Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Qupperneq 17
N ýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu og eftir umræður um þetta á heimspekikaffihúsi, varð mér hugsað til þess að stundum virðist ríkið mis- skilja sig sjálft. Stundum virðast ríkisvaldið, Al- þingi, embættismannakerfið og ráðu- neytin alls ekki samkvæm sjálfu sér og hvert öðru í orði og gerðum. Þau segja eitt en gera annað. Ríkið hefur misskilið hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra sam- gangna hefur verið töluvert um það að yfirvöld misskilji sig. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfir- lýsingar um auknar hjólreiðar og al- menningssamgöngur en koma svo með útspil sem eru líkleg til að hafa þveröfug áhrif. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stór- borgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Ís- lensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr þörfinni á innflutningi orkugjafa, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, meng- un, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrir tækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni á öllum þessum sviðum en yfirvöld virðast mjög oft ekki gera sér grein fyrir tengingunni. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifa- sein varðandi alvöruátak til að auka hjólreiðar. Þau virðast jafnvel ekki trúa eigin rökum og ábendingum um lausnir, eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og emb- ættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Og sumt snýr einnig að fótgangandi. Innanríkisráðuneyt- ið leggur t.d. til í frumvarpi til nýrra umferðarlaga að ráðherra geti sett hamlandi, og órökstuddar reglur, um skyldunotkun á „hvers kyns öryggis- búnaði“. Þar eru einnig lagðar til um- ferðarreglur á stígum sem skortir stoð í raunveruleikanum. Útfærslur gatna- móta leggja stein í götu hjólandi og gangandi. Ef ekki er beitt gagnrýnni hugsun og haft alvörusamráð, getur áratugur aðgerða í umferðaröryggis- málum leitt til enn frekari takmark- ana með tilliti til hjólreiða og í raun skerts öryggis. Stjórnvöld misskilja sig og eigin stefnu þegar þau auka misrétti milli hjólreiða og annarra samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með því að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til upp- byggingar fyrir hjólreiðar sem löggjaf- inn veitti loks fyrir um 4 árum og bera við tæknilegum ágreiningi um túlkun illa skrifaðra laga. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjól- reiðum skila sér margfaldar til baka og skila hagnaði nokkuð hratt. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafn- ræði til handa almenningi sem hjólar. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bíla- stæði, en vilja á sama tíma ekki lækka skatta á reiðhjól, varahluti eða sam- göngustyrki sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn. Opnar hjólaráðstefna sam- skiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg já- kvæð teikn á lofti og nokkur skref hafa verið stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markaðist upp- haf Samgönguviku af metnaðarfullri ráðstefnu um samgönguhjólreiðar í Iðnó, 16. september, undir yfirskrift- inni „Hjólum til framtíðar“. Innanrík- isráðherra og borgarstjóri Reykjavík- urborgar mættu í pontu ásamt öðru góðu fólki. Innanríkisráðherra spurði meira að segja erlendan sérfræðing út í hið umdeilda hjálmaskyldumál. Þessari skyldu segist ráðherra, líkt og sérfræðingurinn, vera á móti, en ætl- aði samt að leiða hana í lög. Þessi við- leitni á ráðstefnunni lofar góðu. Menn fengu að hlýða á sérfræð- inga úr hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur og einnig umboðs- mann hjólreiða og göngu frá Olden- burg í Þýskalandi. Meðal efnis sem vakti athygli eins fjölmiðils voru gögn frá borginni og Landlækni um mikla aukningu í hjólreiðum undanfarin ár. Á höfuðborgarsvæðinu virðast hjól- reiðar hafa tvöfaldast, og í miðborg- inni notar tíundi hver reiðhjólið til samgangna. Á ráðstefnunni gafst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum. Viðstaddir öðluðust aukinn skilning á hjólreiðum sem mjög svo raunhæf- um og hagkvæmum hluta af lausn- inni á mörgum af helstu vandamál- unum samfélagsins í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og efni erinda eru á vef Landssamtaka hjól- reiðamanna; lhm.is. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna. Umræða | 17Miðvikudagur 21. september 2011 Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands? „Bergþór Pálsson, óperusöngvari.“ Heiðrún Hákonardóttir 51 árs skrifstofustjóri „Einhver kröftugur, alþýðlegur einstak- lingur.“ Kristín Hauksdóttir 45 ára verkefnisstjóri „Ég hef bara ekkert hugsað út í það.“ Bjarki Sigurðsson 67 ára strætóbílstjóri „Ég veit það ekki.“ Sigríður Dóra Kristjánsdóttir 18 ára menntaskólanemi „Að minnsta kosti ekki Ólafur Ragnar Grímsson aftur.“ Ari Hulquist 32 ára grænmetissali 1 Fengu að heyra um auðæfi DorritarForsetinn fór lofsamlegum orðum um eiginkonu sína á ráðstefnu fyrr í mánuðinum. 2 „Ég er mjög þakklátur“Herbert Guðmundsson er ánægður með væntanlega heimildamynd um sig. 3 Lilja segir að lántakar verði að grípa til aðgerða Lilja Mósesdóttir segir að grípa verði til aðgerða sem tryggi að bankar fari aftur að lána út peninga. 4 Endar Ísland eins og Japan?Ólafur Ísleifsson um hagnað bank- anna og reynslu Japana af stöðnun í efnahagslífinu. 5 Samkynhneigð í lagi ef kynlífinu er sleppt Friðrik Schram, prestur Íslensku Kristskirkjunnar, er á móti kynlífi samkynhneigðra. 6 Talsambandslaust við TalMaría Ásmundsdóttir er ósátt við þjónustu farsímafyrirtækisins Tals. 7 Charlie Sheen fær bætur frá Warner Bros Leikarinn óstýriláti fær 25 milljónir dala eftir að hann var rekinn úr Two and a Half Men. Mest lesið á dv.is Myndin Svangur svanur Þessi svanur lagði mikið á sig til að ná í brauðbita úr hendi vegfaranda við Tjörnina í Reykjavík á þriðjudag. MynD GunnAR GunnARSSOn Maður dagsins Forréttindi að takast á við Mozart Daníel Bjarnason Daníel Bjarnason tónlistarmaður er hljóm- sveitarstjóri sýningarinnar Töfraflaut- unnar eftir Mozart sem verður sýnd í Hörpu. Æfingar á verkinu eru hafnar og ganga vel að sögn Daníels. Daníel getur ekki nefnt eitthvert eitt uppáhaldstónskáld því hann segir listann óendanlegan. Hver er maðurinn? „Daníel Bjarnason tónlistarmaður.“ Hvar ert þú alinn upp? „Ég er alinn upp bæði í vesturbæ og austurbæ Reykjavíkur og einnig í Banda- ríkjunum.“ Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á því sem ég er að gera drífur mig áfram.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Já, ég á mér mjög margar fyrirmyndir á ýmsum sviðum.“ uppáhaldstónlistarmaður? „Mínir uppáhaldstónlistarmenn eru allt of margir til að telja upp. Listinn fer eftir veðri og vindum.“ uppáhaldshljóðfæri? „Sinfóníuhljómsveit er mitt uppáhalds- hljóðfæri.“ uppáhaldstónskáld? „Það er það sama og með uppáhaldstón- listarmennina. Listinn er óendanlegur.“ Hvernig er að takast á við verk Mozarts? „Það eru stórkostleg forréttindi að fá að takast á við Mozart.“ Átt þú þér draumaverkefni? „Já, það er svo mikið af tónlist sem mig langar til að stjórna og einnig tónlist sem mig langar til að skrifa. Svo þau eru mörg draumaverkefnin.“ Hvernig ganga æfingar á Töfraflaut- unni? „Æfingar ganga mjög vel. Í gær vorum við með æfingu í fyrsta skiptið í gryfjunni þar sem við prófuðum hljómburðinn en hljóm- sveitin hefur ekki spilað þar ofan í áður svo þetta er allt mjög spennandi.“ Ríkið misskilur sig Dómstóll götunnar „Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveit- arfélögin. Morten Lange skrifar um hjólreiðar Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.