strætó og sund þannig að maður geti ferðast um Reykjavík og verið hreinn þótt maður sé fátækur eða eitthvað að manni.“ Annað stefnumál flokks- ins er að ókeypis verði í strætó fyr- ir námsmenn og aumingja. Hvorki er í dag ókeypis í strætó fyrir náms- menn né öryrkja en þó skal tekið fram að námsmenn geta keypt kort í strætó á niðursettu verði. Fjölga forgangsreinum Karl segir að hópur á vegum borg- arinnar sé að skoða þá möguleika sem í boði séu til að efla almenn- ingssamgöngur umfram þær for- gangsreinar sem settar hafi verið upp fyrir strætisvagna. „Við höfum litið til strætóskýlanna og kannski möguleika á sérstökum afsláttum fyrir nema í Reykjavík. Það hef- ur ýmislegt verið gert áður og við erum að skoða hvaða það hefur gefið í raun. Við erum ekki kom- in með neitt „konkret“,“ segir Karl. Hann segir aðspurður að til greina komi að fjölga forgangsreinum fyr- ir strætisvagna. Það hafi gefið góða raun. „Við erum að ræða þetta við framkvæmdastjóra Strætós bs. og samgönguskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Og svo auðvitað þarf lög- reglan að vera með í ráðum,“ segir hann. Vagnar á korters fresti Karl segir ekki stefnuna að frítt verði fyrir alla í strætó, þó flokk- arnir séu opnir fyrir því að þeir sem minna megi sín greiði lægra far- gjald. Markmiðið sé umfram allt að fá fleiri til að nota vagnana. „Við myndum ekki vilja gefa fólki, sem hefur efni á því að kaupa strætis- vagn, frítt í strætó.“ Eins og áður sagði gáfu Samfylk- ingin og Besti flokkurinn það út að auka ætti ferðatíðni og bæta leiða- kerfi strætó. Það hefur ekki náð fram að ganga, heldur hefur ferðum verið fækkað utan álagstíma. Karl segir að það sé verðugt markmið að koma því til leiðar að strætisvagnar gangi á korters fresti. Unnið sé nú að því að ná samkomulagi við ríkið um að það leggi milljarð árlega til eflingar almenningssamgangna og hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu – gegn því að sveitarfélögin falli frá meiri háttar framkvæmdum í gatna- kerfinu. Þá yrði það í höndum ríkis- ins að sjá um stofnleiðakerfi strætós en sveitarfélögin gætu þá sett pen- ing í að auka tíðni vagnanna. Hækkun minni en verðlagshækkun Frá og með 1. október hækkar verðskrá fyrir tímabilskort í strætó. Þegar sú hækkun gengur í gegn hafa fargjöld í strætó hækkað um 25 til 26 prósent á einu ári. Fargjöld höfðu verið óbreytt frá því löngu fyrir hrun, eða frá því í janúar 2007. Frá þeim tíma hefur almennt verð- lag í landinu hækkað um 42,7 pró- sent. Það þýðir með öðrum orð- um að það er ódýrara í dag að taka strætó en árið 2007 miðað við aðrar vörur eða þjónustu í landinu – jafn- vel þó það sé dýrara í krónum talið. Á hinn bóginn má benda á að kaup- máttur launa hefur lækkað um lið- lega 10 prósent frá því í janúar 2007. Laun fólks hafa því ekki haldið í við verðlag í landinu. Fólk getur sem sagt ekki keypt jafn mikið af vörum og þjónustu og fyrir hrun. Launa- fólk í landinu hefur því efni á færri strætóferðum en árið 2007. Þrjú þúsund á mánuði Eins og áður sagði hafa fargjöld í strætó hækkað mikið á þessu ári, eða um 25 til 26 prósent, þegar horft er til n Fyrirheit um að bjóða ákveðnum hópum frítt í strætó hafa ekki orðið að veruleika n Markmið að fargjöld standi undir hærra hlutfalli kostnaðar n Karl Sigurðsson, formaður samgönguráðs, segir forgangsreinar hafa gefist vel Svikin loforð um strætó „Við myndum ekki vilja gefa fólki, sem hefur efni á því að kaupa strætisvagn, frítt í strætó. Þ ú getur sparað þér miklar fjárhæðir með því að leggja einkabílnum og taka strætó eða hjóla. Samkvæmt út- reikningum FÍB nemur kostnaður við að nota nýjan fólksbíl sem eyðir 8 lítrum á hundraðið 426 þúsund krónum á ári. Það miðast við hóf- legan 15 þúsund kílómetra akstur. Sá sem á jeppa og ekur 30 þúsund kílómetra greiðir meira en milljón fyrir notkunina eina. Ef við miðum áfram við fólksbíl- inn þá kostar um 190 þúsund krón- ur að borga fyrir tryggingar, skatta og skoðun, um 30 þúsund krónur fara í bílastæði og þrif og verðrýrn- unin er liðlega 340 þúsund krónur á ári. Þá er ótalinn fjármagnskostn- aður og kostnaður vegna láns eða fjármögnunar á bílnum. Það kost- ar með öðrum orðum einstakling, sem á nýjan fólksbíl skuldlausan, um eina milljón krónur á ári að reka bílinn. Til samanburðar kostar árskort í strætó 38.500 krónur. Nærri lætur að 26 einstaklingar gætu keypt sér árskort í strætó fyrir þann kostnað sem bifreiðareigandi þarf að standa undir. Með því að selja bílinn og nota aðeins strætó sparar þú rúm- lega 2.500 krónur á dag og getur því leyft þér þann munað að taka leigu- bíl reglulega, á milli þess sem þú tekur vagninn. Sá sem kýs að hjóla getur spar- að sér álíka pening en afar misjafnt er hversu mikill upphafskostnaður felst í því að hefja hjólreiðar. Gott reiðhjól kostar oftast frá 60 eð 70 þúsund krónum en nauðsynlegt getur verið að kaupa öryggisbún- að á borð við vesti, hjálm og hlífar. Upphafskostnaðurinn getur verið þónokkur en þeir sem nota hjól- ið reglulega ættu að vera fljótir að borga það upp. baldur@dv.is Loforð Besta flokksins n Bæta kjör þeirra sem minna mega sín Við viljum allt það besta fyrir svoleiðis lið og bjóðum því ókeypis í strætó og sund þannig að maður geti ferðast um Reykjavík og verið hreinn þótt maður sé fátækur eða eitthvað að manni. n Ókeypis í strætó fyrir námsmenn og aumingja Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli. n Loforð Samfylkingar og Besta flokksins: - Auka skal ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós. Tryggt verði að strætó gangi alla daga ársins. Strætó fái forgang á stofnleiðum og leiðakerfið taki mið af því að börn komist milli heimila sinna og frístundastarfs. n Loforð ríkisstjórnarinnar - Unnin verði áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin, með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Í slíkri stefnu verði almenningssam- göngur um allt land stórefldar og fólki auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Almenningssamgöngur verði sjálfsagður hluti samgönguáætlunar. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Samgöngur Í skoðun Karl segir unnið að því að finna fleiri leiðir til að bæta almenningssamgöngur. Bíllinn kostar milljón á ári n Rekstrarkostnaður nýrrar bifreiðar er sláandi Sóar peningum Sparaðu a.m.k. 2.500 krónur á dag með því að leggja bílnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.